Morgunblaðið - 08.04.1930, Side 5

Morgunblaðið - 08.04.1930, Side 5
Jóhannes Nordal áttræðnr !___ 1 dag e'r Jóhannes Nordal fram- kvæmdarstjóri ísfjelagsins við Faxaflóa áttræður. Af því að stofn tin sú, sem þessi merki maður hefir veitt forstöðu fullan mannsaldur, hefir ve'rið einn þátturinn í vax- andi verklegri menning Reykvík- inga á síðustu áratugum, þykir vel hlýða að geta hjer nokkurra helstu æfiatriða hans og starfsemi í þarfir fjelagsins. Jóhannes Nordal er fæddur í Kirkjubæ í Norðurárdal í Húna- vatnssýslu 8. apríl 1850. Voru for- eldrar hans Margrjet Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Foreldrar Guðmundar, Ólafur Jónsson og Sig ríður Guðmundsdóttir, voru hæði Eyfirðingar að uppruna. Óla,fur var lengi ráðsmaður hjá Stefáni amtmanni Þórarinssyni á Möðrm völlum og þótti afburða söngmað- ur á sinni tíð. En Sigríður var dóttir Guðmundar Rögnvaldsson- ar í Fornhaga í Hörgárdal, systir Vatnsenda-Rósu og Jóns á Kraka völlum, föður síra Jóns Norð- manns á Barði í Fljótum. Þegar Jóhannes var 6 ára, dó Guðmundur faðir hans, en Mar- grjet móðir hans bjó eftir missi manns síns í Kirkjubæ. Var hún mikil búkona og annáluð fyrir hjálpsemi og gestrisni, þó að oft væri þröngt í búi hjá henni, þar se'm efni voru ekki mikil, en börn- in mörg, 9 að tölu, og þau elstu nýlega fermd, þegar Guðmundur ljetst. Vann Jóhannes alt það hann mátti frá barnæsku, en við- urværi var oft af skornum skamti, einkum á vorin. Þegar hann var 17 ára, fór liann heiman að til Ólafs Jónssonar, frá Helgavatni, veitingamanns á Skagaströnd. Var hann þá fremur kraftalítill, en tók nú að þroskast, svo að hann varð .sinám saman með gildustu karl- mönnum til burða. Tamdi og Ólaf- ur hann mjög við áræði og harð- fengi. Ganga enn ýmsar sögur af svaðilförum þeirra Jóhannesar. Er sögukorn það, er nú greinir, eitt af þeim. Síðla vor, annað árið, sem Jóhannes var á Skagaströnd, reru þeir Ólafur seint um kvöld tveir á bát til fiskjar. Flóinn var full- ur af íshroða, og var milrið rek á ísnum, því að straumar eru þar nifklir. Þegar þeir komu Út í ís- inn, stekkur Ólafur upp á jaka og ætlar að dorga þar, en Jó- hannes var í bátnum. Rjf'tt á- eft- ir springur jakinn og fer Olafur á kolsvarta kaf. Hann var ineð öllu ósyndur og þungúr í vatninu, því að hann var í bússum mikluni, en þó skaut honum upp aftur miili jakabrot.'.nna. V?i þá Jó- liannes við búinn meö aðra ár ina og gat koir.ið. blaðinu til Olafs <yr dregið hann að biinum. Oft var þaó, að flótnu* r.áll' liyita fuilrir af síld, ’og ie:í þorsk- urinn þá ekki við aunari beitu. En síldarnet vorn þá engin til og eng'in ráð að ná í síldina. Reyncfj Ólafur stundum að skjóta hana, en gekk illa. Var það he'lst að þeir gátu náð síld inr.an úr stór- um þorskum, er hofðu gleypt hana í heilu lagi, og brást ekki t'iskur meðan sú beita entist. Frá Ólafi fór Jóhaunes eit v tveggja ára vist til Jónasar Guð mundssonar hálfbróður síns, er hjó að Eyjólfsstöðum í VatnsdaJ, Þav var hann 18 ár, og jafnan hrjóst og skjöldur fyrir húi og heimili bróður síns, en hugsaði lítt um sinn eiginn hag. Til marks um það er smásaga þessi: Jóhannes Nordal. Frostaveturinn mikla 1881 veikt ist dóttir hjónanna á Eyjólfsstöð- um mjög liættulega, svo að virja þurfti læknis. En engin tiltök voru að senda mann eftir lækni í 25 stiga frosti, roki og ófærð svo mikilli, að ókleift var að konia við hestí. En vegalengdin frá Eyjólfsstöðum til læknisins, er bjó á Klömbrum, mun vera alt að 40 km. Jóhannes sá, að hjer þurfti skjótra aðgerða við, e'f barninu skyldi