Morgunblaðið - 29.12.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1929, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 2^1 orannblattft Stoíaanai: VUIi. Flnaen. OtKtínndl: FJela* I ReykJaTih. ffijutjörar: Jön Kjartanaaon. Valtýr StefAnaaon. A.astíalnaaatjörl: B. Hafber*. •krifatofa Auaturatrætl t. •tad nr. C00. AK*l?ain*aakrlfatofa nr. 700. SeUKaalaaar: Jön Kjartanaaon nr. 741. Valtýr Stef&naaon nr. 1*10. JB. Hafberc nr. 770. •tkrií taatlald: Innanlanda kr. 2.00 * acánubi. nlanda kr. I.BO - -— eölu 10 aura elntaklf). Erlendar sfmfregnir. i \ i“í 1 Stefnuskrá Indverja. FB. 28. de's. Frá London er símað: Alind- verska þjóðernissinna-ráðstefnan hófst á jóladag. Nefnd var sltipuð .á ráðstefnunni og eftirfarandi Stefnuskrá Ghandi’s samþylct ein- Ójm rómi: 1) Þjóðernissinnar krefjast þess, að Indland fái fullkomið sjálf- stæði. U) Þjóðemissinnar neita að taka þátt í ráðstefnu þeirri, sem breska stjómin ætlar að boða til, til þess að ræðá breytmgar á stjómarfari Indlands. •’á) Þjóðernissinnar neita að taka þátt í störfuní aðalþings og hjeraðsþinga, svo og að eiga nokkur skifti við bresk stjórn- arvöld i Indlandi. -4) Indverjar neita að greiðá skatta og berjast fyrir því, að almenningur neiti að hlýðnast breskum stjómarvöldum í Ind- landi. Utanríkisinál Frakka. Frá París er símað: Ut.anríkis- málin voru til umræðu í frakk- neska þinginu í gær. Nokkrir þing- men hjeldu ræður til þess að vara viS þvi, að setuliðið væri kallað heim úr Rínarbygðum. Briand hafði orði fyrir stjórn- inni og varðj utanríkismálastefnU •sína. Þingið fjelst á utanríkismála- stefnu Briands með 340 atkv. -ge'gn 16 atkv. Kosningarnar í Egyptalandi. Frá Cairo er símað: Fullnaðar- úrslit þingkosninganna í Egypta- landi eru nú kunn. Wafdflokkur (þjóðernissinnar) 186 þingsæti, aðrlir flokkar til samans 26. Af- staða nýkosna þingsins til bresk- ■egyptska samningsins er ekki kunn <enn. Morð í þingsal. Frá R-io de Janeiro er símað: Lopes þingmaður skaut annan þingmatnn, Filho að tnafni, til bana í þingsalnum eftir harða póli- tíska deilu. Morðið hefir valdið m.iklum æsingum í borginni. Her- lið var kallað á vet.tvang og hefir það slegið hring í kringum þing- húsið. Frá Kína. Frá Nanking er símað: Þjóðern,- íssinnastjórnin hefir ákveðið að afnema „eksterritoria]‘ ‘ -rjettjndi út.leúdinga frá byrjun janiiarmán- aðar. Útlendingar í Kína eru því framvegis gefnir undir kínverslr lög og kínverska dómstóla. Fjós breunnr að Húsavík í Steingrímsfirði. Tekst með naumindum að bjarga íbúðarhúsinu. Að Húsavík í Kirkjubólshreppi í Steingrímsfirði brann fjósið að- faranótt 18. nóvember, og allar kýrnar brunnu þar inni. Svo bar til að menn, er ætluðu i sjóróður, fóru á fætur um miðja nótt til að beita. Urðu þeir þess þá varir, að fjósið stóð í björtu báli. Var það svo alelda er að var komið, að kýrnar voru þá dauðar á básunum, 4 eða 5 að tölu. í Húsavík býr Ragnheiður Jóns- dóttir, ekkja Gríms Stefánssonar. Dóttir hennar Stefanía hljóp þegar á næstu bæi, til þess að vekja fólk upp þar, og fá aðstoð til þess að varna því, að eldurinn bærist í íbúðarhúsið. Unglingspiltur Frank- lín Jónsson fór á aðra bæi til að sækja mannhjálp. Með aðstoð að- komumanna tókst að bjarga íbúð- arhúsinu. Mestur hluti húsmuna var borinn út úr því, því mjög var tvísýnt, hvort björgun