Morgunblaðið - 04.03.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1930, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 4. mars 1930. a 6 islenskur og erlendur málstaður Stjórniu ver erlendan málstað nm enska lánið. Sjaldan hefir það fcomið betur í ljós, hvað aumlegir menn sitja nú í stjórn landsins, en þegar lán- .tökuheiinild stjórnarinnar var til 3. umræðu í neðri deild fyrir nokkru. Fjármálaráðherrann stóð uppi, eins og hann e'r vanur þegar á reynir, úrræða- og mállaus, og forsætisráðherrann óvirti þann virðulega se'ss, sem liann skipar, með flani sínu og fljótræði. Eftir að Sjálfstæðismenn höfðu um stund krufið f jármálaráðherr- ann sagna um það, hvað stjórnin hefði gert til þess að leita láns- tilboða, án þess að fá svar, og hvernig hann ætlaði nú að komast út úr öngþveiti því, sem hann og samherjar hans eru búnir að koma landinu í, bar á góma enska lánið, sem tekið var 1921. Var vist til- gangurinn sá, að beina athyglinni frá vesaldómi stjórnarinnar me'ð því að' vekja upp gamla drauga, og var helsti draugurinn gamla þauf- io um það, hvort tolitekjur lands- ms hefði verið „veðsettar“ 1921. Magnús Guðmundsson varð til andsvara og setti niður þennan gamla draug með nokkrum orðum. Sagði hann eins og rjett var, að í lánssamnmgnum væri tilskilið, að tolltekjur landsins mætti ekki veð- setja öðrum, meðan lánið væri ó- greitt, og mætti öllum ve'ra það' ljóst, að það væri alt annað en veðsetning. Enda væri það skýrasta sönnun þess að hjer væri ekki um veðsetning að ræða, að við hefðum óhindrað ráðið allri tolllöggjöf okk ar síðan og mundum gera hjer eft- ir, fyrir þessu láni. Fjármálaráðherra hafði borið' fram þá íirru, að raunverulegir vextir af enska láninu væru 10% eða meira. Rak Magnús þetta ofan í hann. Vextir væru 7%, þvi þó að afföll hefðu verið við útborgun lánsins, þá kæmi þar á móti geng- ismunur, sem gerði fullkomlega að vega móti þeim afíöllum, svo að raunverulegir vextir væri sist hærri, en frekar lægri en 7%. Nú var forsætisráðherra nóg boð ið. Rauk hann upp í Stjórnarráð og kom aftur með tvö plögg, sem hann kvað vera þýðing á samn- ingnum um enska lánið'. Var annað þýtt af löggiltum skjalþýðanda en hitt af „einum merkasta lögfræð- ingi landsins“. Seinna kom hann svo með eitt af skuldabrjefum þeim, sem boðin voru út. En hvern ig sem hann las og las kom vitan- lega aldrei annað út en þetta sama, að þau höft sjeu lögð á tolltekj- urnar, að • e'kki megi veðsetja þær öðrum. Tóku þeir ofan í forsætis- ráðherra Magnús Guðm., Ólafur Thors, Jón A. Jónsson og sá sem þetta ritar, en hann brýndi raust- ina, veifaði blaðinu og tönnlaðist á þessu sama sí og æ. Var ýmsum á pöllunum sýnilega skemt, e:n öðrum sýndist miður getast að' þessúm skrípaleik úr forsætisráð- herrastól. Fn annað er þó alvarlegra — sorglegra — í þessari framkomu. Sjálfur forsætisráðherra landsins gerist hje'r til þess að teygja orða- lag, sem er dálítið óljóst, teygja það og tffga í vil erienduci kröfu- höfum, teygja það á þann veg, sem mest má verða landinu til skaða og skammar. Sendiherra landsins, Sveinn Björnsson, sem var mikið við þessa lántöku, hefir lýst því, hvað eftir annað, að lijer sje' ekki um neina vcðsetning að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins halda því sama fram. En fyrirsvarsmaður landsins út á við, íorsætisráðherr- ann, gerist svo óþarfur landi sínu, að hann .hamast í því að telja öll- um trú Um að erlendir menn eigi veð í tolltekjum landsins, og það til þess eins að svala lítilmannlegri heift sinni til andstæðings. 