Alþýðublaðið - 18.01.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.01.1929, Blaðsíða 2
2 ALÞ. YÐUBLAÐIÐ Sogsvfrkjunin. Fullnaðarsamfiykt gerð sm, að Reykjavik- urbær kaeipi vatnsréftisadin. ALÞÝBUBLAÐie [ íamur út á hverjum virkum degi. f Mgreiðsla í Alpýðuhusinu við t Hveriisgötu 8 opin frá ki. 9 árd. t tU kl. 7 siðd. ' l Skrifstofa á saina stað opin ki. f 9Vs—10*/* árd. og ki. 8-9 síðd. { Slmars 988 (afgreiðsian) og 2394 F (skrifstofan). t VsrðSag! Áskriítarverö kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 [ hver mm. eindálka. ► Frentsir.iðja: Aipýðupr^ntsmiðjan { (i sama húsi, simi 1294). Söfnun atvinnuleysis- skýrslna. Pab er nú pegar orðinn í alla staði óhæfilegur dráttur á því, að lögin um söfnuin atvinnuleys- iisskýrslna komist í framkvæmd. Skýr.slunum átti að safna í á- •gústbyrjun. Skýrsl'unum átti að iSafna í nóvemberbyrju'n. Þeim er ósafnað enn. Og ‘bráðum hefst þriðja skýrslutímabilið, sem iög- in ákveða, með byrjun febrúar. Á bæjarstjórnarfundi í gær skýrði Stefán Jóh. Stefánsson frá pvj, að skýrsluformin væru nú afgreidd frá stjórninni og hag- s'tofunni. Til þess að skýrslusöfn- unin dragist ekki cnn á Ianginn, jbótt ekki verði fleiri. bæjarstjórn- arfundir i þessum mánuði, flutti Stefán svo hljóðandi tillögu: „Bæjar.stjórn felur bæjarlaga- nefnd að ákveða til fullinuistu gerð og fyrirkomulag atvinnuley.sis- skýrslna og sjá um, að skýrslu- söfiiunin hefjist lögum samkvæmt 1. febrúar næst komandi.“ . Tíllagan var samþykt. Dregst isöfnuni skýrslnanua því væntan- lega ekki úr hömlu í þriðja sinn. Frá bæjarstjórnarfundi i gær. Bæjar.stjórnin fól fjárhagsnefnd að fullgera samning um bruna- tryggingar á húseignum í fbænuim vi'ð þýzka vátryggingafélagið „Al- íbingia“ og u^dirrita hanin fyrir höhd bæjaf.Stjörnariranar. Borgarstjóra var heimilað að taka alt að 250 þúsund kr. bráða- birgðalán til daglegra útgjalda bæjarsjóðs. I bænum eru 7 Ijósmæður starf- andi, sem ekki 'hafa veitingu. Sendu þær bæjarstjórninni er- indþ þar sem þær óska þess, að þeim séu heimiluð not af nætur- læknabifreiðinni, jafnhliða lækn- um og skipuðum Ijósmæðrum. Fjárhagsnefndin þóttist ekki geta mælt með beiðninni, en er til bæjarstjórnarinnar kom, töluðu þau Guðrún Jónasson, Stefán Jóh. Stefánsson og Ólafur Friðriksson fyrir því, að heimildin yrði veitt. Varð það úr, að máiinu var frest- að'til næsta fundar til nániari at- hugunar. Á fundi rafmagnsstjórnarinnar í fyrra kvöld var gengið frá samn- ingsfrumvarpinu um kaupávatns- réttindum í Soginu. Var frum- varpið í aðaldráttum eins og áð- ur hefir verið skýrt frá því, en nokkrar smábreytingar gerðar. Var .seljandinin, Magnús Jónsson prófessor, á fundinum, og skrif- uðu þeir rafmagnsstjóri og hann undir frumvarpið tíl .staðfesting- ar. 1 gærkveldi var kaupsamning- urinn borimn undir bæjarstjómina til fullnaðarsamþyktar. Voru kaupin samþykt með 1! atkv. gegn 3. Þeir, ,sem greiddu at- kvæði gegn þeim, voru: Jón Ól- afsson, Jón. Ásbjörnsson og Guðm. Áshjörnsson. Hallgrímur Benediktsson ffutti breytingatillögu við samnimginn FátækraroáJ. f síðustu fátækranefndar-fund- argerð segir svo: „Lögð fram beiðni frá N. N. um 2000 kr. lán til greið.slu á ó- greiddum gjöldum og afborgun- um af húseign hans. — Nefnd- in getur ekki orðið við beiðiv inni.