Morgunblaðið - 24.06.1928, Page 6

Morgunblaðið - 24.06.1928, Page 6
£ MORGUNBLAÐIÐ nðalfundur EimsklpaQe'agslns. Afkoman i fyrra betri en undaníarin ár, og ffamtiðarhor fssr góðaf. Tekjuafgangur á árinu 1927 nam nálægt 200 þúsund krónum. Mobiloils frá Aðalfundur Eimskipafjelags ís- lands var haldinn í gær í Kaup- þingssalnum. Fundurinn hófst kl. 1 og var Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti kosinn fundarstjóri og kvaddi hann Lárus Jóhannesson hrj.m.flm. til fundarskrifara. Að- sókn að fundinum var allgóð og höfðu aðgöngumiðar og atkvæða- seðlar verið afhentir fyrir 40.6% hlutafjár. Með' umboð Vestur-ís- lendinga fóru á fundinum Magnús Kristjánsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson alþm. Formaður fjelagssstjórnarinnar, Eggert Claessen bankastjóri lagði fram skýrslu stjórnarinnar „um hag fjelagsins og framkvæmdir á starfsárinu 1927 og starfstilhögun á yfirstandandi ári“; ennfremur lagði hann fram endurskoðaða reikninga fjelagsins og skýrði þá fyrir fundarmönnum. Til þess að gefa almenningi nokkra hugmynd um hag fjelags- Ins og framkvæmdir á hinu liðna starfsári, verða hjer birtir kaflar úr skýrslu fjelagsstjórnarinnar. I HeksturshagTUbður um 200 þúsund krónur. Reikningar fjelagsins sýna all- miklu betri afkomu síðastliðið ár en árið þar á undan, þar sem tekjuafgangur hefir nú orðið kr. 198.657.07 en árið' áður var hann aðeins kr. 6.719.91. Reksturshagn- aður skipanna hefir numið samtals kr. 291.192.28, en árið 1926 var hann kr. 71.091.88. Hagnaður hefir verið á rekstri allra skipanna þaraf kr. 146.462.63 á Goðafoss, •eða fullur helmingur af öllum ieksturshagnaðinum. Á Gullfoss hefir hagnaðurinn orðið kr. 63.786. 58. Á Brúarfoss kr. 56.804.20 en á Lagarfoss kr. 24.138.87. Tekjur allra skipanna samanlagt hafa numið kr. 2-428.532.77 en gjöldin kr. 2.137.340.49. Árið 1926 voru tekur þeirra þriggja skipa en fje- lagið átti þá, kr. 1.911.174.65 og gjöldin lcr. 1.840.082.77. Hjer er því um allmikla. hækkun að ræða, og stafar sú hækkun vitanlega af því að' á síðasta ári voru skipin fjögur. En sje þessu hinsvegar jafnað niður á skipin, kemur í Ijós, að tekjurnar hafa verið um 30 þús. kr. lægri fyrir hvert skip að meðaltali en árið á undan. Að afkomu f jelagsins er þó þetta mik- ið betri árið 1927 en árið á undan, stafar af því að útgjöldin hafa einnig lækkað allmikið og nemur sú lækkun tæpum 80 þús. kr. fyrir hvert skip að meðaltali. Siglingar skipanna. Eitt af því sem háði fjelaginu | mjög var það', hve fáar ferðir voru milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar með viðkomu í Leith, þar eð Gullfoss var einn í þeim ferð- um og leið þar af leiðandi oftast rúmur mánuður' milli þessara ferða. Úr þessu var nokkuð bætt á síðasta ári er Brúarfoss hóf siglingar. Var skipið jafnan í ferðum til Khafnar, en eina ferð fór skipið til London með farm af frosnu og kældu kjöti og aðra ferð fór skipið til Hull og hjelt síð'an áfram til Khafnar. Hamborgarferð . irnar voru einnig auknar talsvert, með því að Goðafoss var í stöðug- um