Morgunblaðið - 19.04.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1929, Blaðsíða 2
2 M 0*R G U N'B L A Ð I Ð ))HmnHm&QiLSEwC Hrísmjðl. Kartöanmjöl. Haframjöl. Heilbannir. Æ Wg Davv Hvítkál í d a g Versl. Kjöt« Fiskur. Baldnrsgötn, sími 828. Laugaveg 48, sími 1764. Gyldendals Bibliotek |>að sem út er komið, fæst í Békav. Sig. Kristjánssonar. Undlrbúningnr Alþingishátíðarinnar*. Prá ferð Magnúsar Kjaran. Magnús Kjaran framkvæmda- stjóri Alþingishátíðarinnar er ný- lega kominn heim úr utanlands- ferð. Pór hann til Englands, Frakli lands, Þýsltalands og víðar til þess að gera ýmsar ráðstafanir viðvíkj- andi hátíðarundirbúningnum. Hefir Mgbl. hitt hann að máli og spurt hann um starf hans. — Eitt af verkefnum mínum í ferð þessari var að útvega tjöld til þess að hafa á Þingvöllum. — Eins og kunnugt er, gerum við ráð fyrir, að um 20.000 manns verði á Þingvöllum á hátíðinni. Er nauð- synlegt að lxafa þar tjöld fyrir a. m. k. svo margt fólk. Fyrst reyndum við að fá leigð hernaðartjöld. Það tókst ekki. Al- staðar sama svarið, að ekki væru fyrir hendi meiri birgðir af not- hæfum tjöldum en ættu að vera handbærar í landinu lögum sam- kvæmt. Niðurstaðan varð, að jeg hefi fengið tilboð um tjöld frá einni enskri og tveimur þýskum tjalda- verksmiðjum. Fáum við öll tjöldin leigð í 2 mánuði. Þau verða ný og með bæjarsniði. Minstu tjöldin verða fyrir 4—5 menn, en þau stærstu, sem leigð verða til gistingar, verða fyrir 12 —15 manns. Leigan mjög sann- gjörn, sem svarar því að hver mað- ur þurfi að borga kr. 1,50 fyrir gistingu yfir sólarhringinn. Auk þess fáum við veitingatjöld, er taka 150—200 manns. Tjaldaborgin verður á Leirunum. Þar verða þá 27 hektara stórir sljettir grasvellir, og ætti að vera þar rúm fyrir 27 þúsundir manna. Ennfremur hefi jeg, segir M. K., cengið tilboð um að slá minnispen- inga er gerðir verða. Gerð þeirra er ekki ákveðin ennþá. Tilboð eru komin frá ensku, frönsku og bay- ernsku myntsláttunni. Er gert. ráð fyrir að slá minnispeninga er selj- anlegir verða fyrir 190.000 krónur. Þá er og ákveðið að gera há- tíðarfrímerki. Munu þau verða gerð í Vínarborg. Myndirnar á þeim verða sögulegs efnis, svo og þjóðbúningar, íslenski fáninn og landið sjálft. Hafa sex menn gert uppdrætti þeirra, þeir Björn Björnsson, Eggert Laxdal, Finnur Jónsson, Cfuðm. Einarsson, Ríkarð ur Jónsson og Tryggvi Magnús- son. \ erða gerðar 16 tegundir frí- merkja og gilda þau lægstu 3 aura, þau dýrustu 10 kr. — Hvað hugsar nefndin fyrir laudssýningunni ? — Hátíðanefndin gengst ekki sjálf fyrir sýningunni. Hún verð- ur á ábyrgð fjelaga þeirra, er hafa tekið hana að sjer. En vitan- lega verða þau að fá ríkisstyrk til hennar. Ovíst er enn um sýningarskála. Nefndirnar h'afa sent þinginu upp- drátt af honum og kostnaðaráætl- un. Hefi jeg fengið tilboð um að lána tjöld fyrir sýninguna, og verða þau tilboð athuguð, en lík- lega er ekki á það hættandi að hafa sýninguna í slíkum tjaldbúð- um. — Er tilhögun hátíðahaldanna á Þingvöllum ákveðin ? — Ekki er enn gengið frá há- tíðarskránni. Á jeg nú að gera uppkast að henni, innan þess ramma, sem þegar er ákveðinn. Ákveðið er að hátíðin standi í 3 daga, byrji á hinum forna helgun- ardegi Alþingis, fimtudaginn í 11. viku sumars, sem að ári verður 26. júní. — Hvað um þátttöku konungs í hátíðahöldunum ? — Hann setur sennilega þingið á Þingvöllum. — Hvaða verkefni liggur næst fyrir framkvæmdastjóranum? — Jeg fer fljótlega í hringferð um landið til þess að hafa tal af nefndum þeím, sem bæjarstjómir og sýslunefndir hafa kosið út af undirbúningi hátíðahaldanna. Þarf jeg að halda fundi alstaðar þar sem undirbúningsnefndir hafa ver- i'o kosnar, en þær eru nú starfandi um alt land — nema á ísafirði og í Reykjavík. ísfirðingar, eða meiri hluti bæj- arstjómar þar, óskar ekki eftir þátttöku, og hjer í Reykjavík hef- ir dregist