Morgunblaðið - 19.04.1929, Page 6

Morgunblaðið - 19.04.1929, Page 6
6 MORGUNBLA^IÐ •viðurkenna að þessi ráðstöfun hafi verið happadrjiíg. Annars er það hálf broslegt, að •draga byggingu stórstöðvarinnar um að minsta kosti eitt ár, aðeins vegna óvissunnar með öldulengd, en samtímis byggja aðrar þjóðir fjölda stöðva, í sömu óvissupni, og eftir því sem stöðvunum fjölg- ar, fækkar öldunum sem lausar eru. En sennilega er þetta aðeins fyr- írsláttur, til þess að friða útvarps- notendur (kjósendur) og er ekki cmögulegt, að hægt verði síðar meir að benda á hina rjettu og <“iginlegu ástæðu. Það er ekki langt síðan þing- menn rjettu upp hendurnar til sam jjykkis áskorunar til stjórnarinnar nm að hraða þessu máU. Þeir hafa gert ]mð fyr, en án nokkurs ár- angurs. Mjer finst að stjórnm sje búin að sýna svo mikið áhugaleysi í því, að henni sje ekki treyst- nndi til að hafa það með höndum áfram. Þingið á að kjósa nefnd nianna til þess að hrinda málinu í framkvæmd, og að velja menn- ina í hana-eftir hæfileikum, ,en ekki eftir kunningsskap eða stjórn análaskoðunum. O. B. Arnar. Tennis. Eins og ltunnugt er, byrjaði Iþróttafjelag Reykjavíkur tennis- •starfsemi sína vorið 192fi, eftir að Tenmsfjelagið hætti og sameinað- ist í. R. Fjelagið fjekk útmælt svæði í suðausturhorni íþrótta- vallarins fyrir tvo tennisveJli, og hefir starfrækt þá síðan. Þau sum- ur, sem tennis heí'ir verið iðkað, hafa vellirnir venð notaðir alla daga vikunnar frá kl. 7 t'. h. til kl. 10 e. h., en þó hafa tennisiðk- endur orðið að leita á náðir ann- ara fjeJaga, sem á eftir komu. — Sjest best á þessu, hve tennis- íþróttin hefir gripið um sig á stuttuin tíma, enda er hún einhver besta útiíþrótt sem þekkist. En það besta við hana er kannske það, að hún er við allra bæfi. Tennisvellirnir liafa undanfarið eklei verið eins góðir og skyldi. Þess vegna hefir f. R. nú hafist Iianda og ráðist í dýrt en þarft verk. — Undanfarna daga hafa nokkrir menn unnið að grefti (dýpt 1,25 iú.) alt í kringum vell- Ástln sigrar. en hitt, að hann bæri sjerstaka umhyggju fyrir Richard sjálfum. Þegar hann kom þangað, varð honum litið yfir skíðgarðinn, og sá þá, að þær Ruth og Diana voru úti í garðinum. Hann kom að litlu hliði, sem var opið. Þar steig hann af hesti sínum og batt hann. Gekk hann síðan inn í garðinn og kom þeim frænkunum alveg á óvart. Það lá vel á þeim og sá hann á því, að þær höfðu ekki hugmynd nm það, sem í vændum var. Þeim brá báðum er Sir Rowland kom svo óvænt; Ruth roðnaði •en Diana fölnaði. Hann tók ofan og laut þeim svo djúpt að hárkollulokkarnir fóru fram fyrir andlit hans. Ruth bauð honum glaðlega góð- an dag. — Þið Lundúnabúar eruð fyr á ferli heldur en við ætlum, mælti hún svo brosandi. ina, o. fl. Þegar því er lokið, er sett 30 cm. lag neðst í skurðina af grjóti, og síðan mokað þar of- an á möl o. fl. Þetta er gert ti! þess að vatnið renni jafnharðan undan völlunum, og fyrirbyggi þar með að það lag, sem sett verð- ur ofan á sjálfa vellina, springi í frostum. Eftir að búið er að valta vell- ina eins þjetta og Jiægt er, verður sett 10 em. lag þar ofan á af „Spatram“, en það er einskonar malbikun. Síðan er ]>að valtað þar til það er orðið rennisljett og hart. Vellirnir verða þá svartir útlits. Síðan verða strykin máluð á vell- ina hvít. Ef veður leyfir, ætti verkinu að vera lokið 1. maí, og þá geta tennisiðkendur 1. R. byrjað á hin- um góðu, nýju völlum fjelagsins. Þetta ættu að verða bestu tennis- vellir á landinu, og þó víðar væri leitað. Tennisiðkendur í. R.! Munið að biðja um tíma á völlunum hið fyrsta. Snúið yður til hr. Hallgr. F. Hallgrímsson, c/o Shell. 