tækist. Heyhlaða sem var áföst við fjós- ið brann og að mestu. En fyrir ötula framgöngu manna var nokkru af heyinu bjargafi með vatnsaustri. Eldiviður allur brann, se'm til var á heimjlinu. Alt var þetta óvátrygt. Eftir því, sem heimildarmaður blaðsins skýrði frá, er þess getið, til um upptök eldsrns, að neisti hafi flogið frá ljóskeri, sem borið var út í fjósið um kvöldið. Sílíarverksmiðjan á Austurlandi. Landsstjórnin sendi austur þýsk- an verkfræðing, hr. Schretzen- meier, til að athuga stað fyrir síld- arbræðslustöð. Vegna þess að al- ment er álitið, að Vestdalseyri við Seyðisfjörð sje hentugust fyrir slíka stöð, athugaði hann þann stað vandlega. — Er haft eftir honum, að skilyrði sjeú þar öll hin þestu til að koma upp stöðinni sem ódýrast. Nóg byggingarefni fast við liendina og vinnukraftur sömu- leiðis. — Eyrin liggur austanvert við hið mikla og góða hafnarsvæði Seyðisfjarðar. Aðdýpi er þar gott fyrir bryggjur, eyrin er renni- sljett og góð til bygginga, og vatns mikill foss fellur þar beint niður, svo að virkjunarskilyrði eru þar hin ákjósanlegustu. Sagt er, að Seýðfirðingar munk sækja það fast að fá þessa bræðslu stöð sem fyrst, því að hiin yrði liður í viðreisn kaupstaðarins. Þeir segja, að frá þeim tíma að Seyðis- fjörður fjekk kaupstaðarrjettindi hafi bærinn reynt eftir megni að bera nafn sitt sem höfuðstaður Austurlands með rjett.u og lagt þar í margvísle'gan kostnað. En síðan hafi allir kraftar svikið og lagst á þá. sveif að di-aga kraftjnu frá kaupstaðnum, þótt ekki sjái þess stað, að nokkur hafi haft gagn af því. Morgnnblaðið er 8 síður í dag. Haðnr ferst Wielstlðrafielag íslands. f snjóflóði. Rjett fyrir jólin vildi það slys til, að ungur maður, Jón Þor- bjarnarson að nafni, frá Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu fórst í snjöfióði í svonefndum Brekku- liiatrieskemtun (ielagslns verður haldin í Iðnó fimtudaginn 2. janúar 1930. Fyrir börn frá kl. 5 e. m. til kl. 10 e. m. dal. Fyrir fullorðna frá kl. 11 e. m. Hefir blaðið eigi feligið nánari fregnir að slysi þessu, og er eigi kunnugt um, hvort lík hans er fundið. Jón heitinn var efnismaður hinn mesti, listasmiður og athafnamað- ur. Hann stóð fyrir húi móður sinnar, Guðrúnar Benediktsdóttur, er húið hefir i Steinadal í mörg ár. Mann sinn misti Guðrún fyrir 2 árum. Aðgöngumiðar fást hjá undirrituðum: Elín Guð»mund!sson, Klapparstíg 18. Sigrun Hallbjarnardóttir, Klapparstíg 16. Sigurjón Kristjánsson, Framnesveg 38. Jón Alexandersson, Rafstöðin. Skúli Sívertsen, Frakkastíg 6 A. Gunnar Einarsson, Skólavörðustíg 27. G. J. Fossberg, Hafnarstræti 18. Olnbtigabönifn. I. Þe'gar deilan stóð sem hæst í togaraverkfallinu síðastliðinn vet- ur, komst T í m i n n m. a. þann- ig að orði: „Utgerðarmenn þykj- ast eigi geta greitt 15% kaup- hækkun til hásetanna, vegna fjár- hagsástæðna útgerðarinnar. Má vera að það sje rjett. En fyrir því liggja engin rök.