Morgunblaðið - 07.02.1928, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1928, Blaðsíða 4
« MORGUNBLAÐIÐ Molasyk&ir, St@ifisyka»p5 Sft*á- syjias* og Sallosykifi* selur HsiiðvssiiBn Sarfars fifslaiansr. Vandað steinsteypuhús, helst í mið- eða vesturbænum, ósk- ast til kaups ná þegar eða í vor. Uppl. síma 48. Notuð vöruflutningabifreið ósk- ast til kaups, ef umsemur. Uppl. í síma 2027 fyrri partinn í dag. Útsprungnir laukar fást í Hellu- sundi 6, sími 230. Sokkar, sokkar, sokkar, frá prjónastofunni „Maiin'' eru ís- lenskir, endingarbestir og hlýj- astir. Sem ný smókingföt á meðalmann tii sölu á 100 kr. A. S. í. vísar á. Falleg-ur kvengrímubúningur til sölu. Til sýnis á Hárgreiðslustofu Eeykjavíkur, Aðalstræti 10. Vinna Duglegur maður óskast til að selja bækur. Upplýsingar Frakka- stíg 24, eftir kl. 1. Stilli og geri við Píanó og Har- moníum. Píanó tekin í árs eftirlit. FáJmar fsólfsson, Frakkastíg 25. Sími 214. H Húsnæði. 'U ,á Ágæt sólrík íbáð, 4 herbergi og eldhús, með öllum nýtísku þægind- um, til leigu 14. maí. Upplýsingar í síma 159. Tll Vífilsstaða heíir B. S. R. fastar ferðir alla daga kl. 12, kl. 3 og kl. 8. Bifreiðasftöð Reykjavtkur Afgr. símar 715 og 716. TII líillestaia fer bifreið alla daga kl. 12 á hád., kl. 3 og kl. 8 síðd. frá Bifreiðastöð Steindórs. Staðið við heimsóknartímann. Símar 581 og 582. m i Plasmon hafra- mjöl 70% meira ** næringargildi en í venjulegu haframjöli. Ráö- lagt af læknum. Kristinn Hákonarson, bóndi að Hamarlandi í Reykhólasveit, er staddur hjer í bænum. Nýja matvöruversl., sem „Hrímn ir“ nefnist, hafa þeir Bjai-ni Egg- ertsson frá Laugardælum og Sig- urbjörn Ármann stofnað, og er hún á horninu á Njálsgötu og Klapparstíg í nýju húsi þar, sem hefir verið „innrjettað“ eftir þörf- um verslunarinnar. Þar í kjallara eru frystivjelar, og kælirúm og frystirúm, þar sem hægt er að framleiða 15 stiga kulda. Verður þar geymt og fryst fiskúr, kjöt og aðrar vörur, sem ekki þola geymslu nema í kulda. 1 sjerstöku herbergi í kjallara eru ýmsar vjel- ar til þess að búa til stöppu (,,fars“) úr kjöti og fiski og enn- fremur pylsur alskonar. Þar er einnig reykofn, og er þar reykt kjöt, fiskur og pylsur o. s. frv. Þeir fjelagar hafa I hyggju að senda frystan fisk til Englands í smákössum. Verður búið um fisk- inn og gengið frá honum á alveg sjerstakan hátt (ameríksk aðferð) og búast þeir við að geta fengið góðan markað fyrir hann. TJtvarpið í dag: Kl. 10 veður- skeyti, frjettir, gengi, kl. 7,30 veð- urskeyti, kl. 7,40 landbúnaðarfyr- irlestur (Gunnar Árnason), kl. 8 esperanto (Ól. Þ. Kristjánsson), kl. 8,30 kveðnar rímur (Jóhann Sveiiisson frá Fiögu), kl. 9 hljóð- færasláttur frá Hótel ísland. Hjónaefní. Á laugardaginn op- inberuðu trúlofun sína í Hafnar- firði Daníel Vigfússon trjesmiður og Sigrún Sigurðardóttir frá Ási við Hafnarfjörð. , Hjeraðsmót ætla Borgfirðingar og Mýramenn að liafa í Hótel ís- land á laugardaginn. Þeir, sem ætla að vera þar,' verða að skrifa nöfn sín á lista, sem er í skraut- gripaverslun Árna B. Björnsson- ar, Lækjargötu 2, í síðasta lagi fyrir hádegi á morgun, svo að for- göngumenn geti þá vitað með vissu hve mannmargt þar verður. Skíðafcfrin. Á sunnudagsmorg- un fóru 26 skíðamen hjeðan upp að Lögbergi í bifreiðum. Forstjóri fararinnar var L H. Muller kaup- maður. Hjá Lögbergi stigu menn á skíði sín og hjeldu þaðan upp á Mosfellsheiði, en komu niður að Grafarholti um sexleytið. Veður fengu þeir hið besta og var skíða- færi svo ákjósaulegt sem hugsast getur. — Önnur skíðaför verður um næstu helgi ef náttúran lofar. Síðustu forvöð eru í dag að skila skattaskýrslu. Þeir sem ekki hafa lagt framtöl sín í kassa Skattstofunnar í kvöld kl. 12 fá skatt sinn áætlaðan. Undanþegnir þessu eru auðvitað þeir sem hafa frest að lögum eða hafa fengið frest hjá skattstjóra. Sömuleiðis þeir, sem eru á sjó, en skila verða þeir skýrslu sinni er þeir koma næst inn og skrifa ástæðuna fram- au á skýrsluna. ísfiSksala. 