Morgunblaðið - 16.01.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.1929, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Pinsen. tltgefandi: Pjelag 1 Reykjavlk. Ritstjórar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstrætl 8. Simi nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuOi. Utanlands kr. 2.60 - —— t lausasölu 10 aura elntaktO. trlendar,símffegnir. Khöfn, PB. 15. jan. Þýska; skaðabótamálið. Prá París er símað : Tillkynt hef •tr verið opinberlega, að auðmaður- tfin P. Morgan og forstjóri Federal Reserve bankans, Owen Yaung, ''■'trði fulltrúar Bandaríkjanna í öefnd þeirri, sem bráðlega kemur samaii til þess að ræða hvernig leyst verði úr þýska skaðabóta- öiálinu. Sjálfstjórnarmenn í Blsass. Sjálfstjórnarmaðurinn Sturmel nefir verið kosinn þingmaður við ^ukakosningu í Blsass, í staðinn fyrir sjálfstjórnarmanninn Kicklin í'rakkneska þingið hafði úrskurð- ■uð kosningu íticklins ógilda vegna tess að hann hafði verið dæmdur fyrir • landráð. Mörg fraklmesku blaðanna eru þeirrar skoðunar, að það hafi verið óheppilegt, að fraklt tteska stjórnin neitaði að gefa fticklin upp sakir. Ætla þau, að Heitunin hafi leitt það af sjer, að sjálfstjórnarmenn í Elsass hafi fiKrst í aukana. Alræðisstjórnin í Jugo-Slafiu. Prá Belgrad er símað: Alræðis- stjórnin kveðst ætla að leggja að- ^láherslu á að koma fjármálum ríkisins í Sem best hoi*f. A að koma á samræmilegri löggjöf í °bu landinu, koma umboðsstjórn- inni í g'ott iag fitrýma spillingu a meðal embættismanna. Sivko- "viteh hefir falið amtmönnunum að safna skýrslum um starfrækslu embættismanna, því tilgangur iennar er að setja af óþarfa og "duglitla embættismenn. GengíQ. ^terlingspund ............... 22.15 ffanskar kr.............. 121.84 fiorskar kr. .............. 121.84 ^ffinskar kr.................122.23 ffyllini .................. 183.79 ^ollar ....................... 4.57 TVankar ................... 17.97 ^förk ..................... 108.62 Sjómannakveöjur. 15. jan. 1929. PB. T'arnir til Bnglands. Vellíðan Kærar kveðjur til vina og Vandamanna. Skipshöfnin á Karlsefni. Aflafrjettir. Þessir línuveiðarar aafa komið af veiðum undanfarna ^aga; Sigríður ,Eljan og Ármann. Áflinn um 70 sltpd. á skip. ,Tregur afli síðustu daga. m « > K G l! N BLAÐIÐ Þjóðnytingin. Boðorðið er: Jarðirnar af bændum, togarana af útgerð- armönnum og verslunina af kaupmönnum og kaupf jelögum! I. Það er alkunnugt að Alþýðu- flokkurinn hefir þjóðnýtinguna á stefnuskrá sinni. Bn með „þjóð- nýtingu“ meinar flokkurinn það, að ríkið og sveitarfjelögin eigi og starfræki öll framleiðslutæki. — Sósíalistar vilja gerbreyta *því þjóðskipulagi sem nú er ríkjandi. Þeir vilja draga allan atvinnu- rekstur úr höndum einstakling- anna yfir í hendur ríkis eða heildarinnar. Ríkið á að eiga og starfrækja útgerð alla, verslun og búskap og* yfir höfuð alt, sem til framleiðslunnar heyrir. Binstak- lingarnir mega ekki sjálfir eiga framíéiðslutækin nje starfrækja þau á sinn kostnað; þeir eiga að vera þjónar ríkisvaldsins og* verð- ur því athafnafrelsi þeirra háð margskonar