lífs auðið, og segir við Jónas bróbur sinn: Jeg fer og læt auðnu, ráða, hvernig reiðir af. Því næst stje hann á skíði sín 'og hjelt á stað. Þegar hanu kom móts viö fjitln-Borg, var hríð- in svo svört, að vart sáust handa- skil, og Jóhannes auk þess lítt vegvís, liafði aldrei komið að, Klömhrum. En nokkru síðar rof- aði eitthvað lítið til, og lejiti hann ]>á á fjárliúsþaki á túninu á Klömbrum og kömst loks eftir all-langa útivist til bæjar. I tvo daga var hann þar veður- teptur, en komst á ]jriðja degi heim aftur að Eyjólfsstöðuin með la'kninn, er tókst að bjarga lífi .stúlkiuinai'. Er hún nú liúsfre'yja á Eyjólfsstöðuni. Júlíus sál. lækn- ir Halldórsson liafði bæði fýr og síðar orð á því, að engum manni, sem úti hefði verið í því aftaka veðri, líefði hann hugað líf.*) Systkini Jóhanneftar höfðu flest öll flutst til Vesturheims, og eru fjögur ]ieirra enn á lífi, þar á meðal Sigríður rúmleg'a itiíræð. Þau'liöfðu teltið sjer ættarnafnið Nordal ]^ar vestra eftir átthög- um sínum, og það nafn tók -Tó- hannes sjer einnig, er hann flutt- ist til Kanada sumarið 1887. Það ár var all-hart á Norðurlandi, í Múlasýslum og á Vestfjörðum. í Húnavatns-' og Slcagáfjárðarsýsl- um er talið, að fállið hafi og far- ist það ár 20 þösundir sauðfjár, 600 hi’.oss og 140 nautgripir. „í sumarmálakastinu rak hafís að Norðurlandi, og hjelst hann þar *) Flest af því, er hjer hefir verið sagl að framan af uppve'xti og æskuárum Jóliannésar, hafa 2 valinkunnir og skílorðir menn skýrt höf. frá, og kann hann þeim bestu þakkir fyrir það. á reki inn og út fram yfir höfuð- dag“. Þetta vondá árferði og óár- ah, sem af því leiddi, mun hafa valdið ]>ví, að Jóhannes Nordal fór til Vesturheims og margir aðr- ir í þann muiid til þess að höndla hamingjuna. Dvaldist hami í Ame'- ríku 7 ár, í Selkirk og 'Winnipeg, og fjekst þar við ýms störf, smíð- ar, fiskveiðar og vöruflutninga á Winnipegvatni o. fl. Ekki tók hann jörð til ræktunar, heldur liafði jafnan hug á að hverfa til íslands, því að hann undi sjer lítt í útlegðinni. Lausn arstundin rann upp fyr en varði, þegar Tryggvi bankastjóri Gunnarsson bar upp á fundi í Verslunarmannafjelaginu í Rvík, 15. september 1894, tillögu um að kjósa 5 manna ne'fnd til þess að láta í ljós álit sitt um það, að koma. upp ísgeymsluhúsi hjer í bæ. Tiillögunni var tekið vel, og í nefndina voru kosuir þeir Tr. Gunnarsson bankastjóri, Guð- brandur Finnbogason konsúll, M. Johannesen kaupmaður, Björn ritstjóri Jónsson og Helgi kaupm. Helgason. Viku síðar var álit nefndarinnar lagt' fyrir fund í fjelaginu. Nefnd- in var eindregið því fylgjandi, að þegar skyldi hafist handa til .að koma málinu í framkvæilld, þar sem líkle'gt væri, „að þetta fyrir- tæki gæti orðið til gagns fyrir marga, einkum fiskiveiðamenn* ‘. Þá leggúr nefndin til, að hið væntan- lega fjelag fái mann, er starfað hafi við íshús og frysti erlendis, til þess að veita húsinu forstöðu og kenna mönnum að frysta. Loks gerir nefndin ráð fyrir, að stofn- fje fjelagsins me'gi ekki vera minna en 8—10 þús. ltr., og get- ur þess, að stjörn Landsbankans hafi lofað að leggja fram til fje- lagsstofnunarinnar alt að 45 þús. kr. úr varasjóði Sparisjóðs Rvík- nr gegn 45 þús. kr. frá hluthöf- imi. Nefndinni telst liæfilegt, að verð hvers hlutabrjefs sje 50 lcr. — Nokkru síðar var kosin 3ja manna nefnd til þess að undir- búa stofnun fje'lagsins og semja frumvarp til laga fyrir það. Loks var fjelagið stofnað þ. 5. nóvemher 1894 og hlaut þá nafnið „ísfjelagið við Faxaflóa“. A fundinum gat Tryggvi Gunnars- son bankastjóri þess, að hingað væri kominn, að sinu undirlagi, íslendingur frá Manitoba, Jóhann- es Guðmundsson Nordal, er hefði vanist öllum athöftmm við ístöku og ísgéymslu, væri trjesmiður o. s. frv.