Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 5
Langardaginn 23. fébrúar 1929. 5 Úrlansn gengismálsins. Erindi flutt í lanflsmálafjelaginu Verði 14. febr. 1929. Eftir Jón Þorláksson. Aðdragandi. Á Alþingi 1928 var samþykt svofeld ályktun: „Saineinað Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara fyrir næsta þing rannsókn og undirbúning til endanlegrar skipunar á gildi íslenskra peninga, enda telur örugt að þangað til verði gildi þeirra haldið ólireyttu“. Það er nú orðið vitað og kunnugt, m. a. af frásögnum þingmamla stjórnarflokksins á þingmálafundum, að sú úr- lausn, sem stjórnin ætlar að bera fram eða láta bera fram, er frumvarp til laga um breiji- in<7 á myntlögiim landsins, þannig að hin löglega íslenska bróna á að minka að gullþyngd »m h. u. b*. 18%. En eftir því sem vitað verður, þá á að bera þetta fram án þess að rann- sókn sú, sem þingsályktunin fól ríkisstjórninni, hafi fram farið. ^enn höfðu búist við að rann- sókn þessi yrði falin svonefndri gengisnefnd, 5 manna nefnd, og er Ásgeir Ásgeirsson alþm. sem stendur formaður hennar, skipaður af núverandi stjórn. En jeg hef það eftir nefndar- mönnum, að nefndinni hafi ekki verið falin nein ^lík rann- sókn af ríkisstjórninni, og að »efndin hafi enga rannsókn framkvæint. Aftur hefir formað- »r nefndarinnar á ferðalagi er- lendis átt tal um gengismálið við ýmsa útlendinga, lagt spurningar fyrir suma, og feng- svör l'rá nokkrum, sem vís- hefir verið í á þingmála- f»ndum. Jeg hefi átt kost á að s.Ia nokkur af þessum svörum, Þar á meðal álitsskjal frá próf. Cassel í Stokkhólmi og svör við spurningum Á. Á. frá for-. stjórum sænska rikisbankans og fra Hygg forstjóra Noregs- banka. Jeg vik máske seinna að þessum plöggum, en skal þeg- ar taka það frani, að annars- Vegar hafa spurningar Á. Á. verið svo óákveðnar, að beint iá við að misskilja þær, og hinsvegar hafa þessir menn fengið rangar upplýsingar um höíuðatriði inálinu viðvíkjandi, °8 er þetta sjerstaklega bert af Svörum Ryggs bankastjóra. Er þess þv{ ekki að vænta að mik- í R 0 sJe byggjandi á þessum um- sögnuni. Áður en jeg minnist frekar á þetta ega önnur úrræði til ,a»snar gengismálsins skal jeg ' örfáuni orðum gefa yfirlit yfir <l viðburði, sem voru undan- uri nuverandi aðstöðu í mál- »nu. ,Afeð lögum 7. ág. 1914 f;!Verandi seðlabanka lands a»dsbanka, veitt undanj »m stundarsakir frá þ V ('l>, að innleysa seðla , gullmynt þegar kr: væri. tt . . , ö „ undanþagan var s nmlengd nokkrum sinn 1 a þ'»gi 1917 virðist það bu?mSt framlengja ganna, og stóð svo til sei ;^;n» f9i9. Þá var undanþ: »ýju. fyrst með br birgðalögum, síðan með reglu- legum löguin, og stendur svo enn. Með þessari löggjöf var burtu feld ein sú tryggingarráðstöfun, innlausnarskyldan, sem venju- lega er, ásamt mörgu öðiu, not- uð til þess að halda pappirs- peningum í gullgildi. Þetta má þó enganveginn skilja svo, sem ríkisvaldið hafi með þessu samþykt, og því síður að það hafi ákveðið, að pappírspening- arnir skyldu falla í verði. Enda liðu svo nærri 4% ár, að seðlar Islandsbanka yfirleitt hjeldu gullgildi, eftir að undan- þágán var fyrst veitt. En á ár- unum 1919 og 1920 fjell gull- gildi þeirra, niður í 47% lægst, og sveiflaðist svo milli 47% og eitthvað 67% árin 1921—24, en hækkaði á árinu 1925 upp í h. u. b. 82% og hefir staðið ó- breytt síðan. Þrjár leiðir. Til endanlegrar úrlausnar gengismálsins eru hugsanlegar að minsta kosti 3 leiðir. 