Morgunblaðið - 05.11.1929, Síða 2

Morgunblaðið - 05.11.1929, Síða 2
M 11 ,» V. > h i A ‘ % ). Steffensens Fabrikker, Haupm.hdfn. Seljum beint til kaupmanna: PYLSUR allskonar, FLESK, saltað og reykt, RÚLLUSKINKUR, LIFRARKÆFU í dósum, GRÍSAHLAUP, UXATUNGUR o. fl. Ymsar stærstu matvöruverslanir borgarinnar kaupa eingöngu ofanskráðar vörur frá þessari verksmiðju. Ú t s a 1 a. Ný sambönd. Þar sem jeg opnaði mjer í sumar ný sambönd í manchettskyrtum og herraslifsum, sel jeg eldri birgíir, sem jeg nú hefi, með mjög miklum afslætti. Föt, fataefni í stóru úrvali, treflar, millifatapeysur (Poollowers), mjög ódýrt. Athugið verðií og vörurnar. Andrjes Andrjesson. Laugaveg 3. yndisala. Mikill afsláttur. Manchettskyrtur, flibbar, bindi, hattar, enskar húf- ur, drengja-skinnhúfur, matrósahúfur, ísgarnstreflar hvít- ir og mislitir, veski, buddur, vasahnífar, axlabönd o. m. fl. Vetrarfrakkar, ýmsir litir, tilbúnir eftir fáa klukku- tíma. — Notið tækifærið og gerið góð kaup. V. SCHRAM. Frakkastíg 16. Sími 2256. Hétel Hekla. DANSLEIK AR. SKEMTANIR. Þau fjelög eða þeir' einstaklingar, sem ætla að tryggja sjer veislusalina til hátíðahalda eða dansleika í vetur, geri svo vel að tala við undirritaðan fyrir 10. þ. m. Enn eru nokkrir laugardagar lausir, Hljóxnsveitin biður þess getið, að hún sje fús á að spila fyr- ir þá, sc'm hjer hafa skemtanir, en vegna mikillar eftirspurnar verði slíkt einnig að ákveðast fyrir 10. þ. m. G. K. Guðmundsson. Ljósmyndastofa Sigr. Zoega & Go. opin virka daga kl. 10—6, helga daga 1—4. Myndatökur á öðrum tíma, ef óskað er. ATH. Mikil verðlækkun á stækkuðum myndum. Hvergi vandaðri vinna. 011 amatörvinna fljótt og vel af hendi leyst. Sendið auglýsingar tfmanlega. 'i' Páll Sjarnason lögfræðingur. Hann ljest í gærmorgun eftir stutta legu. — Banameinið var lungnabólga. Páll Bjarnason. Hann var sonur Bjarna pró- fasts Pálssonar í Steinnesi, fædd- ui að Steinnesi 13. jiilí 1890, og varð því aðeins 39 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi 1912 og innritaðist síðan í lagadeild Há- skólans og tók embættispróf sum- arið 1916. Varð hann fyrst lög- fræðisráðanautur hjá Garðari stór- kaupmanni. Gíslasyni, síðan full- trúi bæjarfógetans í Reykjavík. En eftir það, að hann ljet af því starfi rak hann lögfræðisstörf fyrir eigin reikning, var um tima í fjelagi við Lárus Jóhanne'sson hrm., en seinustu árin hafði hann lögfræðisskrifstofu í fjelagi við Gísla bróður sinn. ,Dáinn, horfinn — harmafregn!‘, mælti Jónas er hann frjetti lát besta vinar síns. Fregnin varð honum slíkt reiðarslag, að hann gat ekkert annað sagt. En í þess- um fáu orðum felst hinn djúpi og' einlægi harmur út af missi vin- arins. Og líkt hefir sumum farið, er þeir frjettu hið sviple'ga frá- fall Páls Bjarnasonar, að harmur- inn hefir níst svo hjörtu þeirra, að þeir hafa hvorki mátt mæla nje gráta. Páll var einhver sá allra besti maður, sem jeg hefi kynst, um æfina. Hann var svo hjartagóður, að hann mátti ekkert aumt sjá. Hann var svo, að tæki hann trygð við einhvern, þá varð hann aldrei „fyrri að flaumslitum“. Og ætíð hugsaði hann um það fyrst hvað rjett væri, og fylgdi því fast fram, hvað se'm aðrir sögðu. — Sannleiksleit var honum meðfædd og hann misti aldrei sjónar á því, að sannleikurinn er sagna bestur, og hverjum manni er skylt að reyna að vita rjett, heldur en hyggja rangt. Hann var í einu orði sagt góður maður, og „þar sem góðir menrt fara, þar eru guðs vegir“, segir skáldið. Páll var einlægur trúmaður. en fór dult með það. Var honum síst lagið að vera með innilegustu til- finningar sínar á vörunum, enda var hann yfirleitt dulur í skapi og sagði engum allan liug, nema þá einkavinum sínum. Þektu hann því fáir til fulls, en vegna dagfars- prýði sinnar og mannkosta átti liann marga vini. Hjer er manninum rjett lýst, ecda mundi mjer ekki detta í hug' að bera oflof á hann látinn. Það mundi hann síst af öllu hafa viljað.