Morgunblaðið - 16.02.1929, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.02.1929, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Saumavjelar, stfguar og handsnúnar. Heildv. Garðars Gíslasonar. lillisíi; HugWsingadagbðk E S VllhkifU. ISU - -Jf ----- ii iim 111 iii Fegurstir Túlipanar fást á Vest- nrgötu 19. Sími 19. Útsprungnir túlipanar, nokkrar tegundir af Kaktusplöntum og Hyasintur til sölu. Hellusundi 6. Hitamestu steamkolin ávalt fyrirliggjandi í kolaverslun Ólafs Ólafssonar. Sími 596. g| Húsnæði, g Herbergi til leigu á besta stað í bænum, ágæt fyrir 1 eða 2 þing- menn. Húsgögn, hiti, ljós og hrein- gerning fylgir. Upplýsingar í síma 226 og 210. Herbergi í nýju steinhúsi við miðbæinn til leigu nú þegar. — Nokkuð af húsgögnum getur fylgt ef óskað er. A. S. í. vísar á. að hrinda málinu sem fyrst framkvæmd, enda þótt viðurkent sje, að ríkissjóði beri að leggja þeunan veg. Líkur sýnast til að þetta- vegarmál verði sótt fast, enda þótt vegurinn verði dýr og langan tíma ársins undir snjó. Munu andstæðingar þessa vegar óspart mintir á hina frægu brú yfir Fúlalæk og beðnir að bera saman umferðarþörfina á báðum leiðunum. Því skal ekki að leyna, að margir álíta að fengnu fjár- magni væri til annars betur varið á Seyðisfirði en að byrja á því að brúa Fjarðarheiði. En hinu ber ekki að neita að geisimikil sam göngu- og menningarbót yrði það ef bílferðasamband næðist milli Seyðisfjarðar og Hjeraðs, þótt ekki væri nema sumarmánuðina. Sveitunum yrði það til hins mesta gagns, því að markaður opnaðist þá fyrir afurðir þeirra bæði í kaupstaðnum sjálfum og þó eink urn til skipa. Annars ber ekki að neita því, að framtíð Seyðisfjarðar byggist eink um á útvegi og verslun við skip enda þótt skilyrði sjeu einnig fyrir ýmiskonar iðurekstur með raf magni. Ókuuuugir menn tala oft um það, að Norðfjörður muni líklega verða höfuðstaðurinn austanlands af því sá kaupstaður er nú orðinn fólksflestur. En það er sama og að vænta þess að Siglufjörður verði höfuðstaður norðanlands. Á Norð firði eru aðeins skilyrði góð til fisk veiða, en höfn mikið lakari en Seyðisfirði. Og það sem sker úr um höfuðstaðarmöguleika er það, að Norðfjörður er mjög útúrskotinn og sambandslaus sumar og vetur við hið mikla uppland, Hjeraðið. Af því sem áður er sagt rná sjá að Seyðisfjörður hefir staðist ýms- ar eldraunir og haldið velli samt og þar með sannað að hann hefir þrátt fyrir alt öll aðalskilyrðin sem höfuðstaður eystra. Staðhættir Austurlands, einkum til sjávarins, hafa valdið dreifingu allra krafta og af því hefir hlotist samtakaleysi, sem hefir hamlað þeim framförum sem annars hefðu getað orðið. Með því að styrkja Seyðisfjörð í þeirri framsóknarviðleitni, sem nú er að vakna þar, mundi þing og stjórn geta unnið heilum lands fjórðungi hið mesta gagn og gefið honum þá þungamiðju sem hann nauðsynlega þarf að hafa til þess að geta sameinað krafta sína þann hátt, sem fjelagsmenning nú- tímans krefur. H. Dagbðk. Messur á morgun, í dómkirkj- unni kl. 11 síra Friðrik Hallgríms- son; kl .5 síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni í Rvík kl. 2, síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, síra Ólafur ólafsson. Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgtin: Helgunarsamkoma ld. 11 árd., sunnudagaskóli kl. 2 e. -h., hjálpræðisherinu ld. 8 síðd. Frú Stabskaptein B. Jóhannesson talar. Hornaflokkurinn og strengjasveit- in aðstoðar. Allir velkomnir! Til fátæku hjónanna frá Ásu og Inga 10 kr., N. N. 5 kr. Til Strandarkirkju frá G. Þ. 5 kr., Manna 42 kr. Bifreiðarislys. Laust eftir hádegi í gær varð lítil stúlka undir flutn- ingabifreið á gatnamótum Ingólfs- strætis og Bankastrætis og lær- brotnaði á báðunt fótum. Stúlkan var samstundis flutt á lækninga- stofu Ólafs Helgasonar, og batt hann um brotin. Síðan var stúlk- an flutt á sjúkrahús og fæturnir settir í gips; leið henni eftir öllum vonum í gærkvöldi. Varðskipið „Fylla“ kom hingað í fyrrinótt til ]iess að annast land- helgisgæslu. Yfirmaður á Fyllu er nú v. Hude. „Óðinn“ tekur togara. í fyrra- kvöld kom Óðinn hingað með ensk an tog'ara, St. Brelade frá Hull, er hann liafði tekið í landlielgi við Öndverðanes. Dómur var upp kveð inn í máli skipstjórans í gær og hlaut hann 12500 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Mentaskólanum lokað. 1 gær vantaði 70 nemendur í Mentaskól- ann vegna inflúensunnar og var þá afráðið að loka skólanum fyrst um sinn til næstkomandi miðviku- dags. Þessir 70, sem fjarverandi voru í gær, eru ekki allir veikir; margir þeirra eru á heimili, þar sem inflúensa er, en eins og menn muna, bannaði heilbrigðisstjórnin þeim að sækja skóla. Steinþór Guðmundsson, skóla- stjóri barnaskólans á Akureyri (ekki í 6. bekk þó!), er staddur hjer í bænum um þessar mundir. Mun hafa komið með Óðni. Þingskrifarapróf var háð 11. þ. m. Gengu 12 manns undir prófið, og hlutu þessir hæstar einkunnir: Sigurður Ólason 0,85, Ólafur Svein björnsson 0,67, Kristján Guðlaugs- son 0,60, Sverrir Kristjánsson 0,44, Björn Halldórsson 0,41. Frá New York koma í þessum mánuði Emile Walters málari og kona hans Thorstína Jackson. Þau ætla að vera hjer kvrt um tíma. Trúlofun. Ungfrú María Pjeturs- dóttir og Níels Pálsson rakari í Hafnarfirði. Nýi basarinn er fluttur í Aust- urstræti 7, þar sem áður var versl- un Henningsens. Kolaskip nýkomið til kolaversl- unar Guðna Einarssonar & Einars. Kappróðrarhorn fslands er til sýhis í dag í búðarglugga "versl. Áfram, Laugav. 18. Þetta fallega og sjerkennilega horn gaf Olíu- verslun íslands h.f. í. S. 1. síðastl. sumar, en það var ekki tilbnið fyr frá hendi listamannanna: Rík- arðs og Finns Jónssona. Um horn- ið var kept 29. júlí sl. og vann þá róðrarflokkur Hjalta Jónssonar framkvæmdarstjóra. Yerður hon- um afhent hornið á fundi Sund- fjel. Reykjavíkur á morgun kl. 4 í Kaupþingssalnum, og eru allir velkomnir þangað, sem áliuga liafa á sundi og róðri. Leiðrjetting. Hr. Sigurjón Ólafs- son virðist hafa lesið yfirlýsingu mína gagnvart launadeilunni nokk uð fljótfærnislega. Jeg hefi hvergi sagt, að iúð loftskeytamenn ætlnð- um ekki áð