1 öllu er stjórn vor á eina bók- ina lærð. Hún e'r ranglát í vali starfsmanna, andvaralaus um vel- ferðarmál þjóðarinnar, gálaus i fjármálum, úrræðalaus þegar að kreppir. Og nú gerist forsætisráð- herrann málsvari erlenda málstað- arins. Andstöðuflokkur stjórnar- mnar verður að verja sóma lands- ins fyrir aðkasti forsætisráðherr- ans. ------- t Hvað er nú um þetta enska lán að segja? Tímamenn hafa jafnan notað það eins og einhve'rja ógur- lega grýlu. Telja þeir að því ein- hver mestu lánstraustsspjöll á er- lendum markaði og lánið hafa orð- ið landinu óhagstæðara en nokkurt annað' lán, sem tekið hafi verið utanlands. Er nú þetta sannleikur eða Tímasannleikur ? Á þingi 1921 var lagt mjög fast að stjórninni að taka erlehdis stór- lán, og varð löggjöfin um íslands- banka til þess að herða á þeim kröfum. Magnúsi Guðmundssyni var óljúft að taka lán eins og þá stóð á. Markaðurinn var erfiður og auk þess var leitt að þurfá, strax eftir fullveldisviðurkenning- una að leita á náðir Dana um stór- lán. En þingið var einráðið í ajð frra fram á þetta, enda varð ekfci komist lijá því vegna löggjafarinh ar um Islandsbanka og fjárhagS- örðugleikana yfirleitt. ‘Var lánS- heimildin samþykt i einu hljóði 'í báðum deildum. Fram að þessum tíma hafði ekki verið farið út fyrir Danmörku um lán til íslands, enda ekki litliir örðugleikar að brjóta nýjar leiðír i þessum efnum. Landið óþekkt að mestu og hnattstaða þess, fámenni og fátækt alt til samans vel til þess fallið að vekja rótgróna ótrú og vantraust fjármálamanna á því, að hætta fje sínu í lán á íslandi. En samt fór nú sv , að leitað var til Englands um þe'ssa lánveit- ing, og tókst þá í fyrsta sinn að opna enska peningamarkaðinn handa íslandi með 500.000 ster- lingspunda láni. Þegar litið er á allar aðstæður var ekki þess að vænta að hjer gæti verið um sjer- lega hagstætt lán að ræða, Á það' varð að líta sem fyrstu tilraun, og þetta, að opna enska peninga- markaðinn var svo mikils virði, að miklu var fórnandi til þe'ss að sú tilraun mistækist ekki. — Þrátt fyrir alla þessa örðugleika var lánið með sömu kjörum eins og Norðmenn urðu að Sæta um sömu mundir. Var lánið með 7% vöxtum og 16% afföllum, tekið til 30 ára, en mátti endurgreiðast eftir 10 ár að fullu. En af því að hjer var um al- veg óþekktan lántakanda að’ ræða, þótti þeim, sem lánið veittu, nauð- synlegt að áskilja, að ísland ve'ð- setti ekki neinum öðrum íánar- drottni sínum tolltekjur sínar meðan lán þetta væri ógreitt. Þetta var að vísu leiðinlegt skilyrði, og Magnúsi Guðmundssyni var þvert um geð að þurfa að hafa nokkurt slíkt ákvæoi í samningnum. En þegar hann hafði fengið skýlaus- ar yfirlýsingar um, að hjer væri ekki um veðsetning að ræða, og að ekki væri litið á þetta sem veð- setning, ljet hann þó tilleiðast að samþykkja lántökuna, og hafði með því opnað íslandi þá leið til lántölíu, sem var ómetanlega mik- ils virði. Það er því svo fjarri því, að enska iánið 1921 spilti lánstrausti fslands í Englandi, að það opnar fyrst leiðina til þessa peninga- markaðs. Hverju var að spilla, þar sem ekkert var fyrir? Hitt er annað mál, að þeir sem lán veita, halda auðvitað fram sínum mál- stað. Þeir vilja fá sem hæsta vexti af fje sínu, og nota alt til þess að færa ástæður fyrir því. Verður þá