“ Stefán Jóh. Stefánsson hóf um- ræður um þetta mál á bæjar- .stjórnarfundinum. Benti hann á, að þessi maður hefir fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Ef hann missir húsið, má telja 1 Iklegt, að hann verði að leita á náðir bæjarfé- lagsins. Húsið er að fasteigna- mati um lt þúsund króna virði, en gera má ráð fyrir, að raun- verulegt verðmæti þess sé um 50% meira, þ. e. 15—16 þúsund kr„ en á húsinu hvjla liðlega 7 þúsund kr. Nú má gera ráð fyrir, að ef húsið verður selt á nauðungaruppboði, þá fari það að eins fyrir skuldum, en mað- urinn tapi því, ,sem ha'nin á ‘ í húsinu. Sýndi Stefán fram á, hver óhagsýni það er, að bæjarfélagið snúist þannig við nauðsyn fá- tækra fjölskyldumanna, sem á- huga hafa á að reyna að bjargast áfram án sveitarstyrks, auk þess, hve ,sú aðferð er ómannúðleg, að neyða þá til að þiggja af sveit. — Borgarstjóri lofaði að athuga málið nánar. — Frá fundargerð húsnæðisnefnd- ar og umræðum um hana verður ,sagt í næsta blaði. Áhætta verbalýðsins. Ingvar Þorsteinsson sjómaður, Grettisgötu 42, meiddisit í morg- un við uppskipun. Slóst vír í höfuð i’onnm. Var hann fiuttur heim til sín. ttm, að í stað þess, að kaupandi og seljandi nefni tvo matsmsnn hvor, en hæstiréttur einn,, skulr hæstiréttur velja þrjá, en aðiljár einn hvor. Hafði seljandi sam- þykt, að þá breytingu mætti gera á frumvarpinu, ef bæjar.stjórnin óskaði. Meiri hlutinn samþýkti tillöguna. Þar með var útilokað, að Alþýðuflokkurinn kæmi manni í matsnefndina. — Bæjarstjórnin kaus síðan matsmanin af sinni hálfu Jón Þorláksson með 9 at- kvæðum. A! þýð uflokksful 11rúa rn i r greiddu atkvæði mcð Árna Páls- syni verkfræðingi. — Þar, ,sem bærinn eignast nú vatnsréttindin, þurfa bæjarbúar væntanlega ekki að bíða þess í mörg ár héðan af, að hafist verði handa um virkjun Sogsins. Saidhallariiálið. I gær var hér í blaðinu skýrt frá því, ,sem gerst hafði í sund- hallarmálinu á ,s;ðasta vegalísfind- arfundi. Á þeim fundi hafði húsa- mei.staxa rikisins verib falið að gera áætlun um, hvað kostá myndi að reisa sundhöllina með aðallauginni að eins, en án sjólaugar. Á bæjarstjórnarfund- inum í gær hélt Knútur Zim- sen því fram, að gjarna mætti sleppa sjólauginni fyrst um simn. Hanin er samur við sig, hiann Knútur. Sigurður Jóna.sson og Stefán Jóh. Steíánsson víttu íhaldsstsfnu þessa og drátt þann, sem orðinn er á byggingu sundhallarinnar. Sýndu þeir fram á, að fyrir engan mun má sjólaugina vanta. Sund- höllin á að vera fullkomin, svo sem kostur er á. Ólafur Friðriksson kvað sund- höllina þurfa að vera að mestu úr gleri, en ekki dimma steinsteypu- byggingu, sem nienn fælist að baða sig