13. Knattspyrna stúdenta og nemenda mentaskólans fyrra sunnudag mun síðarmeir verða talin merkisatburður í sögu Háskólans og Mentaskólans. Þá keptu nemendur þessara tveggja mentastofnana í fyrsta sinn opin- berlega í íþróttum, þannig að hvor skólinn fyrir sig tefldi fram liði, er einungis var skipað nem- endum úr skólunum sjálfum. Áð- ur hafa þessir skólar að vísu átt ýmsa góða íþróttamenn, en þeir hafa til þessa starfað dreifðir meðal annara fjelaga hjer í bæn- um. En í báðum skólunum hefir þó til þessa verið sorglega lítill áhugi fyrir íþróttum, svo skól- arnir sjálfir hafa eigi getað starf- að sjálfstætt að íþróttum, enda hefir lítið verið unnið að því af þingi og stjórn að bæta aðstöðu skólanna til íþrótta, t. d. með því að sjá þeim fyrir leikvöllum til íþróttaiðkana. Knattspyrnunnar á sunnudaginn hefir verið getið í Vísi. Úrslitin urðu þau, að mentaskólanemendur sígruðu stúdenta þrem mörkum á móti tveimur. Yfirleitt var heldur — Það getur vel verið að það sje loftbreytingin, sem á svona vel við Sir Rowland, mælti Diana. — Og jeg mundi hafa farið fyr á fætur hefði jeg vitað að jeg mundi hitta ykkur, mælti Sir Row- iand. En jeg á þó annað erindi. Hann var svo alvarlegur í máli og látbragði, að þær fundu það báðar að hann mundi hafa slæm tíðindi að færa. — Viljið þjer ganga ofurlítið með mjer? mælti Blake og benti niður að ánni. Og svo gengu þau öll í þá átt og gengu þær frænk- urnar sín til hvorrar handar hon- um og spurðu og spurðu. Hann ljet sem hann fengi ofbirtu í aug- un af glampa sólarinnar á ánni, og bar því hönd fyrir þau, og því næst tók hann til máls. — Erindi mitt er viðvíkjanA? þeim Richard og — Mr. Wilding. Þær litu báðar á hann og Ruth hleypti brúnum. En svo spurði hann alt í einu: Er Richard ekki kominn á fætur? — alveg eins og vel leikið í báðum flokkum, og | bóflegt og heilbrigt kapp hjá báð- um, einkum í síðari hálfleiknum, ] á var drengilega leikið af hvorum tveggja. Ollu meira fjör var í leik Mentaskólanemenda, og var oftar sókn af þeirra hendi. Samstarfi var nokkuð áfátt í leik stúdenta, mun það stafa af því, að þeir sem ljeku hafa eigi verið nægilega sam- æfðir, og er það eðlilegt þar sem stúdentar hafa eigi undanfarið haldið saman knattspyrnuflokki, er skipaður væri þeirra eigin mönnum. *Það mun mega fullyrðá að þessi kappleilcur stúdenta og Menta- skólapilta spái góðu. Hann er vott- ur um vaxandi áhuga til íþrótta í skólunum báðinn og þessi fyrsti kappleikur hinna uugu náms- manna mun veita þeim byr undir báða vængi. Úrslit kappleiksins virðast benda á það, að hjer sje áhugaalda að rísa, er hafi upptök sín á rjettum stað, meðal hinna yngri námsmanna. Ef svo er, sem vj er vonum, spáir það góðu um framtíð íþróttanna meðal íslenskra háskólanemenda. Það eitt er víst, að allmikill íþróttaáhugi er að vakna í Menta- skólanum, og er hann eigi hvað minstur í neðri bekkjum skólans. Hefir leikfimiskennari skólans, Valdimar Sveinbjörnsson, blásið þar öfluglega að kolunum. Stunda nemendur nú knattleiki af kappi og æfa síg við róður, þegar tími og tækifæri er til. Einnig mun leik fimiskennarinn bráðlega leggja áherslu á siuidæfingar meðal nem- enda skólans. Væntum vjer að stjórnin, þing- ið og Reykjavíkurbær taki hönd- um saman um það að hlynna að íþróttalífi nemenda. Það þarf að koma skipulagi á íþróttaiðkanir nemenda, og samræma þær við bók námið. Það þarf að útvega þeim leikvöll til æfinga, sem næst skól- anum og leikfimiskennari skólans þarf að vera svo vel launaður, að hann geti helgað skólanum óskifta krafta sína.Hjer er um að ræða með al til eflingar heilbrigði og líkams- þroska æskulýðsins í skólanum. Og sjeu sannindi falin í forna máltæk- inu „heilbrigð sá.l í heilbrigðum líkama“, sem fáir menn efa, þá er hjer einnig um að ræða andlegt velferðarmál nemendanna. Áhorfandi. liann saknaði hans fyrst þá. — Nei, ekki enn, svaraði Ruth og beið