1. Stýfing hinnar löglegu mynt- ar. 2. Hækkun pappírskrónunnar upp í gildi hinnar löglegu gullmyntar. 3. Verðfesting pappírskrónunn- ar í núverandi gullgildi hennar, jafnframt því að hin löglega mynteining er aftur tekin upp í viðskift- um, fyrst jafnframt hinum verðföllnu pappírskrónum, og síðan eingöngu, eftir að verðföllnu pappirspening- arnir eru horfnir úr umferð. Skal jeg nú athuga þessar 3 leiðir nokkuð, hverja fyrir sig. 1. Stýfing myntarinnar. Sú leið hefir aðeins einn kost, sem er sá, a$ hún er þægileg í framkvæmd. En þar á móti koma margir svo stórmiklir ó- kostir, að jeg verð að álíta hana alveg ótæka, sóma þjóðar- innar misboðið freklega með henni í nútíð og framtið, og öllu fjárniálalífi þjóðarinnar stór- hætta búin af henni í framtið- inni. Með þessari tillögu, sem nú er von á frá stjórn landsins, er farið fram á að breyta pen- ingalögunum eða myntlögun- um. Þau eru frá 23. maí 1873, og er höfuðákvæði þeirra það, að 248 tíukrónupeningar skuli ganga á eða fást úr einu kíló- grammi af skýru gulli. Stýf- ingartillagan fer nú fram á það, að eftirleiðis skuli fást fleiri krónur úi> hverju kg. af gulli eða minni þungi af gulli vera í hverjum tiukrónupening. Jeg verð nú að víkja ofurlítið að því, hvaða þýðingu það hef- ur fyrir þjóðfjelagið, að halda fastri myntinni, sem kallað er, þ. e. a. s. að láta mannsaldur eftir mannsaldur vera sama gullþunga í þeirri peningaein- ingu, sem bcr sama nafn. Þetta hefur fyrst og fremst þá þýð- ingu, að þeir, sem Ieggja fje til geymslu á einum tíma, þeir hafa í myntlögunum tryggingu fyrir því, að þegar á að taka til höf- uðstólsins einhverntíma { fram- tíðinni, þá fái þeir jafnmikið í gulli og þeir lögðu inn. Þessu grundvallaratrði verður nú breytt, ef myntin er stýfð. Þá keinur það fram, að sá, sem 1874 lagði inn einhversstaðar þúsund krónur til ávöxtunar, og vill taka þær út eftir að búið er að stýfa myntina, hann fær minna heldur en það, sem hann lagði inn. Jeg þykist vita, að menn skilji þetta, ef við tökum til samanburðar sem dæmi ein- hverja þá vöru, sem menn eru vanari að mæla heldur en þyngd gullpeninga sinna. Við skulum hugsa okkur, að maður hafi falið öðrum til geymslu hundrað álnir vaðmáls, og geymandi hafi tekið á sig þá skuldbindingu að skila hinu geymda aftur á einhverjum til- teknum tima seinna meir. Ef alinin helst óbreytt þann tíma, sem voðin er í geymslu og geymandi skilar jafn-mörgum álnum aftur, ja, þá fær eigandi hina sömu lengd aftur úr geymslu. En ef ríkisvaldið hef- ur á þessu tímabili fundið upp á að stytta alinina, t. d. úr 24 niður í 19 þumlunga, og geym- andi heldur fram, að hann eigi ekki að skila öðru en jafnmörg- um