Morgunblaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ I luilíslniasíagfsók !l»illlHilM«llllllHI!IUI!llll!lfil!imiiril Viðskifti. Kentucky skraa og skraa, sem dkki inniheldur nicotin, fæst í Tó- feakshúsinn, Austurstræti 17. Kensitas cigaretturnar góðu fást í keildsölu í Tóbakshúsinu. Persól er ómissandi við blóð- leysi, svefnleysi, þreytu, óstyrk- leik og höfuðverk. Fersól eykur Jrraft og starfsþrek. Fersól gerir likamann hraustan og fagran. — Fæst í Laugavegs Apóteki. Reykjarpípur af ótal tegunduin «% gerðuní, ódýrar o<s; dýrar, sel- tuj Tóbakshúsið, Austurstræti 17. HeHdsala: Strausykur, Mola- «fjkur, Rúgmjöl, Maismjöl, Dósa- Mf^lk og fleira. GjafverS. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. NÓTUR NOTUR RðdletQngo Tjúfen i Basdad. 1 Tea for two. Sonja. Florida. j Yearning, og ótal margt nýtt kom með Botníu. Hljóðfæraínísiö. NB. Hljóðfæraskólar, æf- ingar o. fl. o. fl., altaf til með rjettu verði. m FLIK-FLAK Ef línið viltu fannhvítt fá og forðast strit við þvottinn þjer sem fljótast fáðu þá FLIK-FLAK út í pottinn. Dansskóli Á. Nofðmann & L. R»5l!er Bansæfinp; dansskóla okkar í kvöld (öskudag) verður frá 9—1. þar næst er Una, gift Hirti Hans- syni heildsala í Rvík. P& er Þor- steinn vjelstjóri, búsettur í Rvík og ynstur Pjetur, loftskeytamað- ur. bvr nú með móður sinni einn- ig í Rvík. Auk þess áttu þau hjón einn fósturson, sem drukn- aði frá Ólafsvík 1917, 26 ára að aldri. Þótt Brandur sje nú sjálfur hniginn í valinn, á hann þannig ^eftir fögur „spor við tímans haf", sem munu vera íslandi til bless- unar í nútíð og framtíð. Brandur sál. var hinn tignar- legasti maður að vallarsýn, hár og þrekinn; „þjettur á velli og þjettur í lund, þolgóður á rauna- stund", er einkarsönn lýsing á honum í fám orðum. *Teg sem þekti Brand sál. svo vel, er jeg var sóknarprestur hans um 10 ára skeið, tel hann einn af þeim allra fremstu, ábyggi- legustn og bestu drengjum, sem jeg hefi mætt á leið minni um lífið, og hefi þó mörgum góðum kynst fyr og síðar.Hann var fyrst og fremst sannnr Islendingur, er unni landi sínu og þjóð og vildi sóma þess í öllum hlutum, enda minti hann mig æfinlega á bernsku draummynd mína af hin- um fornu þjóðhet.ium íslands, er í engu rnáttu vamm sitt vita. Láti Drottinn Iýsa, Ijós frá þessum stofni, — eitt af öðru rísa, annað þó að dofni! Þingvöllum í desember 1925. Guðm. Einarsson pr. DAGBÓK, Föstuguðsþjónusta í dómkirkj- unni í dag kl. 6 síðd. Sjera Bjarni Jonsson prjedikar, Clementína kom af veiðum inn til Þingeyrar fyrir tveimur eða þremur dögum, með 70—-80 tunn- ur lifrar. Borgfirðingamótið verður hald- ! ið á laugardaginn kemur í Iðnó, og munu sitja það á þriðja hundr- I að manns. Þátttakendur eru beðn- j ir að sækja aðgöngumiða í dag I í Iðnó. Til Strandarkirkju frá N. N. kr. 5,00, N. N. kr. 5,00, N. N. kr. 10,00, S. G. kr. 4,00 og K. G. kr. 5,00. ísfiskssala. í fyrradag seldu afla sinn í Englandi: Jón forseti, fyrir 797 sterlingspund og Egill Skallagrímsson, fyrir 561 sterlpd. Háskólafræðsla. Ág. H. Bjarna- son flytur í dag erindi um þjóð- fjelagsmál í Kaupþingssalnum. Rauði krossinn hann efnir til merkjasölu í dag á götunum, eins og frá var sagt hjer í blaðinu í gær. ,Að hans tilhlutan spilar og Lúðrasveit Reykjavíkur á Aust- urvellinum frá kl. 4—5 eftir há- ,degi til þess að menn geti hlust- að á góða hljómlist um leið og þeir kaupa merki-nælur fjelags- ins. Verður þetta því tvöföld ánægjustund: að hlusta á lúðra- flokkinn og styrkja fjelagið í hjúkrunarstarfsemi þess. Kolaskip, sem