“ Var Tímanum þá bent á, að helmingur allra togarafje'laganna ætti minna en ekki neitt. Alt hluta fjeð væri tapað og meira til; fje- lögin hefðu stóran skuldabagga að auki. Stjórnarhlaðinu var ennfremur bent á, að 15% kauphækkun hjá útgerðinni hlyti óhjákvæmilega að hafa í för með sjer samsvarandi kauphækltun til sveita, en nú væri svo komið, að sve'itirnar væru að tæmast; alt unga fólkið flýði í kaupstaðina, því þar væri kaupið hærra og öll skilyrði betri til þess að stofna sjálfstæð heimili heldur en í sveitum. Landbúnað- urinn gæti ekki borið sama kanp- gjald og sjávarútvegurinn. Síst af öllu væri landbúnaðurinn við því búinn nú, að taka 15% kaup- hækkun. GrímudaosieiKur verðnr haldinn 1 Goodtemplarahnsinn í Hainarfirðl 6. janúar 1930 (Þrettándakvöld) Nánar anglýst siðar. um reglum við úthlutan styrks til jarðabóta samkvæmt jarðræktar- lögunum. Hinn nýi stjórnarboð- skapur sagði bændum, að hjer eftir yrði mjög dregið úr jarða- bótastyrlinum. Afleiðingin verður óhjákvæmilega sú, að jarðabætur minka stórum í sveitum landsins. Þannig urðu bændur enn á ný olnbogaböm stjórnarinnar. Þeár fengu í nýársgjöf 10—20% kaup- hækltun, og urðu einir að bera sinn bagga. 1 sumargjöf fengu þeir dregið stórkostlega úr jarðabóta- styrknum, svo að margir urðu að leggja árar í bát. Það er ,,bændastjórn“ sem ríkir! Palmollve handsápan er best. Jólagjöf til Slysavarnafjelagsins. Notið j því eingöngu Palmolive 1 Þe'ssum rökum skeytti Tíminn ekki. En Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra sá og skildi, að sjáv-. arútvegurinn gat ekki tekið á sín- ar herðar 15% kauphækkun. Em sósíalistar settn stjórninni þáð skilyrði fyrir áframhaldandi stuðn- ingi, að kauphækkun þessi næði fram að ganga. Þá tólt Tr. Þ. það ráð, að leysa kaupdeiluna á þann hátt, að láta ríkissjóð horga. En hvernig fórst Tryggva Þór- hallssyni við bændur? Það fór vitanlega eins og sagt var fyrir, að kauphækkunin náði einnig til sveitanna. Kaupið hækk- aði þar alment frá 10—20%. En bændur urðu einir að bera sinn bagiga. R.íkisstjórnin kom þeám að en^u leyti til hjálpar. — Þeir urðú olnbogabörn stjórnarinn- ar að þessu sinni. m. En stjórnin átti eftir að tala meira við ,bændur á þessu h^rraús ári, 1929. Nokkru eftir að þingið lauk störfum, var hændum tilkynt, að hjer eftir yrði farið eftir nýj- í dag barst mjer svohljóðandi brjef, dagsett. i Keflavík 22. des- ember: „Við undirritaðir höfum þá á- nægju að senda yður kr. 1000,00 — eitt þúsund krónur —, sem er jólagjöf til Slysavarnafjelags ís- lands. Á þessari gjöf stendur svo, að á fyrri árum var hjer fjelag, sem hjet Bárufjelagið; f jelag þetta samanstóð af fjölda sjómanna hjer í Keflavík og Njarðvíkum; fjelag- ið bygði sjer fundarhús, m'eð hluta fje, er nam 3—4 hundruð krónnm en að öðru leyti var húsið borgað með tillögum fjelagsmanna, hluta- veltum og fleiru. Nú fyrir nokkr- um árum hætti fjelagið að starfa og var húsið þá selt, en þeir er lagt höfðu fram hlutafje fengu það greitt með vöxtnm og þó varð nokkur afgangur. Á fundi eb nú- lifandi Ifluthafar og nokkrir fleiri menn mættn á, var samþykt að gefa Slysavarnafjelaginu af pen- ingum þessum kr. 1000,00, er vjer nú sendum yður, með árnaðarósk um vaxandi gengi og heillavænlega framþróun fjelaginu til heilla. Virðingarfylst, Jóhaim Ingvarsson. Ólafur Bjarnason.“ Um leið og jeg fyrir hönd Slysa- varnafjelags íslands þakka kær- lega fyrir þessa stóru, fallegu og kærkomnu jólagjöf, — fyrstu jóla gjöfina sem fjelaginu hefir horist — vjl jeg benda á nokkur atriði í sambandi við gjöfina, er jeg tel fjelagsstjórninni og mjer sjerstök ánægjuefni. Gjöfin sýnir augljósan velvilja til fjelagsins, traust á því, og von

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.