löglegum álnum, þá er auð- sjeð, að hann skilar ekki allri voðinni aftur, en heldur eftir r’/24 hlutum vaðmálsins, sem verður hans eign, en ekki hins upphaflega eiganda. Þýðing myntlaganna er þá fyrst og fremst sú, að skapa yfir höfuð grundvöll fyrir því, að borgarar þjóðfjelagsins geti svo að trygt sje, koniið fje sínu eða verðmæti í geymslu og ávöxtun. Og ef við hugsum okkur þann glundroða á þessu, að öðru hvoru sje verið að breyta innihaldi mynteiningar- innar, án þess að breyta einu sinni nafni hennar um leið, þá er auðsjeð, að menn hafa ekki lengur neina tryggingu fyrir því, að þeir fái jafnmikið og þeir ljetu af hendi. Ef stöðugt er verið að stýfa hana, þá verð- ur það stöðugt minna og minna, sem sá fær út, sem lagt hefur peninga á sjóði. Meðal annars byggjast allar sjóðstofn- anir til almennings þarfa á því grundvallaratriði, að því sje ó- hætt að treysta, að þjóðfjelagið muni gæta þeirrar skyldu sinn- ar að láta slík verðmæti koma til skila að fullu úr geymslu, og skylda þann, sem geymir, til að skila jafn-miklu og hann tók við. Um nauðsyn þessarar festu á mynteiningunni mætti fara fleiri orðum. Hún er sem sje grundvöllur undir öllu fjár- málalífi nútíðarinnar og þar ineð undir öllum framförum. Þvi að ef við kryfjum þetta mál til mergjar, þá byggjast allar framfarir á því, að það sje unt að geyina verðmæti í sjóðum frá ári til árs, og að ríkisvaldið tryggi mönnum sæmilega, að þeir fái aftur það, sem þeir lögðu inn, þegar til á að taka. Eða að minsta kosti losni geym- andi aldrei við skylduna til þess að skila öllu aftur, sem hann tók við. Þegar nú er farið fram á, að grípa til þeirrar úrlausnar á gengismálinu að stýfa myntina, þá hefur slíkt ákaflega marga ókosti í för með sjer. Og jeg skal nefna aðeins þrjá, þá sem jeg tel alveg yfirgnæfandi. Ríkisgjaldþrot. I fyrsta lagi verður úr þessu rikisgjatdþrot, alveg hreint, bert og hululaust. Jeg skal ekki fara út í langar bollaleggingar, en aðeins nefna þrjú dæmi þess, að ríkið með slíkri löggjöf svíkst frá skuldbindingum sín- um. Fyrst verður að gera sjer grein fyrir því, að ríkisgjald- þrot fer fram á dálítið annan hátt venjulega heldur en gjald- þrot einstakra manná. Ríkis- gjaldþrot fer nálega altaf fram á þann hátt, að ríkið gerir með einhliða löggjöf einhverja þá á- kvörðun, sem losar það við skuldbindingar sínar eða mink- ar þær. Ábyrgðin á Söfnunarsjóðnum. Af þessum dærnum, sem sýna, að hjer er farið fram á, að íslenska ríkið geri ríkis- gjaldþrot, skal fyrst nefna, að þegar Söfnunarsjóður íslands var stofnaður, þá tók Lands- sjóður íslands, sem þá var — og nú er sama og ríkið — í stofnlögum sjóðsins ábyrgð á innstæðum hans. Nú er það svo, að 7. ágúst 1914, þegar ríkið slepti innlausnarskyldunni, þá stóðu inni í Söfnunarsjóði um 600 þús. króna, sem vitanlega höfðu allar verið borgaðar inn í gullgildum krónum. Ríkið bar þá ;— og ber enn — ábyrgð á þessari innstæðu, samkvæmt stofnlögunum. Ef ríkið nú við endanlega úrlausn gengismáls- ins fer að segja: Það skai lög- 'legt að greiða þetta, eins