Morgunblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 2
2 M O R G H N B L A t> I Ð Hanchester, Langaveg 40. Veitið Manchester, Sími 894. Mánndaginii 2. september heist anstnisalan Af öllum þeim vörum, sem seljast með tækifærisverði viljum vjer beina athygli yðar að eftirtöld'u: Undirsængurdúkur besta tegund, kr. 13.60 í verið. — Ljereft, fiðUrhelt, mislitt kr. 9.40 í verið. —. Ljereft fiðurhelt hvítt kr. 8.40 í verið — Ljereft dúnhelt kr. 7.70 í verið. — Ljereft mtr. kr. 0.65—0.90—1.10. — Flónnel hvítt, meterinn kr. 0.90 —1.00. — Sængurveraefni, blátt og bleikt, kr. 4.20 í verið. — Sængurveraefni rósótt, tvíbreitt kr. .770 í verið. — Morgun- kjólatau kr. 3.75 í kjólinn. — Tvisttau einbreið metr. kr. 0.75. —Tvisttau V/2 br. m. kr. 1.00—1.20. — Tvisttau tvíbreið m. 1.80. Skyrtuefni m. kr. 1.10—1.30—1.40. — Gardínutau hvít, seljast fyrir hálfvirði. — Kvenbolir frá kr. 1.25. — Silkisokkar frá kr. 1.40. — Golftreyjur frá kr. 5.00. — Ef yður vantar eitthvað af ofantöldum nauðsynjavörum, þá látið eigi hjá líða að ath. þær. HANDA KARLMÖNNUM: Rykfrakkar 15—20% afsláttur. Vero frá kr. 38.00. — Vetrarfrakkar seljast fyrir hálfvirði. — Karlmannaföt 15—20% afsláttur. Verð frá kr. 25.00. — Reiðjakkar og Reiðbuxur 15—20% afsláttur. Manchetskyrtur með tveim flibbum frá kr. 4.90. — Byronsskyrtur kr. 4,80, meðan birgðir endast. — Nærföt kr. 3,90 —5,20—5,90 settið. — Notið tækifærið þá daga, sem útsalan er. — Reynið að koma fyrri hluta dags, því að reynslan hefir sýnt að það borgar sig. Fylgist með straumnum næstu daga í Langaveg 40. Girðiagarefnis Dansknr gaðdavír 12. V* og 14, Vírnet 68 og 92 cm. há, Sijeítnr vír. Cíirðmgarstólpar ár járni. Vírlykkjnr. Vandaðetni. Verði^ðlágt. KURT HAESER Eveð jnhl j ómleikar í GAMLA BÍÓ á morgun, 2. september, kl. 7Y2. Verkeíni: Hándel, Brahms, Chopin. Wagner og Liszt. Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfæraverslun Helga Hall- grímssonar og Katrínar Viðar og við innganginn. Verð: kr. 2,50 og 3.00. Hljómleikamir verða ekki endurteknir. OLL PRENTVINNA BEST AF HENDI LEYST. VERÐ SANNGJARNT OG FLJÓT AF- GREIÐSLA. — PAPPlRSBIRGÐIR MIKLAR OG FJÖLBREYTTAR. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. í nýja húsinu yðar ættuð þjer eingöngu að nota ^ gúmmídóka frá Leyland & Birmingham Rubber Oo. Ern sjerstaklega hentugir á stiga, ganga, and- dyri og eldhús. Gúmmí er hreinlegra, fallegra og margfalt endingarhetra en linoleum eða steinflísar. Yfir 150 mismunandi tegundir sýnishorna eru til sýnis hjá einkaumhoðismanni verksmiðjunn ar, sem er Hðm (sl. stúd. erlendis. Þriðjungur þeirra stúdenta, sem halda áfram námi, lesa erlendis, vegna þess, hve háskóliim er ófullnægj andi. Viðtal við Lárus Sigurbjömsson, forstöðumann Upplýsiugaskrif- stofu stúdentaráðsins. Mgbl. birti í fyrra skýrslu frá Lárusi Sigurbjörnssyni forstöðum. Upplýsingaskrifstofu stúdentaráðs ins. Fjallaði skýrslan nm nám ís- lenskra stúdenta við erlenda há- skóla og horfur fyrir því. Ætla má, að marga muni fýsa, að vita um horfur fyrir námi stúdenta nú, og. hitti blaðið því Láirus að máli nýlega og bað hann um npp- lýsingar. — í vor útskrifuðust 36 stúdent- ar í Reykjavík og 7 á Akureyri, segir Lárus. Af þessum nýju stú- dentum hafa 12 leitað upplýsinga hjá stofunni um nám erlendis. Af