Morgunblaðið - 14.04.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirliggjandi: Edamerostur, Goudaostur, Sardínur í olíu og tómat. Fiskabollur í heilum og hálfum dósum. Kjöt í heilum og hálfum dósum. Lifrarkæfa. Eggert Kristjánsson S Co. Símar 1317 & 1400. — Skó heildsölufirmað I llliillÉ, Nilid A0C SCHUHE sem hefir um margra ára skeið selt vörur til íslands, óskar eftir verslunarsamböndum alstaðar á landinu. — Sjergrein: svartur og mislitur skófatnaður á börn, kon- ur og karla. — Eigandinn kemur til íslands í júlí. Nýkomin bin ágætu Michelin-dekk og slöngur í miklu úrvali. — Verðið stórlega lækkað. T. d. 30x5 Extra Heavy Duty nú aðeins kr. 124.00. Slöngur 30x5 kr. 15.00. Alt eftir þessu. Kaupið Michelin. Fæst hjá: Agli Vilhjálmssyni. Ð. ö. R. Þórarni Kjartanssyni. Laugaveg 76. Tigifis Gnðbrandsson klseðskeri. Aðalstrseti 8 Ávalt birgur af fata- og frakkaefnum. Altaf ný efni með hverri ferð, AV. Saumastofunni er iokað kl. 4 e. m. alla laugardaga. Algreiðslnmaðnr hraustur, duglegur, reglusamur og áreiðanlegur, helst vanur afgreiðslu í skipaútgerðarvöruverslun, eða að öðr- um kosti í matvöruverslun, óskast nú þegar. Þýðingar- laust fyrir aðra að sækja um stöðuna en þá, sem hafa góð meðmæli. 0. ElUngsen. irfarandi frumvarp er snertir und- irbúning Alþingishátíðarinnar. 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt: 1) Að láta slá sjerstaka minnis- peninga í tilefni af 1000 ára af- mæli Alþingis 1930. Má með kon- ungsúrskurði ákveða, að peningar jressir skuli vera skiftimynt, er gjaldgeng sje hjer á landi, og sje gildi þeirra 10 kr., 5 kr. og 2 kr. 2) Að taka í sínar hendur umráð .yfir leiguhifreiðum, sem notaðar verða til þess að flytja hátíðar- gesti 1930 um Þingvallavegina og aðra vegi nærlendis, og ákveða há- mark bifreiðataxta. 3) Að taka í sínar hendur umráð herbergja í gistihúsum í Reykjavík og á Þing- völlum um alt að þriggja vikna cskeið á sumrinu 1930, eftir því sem ríkisstjórnin tiltekur nánar. Heimilda þeirra, sem getur í 2. •og 3. lið, skal þó ekki neyta nema nauðsyn krefji og dómi undirbún- ingsnefndar hátíðarinnar. 2. gr. Brot gegn ráðstofunum þeim, er gerðar kunna a ðverða aamkvæmt 2. og 3. lið, 1? gr., varða fcoktum, alt að 2000 kr., er renna í ríkissjóð. Skulu mál út af brotum sæta meðferð almennra lögreglumála. Varðskip með björgunartækjum og 9000 krónur til Einars Einarssonar. Ein af upphæðum þeim, sem Pjetur Ottesen mintist á í ræðu sinni á eldhúsdegi var kr. 9000 til Einars Einarssonar stýri- manns. Fylgir sú skýring, að Einar eigi að kynna sjer fyrir þetta björgunarmál erlendis. Kvað Pjetur ekki nema gott, að við fengjum meiri þekkingu en er í þeim málum. En undar- Iegt væri að fleygja fje þessu í þennan mann, þar eð áformað væri að björgunartæki skyldu vera í hinu nýja varðskipi. Við skipstjórn á því skipi hlyti vit- anlega annarhvor hinna núver- andi reyndu og góðu varðskip- stjóri okkar að taka. og væri því nær að fela öðruro hvorum þeirra að kynna sjer björgun- armál. Tvennir tímar. í eldhúsdagsumræðunum tal- aði Jónas sem áður um gerðir fyrverandi landsstjórnar, og ýmislegt sem ógert var. Því svaraði Pjetur Ottesen m. a. á þessa leið: En dómsmálaráðh. má vel vita það, að það voru ekki eins opnar leiðir til fjárgreiðslu úr ríkissjóði þegar íhaldsstj. tók við völdum 1924 eins og nú mun vera. Þá varð næstu árin að verja því sem umfram var af tekjum ríkisins til að greiða fleiri miljón króna lausaskuldir sem safnast höfðu upp á þeim árum er Framsóknarfl. fór með völdin. En í stjórnartíð Ihaldsfl. tókst að losa ríkið úr þessum skulda- viðjum. — Jafnframt því, sem þá var hrint á stað stórfeldum verklegum framkvæmdum með beinum og óbeinum atbeina þess opinbera. Nú er miklu hægra um vik — og þegar ríkissjóðurinn er í öðr- um eins hershöndum eins og hann virðist vera — þá er þó gott að gert sje við fangahúsið t. d. og mentaskólann svo að eitthvað af tekjuafgangnum lendi þar sem það sjer einhverja staði. Rannsóknadómarinn og dómsmálaráðherrann. P. O. endaði síðari ræðu sína með þessum orðum: „1 tilefni af því, að jeg mint- ist á það í ræðu minni í gær að Halldór Júlíusson, sem hlot- ið hefír nafnið rannsóknardóm- arinn yfir íslandi, hefði ekki viljað láta konu á Vestfjörðum sverja við nafn guðs heldur á- kveðins manns í Holungarvík, þá gat dómsmálaráðherrann þess, að það hefði nú ekki verið að ástæðu lausu þó dómarinn hefði látið svo ummælt, því að konan hefði orðið uppvís að því að hafa logið fyrir rjettinum. Og dómsmálaráðherrann lagði alveg sjerstaka áherslu á það, að hún hefði logið. Út af þess- um ummælum dómsmálaráð- herrans datt mjer í hug, að ef það ætti fyrir Halldóri Júlíus- syni að liggja að taka eið af dómsmálaráðherranum þá væri ekki ófróðlegt að vita við hvers nafn hann ráðlegði honum að sverja.