Morgunblaðið - 06.08.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.08.1929, Blaðsíða 3
■M ORGUNBLAÐIÐ •r*^-agCC?5 ''5 2 LorgtmHafttft etofnandi: Vilh. Finsen. Ctgefandi: Fjelag 1 Reykjavlk. Ritetjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Skrlfstofa Austurstræti 8. Si*ii nr. 500. AuKlýsingaskrifstofa nr. 700. HeUnasímar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Asiriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutil. niands kr. 2.50 - ---- sölu 10 aura eintakiB. Jowitt endurkosinn. Jowitt dómsmálaráðherra, sem sagði sig úr frjálslynda flokknum og ennfremur sagði af sjer þing- mensku fyrir Preston-kjördæmi, en bauð sig þar fram að nýju af hálfu verkalýðsflokksins, hefir nú verið endurkosinn á þing. % Eftirprentun bönnuð. Símskeyti frð Gotta. Öllum líður vel um borð. Erlendar símlregnir. Kliöfn, FB 5. ágúst. Zeppelin greifi kominn vestur, Frá Lakeliurst í New Jersey er símað: Loftskipið Graf Zeppelin lenti hjer í nótt kl. tvö fimtíu o tvö (Mið-Evróputími) í nótt. — Lendingin erfið vegna storms. Sambúð Breta og Egypta. Frá London er símað: Titkynt hefir verið opinberlega, að bresk ráðherranefnd liafi samið tillögur, fiem miða að því að tryggja var- anlega og góða sambúð Egypta lands og Bretlands. Tillögurnar verða bráðlega birtar. Ahrenberg er að hugsa um að snúa við. Ahrenberg hefir símað til „Na- tionaltidende" og kveðst ætla að fljúga aftur til íslands og þaðan tú Stokkhólms, ef honum Iieppn- &st, eltki að fljúga til Ameríku í þessari viku. Frá Ivigtut er símað til blaðs- «is „Pöiitiken“, að benzolforðinn Þa r sje bráðtega þrotinn. Elóttamenn frá Rússlandi. Fl’á Trelleborg er símað: íbúar gamla Svía-bæjarins í Rússlandi, ’)0° talsins, koniu í gær til Sví- Pjóðar. Opinber móttökuhátíð í 0efni af heimkomunni. Xröfu.göngur kommúnista 1. ágúst. Fra París er símað: Alt fór frið- r fram í Frakklandi 1. ág. emstaka stað urðu þó óveruleg- 31 óeirðir, en lögreglan dreifði Slax þátttakendunum í kröfu- §engunum. Samkvæmt tilkynningu frá rakknesku stjórninni, gerðu að- - ns r 11,11 J000 verkamenn verkfall 1 höfuðstaðnum. iá Berlín er símað: Kröfugöng- vom rmalÍSta kommúnista V0111 fjolmennar urðu. 1 gærmorgun barst Þorsteini •Jónssyni kaupmanni frá Seyðis- firði, framkvæmdastjóra H.f. „Ei- ríkur rauði“, sem sendi m.b. „Gotta“ norður til Grænlands til þess að reyna að ná í sauðnaut, eftirfarandi loftskeyti frá skip- stjóranum Kristjáni Kristjánssyni: — Senditækin eru í ólagi, en móttakarinn ágætur. Erum staddir 1 nánd við land norðan við Franz Josefs fjörð og komumst vonandi inn. Hittum hjer norskt skip. Höfum lagt að velli 9 bjarndýr cg nokkra seli. Vellíðan. Kveðjur. Alþýðuflokksins hjer lieima. Þar er m. a. getið um Iðnó-kaupin; þar verði framvegis miðstöð floltks- starfseminnar á íslandi. „Her skal være „Altyderbladets" Redaktions kontorer, Trykkeri og Forbunds- kontorer, Mödesal for Foreninger- íæ o. s. v.