svo eftir því, að hann segði tíðindin. —- Það sýnir hugrekki hans að hann skuli geta sofið fram eftir í dag, mælti Blake og þóttist hafa lcomið vel fyrir sig orði. Þeim Wilding varð sundurorða í gær- kvöldi. Ruth greip höndinni að hjarta- stað. Hún fölnaði og ótta mátti lesa í augunum hennar bláu. — Deildi hann við Mr. Wilding ? hrópaði hún. Slíkan mann! Og þó hún segði ekki meira sá Sir Rowland að hún ætlaðist til þess að hann heldi áfram sögunni. Hann gerði það og sparaði Wild- ing hvergi. Og þegar hann kom að því, er Richard skvetti úr vínglasi sínu framan í Wilding, þá er hann ætlaði að drekka minni Ruth, varð hún kafrjóð og mælti: — Það var rjett gert af Riehard. Jeg er montin af honum. Þetta þótti Sir Rowland gott að Til Rökning av Sild & Fisk etc. lör De forsöke hövelspon (kutterspon). Prisen er 20 Öre pr. sæk f. o. b. Bergen exclusive sæk. A/S TRÆEMBALLAGEN, BERGEN. nálingarvSrnr allskonar. Ahöld !yrir málaraiðn. Vald. Poulsen. Simi 24. Klapparstlg 29. FRIMÆRKER. Samler som er specielt intere- sert for Islandske frimærker, ön- sker bytteforbindelser paa Island. Taknemlig for utvalgsending. Kan avgi norske og gode europæiske mærker. — Er ogsaa kjöper til kilovare. Nýkomið: Lægsta verð bæjarins í heilum sekkjum. Hveiti, Kartöflur, Haframjöl og blóðrauð Epli, kassinn á 23.50. Verslunin Merkjasteinn, Vesturgötu 12. Sími 2088. Driessen kókó, og súkkn- laði er best. Þvottapottar með eldstó, svartir, hvítemailleraðir, inoxideraðir, eru altaf fyrirliggjandi hjá G. Betarens. Sími 21. heyra, en hann hafði alveg gleymt Diönu og því, scm hún kynni að leggja til málanna. Diana sá þeg- ar livernig í öllu lá, og hún sá, að þarná varð liún að vera vel á verði, ef liún átti ekki að missa Sir Rowland alveg. — Mjer finst þú dæma Mr. Wild- ing nokkuð hart, frænka, sagði hún. Þú segir þetta eins og hann sje fyrsti maðurinn sem drekkur minni stúlkunnar sinnar. — Jeg er ekki stúlkan hans, mælti Ruth og byrsfi sig. Diana ypti öxlum. — Það getur vel verið að þú elskir hann eklti, en hinu fær þú ekki við spornað að hann elskar þig. Og mjer finst Richard hafa hagað sjer eins og fífl. — Nei, ungfrú, hrópaði Row- land í fáti, ]iað er alt undir því Jtomið hvernig annað eins og þetta er sagt. — Auðvitað svaraði Diana, og jeg er viss um það, þótt jeg þekki Wilding lítið, að hann liefir með Löitnant Johan B. Stang, SANDVIKEN. NORGE. Sokkar íyrtr karla og konnr stórt og ódýrt urval. gjaldmælis bifreiðar alt&f til leigu hjá B. S. R. — Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla, en hjá B. S. R.---------Stndebaker ern bíla bestir. Ferðir til Vífilsstaða og Hafnar- fjarðar alla daga á hverjum kl.- tíma. Best að ferðast með Stude- baker drossíum. Ferðír austur í Fljótshlíð þegar veður og færð leyfir. Afgreiðslusímar 715 og 716. Bifreiðastðð Reykjavfkur. Austurstræti 24. Sve eldspýtnr i heildsölu hjá Tóbaksverslnn íslands hJ. a Jiessu ætlað að sýna Rutli hina fylstu Imrteisi. — En jeg álít, svaraði Sir Row- land, að maður eigi aldrei að nefna nafn heiðvirðrar stúlku í hópi fyllirafta og æfintýramanna. — Munið þó eftir því, sem þjer sögðuð áðan, að alt er undir því komið, á, hvaða hátt það er gert, mælti Diana. Sir Rowlaud ypti öxlum og sneri sjer frá henni. En Diana var ekki af baki dottin. — Jeg held að það væri best að þjer segðuð okkur frá því blátt áfram, hvernig Wilding fórust orð, mælti hún, og getum við þá sjálfar dæmt um, hvort hann hefir gert Ruth nokkra óvirðing. — Mjer dettur það eklci í hug! hrópaði Sir Rowland. Og svo voru það ekki orðin sjálf, lieldur hitt, hvernig þau voru sögð, sem alt valt á. — Jæja,-jæja, látum það þá gott heita, mælti Diana gremjulega. Richard sketti svo úr vínglasi sínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.