fyrir þeim þetta lán frá 1921. Og byr undir báða vængi fá þessar raddir við það, að íslendingar sjálfir, og það sjálf stjórnin, básúnar þáð út um all- ar jarðir, að lijer sje um ókjör að ræða í vöxtum og veðsetning á tolltekjum. Gerist stjórnin með þessu sinn eigin böðull þegar hún á nú að fara að leita fyrir uin möguleika fyrir því stærsta rílcis- láni handa íslandi, sem nokkru sinni hefir verið tekið. En verst er að stjórnin skuli um leið ger- ast böðull á þjóðina, atvinnuvegi liennar og skattþegna með þessu ábyrgðarlausa athæfi sínu. Það' er ekki enska lánið, he’ldur gálaus meðferð á því, sem spillir láns- trausti landsins í Englandi. Ánnars er það undarlegt, að nú, árið 1930 skuli vera til menn sem eru svo heimskir að halda, að slíkar sögur sem þessi, um láns- traustsspjöll af völdum enska lánsins 1921 dugi. Þess háttar var hægt að bera á borð, þegar lán þetta var nýte'kið, og .því alt í óvissu um framtíðina. En nú sýna svona lygasögur ekkert annað en heimskuna við hlið illgirninnar hjá Tímamönnum. Því að reynsl- n er margbúin að' hrekja þetta. Síðan 1921 hafa lántökur í Eng- landi farið fram, og góð kjör l'engist. Landsbankinn tók lán árið 1924, 200.000 sterlingspund með ábyrgð ríkissjóðs. Á því voru sæmileg kjör. Bankarnir hafa báðir haft stöðug viðskifti bæði við Hambrosbanka og að minstá kosti Landsbankinn líka við Barc- loýs banka. Þá má nefna lánið hjá National Citybank New York 1927 2.000.000 dollara eða um 9 miljónir króna.- Það var með sæmile'gum kjörum (5i/2%), þó að ekki þætti þörf á að nota það nenia að litlu leyti og slcamman tíina. Þá voru iog lánin handa veðdeildinni, 1926 og ’27 með mjög góðum kjörum. Alt þetta sýnir og sannar, að þáð ’er ekkert annað en skrök og rógur, að hvar sem leitast sje í'yrir um lán, mæti manni jafnan i essi Grýla, enska lánið 1921. Eða, ef svo er, að það sje efcki ósatt, j á er það fyrst þessi síðasta og Versta stjórn, sem hefir rekið' sig svo óþyrmilega á þetta lán. Og kannske það sje af því, að þeir sjálfir sje að breiða það út, svo utan lands sem innan, að enska lánið hafi verið te'kið með þessum niiklu ókjörum? Þeir eru þá að reka sig á sinar eigin dylgjur, og er það reyndar ekki í fyrsta sinni, ?.ð óþarfir menn reka sig á sín eigin handaverk. Forsætisráðherra hefir nú veif- að skuldabrjefinu framan í menn og lágt fram alt í málinu, sem styður málstað erlendra kröfu- hafa og erlendra rógbera um veð- setning tollteknanna. Væri nú til ofmikils mælst að biðja hann að Jeggja fram og birta það í málinu, sem styður íslenska málstaðinn? Eru ekki til símskeyti frá sendi- herra vorum frá þvi er hann var að vinna að þessari lántöku? í umræðum málsins lýsti Magnús Guðmundsson því yfir, að sendi- herra hefði sent símskeyti um það, að hjer væri ekki um veðsetning að ræða, og verður nú að krefjast þess, að þessi símskeyti og aft sem styður okkar málstað, komi fram. Og svo verður að krefjast þess, að stjórnin hætti að baknaga sína eigin þjóð, og ganga í lið með þeim mönnum, sem halda þvi fram að íslendingar hafi gengið í hóp óreiðuþjóða með lántökunni 1921. M. J. Frjettír vfðsvegar að. Af Langanesströnd. 