Morgunblaðið - 14.04.1929, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.04.1929, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sækketvísflæpred. /o « £t Parti Bvœrt, ubleget realiaeres mindst 20 m., O Wirtg samme Kvalitet 125 cm. bred 96 Öre pr. m., Ubl. Skjorter 200 Öre i lille og Middelstörrelse, stor 225 Öre, svære uldne Herre-Sokker 100 Öre, svært ubl. Flonel 70 cm. bredt 65 öre pr. m., Viskestykker 36 Öre, Vaffelhaandklæder 48 Öre, kulörte Lommetörklæder 325 Öre pr. Dusin. Fuld Tilfredsbed eller Pengene til bage. Forlang íllustreret Katalog. — Sækkelageret, Sct. Annæ Plads 10, Köbenhavn K. £f nalaiyg Reykjavikur. Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein- an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje! gjaldmælis bifreiðar altaí til leigu hjá B. S. R. — Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla, en hjá B. S. R. — — Studebaker eru bíla bestir. FertJir til Vífilsstaða og Hafnar- fjarðar alla daga á hverjum kl.- tíma. Best að ferðast með Stude- baker drossíum. Ferðir austur í Fljótshlíð þegai veður og fæíð leyfir. Afgreiðslusímar 715 og 716. Bifreiðastöð Reykjavikur. Austurstræti 24. Sðlinplllur eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. —. Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur hjálpa til að fyrirbyggja og eyða fili- pensum. Sólinpillur lækna van líðan er stafar af óreglulegum hægðum og hægðaleysi. Notk- unarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1,25. — Fæst hjá hjeraðslæknum, lyf- sölum og LAUGAVEGS APÓTEBJ. íslands-kuikmynd. Alþingishátíðarnefndin er horfin frá því að láta gera íslenska kvik- rnynd, eins og um var talað einu sinni. Ber hún það fyrir sig, að kostnaður við slíka mynd muni vear mjög mikill. Þetta mun rjett vera, enda er tími orðinn of naumur til þess að taka slíka mynd, svo að í lagi sje. En nú vill svo vel til, að til er íslands-kvikmynd, sú er Loftur Guðmundsson tók, og sýnd hefir verið víða um lönd við gott orð. Þá mynd ætti hátíðarnefndin að tryggja sjer, ef hún er þá ekki þegar seld. Þegar jeg vissi seinast til, var Loftur í þann veginn að selja myndina og til þess hefir hann aukið nýjum myndum inn í hana að nokkrum mun. Jeg skýt þessu til hátíðarnefnd- arinnar og vona að hún taki það til athugunar. Við fáum aldrei arfnað eins tækifæri og 1930 til þess að kynna land vort og — ef jeg mætti svo segja — „reklam- era“ okkur. En til þess er kvik- mynd alveg nauðsynleg. Utlend- ingar þeir, sem hingað koma þá, fá varla mikið að sjá af athafna- lífi þjóðarinnar, því að hátíða- höldin munu skyggja algerlega á það. En við getum sýnt þeim at- hafnalífið í spegli, með því að sýna þeim kvikmyndina. Og land- ið getur haft þeirrar kvikmyndar not löngu eftir að hátíðin er um garð gengín. Ýmsar þjóðir hafa látið taka slíkar myndir hjá sjer og sýna þær svo út um allan heim i í auglýsingaskyni — til þess að vekja eftirtekt á sjer, atvinnuveg- um sínum og framleiðslu. Hið sama gætum við gert. Mætti smám sainan auka inn í myndina eftir því, sem þurfa þætti, og eins inætti nú, fyrir 1930, taka nokkr- ar myndir og bæta inn í, ef mönn- um sýndist svo, og ef til vill væri liægt að fá „kopi“ af myndinni, sem Svíinn tók hjer um árið og skeyta hana við þessa. En hitt er aðalatriðið, að nefndin tryggi sjer þessa mynd hið fyrsta, ef hún er þá ekki þegar seld. Ætti þjóð- inni að vera vorkunnarlaust, kostn aðar vegna, að eignast þessa mynd, úr því að einn maður fjelítill gat brotist í því að taka