Morgunblaðið - 08.03.1929, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.03.1929, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Hugl9s!ngadagbðk E YiSskifti. Pegiirstir Túlipanar fást á Yest- argötu 19. Sími 19. Útsprungnir túlipanar, nokkrar tegundir af Kaktusplöntum og Hyasintur til sölu. Hellusundi 6. Elómstrandi blóm í pottum. Stór- kostega falleg, nýkomin á Amt- mannsstíg 5. Hitamestu steamkolin ávalt fyrirliggjandi í kolaverslun Ólafs Ólafssonar Sími 596. Rósir (stilka), selur Einar Helgason. Orgel, lítið notað, með þreföld- um hljóðum, vil jeg selja nú þeg- ar mjög ódýrt, gegn greiðslu út í hpnd. Guðrnundur Guðjónsson, Grundarstíg 8. .0 Tilkynningar. Máttur. Fundur 10 mars kl. 1 y2. □ □ Poki með línum og trawlgarni tapaðist á Hafnarfjarðarveginum. Finnandi vinsamlega beðinn að skila honum til F. Hansens í Hafn- arfirði. Hlðihestar teknir til gljábrensln. Orninn, Langaveg 20. Sími 1161. Van Honteas konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gœCi. 1 heildsölu hjá 1obafesver3ltm IslandsKt Jnrtapottar allar stærðir. Vald. Poulsen, Klapparstig 39. Sími 24 Hafið þjer oft hðfnðverk ? Ef svo er, þá komið strax í Laugavegs Apótek og látið rann- saka augu yðar, því höfuðverkur orsakast mjög oft af slæmri sjón. Öll athugun og gleraugnamátun ókeypis. Komið strax í dag í Laugavegs Apótek. Handklæði tilbnin sængnrver, koddaver, og lök. Rekkjuvoðir. Afarmikið úrval. Gott verð, VÖruhúsið. I bæjarkeyrsln hefir B. S. R. 5 og 7 manna-droM íur. — Studebaker eru bíla bestir Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla ei hjá B. S. R. Ferðir til Yífilsstað'a og Hafn arfjarðar með StudebakerdrOM íum, alla daga, á hverjum klukku tíma. — Ferðir austur í Fljótshlíl þegar veður og færð leyfir. Bifreiðastöð Reykjavikur. Afgreiðslusímar 715 og 716. Fregnin um að fraklcneskur tog- ari hefði strandað austur á Sönd- um, er á misskilningi bygð. Togari sá, sem er um að ræða, strandaði á eyju milli írlands og Skotlands, en mun hafa verið á leið hingað. Ungbarnavernd „Líknar“ er op- in hvern föstudag í Bárugötu 2 frá kl. 3—4. Kings Gray, einn af togurum Hellyers kom til Hafnarfjarðar í fyrradag og lagði á stað í veiðiför í gær. Línuskipið Pjetursey frá Rvík kom til Hafnarfjarðar í gær með 140 skpd. eftir 7 lagnir. Strandið á Hvalsnesi. Engu hef- ir enn verið bjargað úr botnvörp- ungnum Norse, sem strandaði á Hvalsnesi. Skipið stendur á kletti og er holt undir það bæði að fram- an og aftan og því viðbúið, að það brotni í tvent undir eins og nokk- urn sjó gerir, og sökkvi þar nið- ur með öllu, sem í því er. Útvarps-móttökutæki eru nýlega komin á Skagaströnd, Blönduós, Haukagil, Hvammstanga, Stapa og ef til vill víðar í Húnavatnssýslu. Hafa menn á þessum stöðum hið mesta yndi af útvarpinu og gagn af ýmsu, sem út er varpað, svo sem veðurskeytum. Búnaðarnámskeið hófst á Blöndu- ósi 23. febrúar. Sótti þangað all- mikið af ungu fólki. I stykkjnm: Appelsfnnr, Epli, Vínber, Lanknr, Citrónnr. Lægst verð á fslandi. Talið við Von. I 15-20 verðlækknn á fjölda af nanðsynjavörnm. 