--- Svo kveð jeg þig með orðum skáldsins: Plýt þjer, vinur, í fegri heim! Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Á. Esperautórit. Esperantó-sýningin í glugganum í Bókaverslun Þór. B. Þorláksson- a]■ gefur að vísu ófullkomna mynd af útbreiðslu og notkun málsins, enda liefði til þess þurft miklu meira rúm heldur e'n er í litlum búðarglugga. En það er samt vel þess vert að líta í gluggann og það getur verið fróðlegt fyrir þá, sem lítið vita um esperantó. Þar má sjá úrval (reyndar of lítið) af blöðum, sem gefin eru út á esperantó vísvegar um heim, jafn vel austur í Japan og Filipseyjum. Sum blöðin fjalla mest um málið sjálft og útbreiðslu þess, en önnur ræða ýms sjerstök áhugamál svo sem trúmálablöð ýmiskonar, jafn- aðarmannablöð, skólablöð, e'ða blöð um uppeldismál, vísindi, bók- mentir o. s. frv. Um ýmsar borgir hafa verið gefnar út á esperantó leiðbeiningar fyrir ferðamenn með myndum, ýmist örfá hlöð (gird folio) eða dálítil kver (girdlib- reto) og ern fáein sýnishorn af þeim í glugganum. Af bókurn á esperantó be'r auðvitað langmest á þýðingunum. Auk bibliunnar og æfintýra Andersen og Grimms má sjá í glugganum þýðingar á ritum eftir Virgil, Shakespeare, Goethe, Shiller, Heine, Moliere, Voltaire, Ibsen, Strindberg og ýmsa fleiri he'imsfræga snillinga. Ennfremur eru nokkur yfirlitsrit um bókment- ir einstakra landa. Af slíkum rit- um ber mest á „Kataluna Anto- logio“. Það er stærðarbók með þýddum sýnishornum af bókment- um skráðum á katalónsku frá elstu tímum til vorra daga. En auk þess eru aðrar svipaðar bæk- ur minni, svo sem sýnishorn af belgískum bókmentum, pólskum, litaviskum, o. fl. Einkum eru það smáþjóðir eða þær, er rita á mál- um, sem eru lítt aðgengileg stór- þjóðunum, sem nota sjer þannig esperantó til þess að gera bók- mentir sínar kunnar öðrum þjóð- um. Loks eru nokkur frumsamin rit á esperantó, fyrst og fremst frumsamin- rit dr. ZamCnhofs í einu bindi, ennfremur saga esper- antó í 2 bindum eftir dr. Privat, æfisaga Zamenhofs, nokkrar skáld- sögur frumsamdar á esperantó og Ijóðmæli orkt á því, rit um einstök lönd eða þjóðir (Ástralíu, Rúss- land, Búlgaríu o. fl.) o. s. frv. Af þessari litlu gluggasýningu má því sjá, að töluvert, hefir verið ritað a esperantó, eUda fer bóka- útgáfa á esperantó hraðvaxandi. Ennþá er lítið eitt óselt af hinum ódýru og góðu niðursuðuglösum. TlfflF/INÐl ; Laugaveg 63. — Sími 2393. i i i. Riomabússmjör 0 g E q U nýkomið. WW' Hakkur hundruð. Laglegir Diskar 25 til 45 aura stykkið. Postulínsbollapör 40—60 aura. Steikarpönnur frá 1,75. Olíu- brúsar með gjafverði. Flautukatl- ar og margar aðrar vörur verða seldar ódýrt næstu daga gegn staðgreiðslu. MATV ÖRUBÚÐIN GRETTISGÖTU 57. Sími 1295. Þnrkaður saltfisknr 25 aura % kg., sykursaltað spað- kjöt 70 aura, nýtt kálfskjöt 50 aura, hangikjöt 1,10, hvítkál 25 aura, gulrófur 10 aura, kartöflur 15 aura. KJÖTBÚÐIN GRETTISGÖTJU 57 Sími 875. Yfirfræðslumálastjórinn. „Dag- ur“, annað stjórnarblaðið á Ak- ureyri, skýrir frá því, að Sigurður Einarsson sje skipaður til þess að hafa eftirlit með æðri ríkisskólum, en jafnframt muni hann vinna eitthvað á skrifstofu Ásgeirs Ás- geirssonar fræðslumálastjóra. — Bendir þessi frásögn blaðsins til þess, að Sigurður eigi einnig að hafa eftirlit með barnaskólum. Kaup síldarfólksins. Mælt er, að Síldareinkasalan muni innan skamms greiða 5 kr. á tunnu í við- bót við þær 5 kr., e'r' hún hafði áð- ur greitt. Kemur það sjer vel fyrir verkafólkið sem stundaði síldar- vinnu í sumar, því margt af því hefir lítið fengið ennþá fyrir sum- arvinnuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.