Morgunblaðið - 08.02.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ lirliannalðt. 20-30 afsl. Manchesier. Langaveg 40. Simi 804. Reonfrakkar. 20-30|aSsl. Notlð Trawl Doppur - Buxur og Fataefni frá Hlafoss. fllt fslensk vara. )) MaiHiaM & Olsem (( Feugnm með E.s. „Gnllfoss“: Hveitl „Gream of Manitoba” Þetta hveiti er alþekt fyrir gæði. Vjelsmiðia Pieturs Ouðmundssonar Klapparstíg 18. — Sími 1272. Rennismiðja, Eldsmiðja. 99 Fiskimaður 4< Sigurlaun í róðrarkeppni togara- manna afhent í gær. Um hádegi í gær afhehti Morg- unblaðið sjómönnum á „Arinbirni hersi“, þeim, er sigruðu í kapp- róðrinum 21. júní í sumar, sigur- launin. Því miður gátu þeir þó ekki allir verið viðstaddir. Einn þeirra, ÁrnU Jóhannesson, er far- inn af skipinu og er á ,,Draupni“, sem nú er staddur í Englandi. Við- staddir voru einnig auk sjó- mannanna fjögurra Sigurður Ey- leifsson skipstjóri og Sigurður Jónsson stýrímaður á „Armbinpi hersi“, Kjartan Thors framkvstj., Þorsteinn Þorsteinsson skipstj. (f. h. Slysavarnafjelagsins), Valdimar Sveinbjörnsson leikfimiskennari, sem var aðalhvatamaður og drif- fjöðrin í því að kappróðrarmótið var haldið. Ennfremur Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem gert hefir minjagripinn, sem er alveg einstætt listaverk. Athöfnin fór fram í ,Hótel Borg' og hóst með borðhaldi. Að því loknu var gripurinn afhentur. Síð- oii færði Kiartan Tbors öllum kappróðrarmönnuntfm, skipstjóra og stýrimanni að gjöf litla eftir- myhd af gripnum úr gipsi. Var það mjög vel til fallið og er von- andi að útgerðarmenn fylgi fram- vegis dæmi Kveldúlfs um þetta og gefi sigurvegurum sínum slíka gripi til minja. Um „Fiskimanmim“. Það mun hafa verið um miðjan júní í sumar sem leið, að Valdimar Sveinbjörnsson kom til Morgunbl. og spurði hvort það mundi ekki vilja gefa ve'rðlaunagrip, til að keppa um, ef sjer tækist að fá sjómenn af togurum til þess að þreyta kappróður. Morgunbl. hjet því fúslega, en þó með þeim skil- yrðum að það mætti sjálft ráða því hvernig gripnrinn væri, og að harm yrði ekki afhentur fyr en síðar, þar sem tími var Svo nanm- ur til ste'fnu. Felst Valdimar á þetta og eins stjórn Sundfjelags- ins, sem sá um mótið. Og svo var kept um þann grip, sem enginn vissi enn hvernig verða mundi. Morgunblaðinu var þegar ljóst að með slíkum kappróðri var ver- ið að sameina íþrótt og nauð- synlega kunnáttu fyrir sjómenn, þá stjettina, $etai er stórvirknst allra í athafnalífi þjóðarinnar og að enginn gripur væri of góðúr ti! verðlauna. Og þá var því jafn , framt ljóst, að hjer var tækifæri j til þess að gefa íslenskum lista- manni kost á að sýna snilli sína, og gera kjörgrip. íslensk list er enn ung og á við ýmsá örðugleika að stríða, en ef hún nær sambandi við athafnamennina í þjóðlífi voru, þá er henni be'st borgið. Blaðið hafði undir eins angastað á Ásmundi Sveinssyni til þessa verks. En hann var þá erlendis og kom ekki hingað fyr en komið ; var langt fram á sumar. En þegar hann kom, byrjaði hann undir eins á viðfangsefninu. Margar voru hugmyndir hans um það hvernig gripurinn ætti að vera, en að lok- um fæddist hjá honum hin fagra táknmynd, sem hlotið hefir nafnið „Fiskimaður.“ Er það listaverk að frágangi, en þó fremur vegna hug- myndar þeirrar, sem á bak við liggur. Þegar steypa af rismynd þe’ssari var gerð, varð að senda hana til útlanda til þess að fá eirsteypu af henni, því að hjer á landi er það eklti hægt. Drógst þannig í tímann og kom eirmyndin ekki fyr en seint i janúar. Og þannig stendur á því að hún var ekki af- he'nt fyr en í gær. Reglur um „Fiskimanninn“ Þær reglur eru um gripinn, að um hann skal kept einu sinni á ári. Hefir Slysavarnaf jelag íslands tek ið að sjer að sjá um það, og fær það jafnan þann ágóða, sem verð- Ur í hvert sinn, sem