“ Þá er og skýrt frá landskjörinu næsta ár og þess getið, að úr gangi þeir Jón Baldvinsson og Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, og að ijósa. eigi 4 þingmenn. (Hjer kenn ir misskilnings hjá þeim dönsku; •Jón Baldv. situr ltyr og kjósa á aðeins 3 þingmenn). Blaðið full- yrðir, að Jónas dómsmálaráðherra verði enclurkosinn og er kampa- kátt yfir. Því næst kemst blaðið fannig að orði: „Sosialdemokratiet opstiller til Nyvalg den nuværende Redaktör af Altyderbladet“ Har- aldur Gudmundsson." Hjer heima hefir ekkert um það heyrst, að Haraldur eigi að verða kjöri við landskjörið næsta ár. En Danir ráða auðvitað, hyer það verður, þvi að þeir leggja fram fje til kosningarinnar; og þar sem dönsk blöð segja, að Harald- ur verði í kjöri, má óefað líta svo á, að Danir hafi gefið þessa fyrir skipun. Danska gullið er voldugt! Eins og- sjá má á skeyti þessu, hafa þeir skipverjar á „Gotta“ eklvi getað náð sambandi við um- heiminn vegna ólags á senditækj- iinum. En norska slcipið, sem þeir hittu, mun hafa komið þessu skeyti áleiðis fyrir þá til Jan Mayen, því að þaðan barst það í gær til loft- skeytastöðvarinnar hjerna og hafði þá verið 4 daga á leiðinni, dagsett um borð í Gotta liinn 1. ágúst. Danir gefa fyrirskipun. „Sosialdemokratiet opstiller til Ny- valg den nuværende Redaktör af „Altyderbladet" Haraldur Gudmundsson* *. en engar óeirðir Nörskur stjómmálamaður látinn. Frá Osló er símað: Gram fyr- verandi forsætisráðherra er ]át- inn. (Gregers Gram var fæddur á 1846, mikilliæfur lögfræðing- iii og stjórnmálamaður. — Sat í Haag-dómstólnum fyrir Noreg síð- a« 1900). Veikindi Poincaré. foinearé var skorinn upp í gær. eið honum vel eftir atvikum. — a‘ri'i uppskurður er nauðsynleg- 0l’ hráðlega. Síðan danskir sósíalistar fóru að hafa bein afskifti af íslenskum stjórnmálum með fjárframlögum til Alþýðuflokksins, hafa forráða- mennirnir i Danmörku viljað ráða mestu um alla starfsemi flokksins hjer heima. Þannig var t. d. full- yrt, að ritstjóraskiftin við Alþýðu- blaðið og Skutul hafi orðið vegna þess að Danir vilclu ekki hafa kom múnista starfandi við blöðin, því eins og kunnugt er, er hatur á milli sósíalista og kommúnista í Danmörku. Þá er og vitanlegt, að Olafur Friðriksson liefir ekki feng- ið að vera í kjöri lijer vegna þess að Danir hafa ekki viljað það. Danir eru hinsvegar mjög ánægð- ir með þá Jón Baldvinsson, Hjeð- inn, Harald, Erling og Sigurjón, og munu ekkert hafa sparað til ]>ess að koma þeim á Alþing. Þess- um mönnum er og ætlað það verk- efni> nð fr.vggja það um aldur og æti, að danskir þegnar hafi sama Liett á íslandi og fslendingar sjálfir. í málgagni danskra sósíalista, sem gefið er út í Álaborg. birtist. grein þann 23. júli s. I. undir yfir- skriftinni: „Islands Socialdemo- krati“. Er þar skýrt frá starfsemi Dagbók Veðrið (i gær kl. 5) : N-kakli og ljettskýjað með 12—14 stiga hita á S og V-landi, en N-strekkingur með skúrum og 4 st. hita á NA og A-landi. Ný lægð er að myndast norður við Jan Mayen og hreyfist sennilega suður eftir fyrir austan ísland. Má því búast við að N áttin fari heldur vaxandi á niorg- un. Hins vegar hefir hlýnað tölu- vert á Jan Mayen og mun einnig verða dálítið hlýrra á NA-landi á morgun. Lægðin sem var fyrir SV ísland í morgun, hreyfist