0 Versl. Ffllinn. Laugaveg n9. — Sími 1551, Frysta kjötið, það sem eftir var, fór með Brúarfossi í fyrra mánuði. Heyrist hefir að nokkrar misfellur hafi á orðið um Hvammstanga- kjötið, nokkrir skrokkar þaðan músetnir. Höepfnersverslun á Blönduósi hætti að starfa um síðastliðin ára- mót, .og hafði þá verið rekin í 49 ár. Naut hún ávalt trausts hjeraðsbúa, enda altaf stjórnað af valinkunnum sæmdarmönnum. Slys. 1 þokunni á þriðjudags- kvöldið vildi það slys til á Mos- fellssveitarveginum, ,að Þorfinnur bóndi í Baídurshaga varð fyrir bifreið og fótbrotnaði og meidd- ist talsvert meira. Hann var flutt- ur á sjúkrahús. — Sama kvöldið valt Essex-bifreið út af veginum milli Baldurshaga og Geitliáls og kviknaði í hennr. Tveir menn voru í henni er slysið vildi til og sluppu þeir ómeiddir. Ung, þýsk stnlka, sem þegar hefir dvalið 1 ár á íslandl, óskar eftir ein- bverri atvizmu i vor. A. S. í. vfsar á. Dagbúk. I. 0. O. F. 1—1103881/2- — Pl. Veðrið (í gær kl. 5): Alldjúp lægð vestur af Bretlandseyjum og virðist hún færast hægt norður eft- ir. Má því búast við að hvessi nokkuð hjer suðvestan lands á morgun. Kl. 5 í kvöld var logn eða hæg S-átt um alt land. — Hiti 7 st. vestanlands en 4—6 st. norð- an lands og austan. Veðurútlit í dag .• Vaxandi SA- átt, sennilega allhvass seinni- partinn. Þvkt loft. Dálítil rigning. Hlýindi. Guðspekif jelagið. Fundur í Sep- tímu í kvöld kl. 81/; ísak Jónsson kennari flytur erindi um .skáldið Victor Rydberg. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur heldur fund í kvöld kl. 8y2 í Kaupþingssalnum. FuUtrúakosn- ing og' fleira. Ms. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn í fyrramálið, en ekki í dag, eins og auglýst var um daginn. Línuveiðaskipin Sindri, Namdal og Sigríður komu hingað í fyrra- kvöld með góðan afla. Einnig komu vjelbátarnir Bjarney og Höskuldur með góðan afla. Mælt er að tregur afli sje nú hjá togurunum í Jökuld.júpi. — Munu nokkrir togarar vera komn- ív vestur í ísafjarðardjúp og út á Hala, en aðrir suður á Sélvogs- grunn. Skipaferðir. Goðafoss kom hing- að í gær upp úr hádegi norðan um land frá útlöndum. — Lýra fór íil útlanda í gærkvöldi. Enski togarinn „Kingston Dia- mond“ kom hingað í gær, til þess að sækja skipstjórann, sem hann lagði hjer á land veikan fvrir nokkrum dögum. Guðmundur Eb- enezerson fór með skipið á veiðar og fylti það á fimm dögnm. Hann tók sjer síðan far með því til Englands. Leiðrjetting. í dánarminningu Árna Jónssonar verkstjóra var sagt að hann væri fæddur í fltey, en þetta er ekki rjett; hann fædd- ist í Austurey. BRAGÐIÐ mR MJ'QRLÍKÍ Frú Þórstína Walters ætlar að halda fyrirlestur um heimför Vest- ur-Islendinga 1930, á sunnudáginn kemur. Verður fyrirlesturinn- flutt- ur í Nýja Bíó og hefst kl. 3. — Aogangur ókeypis. Víðvarpsnotendafjelagið biður ]>ess getið, að í kvöld hafi fjelagið