siglingum þangað og fór skipið als 9 ferðir hingað til lands frá Hamborg með viðkomu í Hull. — Jafnframt var Lagarfoss látinn annast ferðirnar til Norður- og Austurlands frá Khöfn og Leith og fór skipið 8 slíkar ferðir, og sneri jafnan við' á Húnaflóa án þess að fara alla leið til Reykja- víkur. ‘ Viðkomustaðir skipanna á inn- lendum höfnum utan Rvíkur voru alls 415 árið 1926, en 713 árið 1927. Er þetta mikil framför, sem stafar af auknum skipakosti. i Kæliskipið „Brúarfoss.“ Þær vonir, er menn gerðu sjer um hið nýja kæliskip fjelagsins hafa ekki brugðist. Á síðastliðnu hausti fór skipið tvær'ferðir með kælt og frosið kjöt til *Englands, og gengu báðar ferðirnar mjög vel og reyndust kælivjelar skipsins og kæliútbúnaðurinn yfirleitt eins og best var á kosið. í hvorugri ferðinni fjekk skipið þó fullfermi ( af kjöti, þar sem frystihús voru t ekki nægilega mörg eða stór til J)ess að hægt væri að hafa nægi- * lega mikið tilbxiið af kjöti, svo að fullfermi fengist, en eftir því sem fleiri frysthúsum verður komið upp á höfnum úti um landið, má búast við að kæliskipið fái meiri flutning, og sömuleiðis að útflutn- ingurinn, sem nú er aðallega bund- inn við einn mánuð að haustinu, geti náð yfir lengri tíma fram eftir vetrinum. Vacuum Oil Company. Gargoyle-skrá Skrá þessi sýnir yður hvaða tegung olíu þjer eigið að nota á bifreið yðar, suniar og vetur. Nöfn bifreiða Sumar Vetur Qang- skiftihjól Transmiss Buick .... A. Arc. C. Chandler . . . A. A. C. Chevrolet . . . Arc. Arc. C. Chrysler . . . A. A. C. Citroen.... A. A. C. Dodge .... A. Arc. c. Essex .... A. Arc. c. Fiat B. B. A. c. Flint A. Arc. c. Ford E. E. c. Hudson . . . A. Arc. c. Morris .... A. A. c. Nash .... A. Arc. c. Oakland . . . A. Arc. c. Oldsmobile . . A. Arc. c. Overland . . . A. Arc. c. c. Rugby .... A. Arc. c. S. P. A. . . . B. B. A. c. Studebaker . . A. Arc. c. c. Willys Knight . A. Arc. c. Arc. E. A. B. B. B. C. C. C. Skammstafanir: er Gargoyle Mobil oil Arctic. — Mobil oil E. — Mobil oil A. — Mobil oil B. — Mobil oil B. B. — Mobil oil C. — Mobil oil C. C. f Farið eftir vetrarleiðarvisirnum i þegar hitastig er frá 0° til 18° Vjelin: ^ Cel. Sje meira frost á að nota Mobil j Oil Arctic á allar vjelar, nema Ford, sem ætíð á að nota Mobil Oil E. Trygging fyrir góðri oliu er að Gargoyle- merkið standi á hverjum dunk eða tunnu. t Ríkissjóðsskipin. Selfoss keyptur. Eimskipafjelagið hafði á hendi útgerðarstjórn ríkissjóðsskipanna Esju og Villemoes og fjekk fyrir )>að kr. 48.000.00. í byrjun þessa árs ákvað stjórn Eimskipafjelags- ins að kaupa Villemoes (nú Sel- foss) af ríkisstjórninni og var kaupverðið 140 þús. kr., er greiðist á 10 árum með' jöfnum afborgun- um. Er útlit fyrir að þessi kaup hafi verið hagfeld fyrir Eimskipa- fjelagið. I Astand og horfur. Með þeim skipastól, sem fjelagið hefir nú umráð yfir, hefir verið unt að fjölga talsvert millilanda- ferðunum á þessu ári, og eru þær mi 52 alls. Einkum hefir Ham- borgarferðunum verið fjölgað, svo að þær eru nú 20 í stað 9 í fyrra. Ferðir falla nú með skipum