kana. Vík. Vestmannaeyjar. Þetta þýska kvæði er eftir frú Önnu Kappstein, þýska skáldkonu, ei var á ferð hjer með „Berlin“ í fyrrasumar. An den Vogelbergen (von Jsland.) Zehntausend Vögel surren, Zehntausend Vögel murren, wer drang in unsre Welt? Zehntausend Vögel fliegen, Zehntausend Vögel wiegen sich bunt auf grúnem Meer. Zehntausend Vögel irren, Zelintausend Vögel schwirren gehassig um mein Haupt. Zehntausend Vögel heben Sich schwarz zu einem Leben und werden Nacht und Sturm. Es kreischt und ungewittert, Die Vogelwolke zittert nnd löseht die Sonne aus. Svar til H. P. Briem. Sýnilegt er að fokið er í flest skjól fyrir berra skattstjóra Helga I' Briem, og finnur hann því upp þá skýringu, sem birt er í Morg- unblaðinu í dag, en þó að mjer þyki leitt að þurfa að reka hann út á gaddinn, þá verð jeg þó sannleikans vegna að koma með rjetta skýringu á því, af livaða ástæðu nefndur H. P. B. sat fund Verslunarmannafjelagsins Merkúr, og vil jeg þar vísa til greinar meðstjórnanda míns, hr. Lárusar Jónssonar í Vísi í gær. En hvin er svo: „Á fundinum var staddur br. skattstjóri Helgi Priem, og hefir hann á hendi hagfræðikenslu í Samvinnuskólanum. Kom hann með bróðnr sínum, hr. Eggert P. Briem — sem er fjelagi Merkurs — og þó að háttv. skattstjórinn vissi, að honum væri eigi til fund- ar þessa boðið, þá tekur hann sjer það leyfi samt sem áður, að koma þar inn sem óboðinn gestur“ ð. s. frv... Þegar jeg lcom auga á þá bræð- ur, spurði jeg tvo meðstjórnend- ur mína hvort eigi væri sjálfsögð kurteisi að bjóða skattstjóranum að sitja fundinn og komum við okkur saman um, að jeg byði hon- um það. Jeg bauð lionum því næst að setjast í fremstu sæti — því þau voru auð, — en hann kvaðst heldur vilja sitja í stfikunni sem var með forliengi, því að hann vildi ekki láta á sjer bera. Vonast jeg til að allir sjái eftir lestur þesarar athugasemdar, misskilning þann, er hr. Helgi P. Briem Jeggur í það að vera boðið að sitja nefndan fund. Reykjavík, 9. apríl 1929. Hallgrímur Sveinsson. í Danmörku er fjelagsskapur-, sem hefir þao á stefnuskrá sinni, að berjast gegn hinu sívaxandi böli, sem af krabbameini leiðir. — Til styrktar þessum fjelagsskap á nú að gefa iit frímerki, eins og það, sem njer er sýnt, og verður bvrjað að nota það í sumar. •••••••••••••••••••••••• hveiti i 5 ky. poknm. • © • © • © • © • • • • • • • © lisnsour, i kaupið Golfl Medal • © • • • © • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Allar bestn verslan- •• Ir bæjariLS selja j| Oold Medal hveitið. H • • • • • • Hin dásamlega Tatol-handsðpa mýkir |og”hreinsar hörundið og ,'gefur gfallegan og bjartan litarhátt. Einkasalar: I. Biynjólfsson & Hvaran. ■orgnnblaðiS fest i Laugsvegi 12 Ástln sigrar. ekki svo illa staddur, þótt hann væri eignalaus. Þegar Richard hugsaði um fram- tíðina, sá hann þó að það var betra að fara varlega. Auðugar stúlkur, og þá allra helst ef þær eru jafn fagrar og Ruth, eru ekki vanar' því að verða piparmeyjar. Ric- hard hefði þó þótt vænst um það, að systir sín væri ógift alla æfi. En hann sá, að þetta var algerlega undir henni sjálfri komið, og þess vegna var um að gera að taka rað sitt í tíma og hafa hönd í bagga uni það hverjum hún giftist. Fyrsti maðurinn, sem líklegur var að biðla til Rutli, var Anthony Wilding í Zoyland Cliase, en hann var ekki Richard að skapi. Wild- ing gekk í augun á kvenfólkinu, Jirátt fyrir það, þótt liann hefði það orð á sjer að vera nokkuð óstýrilátur, eða jafnvel öllu frem- ur vegna þess að