að kjósa nokkra nefnd. En það ætti ekki að dragast lengi hjer eftir, því dráttur í því efni verður aðeins til kostnaðarauka fyrir bæinn. Þegar jeg kem heim úr ferð þessari, hefst undirbúning- urinn á Þingvöllum. Rnattspynmfjelagið Víkingnr lieldur dansleik sinn á morgun í Hótel ísland. Guðspekif jelagið. Reykjavíkur- stúkan, fundur í kvöld kl. 8*4 istundvíslega.. — Efni: Samvinna við englana. \ Fyrirlestrar Magnúss prófessors Olsens. í kvöld flytur Magnus prófessor Olsen fyrsta háskólafyrirlesturinn af tólf, kl. 6 í Kaupþingssalnum. Fyrirlestrar þessir eru ein heild og fjalla um andlegt líf Ncrð- manna áður en ísland bygðisí, eða alt framan úr grárri fornöld, áður en nokkrar sögur hófust, eftir því sem rannsóknir um það efni ná. Sjálfur hefir próf* Olsen verið öt- ull brautryðjandi þeirra rann- sókna og er talinn einn hinn snjall- asti vísindamaður á því sviði. — Rannsóknaefnin eru mörg og marg vísleg, og rekur hann hina ýmsu þræði þeirra saman, þangað til þeir mynda eina samfelda uppi- stöðu, og sjá menn af því, hvernig rannsóknunum er hagað, og hvern- ig hægt er að rekja menningarsögu ltynslóðanna öld fram af öld. Elstu heimildirnar, sem hægt er að byggja þessar rannsóknir á, eru rúnir og helluristur. Segir próf. 'Olsen aðallega frá þeim í fyrir- lestrinum í kvöld, og þýðingum sínum á þeim. Þar á meðal eru rúnir* þær og helluristur, sem fundist hafa hjá Kárastöðum í Út- víkursókn í Firðafylki. Munu }>að vera hinar elstu rúnir, sem fundist hafa á Norðurlöndum. Er talið að með rúnunum hefjist nýtt tímabil í menningarsögu norðurbúa, enda éru ]iær nefndar „rúnar hinar reginkunnu“, þ. e. komnar frá sjálfum guðunum. Þá koma rann- sóknir trúarbragða og trúarsiða, og rekur próf. það efni alt frá elstu norskum heimildum um goðatrú, og Edduheimildum, og sýnir fram á, hvernig hin forna goðadýrkun lifir enn í þjóðtrú og þjóðsiðum ýmsum, sem eiga rót sína að rekja til fornra helgisiða. Þá kemur ör- nefnafræðin, mikilsverð og marg- þætt vísindagrein og bregður ljósi yfir margt, 'sem annars væri í myrkrunum hulið. Fjalla þrír sein- ustu fyrirlestrarnir aðallega um það efni. Hjer hefir aðeins verið drepið á aðalþáttuna í þessum fræðavef, sem er „harðkljeaður" hinum skarpvitrustu og frumlegustu á- lyktunum. — Er menningarsaga Norðmanna í fornöld jafnframt menningarsaga vor, og má því nærri geta, að marga fýsir að hlusta á fyrirlestra hins ágæta fræðimanns. Er það spá, en ekki ágiskun, að Kaupþíngssalurinn muni reynast nokkur þröngur þau kvöldin, sem fyrirlestrarnir eru fluttir. Farsóttir og manndauði í Reykjavík. Vikan 7.—13. apríl. (í svigum tölur næstu viku á undan). Hálsbólga 62 (44), kvefsótt 54 (46), inflúensa 15 (9), kveflungna- bólga 4 (1), taksótt 2 (2), mis- lingar 16 (14), iðrakvef 4 (8), gigtsótt 3 (1), umferðargula 3 (1), hlaupabóla 0 (1). Engin tilfelli af taugaveíki, barnaveiki, skarlatssótt, kikhósta, barnsfararsótt. Mannslát 6 (4). 18. apríl 1929. G. B. Ueggiiður Fjölbreytt úrval af nýtísku vegg- fóðri kom nú með e.s. SELFOSS. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ meðan nógu er úr að velja. Gnðm. Ásbjörnsson Laugaveg 1. Sími 1700. Ódýr egg í dag Versl. Hjöt og Fiskur. Baldursgötu, sími 828. Laugaveg 48, sími 1764. Íslendlugasifgnrnar í fallegu skinnbandi, fást j Bókav. Sig. Kristjðnssonar. Nvkgmið: Saumaborð Reykborð Salonborð Grammófónborð Radioborð Blómasúlur Blómastativ Skrautborð alskonar o. fl. Húsgagnaverslnnin við Dómkirkjnna. Spaðsaltað dilkakjöt 50 aura Vz hg., Kartöflur 12 au„ Strausykur 28 aura, Molasykur 32 aura, Hveiti 22 aura, besta teg., Haframjöl 24 aura, Hrísgrjón 23 aura. íslensk Egg 18 aura stk., Appelsínur 10 aura. Vænt þætti mjer um að þjer vilduð líta inn til mín og kaupa í ódýru búðinni. Verslunin Merkúr, Grettisgötu 1. Sími 2098.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.