þeim var einn frá Akureyri. Ank þess hefir skrifstofan svarað fyrir- spurnum ýmissa annara. Sú breyt- ing hefir nú orðið, að nú le.ggur upplýsingastofan meiri áherslu á að svara fyrirspurnum annara nem enda en stúdenta. Að vísu var stof- an stofnuð með þetta fyrir augum, en ekki hefir verið gert mikið að því fyr, aðallega sökum skorts á góðum handbókum. En nú hefir stofan fengið lítilsháttar styrk frá Alþingi og loforð um styrki frá ýmsum starfsmannafjelögum, sem leitað var til. — Hve margir stúdentar ætla nú að sigla, og hvert fara þeir? — Eftir gögnum upplýsinga- skrifstofunnar að dæma, má telja víst, að þriðjungur nýju stúdent- anna muni leggja út í nám erlend- is. En auk þeirra munu nokkrir eldn stúdentar hefja nám erlendis í haust. Samtals fer 21 stúdent utan. Af þeim fara 12 til Þýska- lands, 5 fara til Danmerkur, einn 1 til Englands, 1 til Kanada, einn til Tjekkóslóvakíu, en óákveðið er um einn. Samtals verða þá í vetur 74 íslenskir stúdentar við nám erlendis, og skiftast þeir svo eftir löndum: 1 Þýskalandi 31, Danmörku 23, Frakklandi 6, Englandi 4, U. S. A. 2, Sviss 2. í Kanada, Svíþjóð, Nor- egi, AuKturf íkl, Tjiekkóslóvakíu einn í hverju landi og óákveðið um einn. Eins og sjá má eru nú flestir stúdentarnir í Þýskalandi, og er það í fyrsta skifti, sem þar eru fleiri en í Danmörku. — Hvað ætla stúdentamir að leggja stund á? — Yfirleitt leggja stúdentar þeir, sem utan fara, „þraktiskar“ námsgreinar fyrir sig. Leggja 4 stund á verslunarfræði, 1 bygg- i.ngafræði, 1 verkfræði (vatna- virkjun, með ríkissjóðsstyrk), 1 vjelverkfræði, 1 tekniska gerla- fræði (ríkiss jóðsstyrk), 1 tekn. fiskifræði, 1 tannlækningar, 1 náttúrufræði (ríkissj.st.), 1 latínu, (ríkissj.st.), 1 þýsku, 1 slafnesk mál, 1 sögu og þjóðfjelagsfræði, 2 hljómfræði og 4 aðrar náms- greinar. — Það er þá útlit fjTÍr, að ekki fjölgi mjög mikið við háskólann hjer á næsta hausti? — Nei! Á síðast.liðnum vetri voru 144 stúdentar við nám i há- skólanum hjer, en 65 erlendis. Nú hcfir tala íslenskra studenta er- lendis aukist enn, svo gera má ráð fyrir, að það verði jafnvel færri stúdentar við liáskólann á næsta ári heldur en í fyrra, því að eins og að undanförnu, munu nokkrir hinna nýju stúdenta hætta námi og leita sjer atvinnu. Eins og sakir standa nú, fer þriðjungur þeirra stúdenta, er halda áfram námi til annara landa, og má af því ráða, hve háskóli vor er ófull- nægjandi. ..—-------------- Móðirin: Af hverju sastu eftir í skólanum í dag? Sonurinn: Jeg vissi ekki hvar Honolulu er. Móðirin: Svo já! Mundu eftir því næst, hvar þú geymir hlutina þína! Morgunblaöiö er 8 síður í dag og Lesbók. fyririestur heldur síra Kristinn Ólafsson í dag kl. 2 e. h. í Nýja Bíó. Aðgöngumiðar verða seldir kl. 10—11 f. h. og 1—2 e. h. sama dag í Nýja Bíó og, það sem eftir kann að verða, við innganginn og kosta kr. 1,00. Hfkinii: Eldbúslampar, Handlugtir, Vatnsfötur, Hengilásar, alsk., Lampaglös, Fægilögur, Hamrar alsk., Umbúðargarn, Hnífar, alsk., Saumur, alsk., Skrúfjárn, alsk., Kolaskúffur, Fægiskúffur, Þvottasnúrur, Rottugildrur, o. m. m. fl. veiðarfærav. „Geysir". Pottar, sjeTstaklega til að sjóðla í hrísgrjón, eru nýkomnir í JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN. Auglýsið í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.