takmörkunum. Þessi þjóðnýtingarstefna sósíal- ista er aðalboðorð þeirra. — Þeir vilja umturna þjóðskipulagmu og byggja nýtt á grundvelli þessarar nýju stefnu. / n. Það eru fá ár síðan sósíalista- stefnan barst hingað til landsins. Hefir áhrifa frá henni því gætt fremur lítið fram til síðustu ára. Að vísu hafa nú í nokkur ár ver- ið flutt frumvörp á Alþingi, þar sem farið hefir verið fram á að þjóðnýta eitt og annað; aðallega hefir þetta beinst að versluninni. En menn liafa skoðað frumvörp þessi sem einskonar skyldukvöð, er hvíldu á þing-m. Alþýðuflokks- ins, eins og til þess að sýnast. Menn hafa ekki getað ímyndað sjer að það væri alvara stjórn- málaflokks, að vilja nú fara að rígskorða verslun landsmanna í hlekki einokunar og kúgunar. En viðburðir síðustu tíma bénda til þessj að nokkur alvara sje bak við þenna leik þeirra sósíaíista. Hingað til- hafa. sósíalistar farið fremur dult með þjóðnýtingar- kenningar sínar, þegar bændur hafa hlustað á. Binkum hafa þeir forðast að nefna þjóðnýtingu sambandi við jarðirnar og búskap bænda. En í haust var grímunni kastað til fulls. Hinn raunverulegi faðir sósíalistastefnunnar hjer á lándi, Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, tók tvo af foringjuni Alþýðu- flokksins með sjer á landsmála- fundi, er haldnir voru austur í sveitum. Bar þar margt á góma ems og títt er við slík tækifæri, en það merkasta var það, að Har- aldur Guðmundsson lýsti yfir því fyrir hönd síns flokks, að Alþýðu- flokkurinn vildi taka eignarrjett- inn að jörðunum af íslenskum bændum. Plokkurinn hefði þetta eignarrán beinlínis á stefnuskrá sinni og mundi vinna að framgangi þess, sagði Haraldur. Skömmu fyrir jól fór þessi sami þingmaður vestur til Isafjarðar til þess að halda þingmálafundi þar. Landsstjórnin var svo hugulsöm að lána honum annað varðskipið til fararinnar. Á ísafirði hjelt hann fyrirlestur um þjóðnýtingu. Að því er vestanblað hermir, sagði Haraldur í fyrirlestri þessum, að „það væri fyrsta stefnuskrárat- riði Alþj>ðuflokksins að þjóðnýta jarðirnar — ábýli bændanna — og ætti þjóðnýting þeirra að takast á undan þjóðnýtingu verslunar og sjávarútvegs, sem vera ætti í ann- ari röð og komast í bjóðnýtingu næst á eftir búum bændanna.“ Þegar Haraldur hafði lokið er- iiidinu, kom varðskipið aftur til Isafjarðar og flutti þingmanninn hingað til Reykjavíkur. Haraldur þessi er nú setstur við skrifborð sitt í „alþýðuhúsinu“ svonefnda við Hverfisgötu. Þar er hann að skrifa greinir í Al- þýðublaðið, sem „gefið er út af Alþýðuflokknum“. Daglega ber hann þá kröfu fram með fjálgleik miklum og stórum orðum, að tog- ararnir verði „teknir“ af útgerð- armönnum og þeir þjóðnýttir. — Þeir skuli gerðir út á ábyrgð rík- issjóðs, en sjómennirnir verði þjónar ríkisins. Þetta er boðorð þess flokks, sem liefir líf núverandi stjórnar í hendi sjer: Tökum jarðirnar af bændum, togarana af útgerðarmönnum og verslunina af kaupmönnum og kaupfjelögxun! m. En á meðan þessu fer fram skrifar forsætisráðherrann „leið- ara“ í Tímann — að vísn undir dulnefni — þar sem hann kemst þannig að orði: „Það er alkunnugt, að undan- farin ár hafa hinir gætnari menn ráðið stefnu Alþýðufloklrsins, þeir menn sem feta í fótspor Jafnaðar- mannaleiðtoganna á meginlandi álfunnar* sem vilja keppa að því að bæta kjör lýðsins og breyta þjóðskipulaginu eftir löglegum leiðum og með þróun.