beint austur um Bretlandseyjar, en nær ekki hingað til lands. Veðurútlit í dag: Stinningsgola á norðan. Ljettskýjað. Nýlega er farinn úr bænum Dr'. Lillingstone, starfsmaður hjá „Tlie League of Red Cross Societes“ í Paris og ritstjóri Rauða Kross blaðsins „The World’s Health“, sem gefið er út í París á þremur tungumálum. Var erindi hans hingað að kynnast starfsemi Rauða krossins hjer á landi og athuga ýmsa möguleika viðvikjandi fr'am- kvæmdum þess fjelags í framtíð- inni. (FB). Sigmrður Hansson, góður gegn íslendingur, búsettur í Hull á Englandi, og mar'gir íslenskir sjómenn kannast vel við, hefir hvarvetna þar sem hann hefir sýnt sig. Er það nú ærið víða, en sú liylli, er flokkurinn hefir fengið um alt land, sýnir, að íslendingar treysta honum til þess að bera hróður sinn og glímunnar út um lönd, og spáir góðu um viðtökui' erlendis, því að engir geta verið jafn gagnrýnir á glímuna og ís- lendingar sjálfir. Hafnargerðin í Borgarnesi. Brú- in milli Borgarness og Brákareyj- ar er nú nær fullsteypt og verða mótin tekin af boganum bráðum. Eftir er þó að steypa brúarpall- inn. En þegar þessu er lokið, verður brúin hin mesta bæjar- prýði, breið og fallega löguð og fer vel. Yfir Brákarey verður gerð ur vegur að vestanverðu. Er þar stallur undir mestan hluta vegar- ins en á nokkrum kafla verður að sprengja og fylla upp fyrir framan með grjótinu. Beint fram af Brákarey er verið að gera haf- skipabryggju og liafa verið reknir niður járnstaurar eins langt og hún á að ná, en dýpkunarskipið „Uffe“ er að dýpka við bryggj una og eys uppgreftrinum inn hana, svo að tvær flugur eru þar slegnar í einu höggi. Yerður þetta mannvirki hið prýðilegasta, en eitt skemmir þó, að reistur hefir verið húskumbaldi í eynni rjett fyrir ofan bryggjuna, og stingur hann svo í stúf við alt umhverfið að hörmnng er að sjá. Þennan kumbalda muu Vigfxis fyrverandi gestgjafi í Borgarnesi, hafa bygt og er mælt að Jónas vinur hans frá Hriflu hafi hjálpað honum til þess að hola sjer þarna niður og gert það í þalrklætisskyni fyrir veittar velgerðir, er hann kom í Borgar- nes. Hitt mun ekki víst hvað Borg- nesingar þola þetta lengi. Finst þeim eflaust að Vigfús geti látið sjer nægja nýbýli sitt fyrir ofan Borgarnes, sem sagt er að Jónas hafi stutt hann til að reisa. Jarðarför Pjeturs J. Thorsteins- son fór frain í gær frá Fríkirkj- unni. Húskveðjuna flutti síra Ámi Björnsson í Görðum, en sírá Bjarni Jónsson talaði í kirkjunni. Odd- fellowar báru kistu hans í og úr kirkju, en ættmenn hans inn í irkjugarðinn. Trúlofun sína opinberuðu síð- astl. föstudag Bjarni Guðjónsson verslunarmaður hjá Nathan & 01- sen og frk. Elna Hilfling Olesen, Kaupmannahöfn. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Fáskrúðs- firði fröken Helga Hallsdóttir og Kristinn Bjarnason kaupmaður. Mishermi var það í sunnudags- blaðinu, að Karlakór Reykjavíkur hefði skemt, með söng að Árbæ °" hinn 2. ágúst. ísland kom frá útlöndum kl. 8 a sunnudagskvöld. Meðal farþega Vatns- glBs með stöfnm, alt stafrófið, 11, dvalið hjer sjer til hressingar um þriggja vikna skeið. Ilann er nú á förum hjeðan og biður Morgun- blaðið að flytja hinum mörgu vin- um og kunningjum sínum hjer kærar kveðjur, með þakklæti fyr- ir ágætar móttökur. Glímuflokkur Ármanns, sem ætl- ar að far'a til Þýskalands, fór hjeðan á sunnudagsnótt með Suð- urlandi til Borgarness og sýndi glímur og’ fimleika við mikinn orð- stír á sunnudaginn hjá Hvítár brúnni nýju. í förina slógust um 100 Ármenningar aðrir og sýndu 4 fræknustu sundgarpar þeirra sund í Norðurá. Glímuflokknum voru: Guðm. Asbjörnsson kaupm., Hallgr. Benediktsson, Guðm. Finn- bogason og frú, Magnús J. Bryn- jolfsson, Jon Sigurðsson, frú Anna Björnsson, ungfrú Bergþóra Björnsson, frú Anna Möller og margir útlendir ferðamenn. Skipið fer í kvöld kl. 6 til Norðurlands- ins. Pjetur Á. Jónsson syngur í Gl. Bíó í kvöld og verður það í sein- asta skifti að Reykvílringum gefst kostur á að hlýða á hann í ár, því að hann fer hjeðan með Botníu á morgun. Á söngskrá eru mörg úr- valslög, sem Pjetur liefir sungið sjer til frægðar erlendis. í Vest- var tekið frábærlega vel, eins og' mannaeyjum ætlar Pjetur að stað- Bankastræti 11. Framköllun K o p i e r i n g og Filmur. Auðvitað frá LOFTI. í N ý j a - B í ó. næmast og syngja þar, en fer þaðan með „Lyra“ til útlanda. Lik Konráðs læknis Konráðsson- ar kom hingað með íslandi í fyrra- dag. Hafði skipið sorgarfána uppi er það sigldi hjer til hafnar. Jarð- arförin fer fram á fimtudaginn og hefst með húskveðju kl. 1. Norskt selveiðaskip, sem hafði mist skrúfuna norður í hafís, bjargaðist þaðan á seglum og kom hingað á sunnudaginn. Hafnarfjarðarhlaup verður þreytt i kvölcl og hefst þar syðra kl. 8. Því lýkur á íþróttavellinum í Reykjavík. Keppendur verða fjór- ir: Magnús Guðbjörnsson, Haukur Einarsson og Árni Jónsson, allir úr K. R. og Ingimar Jónsson úr „Ármanni.“ Magnús Kjaran, framkvæmdar- stjóri Alþingishátíðanefndar, brá sjer til Englands á Skátamótið (Jamboree) til þess að athuga fyr irkomulag tjaldbúðanna þar og sjerstakléga allar heilbrigðisráð- stafanir, sem igerðar eru í sam- bandi þar við. Býst hann við að fá þar dýrmætar upplýsingar um ýmisjegt er að gagni má koma þeg ar farið verður að reisa tjaldbúð- irnar á Þingvöllum að ári. Kappsundið við Örfirisey miðvd.- kvöld var afarskemtileg, þótt ekki væri fjölsótt. Það hófst með 200 stiku bringusundi fyrir drengi. Pyrstur varð Magnús Pálsson(Æg ir) 3 mín. 45 sek., annar Ólafur Guðmundsson (KR) 3 min. 45% sek. og þriðji Elías Valgeirsson (KR.) 3 mín. 50% sek. Drengir þoir er tólru þátt í þessu sundi eru allir innan 18 ára aldurs. Met í þessu sundi setti Úlfar Þórðarson (Ægir) fyrrum, 3 mín. 41 sek. Næst, var 400 stiku suncl (frjáls aðferð) fyrir fullorðna. Þar er metið 7 mín. 12 sek., sett af Jóni I. Guðmundssyni sundkóng. Fyrst- ur varð Þórður Guðmundsson (Æg ir) 7 mín 26,5, annar Gísli Þorleifs son (Ármann) 7 mín. 26,6 og þriðji Óskar Þorkelsson (Ármann) 7 mín- 28,7. Fjórði varð Jón Ingi Guð- mundsson í þetta skifti (7 mín. 33%). Því næst var 100 stiku bak- sund. Fyrstur varð Jón D. Jónsson (Ægir) 1 mln. 43 sek. Er það nýtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.