Morgunblaðið - 29.07.1930, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
l
Hugltslngadagbök
wmmL
Afskorin blóm Og plöntur í
pottum. Hellusundi 6. Sími 230.
Töðu og úthey, hestahey og
stör, sel jeg í sumar með lágu
verði. Þeir sem pantað hafa hjá
mjer hey og aðrir sem kunna
að vilja kaupa hey eru beðnir
að láta mig vita hvenær þeir
óeka að fá það, annað hvort að
„Hlöðum" við ölfusá eða Lauga
veg "73, sími 12. Gunnar Sig-
urðsson.
SCOTT's heimsíræga
ávaxtasnlta
jafnan lyrírliggjandi.
I. Brynjólisson & Kvarau.
Ðagbók.
Sokkar, Sokkar, Sokkar, frá
prjónastofunni „Malin" eru ís-
-íenskir, endingarbestir. og híýj-
•stir.
<Á Taoað. — Fundið. V
!¦—mmb—ba— nm— "
— Lítill pakki með hvítum
hönskum og tveim pökkum af
talcum tapaðist frá Grundarstíg
24 að Tjarnarbrú. Skilist gegn
fundarlaunum á skrifstofu Kol
& Salt.
<
Visanm.
Duglegur kaupamaður ósk-
a#t. sími 12. ____________
10 saumastúlkur vantar nú
þegar. Guðm. Sigurðsson klæð-
skeri, sími 377.
<
H ú s n æ ð i
Herbergi til leigu við tjörn-
ina. Uppl. í síma 674 eftir kl.
T síðd.
3—4 herbergi og eldhús vant
w mig 1. október. Sigurður Þor-
steinsson, Laufásveg 8. Sími
1670. —
Nýkomið
„Kayser"
kvensilkisokkar,
fást aðeins hjá okknr.
Vðruhúsitf.
flllskonar skrúfur
nýkomnar.
Vald. Ponlsen
Sími 24. Klapparstíg 29.
statesmin
or stóra orðið
kr. 1.25
á norðið.
Veðrið (mánudagskv. kl. 5) :
Vestan við Bretlandseyjar er
nærri kyrstæð lægð, sem veldur
norðan átt, fremur hægri, á haf-
inu sunnan við Irland. Hjer á
landi er áttin yfirleitt mjög
hæg, og stendur vindur víðast
af hafi (hafgola). Hefir víðast
verið það veður í dag, og bjart
u'm alt V-land og austan til á
N-Iaíidí. Hííisvégár ér þoka úti
fyrir V-lafldi, Hitinh ér1 9—12
st. norðánlands og 11—14 st.
á S-landi.
Veðurútlit í Rvík í dag: V
eða NV-gola. Úrkomulaust en
sennilega skýjað loft.
Skemtiför verslunarmanna.
Eins og áður hefir verið getið
fara verslunarmenn skemtiför
upp í Borgarfjörð um helgina.
Þeir, sem vilja fá að vera með
í þeirri för, eru ámintir að út-
vega sjer farmi^a hið allra
fyrsta.
— VífiIsstaOaflugvjelin flaug
hjer yfir bæinn í fyrrakvöld.
Sigurður Jónsson stýrði henni.
Síra ólafur Ólafsson frí-
kirkjuprestur kom heim í gær-
kvöldi úr ferðalagi um Borgar-
fjörð.
James C. östergaard heldur
fyrirlestur á dönsku í K.R.-hús-
inu annað kvöld kl. S1/^- Ætlar
fyrirlesarinn að tala um Mor-
mónatrú. Aðgangur er ókeypis.
Nýjar símstöðvar. — Fyrir
nokkrum dögum voru opnaðar
þessar landsímastöðvar: Ána-
staðir, Sauðdalsá, Illugastaðir,
Tjörn, Hindisvík og Ósar (allar
á Vatnsnesi), Reykholt í Reyk-
holtsdal, FosshóII, Fremstafell,
Halldórsstaðir, Ystafell, Garðs-
horn og Þóroddsstaðir (allar í
Köldukinn) og Svínhólar í Lóni.
Skemtifór K. F. U. M. og K.
F. U. K. — Það var sólskin og
blæjalogn þegar togarinn Geir
sigldi fánum skreyttur út úr
höfninni á sunnudagsmorgun-
inn Rúmlega f jögur hundruð f je
lagar úr K. F. U. M. og K. F.
U. K. voru komnir á skipsfjöl
til að sigla upp í Hvalfjörð og
halda svo þaðan í Vatnaskóg.
Um hádegið var komið í skóg-
inn. Þar var sjera Friðrik ásamt
nókkrum öðrum „útilegumönn-
um". Tóku þeir hópnum opnum
örmum og veittu kaffi og alls-
konar kræsingar. Á þessum slóð
um á K. F. U. M. skógivaxna
landspildu. Þar eru nú ágæt
tjöld og skýli, sem drengir hjeð
an úr bænum dvelja í, hópum
saman í sumarleyfi sínu. Og í
náinni framtíð á þarna að rísa
einhver sá fegursti og besti
drengjabústaður á landinu. Þeg
ar allir höfðu snætt og skoðað
skóginn var farið í ýmsa leiki.
Og nokkru áður en haldið skyldi
aftur til strandarinnar safnaðist
fólkið saman til guðsþjónustu
við tjaldbúðirnar. — Kl. 8 um
kvöldið var svo haldið heim.
