Morgunblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1929, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Nýtískn leðurvörur. Lítið í glnggan í dag og næstn daga. LeðnrTfirndeiId Hljúðiærahnssins. kveðið upp þenua merkilega úr- skurð, vildi hann fá prófaat til þess að sættast á málið. Var pró- fastur fús til að hætta prestsskap og sleppa allri ábúð á hjáleigu og staðnum, gegn því að fá full lauu. Kallaði fógeti þá á varðskip- ið „Óðinn“ til þess að sækja sig og prófast til Homafjarðar, því nú skyldi leita ráða yfirboðarans. Flutti „Óðinn“ þá til Keflavíkur, SOfnunarsiððiir isiands er ilnttnr í Landsbankahnsið 3jn hæð, herbergi nr. 3. Seljnm údýrt nokknr Sfldarnet Til sýnis i vörngeymsluhúsi okkar. O. Johnson & Kaaber. Gassuöuvjelar, því dómsmálaráðherra hefir lagt svo fyrir foringja varðskipanna, að þegar þeir eru í alíkum snatt- ferðum, megi þeir ekki sýna sig í Reykjavik; það sje of áberandi. Kom svo stjórnarbíll og sótti þá fógeta og prófast, og flutti til Rvíkur. Þegar hingað kom, var dóms- málaráðherra farinn utan, en „stóra núllið“ í forsætisráðherra- sætinu gegndi hans störfum. Það þorði auðvitað ekkert að gera, og varð því ekkert úr sœttum. Nú hefir úrskurði fógeta verið áfrýjað til Hæstarjettar. En þeir Karl og prófastur fóru báðir enn austur til Hornafjarðar með Esju siðast, og veit enginn, hvað til stendur. En dómsmálaráðherra mun hafa hótað prófasti 'afsetn- jngu. Þessi herferð gegn Ólafi Step- hensen er lærdómsrík og eftirtekt- arverð. Það eru brotin lög á pró- fasti. Þegaí hann gerir skyldu sina og ver sig og prestssetrið gegn ólögmætri ágengni, er hann ofsóttur, ekki aðeins af pólitískum andstæðingum í hjeraði, heldur einnig af sjálfum yfirverði rjett- vísinnar. Dómsmálaráðherra notar vald sitt til þess að fíemja ofbeldi á prófasti. Hann fær í lið með sjer afdankaðan embættismánn, duhbar haun upp með fógetavald, og sendir austur til þess að taka jörðina af prófasti! Þó að prófastur nái vafalaust rjetti sínum að lokum í þessu máli, hlýtur hann að bíða stórtjón við aðfarir þessar. En hvað á lengi að þola þann ó- rjett og þá spillingu, sem nú er ríkjandi á nálega öllum sviðum? Ýmsar gerðir og stærðir fyrirliggjandi. ]. Porláksson & Norðmann, Bankastræti 11. Símar 103 & 1903. Barnaskóli Reykfavíkur. Umsóknir um skólavist næsta vetur fyrir óskólaskyld börn sjeu komnar til mín fyrir 15. september. Óskólaskyld teljast þau börn, sem verða 14 ára fyrir 1. október þessa árs, og þau, sem ekki verða 10 ára fyr en eftir 31. desember þessa árs. Ber að snekja um skólavist fyrir þau, ef þau eiga að ganga í skólann, eins þótt þau hafi áður verið í skólanum. Eyðublöð undir umsókn- irnar fást hjá mjer, og verð jeg venjulega til viðtals á virkum dögum kl. 4—7 síðdegis í kennarastofu skólans (neðri hæð, norð- urdyr). Á sama tíma komi þeir til viðtals, sem einhverjar óskir hafa fram að bera viðvíkjandi skólabörnum, um ákveðinn skóla- tíma o. s. frv. Eftir að skólinn er settur, verður ekki hægt að sinna slíkum óskum. Barnaskóla Reykjavíkur, 31. ágúst 1929. Skúlasljðrinn. Deilt um tónsmíð. Plestir munu þekkja danslagið )rRamona“, að minsta kosti af afspum, endá heyrðist um tíma tæplega svo grammófónn, að ekki væri „Ra- mona“ eitt af þessum lögum sem spiluð voru. — Nú hefir risið upp hatröm deila út af lagi þessu. Svo er mál með vexti, að Landeroin, franskt tónskáld, kom nýlega til Parísar úr margra ára dvöl á eynni Madagaskar. Eitt kvöld sat hann á kaffihúsi og heyrði þá sjer til mikillar