“ (Leturbr. gerð hjer). Þegar þessi ummæli forsætisráð- herrans eru borin saman við at- í/bafnir sósíalista, verður' ekki ann- að sjeð en að forsætisráðherrann álíti það fullkomlega tímabært að „breyta þjóðskipulaginu“ á þann hátt sem sósíalistar fara fram á. Hann sje í raun og veru samþykk- ui' því sem þessir „gætnu menn“, er ráða stefnu Alþýðuflokksins eru að prjedika. Hann sjái ekkert við það að athuga, þótt menn þessír heimti jarðirnar teknar af bændum,togar'ana af útgerðarmönn um og verslunina af kaupmönnum og kaupfjelögum, því hjer sje að- eins verið að vinna að breyting á þjóðskipulaginu eftir „löglegum leiðum og með þróun“. Porsætisráðherrann talar nm ,lög*legar leiðir1 sem þessir „gætnu menn“ í Alþýðuflokknum fari. — Djá; heyrst liefir nú nefnt „hand- aflið“ í þessu sambandi. Og víst muna sunnlenskir bændur lýsingu Haralds á þróun jafnaðarstefnunn- ar. Hún yrði með tvennum hætti, sagði Haraldur — annað hvort smátt og smátt með breyttri lög- gjöf eða með blóðugri byltingu! Og Haraldur sag'ði meira. Hann sagði, ao því harðari sem mót- spyrnan væri, því nær stæði bylt- ingin. Þetía sagði nú þessi „gætni maður“ við sunnlenska bændur í haust. Nú skyldi einhverjum bóndanum eða útgerðarmanninum koma til hugar, að „spyrna á móti“ þegar taka á af þeim þeirra löglegu eign. Hvað þá? Hinn „gætni maður“ í stjórn AlþýðuflokksinS seg’ir að þá verði bylting — blóðng bylting! Er það þessi Breyting á þjóð- slapulaginu sem forsætisráðherr- ann kallar að fram fari eftir „lög- legum leiðum og með þróun V ‘ Ásgeir Signrðsson útnefndur af Bretakonungi, sem aðalræðismaður. Hann er sá eini aðalræðismaður hins breska ríkis sem ekki er Englendingur. Lengi liefir almenningi verið það kunnugt, að það er okkur Is- lendingum hið mesta happ, að eiga annan eins mann í ræðismanns- stöðu Breta, eins og Ásgeir Sig- urðsson. En það hafa menn ekki vitað eins vel, hve mikils hann er metinn meðal Breta sjálfra. Breska stjórnin liefir nú veitt honum ]iá sæmd, sem fátíð er, ef ekki einsdæmi, þar sem liann liefir nú fengið útnefning konungs og* utanríkisráðherra, sem aðalræðis- maður Breta á íslandi. Alls eru rúmlega 30 breskir aðalræðis- menn í heiminum, og eru þeir allir Englendingar, nema Ásgeir Sig- urðsson. Er það ekki lítill veg*s- auki fyrir Ásgeir Sigurðsson, að honum sliuli sá heiður veittur emum, og skemtileg viðurkenning fyrir okknr íslendinga, að Bretar skuli meta þjóð vora svo mikils að gera hjer undantekningu þessa. Ásgeir Sigurðsson hefir gegnt ræðismannsstörfum hjer í 21 ár. Pyrstu árin voru störfin lítil, en hafa farið mjög í vöxt liin síðari ár. En hvort þau eru mikil eða lítil er stefna og starfstilhög- un Ásgeirs Sigurðssonar ávalt- á eina leið, að miðla málum og jafna öll misklíðarefni á þann liátt, sem „gentlemönnum“ einum er lagið. Munu auðfundin dæmi þess, að sú stefna og* það starf Ásgeirs Sig- urðssonar hefir komið okkur í góð- ar þarfir. Dagbók. Veðrið (í gærkv. kl. 5) : Hæð yfir íslandi en djúp lægð. yfir Dan mörku á suður leið og* önnur lægð alldjúpt suður af Hvarfi á Græn- landi á hreyfingu norður eftír. — Stilt veður hjer á landi en allhvass SA-stormur á hafinu fyrir suðvest- an land og 7—10 stiga hiti. Hins- vegar er köld NA-átt fyrir austan landið og um öll Norðurlönd. í Danmörku er t. d. NA-livassviðri méð snjókomu með 4—6 st. frosti. Veðurútlit í dag: Vaxandi S-átt, allhvass og* rigning með kvöldinu. Bruni í Hafnarfirði. I fyrra lívöld brann hús eitt í Hafnarfirði að mestu, þó ltalla mætti að það hengi uppi þegar tókst að slökkva eldinn með vasklegri framgöngu slökkviliðsins, sem hefir þó að sögn eigi sem fullkomnust tælii. Húsið var einlyft, eign Ól. Böðv- arssonar. En vjelsmiðjan Hjeðinn hafði þar sett útibú, skrifstofu og vörugeymsluhús. Vörurnar eyði- lögðust að mestu. Húsið var mjög lágt vátrygt, og eins vörurnar. Óvíst er um upptölc eldsins. Menn voru þarna við vinnu þang- að til kl. 9y2 um kvöldið. En kL 11 y% blossaði upp eldur í húsinu, og er ókunnugt um mannaferðir þar í millitíð. — Hjónaefni. Ungfrú Ragnheiður Þórðardóttir og Hergeir Elíasson sjómaður, Túngötu 34. — „Spanska veikin“ fyrir 50 árum. í „lsafold“ 24. jan. 1879 segir svo í brjefi frá Austfjörðum: „Kvef- og taksótt geysar um allan Aust- firðingafjórðung, og fjöldi manna hefir farist úr sýki þeirri í haust, einkum í Hjeraði og Austur-Skafta fellssýslu. Síðast í f. m. frjetti jeg, að dánir væri 11 manns í Nesjum og 6 í Lóni á hausthöndlunartím- anum“. Samband starfsmanna ríkisins er nú að safna skýrslum um hve dýrt sje að lifa í landinu og aug- lýsa hjer í blaðinu í dag eftir búreikningum sem flestra. Togaramir. Þessir togarar hafa komið inn undanferna daga: Hilm- ir, Ver, Sviði, Njörður og Draupn- ir. Hafa hásetar hlýðnast vald- boði Sigurjóns að ganga af skip- unum. Bannið ,í Bandaríkjunum. Um það ætlar Sigurður Jónsson, stór- templar að halda fyrirlestur í kvöld í G.T.-húsinu. Til Strandarkirkju frá XX 10 kr., V. í. 5 kr., S. G. kr. 2.50 N. N. 5 kr., B. J. 3 kr., G. 2 kr., H. 5 kr. K. J. 5 kr., enskum skipstjóra afh. af Þorst. Jónssyni, Laufási, Vestmannaeyjum £ 2—0—0, Sigga 5 kr., Ó. J. 2. kr. Kristínu Vigfús- dóttur, Hafnarfirði 10 kr. N. 2 kr. S. J. 5. kr. Gjafir til Laugarvatnsskóla. Gísli J. Johnsen, konsúll í Vest- mannaeyjum hefir gefið skólanum víðvarps-viðtæki og Ólafur Ó. Lárusson, hjeraðslæknir í Vest- mannaeyjum hefir gefið skólanum smásjá. „Armann og Vildis“ heitir ný saga eftir Kristmann Guðmunds- son, sem H. Aschelioug & Co, í Oslo liefir gefið út. Bókarinnar verður nánar getið síðar hjer í blaðinu. St. Bylgja hefir jólatrjesskemt- un á föstudaginn (sjá augl.). Jarðarför Jóns læknis Bjarna- sonar fer fram í dag frá. dóm- kirkjunni og hefst kl. 1. ísfisksala. Þorgeir skorargeir hefir selt afla sinn í Englandi fvr- ir 623 sterlingspund. Arinbjörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.