1 gær selcli Draupnir afla sinn í Englandi, 569 kit, fyrir 1060 stpd. Lá, við slysi. í gærdag voru t.vær bifreiðir á leið niður norðurveg Mosfellssveitar. Var önnur þeirra bifreið sú, er flytur mjólk úr Mos- fellssveit. til Reykjavíkur, og var liún á eftir. — Veður var afar- slæmt, skafrenningur og blindbyl- ur, og sá varla fyrir veginum neins staðar. Þegar kom, niður undii' Grafarliolt lenti seinni bif- reiðin svo tæpt á vegarbrún,- aðj hún valt á hliðina. Meðal farþega í bifreiðinni var Kolbeinn bóndi Högnason í Kollafirði. Þegar hann sá að hverju fór, stökk hann út úr bifreiðinni og varð þess vegna und ir henni er hún valt og meiddist' nokkuð. Aðra farþega og bifreiðar stjóra sakaði ekki, því að þeir sátu kyrrir í bifreiðinni. Kolbeinn var fluttur heim að Grafarholti og var V í símað til Reykjavíkur eftir sjúkra | bifreið og lækni. Fór Daníel Fjeld-1 sted læknir þangað upp eftir til! að skoða þau meiðsl, er Kolbeinn! hafði hlotið og reyndust þau lítil' sem betur fór. Hafði hann marist I eitthvað dálítið og heldur kyrru! fjrrir í Grafarholti meðan hann er | at jafna sig. 16. orgelkonstfrt Páls ísólfsson-j ar, sem átti að verða á fimtúdag-j inn, verður af óviðráðanlegum j ástæðum frestað t.il annars fimtu-1 dags, 16. þ. m. Magnús Benjamínsson úrsmiður átti 75 ára afmæli í gær. Skóla-j nefnd Iðnskólans og stjórn Iðn-; aðarmannafjelagsins sóttu hann heim í því tilefni og þökkuðu hon- um fyrir langt og vel unnið starf í þágu skólans-og fjelagsins, árn- uðu lionum allra heilla og langra lífdaga. Höfnin. Gyllir fór á saltfisk- veiðar í fyrradag. „Roa“, fi.sk- tökuskip Ásg. Sigurðssonar fór til hafna út um land að sækja fisk. Þýskur togari kom hingað að fá vatn. Baldur kom frá Englandi og fer nú á saltfislcveiðar. 1 gær kom þýskur togari til að leita sjer við- ge'rðar, og enskur togari í sömu erindagerðum. Jón forseti kom frá, Englandi og fer nú a saltfisk- j veiðar. j Þýski togarinn, sem Óðinn tók seinast og sektaður var í Vestm,- eyjum, kom,. hingað í fyrradag til að fá sjer kol. Flutti hann hingað nokkuð af hinum upptæka afla, «g var fiskur. sá seldur hjer í gær. \ Tófusklnn kaupir „ÍSl. refarætarfjel. h.f.“ Laugaveg 10. Sími 1221, K. Stefánsson. Noíuð íslensk eru ávalt keypt hæsta verði í Siéfxaíséðsainii Laugaveg 46. Hasnang ©»* Sllsjm hoit, einkanlo^a þé nauðsjfit- legt fyris* bðrn. í heiJaSsðte hfá C. Bebrens. Hafnarstrœti 28. Sitni 21. konfekt og átsákkula’öi er annálað um allan heíiv fyrir gæði, í heildsölu hjá Töbaksver^íun Islandt; hi. Einkasaiar á ísÍMtdi 35eiss Oízon myndvjelar. Mest úrval. Lægst verð<. Sperlyöruiiús ievkjauíkur. (Einar Björnsson). bANDEBS. Sanders Ijet sem hann væri for- viða. 1 — Höíðingi, mælti hann, þú sýnir mjer mikinn heiður með því að hafa kallað alla menn þína til þess að fagna mjer. En þó hefði mjer þótt vænna um að sjá í stríð, og þess vegna vorum við hræddir — — — — Þetta er undarlegt mælti Sanders og Ijet sem hann talaði við sjálfan sig, en mælti þó á tungu þeirra Akasava. Já, í sann- leika er þetta undarlegt, Jeg kem nú beina leið frá Okoríu, og þar voru allir að friðsamlegum störf- um. Og auk þess er höfðingi þeirra þá