“. Vildi hann leggja það til, að stjórn fjelagsins rjeði hann í sína þjónustu með 1000 kr. árs- launum; ferðakostnað liingað færi hann e'kki fram á að fá endur- goldinn' ‘. Eins og menn verða að kannast við, voru launakjörin til að hyrja með elcki sjerlega glæsilég. En J-óhannes mun þegar hafa sjeð, að hjer var ærið verk að vinna, og ef til vill rent grun í, að hann vau-i, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, kominn hjer á rjétta hillu. Það ber og vitni um ósjerplægni þá, sem hefir fylgt honum um dagana, að hann vikur ekki einu orði að því við liinn væntanlega formann fjelágsins, að fá ferðakostnað sinn endurgreiddan. Skömmu síðar var hann ráðinn í'ramkvæmdarstjóri fj^lagsins. — Tilkynning um veiðileyfi og söltunarleyfí. AlJir þeir, sem á árinu 1930 ætla sjer að veiða síld til útflutninga verða fyrlr 15. maí næstkomandi að hafa sótt nm veiðileyfi til Síldar- einkasölu íslands á Akureyri. Hverri umsókn fylgi silríki fyrir því að framleiðandi hafi tök í að veiða þá síld, sem hann óskar veiðileyfis fyrir. Skal í því skyni tilgreina nöfn og tölu þeirra skipa og bátar er nota á til veiðanua, og hver veiðitæki þeim er ætlað að nota. Uiu- sækjandi tilgreiui og aðra aðstöðu sína til véiðanna, eftir því sfem framkvæmdarstjórn einkasölunnar krefst. Ef umsækjendur óska eftir að leggja síldina upp' til verkunar á ákveðnum stað, skal það fram tekið í umsókninni. Þeir, sem óska að taka að sjer söltun og kryddun á síld við Siglufjörð og Eyjafjörð, eru einnig ámintir um að géfa sig fram við Síldareinkasöluna fyrir 15. maí, og tilgreina aðstöðu sína til verkunar. Bæði veiðileyfi og söltunarleyfi verða tilkynt hlutaðeigendum syo fljótt sem anðið er. Skipaeigendum ber að tilkynna Síldareinkasölunní tafarlaust, ef þeir hætta við að gera skip sín út á síldveiðar, eða óska eftir að skifta um skip. Sje skipið ekki komið á veiðar 1. ágúst, felTur veiðileyfi þess niður, nema sjerstakt leyfi sje fengið til, að það megi byrja veiðarnar síðar. — Söltunarleyfi telst niður fallið, ef leyfishafi hefir ekki gert skriflegan samning um söltunina fyrir 1. júlí. Yeiðileyfi verður að eins veitt eiganda skips éða þeim er hefir sannað umráðarjett sinn yfir skipinu yfir síldarvertíðina. P.t. Reykjavík, 2. apríl 1930. Fyrir hönd útflutningsnefndar Síldareinkasölu íslands. Irllngur Frlðlðnsson. Bttkunardropar Samkvæmt reglugerð um sölu áfengis til verklegra nota frá 3. mars 1930 selur Áfengisverslun ríkisins ei» kaupmönnum, kaupfjelögum og þeim sem bökunariðn stunda bökunardropa sem innihalda spíritus yfir 2*4%.. Til kaupmanna og kaupfjelaga eru bökunardroparnir afgreiddir í 10, 20 og 30 gr. glösum. Til brauðgerðarhúsa á % 1. % 1. flöskum. Verðið er lægra en heildsöluverð samskonar vöru hefir verið áður hjer á landi. Aðeins notuð fyrsta flokks efni, leyst upp í hreinum- vínanda. Greiðsla fylgir pöntun nema þegar um póstkröfusend- ingar er að ræða. Áiengisverslnn ríkisins Reykjavík. „PÓLITDR" Samkvæmt reglugerð um sölu áfengis til verklegra nota frá 3. mars 1930, flytur Áfengisverslun ríkisins eih inn allan Pólitúr, og selur hann beint til þeirra sem á honum þurfa að halda. Venjulegur 20% pólitúr kostar kr. 5.00 pr. kg. Ljós 20% — — — 6.50 — — Greiðslur fylgi pöntun nema sent sje gegn eftirkröfu. Áfengisverslnn rikisins Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.