víðvarpstæki í Suðurgötu 14, á þeim tíma, sem Kalundborgstöðin heldur hina íslensku skemtun, og er aðgangur ókeypis að salnum, til að hlusta þar á -hina dönsku út- sendingu, fyrir f jelagsmenn og gesti þeirra. Fjóla Stefáns hefir sótt um það til bæjarstjórnar, að hún fengi meðmæli til veitingaleyfis hjer í bænum. Hefir bæjarstjórn gefið meðmæli sín. Samkvæmt brjefi er hún sendi bæjarstjórninni, ætlar hún að setja á stofn veitingastofu í húsi Þórðar Jónssonar í Aðal- stræti, og selja ]>ar til dæmis kald- an mat, smurt brauð m.a., er menn geta fengið úthúið í nestispakka. Er hjer um ræða þarflega ný- breytni. Morgunblaðið er 6 síður í dag. Verkamannabústaðir. Alsherjar- nefnd hefir sent bæjarstjórn til umsagnar frv. það um verka- mannabústaði, er Hjeðinn Valdi- marsson flytur. Lagði Theódór Líndal það til að málinu yrði vísað til fjárhags- nefndar til atbugunar og var svo gert. Kaupstaðarbúar og landbúnað- arbankinn. Theódór Líndal bar fram svohljóðandi tillögu á bæj- arstjórUarfundi í gær, og var hún sam])vkt með samliljóða atkvæð- um. „Bæjarstjórn skorar á Al]). að breyta svo 19. gr. frv. til laga um Landbúnaðarhanka íslands, að kaupstaðarbúar verði ekki ver settir heldur en aðrir nm lán úr bankanum, einkum veðdeild hans.“ En ákvæði greinarinnar, sem Th. L. vildi fá breytt eru þessi, og er e. t. v. ekki annað en að fá skýrar tekið fram, það sem meint er. „Fje deildarinnar má lána gegn veði í jörðum og hverskonar fast- eignum, sem ætlaðar eru til fram- leiðslu landbúnaðarafurða, eður til almenningsafnóta í sveitum lands- Ferðafjelag íslands. Fjelagar þess eru beðnir að muna eftir aðalfundinum, sem hefst í Varð- arhúsinu kl. 9 í kvöíd." Skýfall í Brasilíu. Frá San Paulo í Brasilíu er símað hinn 20. febrúar, að þá hafi verið fádæma rigninigar þar í landi og hafi þær skemt kaffiekrur svo, að uppskeran muni rýrna að ein- um fjórða. Er það tekið fram í skeytinu, að önnur eins úrhelli- rigning' hafi ekki komið þar sein- ustu 10 árin. ...* 10 anra Appelsínur, Blóðappelsínur 12 a. Blóðrauð Epli. Strausykur 28 aur. 1/2 kg. Molasykur 32 aura. Hveití besta teg. 22 aura, dágott Hveití 20 aura. Hrísgrjón 23 aura. Hafra- mjöl 24 aura. Spaðsaltað Dilkakjöt 65 aura. Reykt hrossakjöt 50 au. Látið þá njóta viðskiftanna, sem selja ódýrt. Vershmin Merkúr, Grettisgöta 1. Sími 2098. Útsala. Tækifæriskaup á fjölmörg- um vörum. 10 °/0 afsláttur á öllum vörum Verslunar Egill lacobsen. Fyrir bakara! Svínafeiti „Diamond“ Florsykur, danskur Marmelaði Rú&ínur, steinl. Rúgmjöl 1/1 og !/2 sigtimjöl Kökuhveiti. G. Bebrens, sími 21. 3 herhergl og eldhús óskast sem næst mið- bænum, 14. maí. Góð umgengni og ábyggileg greiðsla. Tilboð merkt „100“, sendist A.S.I. fyrir 10. þ.m. Ullir Goltlreuiir í mikln nrvali, verð frá 6.90« Blásnr nr nll og ísgarni mjög ódýrar. Verslnn S. lóhannesdóttur Aunturntratl 14. (Beint á móti Lsndshí.nksEU*s).. Síml 1887.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.