vorum 2—3 á mánuði árið um í kring frá útlöndum hingað til lands. Þar sem vörumagnið sem flyst til landsins og frá því, eykst hins vegar ekki að sama skapi og skipa- kosturinn hefir aukist, leiðir það af þessum tíðu skipaferðum, að vöruflutningarnir dreifast meira, og minni flutningur verður með hverju skipi en áður. Þess vegna er nú enn nauðsynlegra en áður, að menn geri sjer far um að beina öllum þeim flutningi, er þeir' geta, til fjelagsins. Þessar tíðu ferðir gera mönnum einnig auðveldara að nota skipin til flutninga, þar eð vörur þurfa nú aldrei að bíða mjög lengi í erlendri höfn til næstu ferðar, þó þær sjeu ekki til- búnar til sendingar með þeirri ferð, sem þær áttu að fara. Fjelag vort stendur nú orðið mjög vel að vígi með að fullnægja flutningsþörf landsmanna á al- nffennum stykkjavörum. Fram- haldsflutningar hafa einnig aukist allmikið á þessu ári, og auk þess sem mikil þægindi eru að því að geta sent vörur sínar á framhalds-1 skírteini, og ennfremur að fram- haldsflutningsgjöld fjelagsins eru mjög sanngjörn, þá fer það betur með vörurnar, ef ekki þarf að um- hlað'a þeim nema einu sinni, en það þarf að jafnaði ekki með vörur, sem sendar eru með skipum fje- lagsins. Að endingu vill fjelagsstjórnin minnast þess með þakklæti, að tals vert auknir flutningar með skip- um f jelagsins það sem af er þessu ári, bera vott um það, að lands- menn hlynna nú að fjelaginu het- ur en nokkru sinni fyr, og láta það sitja fyrir vöruflutningum, en í þessu felst hinn öruggasti grund- völlur fyrir framtíð fjelagsins. Fjelagsstjórnin ákvað að verja kr. 182.474.46 til afskrifta á eign- um fjelagsins, en kr. 34.406.38 komu til ráðstöfunar á aðalfundi. Var till. stjórnarinnar sú, að' þessu yrði ráðstafað þannig: 1. Til stjórnenda fjelagsins 500 kr. til hvers, samtals kr. 4500.00, 2. Til endurskoðenda kr. 3600.00 og 3. Yfirfærist til næsta árs kr. 26.306.- 38. — Stjórnin sá sjer ekki fært að leggja til að hluthöfum yrði greiddur arður. Var till. stjórn- arinnar samþykt. Voru þá kosnir fjórir menn í stjórn fjelagsins og hlutu þessir lcosningu: Jón Þorláksson með 13969 atkv. Eggert Claessen með 13519 atkv. Garðar Gíslason með 10781 atkv. og fyrir hönd Vestur-íslendinga Ásm. P. Jónsson með 13633 atkv. Voru þessir menn allir endurkosn- ir; sömuleiðis var Ölafur G. Ey- jólfsson endurkosinn endurskoð- ardi fjelagsins með 10724 at.kv. Björgnn. ítalskt skip, sem „Artiglea“ heitir, er nýlega lagt á stað í leiðangur til þess að reyna að lyfta af mararhotni flakinu af belgiska gufuskipinu „Elisaheth- ville“, sem þýskur kafhátur skaut, í kaf 1917. „Elisabethville“ var með demantafarm frá íukisnámun-! um í Kongo og var hann 200 mil-! jóna franka virði. Nýkomið: Skinnkantur, hv. og misl. Svuntusilki, sv. og mislit frá 10.90 í svuntuna. Slifsi frá 5.00. Upphlutasilki, 5 teg. Silkisokkar, viðurkend gæði. Sængurdúkur, 16.90 í verið. Ljereft frá 85 aur. mtr. Veralun Laugavegi 11. Flft er besta f lugueitr ið, fæst i Nýlenduvörudeild Jes Zimsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.