Morgunblaðið - 19.01.1929, Side 2

Morgunblaðið - 19.01.1929, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ r Nýk o ni i ð: Ðlandað marmelaðí, Svínafeiti, Sallasykur. N ý ý s a fæst daglega hjá h.f. Sandgerði með sama lága verðinu á Norðurstíg 4. Sími 2343. Á sama stað fæst frosið dilkakjöt. FlÉiðviifilieiaiii. Aðalfundur Flóaáveitufjelagsins 1929 verður halcb inn í fundarhúsinu á Stokkseyri fimtudaginn 14. febrúar n. k. og hefst kl. 1 e. h. Auk dagskrár, eftir áveitulögunum, verða lagðar fram tillögur um breytingu á samþyktum áveitufjelagsins, um mjólkurbúið, á þá leið, að mjólkurbúið verði numið úr sambandi við áveitufjelagið. 12. janúar 1929. Fjelagsstjórnin. Nýko feikna birgðir ai öllnm teg. af niðnrsoðnnm ávöxtum. Verðið mjög lágt. Eggert Kristjánsson & Co. Símar 1317 & 1400. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. Hnífsðalsmálið. Liðsbónin til Scotland Yard. Binhverntíma gat Tíminn þess — með töluverðum fjálgleik eins og honum er títt — að farnar hefðu verið nýjar leiðir við rann- sókn Hnífsdalsmálsins, þar sem rit hándarsýnishorn hefðu verið send til Scotland Yard í London. Að vísu var ekki um nýjar leiðir að ræða þótt rithandarfræðingar væru látnir athuga handskriftir í sam- bandi við fölsunarmál. Br slíkt algengt fyrirbrigði. En þar sem hjer er enginn rithandarfræðingur tii, verður að leita til erlendra manna þegar slík mál ltoma fyrir. Auðvitað var aðeins gott eitt um það að segja, að rithandarsýn- ishorn úr Hnífsdalsmálinu skyldu vera send.til Scotland-Yard. En til þess að gagn yrði að slíkri rann- sókn þurfti vitanlega að leggja úr lausnarefnin rjett fyrir hina er- lendu sjerfræðinga. í*þessu máli hefir það ekki verið gert —því miður. Hinn skipaði rannsóknardómari i Iínífsdalsmálinu hefir eklti farið dult með sína skoðun á málinu. í raun og veru má segja að dómur hans hafi verið upp kveð- inn 27. des. 1927, þegar Tíminn birti skýrsluna frægu iim Hnífs- dalsmálið. Stjórnarblaðið „Dagur“ á Akureyri skýrði frá því að skýrsla þessi hefði verið samin af sjálfum rannsóknardómaranum. Á- lit rithandarfræðings mundi því sennilega engin áhrif hafa haft á endanlegan dóm rannsóknardómar ans. Dómur hans var upp kveðinn, aðeins eftir að ákvarða refsing h’inna ákærðu. Hingað til hefir verið haldið leyndu áliti hinna erlendu sjer- fræðinga. En á mánudaginn var hirtir annað stjórnarblaðið hjer í bænum (Alþbl.) grein, þar sem skýrt er frá því, að rithandar- sjerfræðingur Scotland Yard hafi lcomist að sömu niðurstöðu og ránnsóknardómarinn, um fölsun- ina. Segir hlaðið að sjerfræðing- urinn hafi fullyrt, að hihir ákærðu (Bggert og Hálfdán) og „engir aðrir“ (leturbr. hjer) hafi falsað seðlana. Nú kynni einhverjum að leika forvitni á að vita hvemig' rann- sóknarefnið var lagt fyrir hinn erlenda sjerfræðing. „Vörður laga, rjettar og siðgæðis“ á Islandi, dómsmálaráðherrann, sá um þenna þátt rannsóknarinnar (í samráði við dómarann?) Brjefið til Scot- land Yard hljóðar svo í skjalþýð- ingu: „Eftir hinar almennu kosningar, sem fram fórn hjer á landi 9. júlí 1927, komst sá grunur á, að nokkr- ir atkvæðaseðlar hefðu verið fals- aðir í einu kjördæmanna. Eftir íslenskum lögum er hverjum kjós- anda, sem býst við að verða að heiman, það er utan kjördæmis (sic) síns, á kosningadaginn, heim- ilt að afhenda hreppstjóra atkvæði sitt til geymslu. Aðferðin er' sú, að kjósandinn fer inn í sjerstakt herbergi, þar sem hann skrifar á hvítan miða, sem til þess eru ætlaðir (sic) nafn þess framþjóð- anda, sem hann ætlar að kjósa. Fölsun sú, sem hjer um ræðir, er í því fólgin, að þessuin miðum hefir verið skift fyrir aðra miða, skrifaða ,af hreppstjóranum og skrifara hans, og ef til vill einnig af þriðja manni, sem fenginn hefir verið til aðstoðar.............