hafti hafði það orð á sjer. í fyrstu virtist svo sem Ruth geðjaðist mjög vel að honum, og Richard var sem á nálnm, því að ef Wilding giftist henni, þá var loku skotið fyrir það, að Richard fengi notið góðs af auðæfum henn- ar. Fyrst kom honum þó til hugar að reyna áð komast að samkomu- lagi við Wilding. En þegar áreyndi þorði hann það ekki. ög úr því að hann kom sjer ekki að því, að reyna að ná samkomulagi við hann, þá var ekki um annað að gera fyrir Richard en reyna að spilla fyrir honum. Og hann greip til þess bragðs að ófrægja Wilding á bak. Það var líka ósköp auðvelt, því að ekki gengu svo fáar sögur þar í nágrenninu nm Wilding. Jeg skal ekkert fullyrða um það, hvort sögur þessar hafi verið á nokkr- um rökum bygðar. En það fer nú jafnan svo, þegar m>nn fara að útbreiða sögur um einhvem, þá taka þeir sjerstöku ástfóstri við það og ýkja og margfalda. Og svo ýkti og margfaldaði Richard þessar ýkingar og bar alt í systur sína. Nú er það alkunna, að hrein ást styrkist eltki hetur við neitt heldur en slíkar sögur. Ást kvenna eykst einmitt á þeim mönnum, sem verða fyrir aðkasti.Þær grípa hvert tæki- færi fegins hendi til þess að bera blak af þeim, sem þær elska. Þær rísa öndverðar gegn almennings- álitinu tij þess að sýna og sanna, að sá maður, sem þær hafa bundið trygð við, sje besti maður í heimi. En áhrifin verða öll önnur, þegar ástin hefir ekki fest nógu djúpar rætur. Þá nagar rógurinn rætur undan henni og dreþur hana í fæðingu. Ruth Westmacott hlýddi á sög- ur þær, er bróðir hennar sagði um Wilding, og hún bar ,þær saman við ýmislegt, sem hún hafði heyrt um hann áður. Og henni varð ó- sjálfrátt að leggja trúnað á sögur þessar, vegna þess, að Antony Wilding var einkavinur Nick Trenchard, þessarar alkunnu land- eyðu, sem hafði gert svo lítið úr sjer að gerast uinferðaleikari, þrátt fyrir það, að hann var kynborinn. Það var víst enginn efi á því, að þeir væri báðir af sama sauðahúsi! Þess vegna var það, að Ruth skelfdist er hún hugsaði til þess, að vel liefði getað farið svo að hún hefði tekið hónorði þessa manns. Og hún reif með rótum npp úr hjartá sínu allar hlýjar tilfinn- ingar í hans garð og sýndi honum það ótvír'ætt með framkomu sinni, að hún hafði andstygð á honum. Richard brosti í laumi og hrós- aði happi út af því, hve kænlega hann hefði farið að ráði sínu. Og þegar þannig var komið, rakst Sir Rowland Blalce þangað. Hann lcom frá Lundúnum á flótta nndan skuldheimtumönnum sínúm og lefiti í Bridgewater eins og stjörnuhrap af himni. Hann töfr- aði undir eins Diönu Horton, frænku Ruths og var kominn á fremst hlimn með að giftast lienni. Og Diana festi þegar brennandi ást á honum og fór ekkert dult með, og hann ljet mjög líklega við hana í fyrstu. Hann hjelt þó tilfinningum sínum í skefjum, því að hann var öreigi og Diana var alls ekki efnuð. En svo hauð Rich- ard Westmaeott honum til sín og þá kyntist Sir Rowland Ruth og fekk að vita að hún var vellauðug, Og þá var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Hann lagði undir eins hjarta sitt fyrir fætur lienn- ar og sótti á með allri þeirri ákefð, sem ágirndin bljes honum í brjóst. En veslings Diana varð að revna að láta huggast eins og best vildi verða. Richard þóttist þegar sjá, að þessi maður væri hinn ákjósan- legasti mágur, og hann mundi ekki hika við að kaupa dýrt atfylgi sitt í kvonbænum — að hann mundi ekki hika við að kasta fyrir borð því, sem eftir kynni að vera

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.