í á björtum sumardög- um. Hefir hann áður oftsinnis bent á það, að slíkar byggingár eigi að vera glerhaliir, svo að sólarljósið verði þar sem skærast og birtan mest. 1 Veganefnd hafði falið bæjar- verkfræðingnum að gera áætlun um leiðslur að og frá sundhöll- inni. Til þess að málinu verði hraðað ,sem msst bar Stefán Jóh. Stefánsson fram tillögu um, að áætlun þessari verði lokið svo fljótt, að hægt verði að taka fullnáðarákvörðun um byggingU' .sundhallarinnar á næsta bæjar- .stjórnarfundi. — Tillagan var .samþykt með 8 atkv. gegn 7 í- haldsatkvæðum. — Allir þeir, sem íþróttum únna, þurfa að vera á verði og krefjasl þess, að sundhallarmálið verði ekki dregið á langinn meir en orðið er, og ekkert afsláttarkák fái að draga úr nytsemi sund- hallarinnar. Bégurinn iiiii M&ssiai&d.. Fljótfærni starfspeöa íhaldsins. (Nl.) Að þessu sinni er ekki ætlunin að hnekkja staðhæfingum and- stöðuarmsins um ástandið i Rúsis- landi. Þarf ég að birta til þess nokkuð margar skýrslur, sem blað þetta hefir hvorki rúm né góða möguleiká til að geta birt. Hefi ég í hyggju að gera það í næsta hefti tímaritsins „Rét!ur“. En áður en- ég Iýk máli mínu, langar mig að víkja nokkrurri orðum að Trotski, sem svo snögg- lega er orðinn „píslarvottur“ í augum borgaranna. í bók Eastmans konna glögglega í Ijás einkenni hinna „hetju- dýrkandi’* borgara. Það“er i þeirra augum eins og í hinum persisku Zoroaster-trúar- brögðum háð einvígi milli hins góða og illa, — milli guðs ljóss- ins, Trotskis, og guðs myrkurs- ins, Stalins. — Risarnir standa í broddi fylkingar, ráða stefnurani, og fjöldinn fylgir í blitídni þeirri stefnuskrá, sam foringjuimvm þyk- ir henta að setja þeim fyrir. En það er ekki svo og hefir aldrei verið svo. — Foringjarni'r hugsa, en fjöldinn stjórnar. Oft og margsinnis hefir rúss- neski flokkurinn visað á bug uppástungum foringja sinna. Það er ekki langt síðan, að við sáúnt gleggsta dæmið, hvernig Vel skipulagður kommúnistaflo'kkur með járnhörðum aga rak allra- frægustu foringja's'na, þá Sinov- jef, Trotski, Kamenew og Radck, úr flokknum fyrir agabrot, sem þeir höfðu gert sig seká í. En þetta sjá borgaramir, ,,hetju- dýrkendurnir“ ekki. Fyrst voru það Lenin og Tno-t- ski, sem voru álitnir einvalds- menn i Sovjet-Rússlandi, síðan var það Sinovjef; n:ú er það Sta- lin. Nei; þar skjátlast borgurunum. Rússneski kommúnistaflokkur- inn, mj 11 jónaflokkurinn, sem liefir barist í hinni stærstu byltingu, er sögur fara af, sem heilan ára- tug hefir átt að stríða við styrj- aldir og hungursneyð og einangr- lin, er flokkur, sem veit, hvað hann vill, sem vinnur aðákveðnu takmarki. Og vei þeim, sem úf af því breyta, því þar gildir einu,. hvort sá er nafnfrægur eður ei. Flestir þeirra, sem reknir voru úr flokknum 1927, hafa nú játað flokksbrot sin og eru aftur komn- ir í flokkinn, þar á meðal Sinov- jef og Kamenew. Og þótt Trotski sé utan flokksins og haldi enn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.