Mikið var sungið á heimleiðinni,
og sjóveiki þektist ekki. Þegar
komið var heimundir eyjar, tal-
Avextir
nýir og niðursoðnir ódýrastir
Versl. Foss.
aði sjera Bjarni nokkur orð um
þá gleði, sem drottinn hafði
veitt okkur þennan indæla dag.
Að því búnu voru sunghir nokkr
ir sálmar og um leið og rent var
að hafnarbakkanum sungu allir
þjóðsönginn.
Viðstaddur.
Sly«. í fyrradag varð lítil
stúlka fyrir bifreið inn á Lauga-
vegi. — Tvær telpur voru að
hlaupa þar fyrir húshorn, en þá
vildi svo til að hundur kom á
mótí þeim og varð yngri telpan
hrædd og sneri við, en í sama
bili kom bifreið með miklum
hraða inn Laugaveginn, varð
telpan fyrir bílnum og var bor-
in meðvitundarlaus burtu og
lögð á spítala.
U. M. F. Velvakandi fer
skemtiför í Surtshelli 1. Ágúst
kl. 8 e. h. Þátttaka tilkynnist
ekki síðar en á miðvikudag.
Höfnin. Resolute, ^kemtiskip-
ið þýska fór hjeðan'í fyrramorg
un áleiðis til Svalbarða. Norsk-
ur selveiðari kom hjer við í'
fyrradag. Er hann á leið til Jan
Mayen. — Með honum eru vís-
indamenn frá Bandaríkjunum.
— Esja kom hingað úr hring-
ferð norðan um land í gær-
morgun. — Brúarfoss kom frá
útlöndum og norðan um land í
gærmorgun. Drotningin kom að
norðan í gærmorgun. Lyra kom
frá Noregi í gær.
Kvenfjelag Fríkirkjusafnaðar
ins í Reykjavík ætlar í skemti-
ferð austur í Þrastaskóg næstk.
fimtudag, eins og auglýst er í
blaðinu í dag. Skemtilegt væri
að sem flestar fjelagskonur
gætu tekið þátt í förinni, því
Þrastaskógur er einn af skemti-
legustu stöðum hjer nærlendis.
Loftur Guðmundsson IjÓS-
myndari var meðal farþega á
Gullfossi frá útlöndum. Hann
fór utan rjett upp úr Alþingis-
hátíðinni með kvikmynd, sem
hann hafði tekið af hátíðarhöld-
unum, til þess að láta framkalla
hana. Þessari mynd verður síð-
an bætt við Islandskvikmynd-
ina hans, en það verður ekki
hægt að sýna hana fyr en um
miðjan ágúst — fyr verður hún
ekki tilbúin til sýningar. Mun
margan fýsa að sjá mynd þessa,
enda mun hún hafa tekist vel.
75 ára afmæli á einn kunn-
asti borgari þessa bæjar í dag.
Það er Hermann Hermannsson
fyrverandi verslunarmaður.
Ólafsríma Grænlendings eftir
Einar Benediktsson skáld, er
nýkomin út sjerprentuð og
prýdd myndum eftir Björn
Björnsson. Nokkur eintök af
bókinni hafa verið bundin í
skrautband og eru þau seld í
Mjóstræti 6 (uppi), en koma
líklega ekki í bókaverslanir.
Atlantis heitir stórt enskt
ferðamannaskip sem ' kemur
hingað í dag. — Hefir kapp-
liðsveit á skipinu skorað á K. R.
að keppa við sig í knattspyrnu
kl. 9 og hefir K. R. tekið áskor-
uninni, þrátt fyrir það þótt 8
bestu knattspyrnumenn fjelags-
ins sje nú í Færeyjum.
Laugaveg 12.
Sími 2031.
Oolíireyjur
fallegt og fjölbreytt úrval á
fullorðna og börn.
Manciiester.
Tlme to Re-tfre
Get a FISK
1MH MMKRia. U.». r»T. (¦»
Fisk
ágætu dekk
og siöngur
nýkomið í
ýmsum
stærðum.
Gæðin
alkunn.
Bílstjórar! Biðjið um Fisk-dekk
ef þjer viljið fá weranlogn
vöru með góðu verði á bílhjól yðar
Egill VimjáSmssea,
Grettisgðiu 16.
KLEINS
kjðtfars
reynist best.
Baldustgötu 14. Sími 73
Nýjar ítalskar
kartöflnr
45 anra UUM.
Giöri uppdrætti!
að jámbentri steinsteypn •
og miðstöðvarhitunum.
Til viðtals kl. 6—8. t
Sigurður Flygenrlng, |
verkfr. Ljósvallag. 16. %
Simi 2192. Sj
AiKi n
ar
orðlð
á smjörlíkinu sem
Bier borðis.
á 15 anra.
Suyrtivorur
í stærsta og besta úrvali
í Hjúknmardeilámni
Austurstr. 16. Sími 60
og 1060.
Gengið inn um sömu dyr
og í Reykjavíkur Apótek
H»dlitspúður.
anOlitscrestíi,
flndlitssápur
30 Ilmvðfn
er ðwalf ódýrast
og bes$I
Laugavegs Apóteki.
Rjumabússmiðr
oy ninklasmíilr.
TIRiTONDl
Laugaveg 63
Anstnr i
Fljófshlíi
daglegar ferðir frá
Bifreiðastöð Steindórs
Sími 581.
(Landsins bestu bifreiðar).
Dragið ekki
til morguns, það sem þjer
getið gert í dag.
Líftryggið yður 'í
Andvökn,
Sími 1250.