fara fram á launa- hækltun; aðeins tekið fram, að við höfum enga kaupkröfu gert, og að það mál hafi ekki verið rætt nema á einkafundum fjelagsins. Hvað viðvíknr heimsókn minni til Sigurjóns, þá hlýtur hann að muna, að jeg fór til hans í per- sónulegum erindagjörðmn. en eklci á vegum Fjelags íslenskra loft- skeytamanna. Rvík, 15. febr. 1929. A. Guðmundsson, formaður F. I. L. 47 dagar ern í dag liðnir síðan Sigurjón Ólafsson & Co. gáfu út tilkynninguna frægu, þar sem sjó- mönnum var fyrirskipað að ganga á land af togurum jafnskjótt og slcipin kæmu í höfn. Saumastof an „Dyngja* ‘ hefir sýningu á hannyrðum sínum í verslunargluggum Jóns Björnsson- ar & Co. í Bankastræti, í dag og næstu daga. Búnaðarþingið. Fundir eru þar daglega fyrripartinn frá kl. 10— 12. Þessi mál eru á dagskrá í dag: Styrkur til garðyrkjunáms erlend- is, bimaðarmálafundur 1930, bygg- ingar úr samanþjöppuðum leir (moldsteypa); tillögur sauðfjár- ræktarráðunauts um misjafnan burðartíma á ám. Verðandi nr. 9. Kynningar- og skemtisamkoma í kvöld kl. 8y2 í Goodtemplarahúsinu. Aðeins fyrir fjelaga stúkunnar og ókeypis fyrir alla, sem greiða eða hafa greitt áfallið ársfj.gjald. Fjármálaritarar verða til viðtals. Mýndasýning og margt til skemtunar. Fjelaganefndin. Próf. Johs. Velden heldur síðari fyrirlestur sinn um eðli tónlistar annað kvöld kl. 8y2 í Varðarsaln- um. „Drabbarl". alla nóttina. Hann hafði brotið heilanm nm framtíðina, er honum fanst alt annað en efnileg. Hann var að hugsa um hvort hann ætti að smía heim í fyrri fátækt, eða taka á móti tilboðinu frá þessum manni, er segðist vera faðir hans. Hann var með öllu óráðinn þegar Crispin ávarpaði hann. — Jocelyn, sagði hann í auð- mjúkum tón, jeg kem til baka til Marleigh hallar eftir klukkutíma til þess að efna loforð mitt frá í gær. Mjer er það ekki ljóst, hvern- ig jeg á að fara að því, — en jeg mun standa við orð mín, Jeg hefi fengið mjer skíp til að sigla á hjeðan og eftir eápa þrjá, fjóra daga verð jeg kominn af stað til Frakklands með konuefnið þitt. Crispin staldraði við. Hann átti auðsjáanlega von á svari, en Ken- neth mælti ekki orð. Hann horfði í gaupnir sjer, og hlustaði á það, sem faðir hans sagði. — Þú getur ekki haft neitt á móti fyrirætlun minni. Jeg mun gefa þjer fullkomna uppbót á öllu því, er jeg hefi gert á hluta þinn. Þú verður að fara hjeðan nú þeg- ar og til London. Þar verður þú að komast á skip til Calais, og bíða eftir mjer þar í gistihúsinu „Sólarljósið“. Ertu því samþykk- ur, Jocelyn? Var nú auðsjeð, að Jocelyn tók ákvörðun sína. En það var líka auðsjeð á honum, að honum var ó- geðfelt að eiga samneyti við Crispin. — Mjer er nauðugur einn kost- ur, herra minn, sagði hann, og þess vegna segi jeg já. Ef að þjer efnið loforð yðar, þá skal jeg við- nrkenna, að jeg hefi fengið fullar sárahætur; og bið yður velvirðing- ar á því, að jeg efaðist um orð yðar í gærkvöldi. Jeg mun bíða yðar í Calais. Crispin stundi þungan. Hann átti auðsjáaulega von á öðru svari. Eitt augnablik datt honum í hug, að rjettast væri að láta