“ Kvæðakvöld Það er nú orðið alsiða, að góðir kvæðamenn lofa okkur hjer í Reykjavík, að heyra list sína. Áður hörmuðu gamlir menn það mjög, að þessi þjóðlega skemtun væri að detta úr sög- unni, en nú eru þeir annarar skoðunar. Sunnudagskvöldið 14. þ. m. ætla þeir Jóhann Sveins- son frá Flögu og Kristjón Jóns- son skáld, að láta til sín heyra. Eru þeir báðir kvæðamenn góð- ir„ eins og mörgum mun kunn- ugt, og kunna ýmsar fallegar stemmur, sem jeg hefi ekki heyrt aðra kveða. Jóhann hefir kveðið hjer fyrir útvarpsfjelag- ið og var gerður góður rómur að meðal manna, og Jón Leifs hefir sagt um hann, að hann kvæði þjóðlegast þeirra manna er hann hafði þá heyrt til. Báðir þessir menn eru hagir á ferskeytlur og munu þeir kveða margt eftir sjálfa sig. Enginn efi er á því, að þetta verður fjölsótt skemt- un, enda efast jeg ekki um að almenningur fái þar full laun f járins. K. G. Hjalti Jónsson framkvæmdarstjóri er sextugur á morgun. — Eng- inn — sem mætir Hjalta, — þessari óslítandi drifvjel at- vinnulífs trúir því, að hann sje kominn á þann aldur. — Kvikur og síkátur gengur hann um, alla þekkir hann og hefir á reiðum höndum vingjarnlegt orð eða fyndið svar til allra. Enginn, sem þekkir Hjalta og framfarabraut hans, mun geta látið sjer detta i hug hve þyrnum skrýddur vegur hans hefir verið. — Þeir sjá stöðu hans, efni hans og vinahóp. En þeir vita ekki hvaða drengskap- ar dugnað það hefir kostaðhann að ná því marki, sem hann hef- ir nú náð og er það þó von vina hans að þetta sje ekkert enda- mark. Þegar Hjalti var 11. ára misti hann föður sinn, en var þó með móður sinni 2 næstu ár. — Þá gat móðir hans sökum fátæktar ekki haldið áfram búi lengur og var hann nú sem barn sendur óviðkomandi til aö vinna fyrir sjer, aðeins 13 ára gamall. 1 þeirri vist var hann soltinn og pýndur í 6 ár; frá 13—19 ára aldurs og á þeim aðal-vaxt- arárum manna hækkaði hann að vexti um eina tvo þumlunga, Þaðan fór hann árið 1888 til Vestmannaeyja og dvaldi þar, í fyrstu sem vinnumaður síðan sem bátaformaður þar til hann árið 1896 flutti í Hafnir í Gull- bringusýslu. Vann hann þá þrekraunir, sem í íslendingasögum seinni tíma ekki munu áhtnar að standa að baki sundi Grettis forðum eða stökki Skarphjeðins, því árið 1893 kleif hann Háa- drang, og árið 1895 fór hann upp á Eldey með aðstoð bræðr- anna Ágústs og Stefáns Gísla- sona og munu allir það einum munni mæla, að meira íþrótta- þrekvirki hafi ei unnið verið í minnum núlifandi manna og þótt lengra sje leitað. G.s. island fer þriðjudaginn 16. þ. m. kl. 6 síðd. til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla á morgun (mánudag). Fylgibrjef yfir vörur komi á morgun. C. Zimsen. 1. Ilokks nanglklQt austan nr Landsveit, nýkomið í Liverpool-útbú I Vestmannaeyjum varð Hjalti fyrir því láni að kynnast indælli konu, sem síðar varð eiginkona hans. Hún hjet Guðrún Ólafs- dóttir frá Tungu í Landeyjum. Hafa þau átt saman þrjár dætur, sem jeg, sem hálfgildis fóstur- sonur Hjalta get borið um, að eru þannig gerðar að uppeldi og atgjörvi öllu, að fáar konur muni betri finnast. Guðrún kona Hjalta andaðist árið 1920. Hún var einhver hin ágætasta móðir og húsmóðir, sem jeg hef þekt, vitur kona, svo að yndi var á að heyra, raungóð og gestrisin. Þremur árum síðar giftist hann Sigríði Guðmundsdóttur, ágætri konu. Hafa þau eignast 2 börn, Guðmund 5 ára og Svövu 3ja ára. Árið 1896 flutti Hjalti að Kirkjuvogi í Höfnum og stund- aði þar sjóróðra. Var þá nýbyrj- að að ráðast í það stórvirki þeirra tíma að veiða á „kútter- um“ og er ekki nema eðlilegt, að formanni þeim, er altaf hafði aflað mest, ljeki hugur á því að fá stærri fleytu svo hægt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.