Morgunblaðið - 20.09.1930, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐIÐ
„ /
lUIIIHHHIHHIHHIHHIHHHIHHIUHHIHHIHHHIHUIHIHHIH,
Értgef.: H.f. Árvakur, Roykjavlk ¦
Ritstjörar: Jón Kjartanssqn.
Valtyr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiSsla:
Austurstrœti 8. — Slmi 500. =
Auglýsingastjóri: E. Hafberg. =
Augiýsingaskrifstofn:
Austurstrœti 17. — Slmi 700. :
Heimaslmar:
Jön Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg nr. 770.
Ánkrittagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. =
TJtanlands kr. 2.50 á mánuSi. =
f lausasölu 10 aura eintakUS,
20 aura meB Lesbók. =
inniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiuI
Tvennar ðfgar.
Bensinið_á Hlöpp.
Frá umræðum á bæjarstjórnar-
fundi.
Hefir British Petroleum leyfi til
þess að geyma bensín á olíustöð-
inni við Skúlagötu.
Andstæðingar Sjálístæðisflokks-
ins þora aldrei að nefna hið rjetta
öafn hans og við og við taka þeir
3*ögg á sig og ?:eyna að sýna fram
«•, að flokkurinn eigi ekki þetta
mafn skilið, því að alt, sem danskt
•sje, þ. e. allir Danir, sem eru hjer
á, landi, fylgi Sjálfstæðisfiokknum
og forvígismenn hans sjeu sumir
iinar mestu Danasleikjur.
Þessi skrif eiga að sannfæra ís-
lendinga um, að það megi ekki
treysta Sjalfstæðisflokknum í
sjálfstæðismálunum. Þar sje Fram-
sóknarmönnum og_sósíalistum ein-
Um treystandi.
Bn svo þegar forvígismenn
stjórnarflokkanna koma til Dan-
ttierkur, þá kveður við annan tón.
Þá segja þeir, að sjálfstæðismálin
sjeu ekki ofarlega á dagskrá hjá
oss. Og þegar Stauning kom hjeð-
an í sumar sagði hann, að æsingar
Sjálfstæðisblaðanna hefðu áunnið
lítið hjer. Enginn getur efast um
frá hverjum þessar upplýsingar
eru komnar. Þær eru ekki frá
Sjálfstæðismönnum.
Þetta sýnir, að andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins leika tveim
skjöldum. Þegar þeir eru að tala
"við Jslendinga, þá halda þeir því
fram, að Sjálfstæðismenn sjettmátt
arstoðir Dana hjer á landi, en
Hgar þeir tala við Dani, þá halda
Þeir því fram, að Sjálfstæðismenn
*si Islendinga gegn Dönum, en
í»eð litlum árangri.
Ætla mætti, að þessi bardagaað-
ferð væri ekki sigurvænleg, en þó
sýnist Stauning hafa gleypt flug-
?ma. Svo er ef til vill einnig um
'einhverja íslendinga,
Það leiðir af hlutarins eðli, að
Sjálfstæðismenn geta ekki í eitttt
verið bæði Danafjendur og Dana-
sleikjur. Hvorttveggja eru tilbúnar
öfgar, sem þykja handhægar í bar-
attunni.
Hið sanna er það, að Sjálfstæöis-
flokkurinn mun halda fast við á-
kvarSanir sínar í sjálfstæðismál-
inu, en hann er samt ekki óvin-
veittur Dönum. Þvert á móti met-
ttr flokkurinn þá mikils og óskar
eindregið eftir góðri samvinnu við
>á.
Það er auðsætt mál, að ástæðu-
lansar títuprjónastungur meðal
sambandsþjóða eru fjarri lagi. Is-
lendingar eiga að koma sjer vel við
allar þjóðir og sýna sanngirni, en
halda þó rjetti á sjónum. Þessi boð-
orð eiga að gilda milli allra menn-
ingarþjóða og ekki síst milli sam-
*bandsþjóða.
__ Eftir þessum boðorðum vill Sjálf
stæðisflokkurinn lifa og hann mun
gera það þótt hann sje rægður
t)æði innanlands og utan.