hvern við sína vinnu. Annars sje jeg nú að hver maður ei rieð veikur af bitasótt. spjót og skjöld og sumir liafa lílmjv, — Herra, mælti liöfðinginn vand- ræðalega, það getur vel verið að N'Gambi-sverð. Það er satt herra, mælti höfð- inginn. Við ýorum að búa okkur á fílaveiðar í skóginum mikla. — Jeg sje líka að ýmsir/hafa hálsfestar úr mannakjúkum. Tæp- meiin hafi borið okkur ósannar fregrúr — — slíkt kemur oft fýrir. — Þáð er satt, mælti Sanders, hjer í landi gengur lýgin staflaust. lega munu þeir gera það vegna Það sagði 'einhver, til dæmis, að fílanna! ; jeg væri daxtður og svo frjetti jeg Þetta mælti Sanders um leið og það, að menn álitu að nú væri ekki hann gekk fram með .hermanna- röðinni. Höfðingjanum varð órótt. -— Það ganga þær sögur, stam- aði hann, það er sagt — njósn- armenn okkar hafa sagt það — — að Okoiúumenn væri að búa sig til nein lög í lándinu og óhætt væn að myrða og djrepa eins og hverj- um þóknaðist. \ — Þótt jeg ajtti að detta niður dauður, mælti b^öfðinginn, og þótt fljótið yrði að jglóandi eldi, sem brendi innýfli mín, og þótt hvert trje í skóginum yrði að tígrisdýri, þá verð jeg að segja: Mjer hefir ekki dottið í hug að myrða nje drepa! Sanders var dillað. — Láttu ekki svona óðagotslega, inælti hann vingjarnlega'. Þú ert nú að fara á fílaveiðar og átt langa leið fyrir liöndum til hins mikla skógár og sú leið liggur yfir fen og forræði. Mjer þykir vænt um, að jeg skyldi koma nógu snemma til að óska þjer góðrar ferðar. Það varð einkennileg þögn. Því að allir vissu að sagan um fílaveið arnar var ekki annað en fyrirslátt- ur, sem höfðinginn hafði fundið upp á út úr vanclræðum. Það er tveggja mánaða ferð fram og aft- ur til hinna miklu skóga, og mikl- ar og margyíslegar toi'færui' eru á leiðinni. Og Akasavar eru þann- ig gerðir, að þeim er lítt gefið um langferðir, nema þá í bátum niður eftir fljótiuu. Að lokum rauf höfðinginn þögn- ma: — Herra, þjer til heiðurs, skul- um við fresta fílaveiðunum. Við þurfum margt fíð tala saman. Sanders hristi höfnðið. -— Engiiín skyldl stöðva veiði- manninn, mælti hann. (Það var málsháttur þar.) Farðu í friði höfðingi og þú munt areiðanlega fá mikið fílabein. Um leið sá hann það á höfðingj- anum, að honum kom nýtt bragð í hug, og mælti hann því enn: — Jeg’ ætla að senda einn af Houssaforingjunum með yður, svo að hann segi mjer frá því, á eftir hvernig yður hefir gengið, því að öðrum kosti munu maágar skæðar tungur segja, að þjer hafið aldrei komist til hinna miklu skóga. Þá sljákkaði mikið í höfðingj- anum er hann heyrði þetta, en hermennirnir þrengdu sjer nær. — Riðlaðist þá öll fylking þeirra og var lílcust hóp manna, sem hlaupið hcfir saman fyrir forvitni sakir. Sanders var sí-hrosandi, en svip- ur hans var einheittur, og gráu augun tinnnhvöss. Vissi höfðing- inn því, að hjer var öi'ðugt um undanfæri. — Þú ferð á stað þegar í dag, vinur minn, mælti Sanders, svo> lágt að líkast var hvísli, því að annars skulu hermenn þínir fara þessa för undir forustu annars- manns, en þú sjálfur hanga í. liæsta gálga. — Herra, við skulum fara, mælti höfðinginn hásum rómi, enda þótt við sjeum slæmir til gangs og mjög sárfættir. Sanders vissi vel hvað Akasavar eru latir og brosið varð nú glettn- islegra, v — Ef þið eruð sárfættir, þá get- ið þið hvílt ykkur, mælti hann með iiherslu, en ef þið eruð barðir ræki- lega, þá getið þið hvorki gengið nje hvíl'st. Leggið á stað! í sólarupprás morguninn eftir konm N’Gambiar í 25 hernaðar- bétum og ætluðu að sameinast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.