þennan blessaða son sinn sigla sinn sjó — og fara til fjandans. En honuni snerist hngur í sömu andránni. — Jeg skal ekki svíkja þig, sagði liahn fremur kuldalega. Áttu fyrir fargjaldinu? Drengurinn varð skömmustuleg- ur á svipinn, því hann skammaðist sín fyrir að hafa eytt því nær öllu því fje, sem hann fjekk hjá Ash- lurnum. Crispin sá hvar fiskur lá undir steini. Hann lagði pyngju á borðið og sagði: — Hjerna eru 50 gullpeningar. Þeir ættu að nægja þjer. Vertu sæll. Við sjáumst í Calais. Og með það gekk Crispin rak- leitt út úr herberginu, án þess að gefa drengnum tækifæri til þess að þakka honum fyrir. Rjett á eftir var Crispin kom- inn á hestbak og lagði af stað enn einu sinni — norður á bóginn. Eftir þriggja tíma reið var hann kominn til Newport. Fyrir utan veitingahúsið „Hrafninn“ var ferðavagn. Crispin ljet ekki svo lítið að líta á vagninn. Oft getur eitt augnablik, augna- tillit, handtak, hreyfing^ orðið á- hrifaríkt fyrir alla framtíð manns. Ef Crispin" hefði þarna um morg- uninn litið á vagninn, þá hefði hann sjeð þar merki Ashburna. Og Og liefði hann staðnæmst þar, þá hefði alt annað beðið hans, en raun varð á, framtíð hans orðið alt önnur. 23. kapítuli. Jósef gat ekki stilt sig um að fara til London. Hann hafði eng- an frið í sínum beinum. Hann þurfti að fá fulla vissu um, 'að Crispin hefði lent í gildru þeirri, er fyrir hann var lögð, svo hann gæti framvegis verið óímltur fyr- ir árásum á sig frá hans sendi, og hann hefði framvegis óátalið full umráð yfir Marleigh. Til þess að ganga úr skugga um þetta, lagði Jósef á stað daginn eftir að Cris- pin fór. Cynthia varð steini lostin, er hún kom á fætur um morguninn, og sá þess vegsummerki, að alt hefði verið í uppnámi í húsinu um nóttina. Kenneth farinn, hafði rok- ið á stað alt í einu um miðja nótt, án þess að minnast einu orði á það kvöldið áður. Faðir hennar í rúminu, særður og með hita. — Vinnufólkið lasið, syfjað, úttaug- ag gægsnislegt. í skálanum var alt Obels mnnntóbak er best. Trjevðrnr, alskonar seljast með lægsta mark- aðsverði cif. á allar íslenskar hafnir, af fjölskrúðugum birgðum í Halmstad í Svíþjóð. — Biðjið um tilboð. A,B. GUNNAR PERSSON, Halmstad. Sverige. Ódýrt. Kex frá 75 aurum, margar teg- undir, brauð og kökur, allskonar, íslensk egg, smjör á 2,10, tólg, ostar frá 0,75, Pylsur. Versl. Fillinn. Laugaveg r9. — Sírni 1551. Sv. Jónsson ft Ge Kirkjustræti • b. Stmij 4S$, iHlunið nýja veggfóðrinu. Daglega nýlagað kjðtdeig og fiskdeig, reykt kestabjúga og reykt vínarbjúga í kjðtbúðinni Von Simi 1448. Ver kfæri: Koparplötur, Koparstangir, Vjelareimar, Boltar. Vald Poulsen. 1 bæjarkeyrsln hefir B. S. R. 5 og 7 manna-drose- íur. — Studebaker eru bfla bestir. Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla e» hjá B. S. R. FerSir til Vífilsstaða og HafK- arfjarðar með Studebakerdros** íum, alla daga, á hverjum klukkm tíma. — Ferðif austur í Fljótshfl* þegar veður og færð leyfir. Bifreiðastöð Reykjavíbur. Afgreiðslusímar 715 og 716..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.