Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLA ÐIÐ íií Siglufjaréar og SauéárRróRs. Vér sendum bráðlega skip til Siglufjarðar, og máske líka til Sauðárkróks ef nægur fiutningur fæst þangað. Um vörur óskast tilkynt sem fyrst. H.f. Eimskipafélag’ íslands. Xoli konangnr. Eftir Upton Sinclair. Þriója bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). V. Hallur fór niður eftir götunni og inn í American Hotel. Þar var opinber skrifari, sem hann las fyrir frásögu sína um lokun nám- unnar nr. x, og krafðist hand- tökuskipuhar á Enos Cartwright og Alec Stone. Því næst kom sagan um vogareftirlitsmanninn. Þar beitti hann allri lögfræðings- mælsku sinni og krafðist hand- töku þeirra Enos Cartwright og James Petersen, námustjórans og vogarmannsins í Norðurdal. Enn lýsti hann því, í eiðfestri frásögn, hvernig Jeff Cotton, námueftirlits- maðurinn, hefði gripið sig áð næturlagi, misþyrmt sér og sett sig í fangelsi í 36 stundir, án þess að hafa handtökuskipun eða ákæru. Og Joks, hvernig Cotton, Pete Hamun og tveir aðrir, sem hann vissi ekki hvað hétu, hefðu rekið hann ólöglega burtu úr Norðurdalnum og hótað honum misþyrmingum. Fyrir þetta krafð- ist hann, að Jeff Cotton, Pete Hamun og hinir tveir væru teknir fastir. Rétt er hann hafði lokið þessu, kom Billy Keating með tuttugu og fimm dalina, sem Edström hafði sótt á pósthúsið. Þegar þeir komu aftur út á götuna, sáu þeir, að skuggalegur náungi, sem ekki dróg dul á starf sítt, hafði bæst við „lífvörðinn“. Þeir hittu lögreglustjóra, og Hallur vann eið að sérhverju skjali. Og er þau voru stimpluð sem skyldi, fekk hann Keating tvö af- rit, sem hann flýtti sér með til þess að ná póstlest, sem var I þann veginn að fara. Svona máli trúði Billy ekki pósthúsinu fyrir í jafn „bölvuðum bæ“ og Pedro var. Nú fór Hallur til J. W. Ander- son, friðardómara. Hann hitti hann við skrifborð sitt. Jim hafði bersýnilega tekið upp í sig, rétt áður en hann fór í hermilínskinn- brydda kápu sína, því mórauðir lækir voru í skeggi hans. Hallur skilaði af sér eiðföstum lýsingum sínum á þeirri meðferð, er hann hafði orðið að sæta í Norðuidaln- um, og hinn mikli maður las þær með kveljandi hægð. „Nú“, sagði hann loksins, „hvað viljið þér að gert sé?“ „Eg krefst þess að Jeff Cotton verði tekinn fastur8. Hinn gaut til hans augunum. „Nei-ei, ungi maður, það get eg ekki ákveðið“. ^ „Hví ekki?" „Af því að Cottoni er fulltrúi íögreglunnar, hann hafði vald til þess að handtaka yður". „Handtaka mig, án þess að hafa handtökuskipun?" „Hvernig vitið þér, að hann hafði enga handtökuskipun?" „Hann viðurkendi, að hann hefði hana enga". „Jæja, hvort sem hann hafði hana eða ekki, þá er það verk hans, að halda uppi reglu í Norð- urdalnum". „Þér eigið við að hann geti gert það, sem honum sýnist í héraðinu?" „Eg á við, að mér kbmi það ekkert við. Hví fóruð þér ekki til Si Adams, sem er þarna upp frá?“ „Þeir gáfu mér ekkert tækifæri til þess að hitta hann“. Brent og malað kaffi selur verzlunin Hekla, Hverfisgötu 34. 1 Allir þeir sem vilja fá vel og ódýrt gert við Prímusa koma til Guðna Þorsteinssonar Miðstr. 3. Þar eru einnig lakkhúðaðir og málaðir Barnavagnar og margt fl. kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. Kaupið. Fæst h]á Guðgeiri Jónssyni. Alþýðiiblaðið er ódýrasta, fjölhreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Fuudist hafa manchettu- hnappar. Uppl. á Kárastíg 11 niðri. Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft (Vi to Willemoes-kraft og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. V2 kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan glycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, OIíu á saumavélar (í glös- um), Teiknibolur (á 0,20. pr. 3 dús ), Þvottaklemmur o. m. fl. Gerið svo vel og lítið inn í búðina eða liringið í síma 503. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.