“ Eins og sjá má, er hjer ekkert kukl á ferðmni. Að ófullrannsök- uðu máli segir „vörður laga, rjett- ar og siðgæðis“ á íslandi stofnun erlends ríkis, „að þessum miðum hefir verið skift fyrir aðra miða, skrifaða af hreppstjóranum qg skrifara hans, og ef til vill einn- ig af þriðja manni, sem fenginn hefir verið til aðstoðar.“ Með þessum forsendum eru svo sendir ellefu atkvæðaseðlar og ritahandarsýnishorn þeirra Jirýggja manna, sem þannig er sagt að fölsunina hafi framið, og síðan spurt, hverja af seðlunum hver þessara þriggja manna liafi fals- aö, eða hverja af seðlunum verði að álíta að enginn þeirra liafi skrifað. Yið umræddar ltosningar kusu utan kjörstaða 101 kjósandi í N.- fsafjarðarsýslu. Er því um 101 mann að ræða, auk hreppstjórans, skrifara hans, og þriðja mannsins, sem kunna áð hafa skrifað þessa ellefu seðla. Og ’pess utan er alls eigi grunlaust, að enn aðnr kunni að liafa skrifað þá. En „vörður laga, rjettar og siðgæðis“ á Is- landi, segir trúnaðarstofnun eins heimsveldisins, að þeir sjeu skrif- aðir af hreppstjóranum, skrifara hans, og ef til vill af ákveðnum jþriðja manni. Samkvæmt jiessu verður stofnunin að ganga að því tvennu vísu, að þessir ellefu seðl- ar sjeu falsaðir og að aðrir en þrír greindir menn geti ekki verið að fölsuninni valdir. Verkefni stofnunarinnar takmarkast því inn an þeirra vjebanda, Iiver þeirra þriggja manna sje líklegastur til að hafa ritað hvern um sig þeirra ellefu seðla. Dómsmálaráðherrann fekk svar eins og um var beðið: Eggert á að hafa falsað 9 atkvæði, en Hálf- dán 2. Hínsvegar treysti rithand- arfræðingurinn sjer ekki til að heimfæra neinn seðil á nafn Jiriðja mannsins, sem ákærður er, enda fullvrðir dómsmálaráðherrann í brjefi sínu ekkert um hans föls- un; lætur nægja að segja : „ef til vill“ hefir hann venð fenginn tíl aðstoðar. „Engir aðrir“ en hinir ákærðu hafa falsað atkvæðin, hefir Al- þýðublaðið eftir rithandarfræð- ittgnum. Hinsvegar hefir blaðinu láðst að geta þess, að rithandar- fræðingnum var sagt, að aðeins væri um þessa ákveðnu menn að ræða. Aðrir kæmu þar ekki til greina! Kommgshjónm ferðast. Samkv. tilkynningn frá sendi- herra Dana, ætla konungur vor og drotning að fara í opinbera heirn- sókn til Spánarkonungs í Madrid. Leggja þau á stað 6.—8. febrúar. Að heimsókn þeirri lokinni fara þau til Riviera óg dvelja í Cannes fram á vorið, eins og þeirra er siður. llffih l Meq Laugaveg 33.' Alpahninrnar komnar aftnr. Veggteppin marg eltirspnrðn sömuleiðis. Nýkomin kven-náttföt og stórt úrval af Undirfötnm og Golftreyjnm. Gott steinhHS óskast til kanps. Tilboð merkt: „steinhús" sendist A. S. í. 100 fataefni af ýmsum gerðum eru \ nýkomin. Alt alullarefni, mjög falleg. Eiga að seljast strax fyrir mjög lítið verð í útsölunni hjá okkur, sem er byrjuð. Klðpp, Langaveg28 RignkðDur fyrir dömnr hjá S. Jðhannesdóttnr. Austurstrceti 14. (Beint á móti Landsbankanum). Simí f887. 510 hinir alþektu kvensilkisokkar ern nú komnir aftnr. iföruhúsið. Hýkomið: fallegt nrval af Borsalino Hðttnm. » j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.