12. febr. FB. Harðindi og fjárpest. Telja má að tíðin hafi verið sæmilega góð fram yfir hátíðarnar oítast þítt og snjóljett lengst af. En upp úr nýárinu gekk i sífeldar norðan og norðaustan stórhríðar með frosthörkum og mikilli fann- komu. Setti þá niður svo mikinn snjó, að slíkur mun ekki hafa kom ið hjer í tólf ár. Urðu menn að' taka hverja skepnu í hús, því að algerð jarðbönn urðu á öllum bæj- um í sveitinni. Voru meim lítt und ir þetta búnir og gripahús víða í ólagi. Nú er tíðin aftur farin að batna og snjórinn mikið farinn að síga, en þó er viðast hart til jarð- ar enn. — Talsvert hefir borið á bráðafári i fje síðan farið var að hýsa. Maður ferst. Rjett eftir hátíðirnar í vetur fórst unglingspiltur, um tvítugt, frá Völlum í Þistilfirði. Slysið vildi þannig til, að pilturinn var að fylgja telpu til næsta bæjar, að Borgum. Leið þeirra lá eftir fjörum, en fyrir ofan e'ru há og brött björg og margir forvaðar ao fara fyrir. Piltinum og telpunni gekk ferðin að Borgum vel, enda þótt talsvert brim væri og yont veður. En er þangað kom vildi pilt urinn ekki staldra við og lagði [xgar af stað heim á leið aftur. Mun þá talsvert hafa verið farið' að skyggja. Pilturinn kom ekki hejm um kvöldið Og var því farið að leita hans um morguninn, en þá fanst likið sjóre'kið í fjörunum. Brimið mun hafa gengið í björgin og skolað piltinum út með sjer, en skilað honum aftur upp í fjör- urnar, drukknuðum. Pilturinn hjet Kristján, sonur Þorvalds bónda á Völlum. Kristján heit. var efnileg- astur barna foreldra sinna, vel lát- inn og góður unglingur og ágætur verkmaður. Hann var bróðursonur Jóns Guðmundssonar frá Garði í Þistilfirði. Litla telpan, sem hann var að fylgja, mun hafa verið frænka hans. Hafði henni verið komið fyrir í slcóla á Völlum, en lienni leiddist svo mikið, að Krist- ján varð að fylgja henni heim þennan dag, og kostaði það hann lífið. Eldsvoði. Um jólaleytið kom upp eldur í læknisbústaðnum á Þórshöfn. Eld- urinn náði töluverðri útbreiðslu, en tjónið mun hafa orðið tiltölu- lega minna. Furðuljós. Frá Gunnólfsvík sáust mjög ein- kennileg ljósmerki á himninum á jólanóttina. Voru þau einna líkust „kast“-ljósum,- sem brugðið er upp sem snöggvast. Ljósmerki þe'ssi sá- ust hvað eftir annað. Þau voru í suðvestri. Þátttaka í Alþingishátíð. Hjeðan úr Skeggjastaðahreppi liafa nokkrir menn pantað tjald- rúm á Þingvöllum næsta sumar meðan á Alþingishátiðinni stendur. Sími að Gunnólfsvík. Hreppsnefndin hjer hefir fengið tilkynningu um, að sími verði lagð ur til Gunnólfsvíkur næsta sumar. Fiskur við Langanes. Enskir botnvörpungar hafa sagt mikinn fisk hjer út af Langane's- inu í allan vetur fram að hátíðum, en síðan segja þeir fisklaust með öllu, enda munu þeir nú flestir farnir suður fyrir land. Heilsufar. Hettusótt er á einum bæ í sveit- inni, fluttist með manni sem kom ft-á Reykjavík. Annars er heilsu- far manna gott og almelin vel- megun. Þórshöfn, FB. í febr. Ódæma fannkoma. Alt fram að áramótum var hin besta tíð og gekk sauðfje og hest- ar alsstaðar sjálfala. En upp úr nýári fór að versna tíð og tóku þá flestir sauðfje á hús. Kringum 9 jan. gekk í stórhríðar með fá- dæma fannkomu, svo nær varð ófært bæja milli. Tóku þá nær allir bændur sauðfje og hesta á fulla gjöf. Fiskafli. N\lega reri vjelbáturinn Gylfi frá Þórshöfn og felck um 3 skpd. Álitið er að nægur fiskur hafi verið við Langane's í vetur. Húsabyggingar. Allmörg hús voru bygð hjer í sveitinni síðastliðið sumar. Guð- mundur Sigfússon útgerðarmaður bygði stórt og vandað íbúðarhús úr steinsteypu hjer. Einnig bygði Zophonías Pjetursson lítið íbúðar- hús úr steinSteypu á Þórshöfn- «g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.