Á fundi hafnarnefndar þ. 9.
sept. var lagt fram brjef frá Brit-
ish Petroleum Co., þar sem sagt
er frá því, að fjelagið muni ganga
ttð þeim leiguskilmálum sem hafn-
arnefnd og bæjarstjórn hafi sett
viðvíkjandi leigu á viðbótarlóð við
olíustöðina við Skúlagötu — á
Klöpp.
Eftir er að ganga frá samningn-
um. Og hafnarnefnd á eftir að
setja þau skilyrði sem hún telur
tryggileg gegn eldsvoðahættu
vegna stækkunar á olíustöðinni.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var
talsvert rætt um bensíngeymsluna
á olíustöð B. P. við Skúlagötu.
Guðmundur Jóhannsson vakti
máls á því, að talsverður uggur
væri í mönnum vegna bensín-
geymslunnar á olíustöð þessari,
sem væri allnálægt stóru timbur-
búsahverfi bæjarins. Menn sæju
ekki vel hve tryggt það væri, að
eldur gæti ekki borist frá húsun-
um við Skiílagötu í olíustöðina. Þó
sett væri iy2 þuml. vatnsleiðslu-
pípa upp í geymana, og- úr henni
ætti vatn að dreifast um þá til
að verja þá hita, þá væri það talin
haldlítil vörn.
Hugsanlegt væri ennfremur, að
bensínleiðslan frá Höfninni í geym
ana gæti bilað, án þess að á því
bæri. Leiðslan er neðanjarðar. Þeg
ar farið væri að dæla bensíni eftir
hinni biluðu leiðslu, gæti bensínið
komist út í höfnina, án þess á því
bæri, og síðan kviknað í því og
eldurinn breiðst Út.
Mintist hann á, að undarleg væri
sú samþykt bæjarstjórnar, er felt
var að láta brunamálanefnd skera
úr því, hvort tryggingaráðstafan-
irnar væru nægilegar.
G. Jóh. gat þess ennfremur, að
óvíst yrði að telja það, hvort B.
P. hefði nokkurt leyfi til þess að
geyma bensín á stöðinni,
í samningnum gem gerður var
vjð B- ?, 1927 er komist þannig að
orði:
„Lóðin er leigð eingongu til að
gera á henni olíugeyma; byggingar
pípuleiðslur og annað tilheyrandi,
sem notað er við móttöku geymslu
og afhendingar á steinolíu og'stein-
olíuaf urðum''.
Beinast lægi við að líta svo á að
hjer sje aðeins átt við olíugeyma,
þó talað sje í síðari setningunni um
byggingar, leiðslur o. s. frv. til af-
hendingar á „steinolíuafurðum".
G. Jóh. bar fram tvær tillögur,
aðra þess efnis, að hafnarn. ljeti
sjer ekki nægja aðrar ráðstafanir
til eldsvoðatryggingar víð olíustöð
ina en þær er brunamálanefnd og
bæjarstjórn teídu fullgildar.
Hin tillagan var þess efnis, að
fasteignanefnd yrði falið að at-
huga hvort bensíngeymsla á olíu-
stöð B. P. væri í raun og veru
leyfileg og samkv. samningi þeim
,sem gerður var 1927 milli bæjar-
fitjórnar og B. P.
Hjeðinn á fundi.
Það vildi svo vel til að Hjeðinn
i 'íildimarsson var á fundi bæjar:
stjornar sem varamaður Sig. Jón-
assonar.
Tók hann til máls á eftir G. Jóh.
Hann var ekki upplitsdjarfur. —
Hann tók það margsinnis fram, að
málið væri sjer nokkuð skylt. En
þó áræddi hann að ráðast á G.
lóh. með alskonar persónulegum
,víviroingum.
Sem „sjerfræðingur" í þessum
málum upplýsti hann, að í Eng-
landi væri bygt alt í kringum olíu-
stöðvar. Ekki gat hann neitt um
'það úr hvaða byggingarefni húsin
væru í nágrenni stöðvanna, nje
hvort þar væri timburverslanir og
timburverksmiðjur.
Hjeðinn f jölyrti um hagræði það
hagnað sem Reykvíkingar hefðu
af því að hafa stöðina hjer við
höfnina, bærinn eignaðist uppfyll-
inguna, hægt væri að afgreiða skip
í höfninni, sem kæmu með olíu og
tækju olíu, á stöðinni fengju menn
vinnu o. s. frv.