og aðrar skuldbindingar, með 18% rýrari eða Ijettari krónu held- ur en áður var, þá svíkst ríkið þar með undan þeirri ábyrgð sinni að tryggja þeim, sem inn lögðu, sína fullu innstæðu. Mik- ið af þessu fje eru sjóðir, sem eiga að ávaxtast þarna, og all- ur þorri þess stendur i aðal- deild Söfnunarsjóðsins, sem hefur þau ákvæði að geyma, að eigendur fjárins geta yfirleitt ekki tekið það út. Þeir hafa því ekki einu sinni haft það úrræði, sein margir höfðu 1914, að taka sínar innstæðu út, af ótta við það, að ríkið kynni að svíkj- ast um að standa við ábyrgð sína ef seðlarnir fjellu. Gagnvart þessum innstæðum er stýfing myntarinnar nú al- veg augljóst og yfirlýst ríkis- gjaldþrot. Háskólas jóðurinn. Jeg skal nefna aðra innstæðu, sem líkt stendur á um. Þegar sambandslögin voru sett og við fengum fullveldisviðurkenningu hjá Dönum, 1. desember 1918, þá var stofnaður sjóður að upp- hæð tvær miljónir króna, með framlagi af dönsku fje, upp í skuldaskifti ríkjanna. Við tók- um við annari miljóninni til geymslu og ávöxtunar. Var svo ákveðið, að hún yrði eign Há- skóla íslands. En hin miljónin hjelt áfram að vera í dönskum vörslum, og átti að verja henni í tilteknum tilgangi. Nú tók rík- Harlmannalðt blá og mislit. Ávalt fallegast og fjölbreyttast nrval. Manchesier. Langeveg 40. Sími 894. Trjevörur, alskonar seljast með lægsta mark- aðsverði cif. á allar íslenskar hafnir, af fjö^skrúðugum birgðum í Halmstad í Svíþjóð. — BiðjiO um tilboð. A,B. GUNNAR PERSSON, Halmstad. Sverige. Takiö það nógu snemma. Díðid ekki með aS taka Fersól, þangad tú bér eruð orðin lastnm. Kyrsetur og inniverur hafa skaövænteg i 4 líffærin og svekkja líkamskraftaca. ÞaO fo «8> bara á taugaveiklun, maga og nýrnasjúkdómaaa, gigt ( vöövum og liöamótum, avefnloyai og Þrevte og of fljótum ellisljóleika. Byrjiö því siraks f dag aö nota Foreól, þ«Q inniheldur þann lífskraft sem itkaminn þarfnask Fersól Ð. er heppilegr^ íyrir þá vem tif* meltingaröröugleika. Varist eftirlíkingar. Fæst hjá héraöslæknum, lyfsölum ið þessa miljón að láni frá Há- skólanum, og hefur enn. Papp- írsgjaldeyrir beggja landanna, íslands og Danmerkur, fjell um eitt skeið. En Danir eru nú búnir að koma sínum peninga- málum í lag aftur, svo að í Ðanmörku eru ekki til aðrar en gullgildar, löglegar krónur, og í þeim stendur sá hluti sjóðs- ins, sem settur var þar til geymslu. Ef islenska ríkið nú á- kveður, að ísl. krónan skuli stýfð um 18%, þá minkar það þennan sjóð, sem það hefir að láni, um jafnmikinn hluta af sínu upphaflega verðgildi. Það er ekkert annað en hreint rík- isgjaldþrot, ef ríkið þannig leyfir sjer að færa niður upp- hæðir, sem það hefir að láni. Og það er eins ríkisgjaldþrot fyrir þvi, þótt það komi fram gagnvart innlendri stofnun, eins og Háskólinn er. Veðdeildin. Jeg skal nefna þriðja dæmið, sem sýnir, hvað þetta er var- hugavert. Þegar stríðið skall á 1914, hafði veðdeild . Lands- bankans starfað hjer um all- langt árabil — jeg held í 14 Obels mnnntóbak er best. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.