Ayden heitir, kom til h.f. Kveldúlfs í gær. Togararnir. Frá Englandi hafa komið Gulltoppur, Geir, og Arin- björn hersir. Þeir munu vera farnir allir á veiðar nú. Af veið- um kom í gær Gylfi með 1200— 1300 kassa. Hann fór með aflann til Englands í gærmorgun. Samningar strandaðir. Eins og kunnugt er, hafa staðið yfir samn- ingar um kaup milli útgerðar- manna og verkakvemiafjelagsins „Franisókntr" og „Dagsrúnar"- fjelagsins síðan löngu fyrir nýár. Var fyrst nefnd útgerðarmanna við samningana við „Pramsókn", en er ekki gekk saman, tók sátta- semjari ríkisins við málinu, og hefir haldið fundi með fulltrúum f.jelagsins. En engan árangur hef- ir það borið. Og ligg.ja nú allar samningatilraunir niðri við það fjelag. Þá hafa og engan árangur borið samningatilraunir útgerðarmanna og „Dagsbrúnar"- fjelagsins, og tekur sáttasemjari við því máli í dag. Togaraflotinn. Mjög er nú illt útlit með afkomu hans sem stend- ur, slæmur markaður fyrir ísfisk og lítill afli á saltfisksveiðum, — Bætist og ofan á að ékki nást neinir samningar við landverka- menn. Munu margir togaraeig- endur ætla sjer að láta skip sín hætta veiðum, ef ekki rætist eitt- hvað úr,. og byrja þá ekki salt- fisksvertíð fyr en um miðjan mars. Sumir togaranna eru þegar hættir veiðum, til dæmis Kári og Hafsteinn, og fleiri munu bætast í hópinn. Er. þetta hið mesta al- vörumál öllum bæjarbúum, og raunar allri þjóðinni. ísland í lifandi myndum. Kvik- mynd sú, sem Loftur Guðmunds- son tók, og sýnd var hjer í fyrra, verður eftir ósk fjölda aðkomu- manna sýnd í Nýja Bíó í kvöld og næstu kvöld. Aheit á Elliheimilið. I sparibauk í Lb. kr. 13.07, Spari- bauk á Ellih. kr. 13.00, N. N. kr. 30, Nafnlaust kr. 10.00, N. N. kr. 5.00. Móttekið til Kristínar Ólafs- dóttur og afh. henni: Prá ónefndri (23/1) kr. 5.00, Afh. Vísi kf. 10.00 og frá G. B. kr. 50.00. Jarðarför feðginanna, Guðlaug- ar og Halldórs .sál. í Suður-Vík i Mýrdal, fór fram í gær að við- stöddu meira fjölmenni en dæmi eru til nokkru sinni áður við jarðarför þar um slóðir. Voru þap staddir allir prestar sýslunnar og menn úr öllum sveitum hennar, einnig úr austur hluta Rangár- vallasýslu.Ur nærsveitunum, Mýr- dalnum, var fólk frá hverju ein- asta heimili. Veðrið var líka hið besta er kosið varð. Húskveðju flutti sóknarprestur Mýrdals- prestakalls, sjera Þorvarður Þor- varðarson í Vík; einnig hafði Gísli Sveinsson sýslumaður flutt þar heima fallega ræðu, voru það kveðju- og þakkarorð frá sý.slu- btium., Æfður söngflokkur söng fallegt kvæði, er ort hafði Jakob Thorarensen skáld; einnig flutti Þorsteinn bóndi Einarsson, á Höffiabrekku, kvæði. Leiðin til kirikjunnar er nokkuð löng, yrúmlega klukkustundar f erð; hún liggur framhjá gamla kiikjugarð- inum á Suður-Reynir. Þar er fað- ir Halldórs sál., Jón heit. umboðs- maðnr, grafinn. Þegar 'líkfylgd- in kom á móts við kirkjugarðinn, staðnæmdist hún og söngflokkur- inn söng sálm. t kirkjunni töluðu prófastur, sjera Magnús Bjarnar- son á Prestsbakka, og sjera Þor- varður Þorvarðarson í Vík. Þar var sungið fallegt kvæði er ort hafði sjera Friðrik Friðriksson. Menn vita ekki til að nokkru sinni áður hafi jafn fjölmenn lík- fylgd gjest í Skaftafellssýslu. Eggert Stefánsson syngur á morgun í Nýja Bio vegna margra áskorana. Mikill hluti aðgöngu- miðanna er þegar seldur og verð- MerskMitipipyi* og ótal margár nýjar teg- undir af reykjarpípum ný- komnar í Reykið ekki CIGARETTUR nema þær sjeu yáðaf Craven „A" er eina sígarettutegundi|i> sem búin er til með það fyf' ir augum, að skemma ékw hálsinn; hún