Pjetur Halldórsson skýrði frá
því, að samþykt hefði verið hjer í\
bæjarstjóniinni einum rómi, að
leyfa að byggja stöðina. En það
hefði verið álit bæjarfulltrúanna
þá, að bensín ætti ekki að geyma
þarna .Nú hefði það svo farið, að
önnur hefði orðið framkvæmdin en
ætlast hefði verið til, þarna væri
bensín geymt í stórum stíl. Bæjar-
bímrn væri illa við þetta. Það væri
uggur í mönnum. Því væri eðlilegt
og sjálfsagt að athuga, hvort ekki
væri hægt að losna við bensínið.
Ef hafnarnefnd kæmist að þeirri
niðurstöðu, að það væri ekki hægt,
þí, þýddi ekki orðum að því að
eyða.
Hjeðinn sagði að B. P. myndi
aldrei ganga inn á það að hætta
við bensíngeymslu á stöðinni; því
það vill ekki hafa tvær stöðvar,
aðra fyrir olíu, hina fyrir bénsín.
Borgarstjóri segir sögn málsins.
Þegar hjer var komið umræðum
tók borgarstjóri til máls.
Úr því umræður hefðu farið af
stað á þessi stigi málsins vildi hann
skýra frá því hvernig það kom til,
að olíustöð B. P? var reist þarna.
Pyrst hefði það verið tilætlunin
að olíugeymsla hjer við höfnina
yrði í Örfirisey. Hefði B. P. sótt
þar um lóð til leign í 80 ár.
Þá kom Shell til sögunnar. Átti
að leigja báðum fjelögunum þar í
eynni. En Shell vildi ekki hafa
stöð sína þar vegna þess að ekki
var hægt að aka út í eyna. Þá.
kom til mála að Shell fengi lóð
annað hvort á Klöpp þar sem B. P.
stöðin er, ellegar inn við Sjávar-
bo-rg. En Shell vildi ekki láta sjer
nægja að leigja lóð, heldur fá hana
keypta, Er það ekki fjekkst fór
Shell með sína stöð suður að
Sker.iafirði.
Er hjer var komið málinu vill B.
P. ekki hafa stöð sína í Örfirisey,
því samgönguskilyrðin þangað
hefðu orðið lakari en að stöð Shell
í Skildinganesi. Þá fjekk B. P-
Klapparlóðina við Skiilagötu. Ef
fjelagið hefði ekki fengið þá lóð,
þá hefði ekkert fjélag fengist til
þess að hafa olíustöð hjer við höfn-
ir.a^ En hefði svo farið, þá hefði
henn talið það ófyrirgefanlegt ráð-
lag af bæjarst,iórn að koma þeim
málum'þannig fyrir. Þörfin fyrir
olíu fer altaf vaxandi til skipa
og biiast má við að kyriding hiisa
fari og fram með olíu í framtíð-
77/ma Tía giffisf
Yndislega faUeg og skemtileg saga um ást og tilhuga-
líf Önnu Fíu og Viktors og hveitibrauðsdaga þeirra.
FREYSTEINN GUNNARSSON skólastjóri þýddi.
Dvergurinn Rauðgrani og brögö hans.
Æfintýri með 100 litmyndum. — Vandaðasta og skemti-
legasta barnabók ársins. Freysteinn Gunnarsson þýddi.
inni, að svo miklu leyti sem heitt
jarðvatn næst ekki til þess.
sagði
RF.
rfMSKIPAFJELi^
lSLANÐS
Um eldhættuna
borgarstjóri m. a. þetta:
Leitað hefir verið í reglum bruna-
bótafjelaga er vátryggja eignir
manna hjer í bænum. Bygging
stöðvarinar brýtur ekki í bág við
þær. Og þegar fjelagið Albingia £er j kvöld
tók að sjer vátryggingu á húsum
bæjarins, hafði það ekkert við Husavikur, Stglufjarðar, Isa-
stöðina að athuga. iðgjöidin eru f jarðar, önundarf jarðar og
ekki hærri í nánd við stöðina en
„E.s. Sisto"
til Akureyrar,
annai*sstaðar í bænum.
aftur hingað.
Guðm. Jóhannsson gat þess, að
borgarstj. hafði í ræðu sinni geng-
ið út frá því, að verið væri að am-
ast við olíustöðinni. En hjer hefði
aðeins verið um að ræða bensín-
geymsluna.