undrunar, að hljóm- sveitin ljek lag, er hann hafði samið 1906. Lag þetta hafði hann gefið út, og hafði það oft verið leikið á hljómleikum í þann tíð. Hann fjekk hljómsveitartímarit til að birta lag sitt aftur með þeirri fyrirspurn til lesenda sinna, hvaða lag þetta væri. Svörin komu í þúsundum, öll samhljóða um að þetta væri „Ramona“. Nú hefir tónskáldið höfðað mál á hendur höfundi „Ramona“, fyrir tón- smíðastuld. Fímtíu ára prestskapar- afmæli. ELuar Jónsson prófastur að Hofi. Þennan sunnudag fyrir 50 ár- um, sem þá har upp á 31. ágúst, var síra Einar Jónsson prófaetur að Hofi vígður að Felli í Sljettu- hlíð. Síðan hefir hann verið prest- ur á þessum stöðum: Að Miklabæ í Skagafirði (1883—9), að Kirkju- bæ í Hróarstungu (1889—1910), að Desjarmýri í Borgarfirði eystra (1910—12) og síðan að Hofi í Vopnafirði. Er hann nú elsti þjón- andi prestur á landinu. f vetur sem leið var síra Einar hjer í Reykjavík sjer til heilsubótaí, á heimili sonar eíns, Vigfúsar skrif- stofustjóra, en nú er hann heima og við allgóða heilsu. Á þessu ári (7. des.) verður hann 76 ára að aldri. Fáir munu það vera, sem eiga meiri eða almennari vinsæld- um að fagna en síra Einar, og munu því margir minnast hans í dag með hlýjum hug. Ffugvjelar í þágu þjófa. í Be-weriey £ Massachussetts í Ameríku á miljónamæringurinn Sydney Hutchinson sumarbústað. Þar var nýlega stolið gimsteinum og gersemum fyrir 100 þúsund krónur. Innbrotsþjófur sá, sem hjer var á ferðinni notaði óvenju- lega aðferð. Hann á auðsjáanlega flugvjel, sem hann notar til þess að fá yfirlit yfir þá staði, sem hann ætlar að fremja inubrot. — Dagana áður en innbrotið var framið, höfðu menn orðið varir við að flugvjel flaug fram og aftur yfir sumarhústað Hutchinsons og að flugmaður tók ljósmyudir úr loftinu. Kvöld eitt var svo inn- brotið framið. Braust þjófurinn inn í svefnherbergi húsfreyjvmnar og var með skammbyssu í hend- inni en húsfreyjan varð svo hrædd að hún mátti engu hljóði upp koma. Þjófurinn Ijct greip’ar sópa um skúffur og skápa og hafði sig síðan á brott. Fáeinum augna- blikum síðar heyrðist í flugvjel- iuni — þjófurinn var sloppinn með ránsfenginn. Nýja Bíó sýnir nú hina alkunnu kvikmynd „Saxófón-Súsí“. Mynd- in hefir faríð sigurför um allan heim, enda er hún bráðskemtileg, fjörng og vel leikin. Aðalhlutverk- ið, Súsí með saxófóninn, leikur Anny Ondra. Gamla Bío sýnir gamanleik, „Hneykslið í Pólóklúbhnum“, með þrem góðkunnum leikurum, Willi- ,am Haines, Jaek Holt og Alice Day í aðalhlutverkum. Fiskpotlar. Það veit enginn nema sá, sem reynir hversu allur fisk- ur verður Ijúffengari og margfalt næringarmeiri þeg- ar fiskurinn er soðinn í heilu lagi í þar til gerðum pottum. Vegna þess að margar húsfreyjur vita nú þetta og hafa oft beðið okkur að panta svona potta, höfum við nú fengið nokkuð mikið af þeim, bæði úr aluminium og emailleraða og eru nú til sölu ásamt mörgum nauðsynleg- nm búsáhöldum I JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN. G.s. isiand fer þriðjudaginn 3. septbr.. klukkan 6 síðdegis til Dýra- fjarðar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar og Akureyrar. Það- an aftur til Reykjavíkur. Farþegar sæki farseðla ái morgun. Tilkynningar um vörur komi á morgun. C. Zimsen. Nýkomið: attar frá 7,25. Afar frá 2.50 Drengjalinfiir frá 2.25 í mjöy fal- legu árvali. Brauns-Verslun iina fyrir alskonar kálmeti eru nýkomnir í JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSENs i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.