er bragðbetí^ en aðrar sígarettur. Craven „A" er sígarettan yðar. CRAVEN ,A' sígaretturf^ þjer alstaðar. Reykið Craven „A" og sannf ærist um ágæti hennar. úr glugga.sýningunni í dag (verð á öllu þar), það mun borga sig því flest er þar sadir fiáiftiriL Leðurvörudeild Hlj óðf ærahússins. ur því lítið af þeim til sölu l bókaverslunum. — Er vissara ®° tr\-ggja sjer sæti strax. Slys, Stúlkubarn, 4—5 ára, varS fyrir bíl á Vesturgötunni í g#r' og lærbrotnaði og gekk úr liðj uB1' annað hnjeð. Það var flutt á Spí' tala, og leið stemilega í g^r' kvoldi. -.------—««(Si- <j(jjþ> ^eptswr—~ ^IKINGURINN. ga'tu tekið hressilega á móti sjóræningjunum. Menn voru settir að fallbyssunum, og þeir stóðu með tund- urkveikjuna í höndum. En >alt í einu beygðu sjóræn- ingjaskipin til vesturs. Hjerumbil um kvart mílu frá eyjunni Palmos, rjett þegar grynningarnar byrjuðu, lögðust" sjóræningjaskipin fyrir akkerum. Don Miguel hló, en var þó í illu skapi. — Þeir slæpast og. hika, ensku hundarnir, sagði hann. peir hafa líka fulla ástæðu til þess. — Þeir eru ef til vill að bíða eftir næturhúminu, sagði Don Estebon. Hann stóð við hlið frænda síns, og var í mikilli geðshræringu. — Hvað getur myrkrið hjálpað þeim á þessari þröngu leið, rjett fyrir opnu fallbyssukjöftunum. í kvöld — í kvöld hefnum við föður þíns, Don Estebon. Don Miguel beindi sjónauka sínum á sjóræningja- skipin, og sá nú, að ljettibátarnir, sem skipin höfðu dregið, voru komin að hliðum þeirra. Hann var dá- lítið hissa á því, hvað þetta tiltæki ætti að þýða. En íiajin gat ekkert nánara sjeð, því bátarnir voru í skjóli skipanna. En stuttu síðar komu þeir í ljós, og hjeldu burt frá skipunum. Hann sá það, að bátarnir voru þ.jettskipaðir vopnuðum mönnum. Bátunum var hald- ið til strandarinnar, og þar hurfu þeir í vík eða vogy , Don Miguel leit hissa á menn sína. — Hvern fjandann á þetta að þýða? spurði hann iildungis ráðþrota. Eh enginn svaraði. Þeir voru allir jafn hissa ög hann. Litlu síðar hrópaði Don Estebon: —: Þarna koma þeir! Þetta var hverju orði sannara. Bátarnir komu nú aftur í ljós, og hjeldu, út til skipanna. En nú voru þeir tómir. Vopnuðu mennirnir höfðu orðið eftir í landi. En stuttu á eftir hjeldu bátarnir enn til lands og með fjölda vopnaðra manna. Einn af foringjum Don Miguels dirfðistað koma fram með þessa skýringu: — Þeir ætla að hefja á okkur árás af landi — reyna að ná virkinu. — Vitanlega, sagði hershöfðinginn og brosti, jeg hefi þegar rent grun í það. Þeim, sem guðirnif vilja illt, þá gera þeir fyrst vitskerta. — Eigum við ekki að skjóta á þá? spurði V°& Estebon í æsingu. — Skjóta a þá! Gegnum þessa runna og þettí1 k.jarr! Það væri vatn á mylnu þeirra. Nei, við bíðuB1' þangað til þeir hefja sókn, og þá verða þeir stra- drepnir, hver 'og einn. En undir kvöldið var öryggistilfinning hershöf"' ingjans ofurlítið farin að þverra. Bátarnir höfðu far' ið 10 eða 12 sinnum milli skipa og lands, og fyrir ut- an vopnuðu mennina höfðu þeir flutt í land allmarg31 fallbyssur. Hann brosti ekki þegar hann sneri sjer að möog um sínum, iog sagði: — Hvaða heimskingi var það, sem sagði mjer, a sjóræningjarnir væru ekki nema 300. Þeir hafa flut' í land að minsta kosti helmingi fleiri. Sannleikurinn, sem Don Miguel þökti ekki, seö* betur fór, var sá, að sjóræningjarnir höfðu ekki flttt einn einasta mann í land. Blekkingin hafði lánas fram yfir allar vonir. Don Miguel grunaði ekki, a það voru altaf sömu hermennirnir, sem hann sá í ba ' ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.