Alþýðublaðið - 03.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 á 50 tonna skútu og fengu síðan leyfisbréf fyrir stofnun þess. Nú á félagið mörg hundruð þúsund tonna skipastól og þar sem upprunalega voru verzlunarbeikistöðvar félags- ins, fámennar og ilt að komast á milli, standa nú hinar glæsilegustu borgir, svo sem Winnipeg, Ed- manton o. fl. Amerískir þingmenn mótmæla meðfcrð Breta á írum. Þ. 5. maí sendu 88 þingmenn úr fulltrúaþingi Bandarfkjanna (House of Representatives) Lloyd George ávarp, þar sem þeir mót- mæla því, að írar séu teknir höndum, ákærðir fyrir pólitíska glæpi og hneptir í varðhald, án þess rannsókn á máli þeirra fari fram á uadan. Svo er að sjá, sem Bandaríkja- þingmennirnir sjái betur »flísina« i auga bróður síns, en »bjálkann« f sínu eigin auga. Sbr. meðferð þeirra á jafnaðarmönnum upp á sfðkastið. Kröfur hlindra manna. 1 „Daily Hera'.d" er sagt frá því, að tvö hundruð og fimmtíu blindir menn hafi komið gangandi frá Manchester til London til þess, að vekja athygli sjáandi manna á afstöðu þeirra í þjóðfélaginu. Fara þeir fram á það, að fá hjálp frá ríkinu, til þess að geta unnið fyrir sér á heiðarlegan hátt, þeir sem á annað borð geta það. En að ríkið sjái algerlega um þá, sem ekki geta veitt sér neina björg, Minningarmessnr. Ýmsar kirkjur í New York hafa tekið upp messugerðir á föstu- dögum ti! minningar um þá, er fórust, er- „Lusitania" var skotin í kaf af þýzkum kafbáti 1916. Stjórnarskrártiagurmn dansks. Danski sendiherrann J. E. Bög- gild biður blaðið að iáta þess get- ið, að n.k. laugardag, 5.' þ. m., muni hann og frú hans veita mót- töku milli kl. 3 og S b. öllum þeim, sem kynnu að vilja heim- sækja þau í tilefni aí stjórnarskrár- deginum danska. Um daginn 09 Teginn. Einkennileg ástríða er það, sem sækir á þá menn, er hvergi geta komið án þess að rissa alls konar bull og óþarfa, á hvað sem fyrir er. Er hér meðal annars átt við það, er eyðublöðin, sem liggja frammi á Lándssímastöðinni, tá ekki að vera í friði fyrir þessum sóðapésum. Póstmeistaraemhættið á ísa- firði er veitt Finni Jónssyni, póst- manni á Akureyri, frá i. júlí að telja. í símtali við Akureyri var oss sagt í gær, að allmikil jörð væri komin niðrum, en mikill snjór til fjalla. — Síldarafli er nokkur á innfirðinum. Almælt, að Norðmenn muni fjölmenna hingnð til lands í sumar, til síldveiða, einnig munu Svíar gera hér út eins og vant er. Trúlofuð eru ungfrú Sigarlaug Guðnadóttir og Guðmundur E. Bjarnason bakari. Húsagerð. 14 manns hafa ný- lega fengið leyfi byggingarnefndar til þess að reisa ný hús, eða bæta við gömul hús hér í bænum. Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 5. Nýr togari kemur í ,dag frá Englandi. Hann er eign íslands félagsins og heitir „Maí“. Skipið er nýsmíðað og hið vandaðasta. Skipstjóri er Einar Guðmundsson frá Nesi. ímynd andbanninga. Mikið mega andbanningar vera hreyknir af því, að eiga aðra eins máls- vara og Björn Iialldórsson & Co. Sbr. svör þeirra til H. S. Ottós- sonar, umdæmisgæzlumanns batm- laganna hér, sem seld voru á göt- um bæjarins í gær. Þær eru ekki óþarfar „skrifstofurnar*. sem taka að sér að semja aðrar eins rit- smíðar 111 i. Etliei kom í fyrrinótt frá Eng- Iandi fullfermd kolum. EiskisMpin. í gærmorgun komu af veiðum: Egill Skallagrímsson, fullfermdur af fiski (92 föt lifrar), Leifur hepni með um 90 föt og Geir með 70 föt; lagði aflann upp í Hafnarfirði. Skonnortan „Elisabeth* kom í gær með saltfarm til „Koí og Salt". Ögróin jörð heitir smásögusafn eftir Jón Björnsson frá Dalvík, sem nýkomið er út. Nafnið er vel valið. Innbrotið í Hljóðfærahúsið. Lögreglan hefir nú haft upp á þeim, sem brutust inn í Hljóðfæra- húsið um daginn. Eru sökudólg- arnir þrír drengir, 12, 9 og 7 ára, og höfðu þeir unnið verkið kl. 3 að degi til. Vafalaust hafa foreldr- ar barnanna betri gát á framferði þeirra eftir þetta. Yeðrið Reykjavík . . ísafjörður . . Akureyri . . Seyðisfjörður Grímsstaðir . Vestra.eyjar . Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir -í- þýðir frost. Loftvog há, hæst fyrir austan land og stígandi. Byrjandi austlæg átt á Suðvesturlandi. í dag. ASA, hiti 7,8. logn, hiti 106. S, hiti 8,0. logn, hiti logn, hiti A, hiti N, hiti 46. 7 5- 8.1. 8.1. merkja áttma. V. K. F. „Framsókn" fer skemtigöngu inn að Lauga- nesi sunnudaginn 6. júnf, ef veður leyfir. Það verður farið af stað kl. 11 stundvíslega frá Lækjargötu 12. Spilað verður á lúðra. Konur hafi með sér nesti. Fjölmennið! Nefndin. Gjöldum til félagsins er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (í Alþýðu- húsinu við Ingólfstræti). — Fyrri gjalddagi var 14. maí. — Lög fél. eru einnig afhent þar. Gjaldkerinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.