Pjetur Halldórsson spurði borg-
arstjóra hvort hafnarnefnd myndi
geta komið því til leiðar, að bensín
geymslu í stórum stíl yrði hætt í
B. P. stöðinni, og svaraði borgar-
stjóri því neitandi.
Þá var gengið til atkvæða. Var
tillagan um að hafnarnefnd mið-
aði kröfur sínar við álit bruna-
málanefndar og bæjarstjórnar sam-
þykt með 7 atkv. gegn 1; en tillag-
an um að fasteignanefnd athugaði
rjett B. P. til bensíngeymslu var
samþ. með 6 atkv. gegn 4. Þrír
greiddu ekki atkv. Har. Guðm.,
Hjalti Jónsson og Hjeðinn. Fram-
sóknarmennirnir voru fjarverandi.
ísleuskt
Biómkði.
Stórir hansar.
Smyglun í Englandi.
London (UP) 19. sept. FB.
London: Menn ætla, að eitur-
lyfja og gimsteinasmyglun inn í
England sje framkvæmd í stórum
stíl og mun ýmislegt hafa verið
gert til þess að grafa fyrir rætur
málsins. Talið er að öflugt fjelag
a meginiandi álfunnar standi a
bak við smyglunina og sje for- j
stöðumaður þess kona. Við smygl
unina hafa verið notaðar flugvjel
ar, hraðskreiðir vjelbátar og lysti
snekkjur. ,
„Enterprise" vann.
London (UP) 19. sept. FB.
Newport: Enterprise vann f jórðu
kappsiglinguna og heldur þannig
„Ameríkubikarnum", sem um var
kept.
Veðrið (í gær kl. 5): 1 N- og
A-landi, en sennilega þurt sunnan
rigning, og allhvast á NA og
rigning á Vestfjörðum. Úti fyrir
V-strönd íslands er N-kaldi, en
hægviðri um SV-hluta landsins og
úrkomulaust, en dálitlar skúrir á
SA-landi.
Yfir S-lrlandi er djúp lægð
(725 mm.) sem veldur hvassri S
og SA-átt og talsverðri rigningu
um Bretlandseyjar og Norðursjó-
inn. Hún færist hægt NA-eftir og
mim að líkindum staðnæmast yfh-
Bretlandseyjum.
Á morgun lítur út fyrir A og
NA-átt um alt land, víða all-
hvast og rigningarveður á N- og
A-landi, en sennilega þurt sunnan
til' á V-landi.
Veðurútlit í Rvík í dag. N-kaldi.
Urkomulaust.
Haustfermingárbörn komi í dóm-
kirkjuna til síra Friðriks Hall-
grímssonar mánudag kl. 5 og til
síra Bjarna Jónssonar þriðjudag
kl. 5. Fermingarbörn síra Árna
Sigurðssonar komi í K. F. U. M.
(stóra salinn) á mánudag kl. 5.
Messur í dómkirkjunni á morg*
nn kl. 11, síra Bjarni Jónssón;
kl. 5 síra Arni Sigurosson. *
Hin árlega haustvígsla Laugar-
vatnsskólans fer fram á morgutt.
Súlan hjelt kyrru fyrir á Akur-
eyri í gær, vegna veðurs, kemur
hingað væntanlega í dag.
Veiðibjallan flýgur til ísafjarð-
ar í dag. — I gær var verið að
hreinsa vjel hennar hjer í Rvík.
Togararnir. Barðinn kom af
veiðum í gærmorgun, með 1700
körfur ísfiskjar og Karlsefni með
1200 körfur. Geir kom af veiðum
í gær og Apríl frá Englandi. "
Enska lystiskipið „Arpha" hef-
ir að undanförnu verið fyrir vest-
an, en kom hingað í fyrrinótt til
þess að láta hjer af sjer hafn-
sögumann. Ljet það síðan í haf.
„Hið aldraða skip, Súðin", f6r í
hringferð í fyrrakvöld.
Dettifoss, hið nýja skip Eim-
skipafjelagsins fór reynsluför
fyrir nokkrum dögum og
tókst hún vel. — Skipið hefir nú
verið afhent fjelaginu og fer frá
Kaupmannahöfn 27. þ. m. til Ham-
borgar, þaðan 30. til Hull og Leith
og er væntanlegt hingað 11. okt.