kappróður er þreyttur og ætti það að geta orðið því nokkur styrkur í starfi sínu að forða sjó^lysum. Mun það flestra mál, að með þe'ssu móti renni ágóðinn af kappróðrunum til sjómannastjettarinnar, og fer best á því. Slysavarnafje'l. skal setja reglur ium það hvernig kappróðrum verð- | ur hagað framvegis, úrskurðar jhverjum beri sigurlaunin og af- hendir þau. Úlyndin skal ætíð geymd á vegg í stýrishúsi á stjórn palli þess skips, sem fær hana. svo að nota mætti þá í kappróðr- um. Er fjelagi útgerðarmanna vel til þess treystandi að koma þessu í fiamkvæmd. í Lesbók hirtast á morgun mynd- ir af sjómönnunum á „Arinbirni hersi“ er keptu í sumar og enn- fremur mynd af „Fiskimanninum“ Það er vonandi að áhugi sá, er sjómenn á togurum sýndu í sumar fyrir þessari róðrarkeppni, fari vaxandi með ári hverju og vonar ^blaðið að sigurlaunin stuðli að ' því og að það verði metnaðarsök J milli skipanna að hafa þau innan- , horðs hjá sjer — að þeir, sem hafa | fengið gripinn, kappkosti að halda jhonum, en aðrir geri sitt ítrasta til þess að sækja hann í hendur þeirra Trúum vjer ekki öðru en að það þyki sjónarsviftir að því, er hann hverfur úr skipi. Æskilegt væri, að útgerðarmenn ljetu skipum sínum í tje báta, sem sjómenn geta æft sig á. Ætti allir hátarnir að vera nákvæmlrcra r'ins. YmsaMriettir. Fjárhagur Chicago. Þess hefir áður verið getið í út- varpsfrjettum, að borgarstjórnin í Chieago væri í fjárhagsvandræð- um. Hefir þessi atburður vakið hinn mesta ugg um öll Bandaríkin. Seint í janúar bauð horgarstjórnin út 1% miljón dollara lán, til þess að reyna að fleyta sjer yfir me'stu vandræðin, en ekki kom eitt ein- asta tilboð. Þúsundir af starfs- inönnum borgarinnar fengn eklci greidd laun sín í janúar. Atlantshaf sflug. Tveir flugmenn frá Bolíviu lögðu á stað frá Dessau í Þýska- landi 24. jan. á Junkers flugvjel af sömu gerð og „Breme'n11 var. Ætla þeir að- fljúga á henni í nokkrum áföngum vestur um haf til Suður-Ameríku. Fiskmiðarannsókn. í neðri deild breska þingsins hinn 23. janúar lýsti fjármálaráð- herrann yfir því að það hefði verið ákveðið að smíða rannsóknaskip til þess að leita uppi bestu fiski- iniðin, og hjálpa þannig útgerð- inni. Ge'rt er ráð fyrir að skipið muni kosta 80.000 sterlpd. og rekstrarkostnaður þess verði 34.000 sterlpd. á ári fyrstu fimm árin. Þennan kostnað allan her f jármála ráðuneytið. Skipið verður smíðað á skipasmíðastöð flotamálaráðu- neytisins og með því á jafnan að vera æðsti sjókortateiknari þess ráðuneytis. Frá Grœnlandi. Grænlenska stjórnin hefir gefið út eftirfarandi frjett frá Græn- landi í desemhermánuði: 1 sunnanveiðu Grænlandi hefir frostið verið um 10 stig að meðal- tali og eins í GóSvon. T Góðhöfn kyngdi niður snjó um jólaleytið og voru horfur góðar um ísalög en aðalveiði Grænlendinga á vetrum er á ísi, Þar hafði einnig veiðst vel, en í Suður-Grænlandi var veiði lítil I Angmagsalik hefir verið um- hleypingasamt og engin lagís getað myndast. í Scoresbysundi voru hvassviðri allan mánuðinn og stund um ofsarok, sem brntu upp allan lagísinn, svo aö þar hefir ’sama sem ekkert veiðst. En mikill liafís hefir sjest úti fyrir, bæði frá Ang- magsalik og Scoresbýsundi. Heilsu- far hefir verið gott. Nýtt Svínakjöt. Verslnnin Hiðt k flskur. Baldursgötu. — Sími 828. Regnkðpnr dðmn faHegir litir. Kegnhlifar, ódýrar. Regnhattar. Verslnn Torfa G. Þðrðarsonar. Kelkningar ti' Hótel Borg verða hjeðan af eingöngu greiddir 2. og 3. dag hvers mánaðar, nema sjerstaklega sje um samið. lób. lósefsson. ernr, Vínber, Bananar, Epli, Appelsínnr. li Simi 2301. Skemtun verður haldin að Kljeberfli á Kjalarnesi i dag (laugar- dag 8. febr.) kl. 10 e.m. Bílar fara frá Litlu BílstSðinn kl. 9 e. m. Hnnið A. S. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.