Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ * Þegar þið kaupið blautsápu munið þá að biðja um Hreine krystalsápu Hún fæst altaf ný tilbúin, úr bestu efnum, og hennar góðu þvottaeigin- leikar eru löngu viðurkendir. Islensk sápa fyrir Islendinga. Mlölkurbú Flöamauna selur nýmjolk, rjóma, skyr. (smjör, lækkað verð). Týsgötu 1. Sími 1287. Vesturgötu 17. Sími 864. Statesma •r stéra orðið kr. L 25 á borðið. Verðlækkun. Nokkuð af reyktu hrossakjöti og bjúgum verður selt næstu daga. Sjer- lega ódýrt gegn greiðslu við móttöku, ef keypt eru 10 kg. í senn. Þetta er matur, sem gefur við sjer, og ódýrari matarkaup gerast því ekki. Slátnriielag Snðorlands. Sími 249 (3 línur). Nýkomin ailskonar málning. Versl. Valít. Ponlsen. Klapparstíg 29. fyrirliggjandi Hejrvímiiivielar: Sláttuvjelar „Mae Cormiek“ Bakstrarvjelar „Mac Cormick* Snáningsvjelar. Rakstrar- og snúningsvjelar, sambyggðar. MjóUnrfie’ag Reykjavíknr. Pakkhúsdeildin. með Óðni til Tjömess og tjölduð- um við þar við Hallbjamarstaða- kamb. Sunnudeginum vörðum við til þess 'að skoða kamibinn og kola- og surtarbrandslögin þar í nánd. Utskýrði Guðm. Bárðarson mjög vandlega myndun þeirra og skelja myndun kambsins. Daginn eftir fluttum við pjönkur okkar og tjöld að Köldukvísl á róðrarbát, en gengum sjálfir. Urðum við að bera farangur okkar upp snarbratt an kamb þar, en uppi á brúninni tók bíll við honum, en við igengum til Húsavíkur. Hjeldum við þaðan á tveim bílum, beint að Laugum, ,þar sem við ætluðum iað gista. Að Laugum. — Kaldar viðtökur, Bjuggumst við við góðum að- búnaði þar, af því að það er annar þeirra skóla, er ferðinni var heitið til að skoða. En hvort sem það var af því, að skólastjórinn, Amór Sigurjónsson, var ekki heima, eða af öðmm ástæðum, urðu móttökur heldur kaldar. Ma-t urðum við að elda sjálf og til gistingar var okk- ur úthlutað dýnum, en engum voð- um. Sváfum á sumum dýnum tveir saman, en borga þurftum við þær með kr. 1.50 fyrir manninn, ank þess, seim við greiddum fyrir mjólk. Morguninn eftir fórum við á bíl- um af stað yfir Mývatnsheiði. Þegar nokkuð var komið fram á heiðina, komust bílamir ekki lengra, og urðum við að bera far- angur okkar nokkum spöl, þar til bílfært var orðið. Mývatnssveit. Á leiðinni komum við til Sigurð- ar Jónssonar skálds, er býr á Am- arvatni. Tók hann höfðinglega á móti okkur og veitti okkur hhm besta greiða. Þaðan fórum við að Álftagerði og vorum flutt á tveim bátum ,yfir Mývatn, að Reykja- hlíð. Tjölduðum við þar í túninu. Morguninn eftir skoðuðum við brennisteinsnámumar þar í grend, en sumir fóru upp að Kröflu og skoðuðu hana. Þrír piltar gengu að Dettifossi. Lögðu þeir af stað kl. 4 síðd. og komu aftur kl. 11 árd. daginn eftir, og höfðu haldið sleitulaust áfram. Þann dag var farið til Slútness á bátuim, og gengu sumir á Hverafjall. Um kvöldið var aftur haldið til Álfta- gerðis og tóku þar bílar við og fluttu okkur að Baldursheimi. — Veitti Þórólfur hóndi okkur rausn arlega. Þaðan hjeldum við suður öræfin og reiddu farangur á hestum. Komu nokkrir að Svartár- koti og fengu kaffi þar, en hinir hjeldu beint til Víðikers og fengu lar skyr og aðrar góðgerðir hjá feðgunum Tryggva Kárasyni og Kára Tryggvasyni. Er bærinn á Víðikeri einn sá myndarlega-sti er við höfum sjeð. Var farangurinn fluttur í vagni frá Svartárkoti til Víðikers. Þar fengu allir kaffi um kvöldið og sváfu í stofu um nótt- ina. Morguninn eftir fengum við kaffi í Víðikeri og var síðan hald- ið af stað með bílum niður allan Bárðardal. Stansað var á Fosshóli til að sjá Goðafoss. Síðan var haldið yfir Ljósavatnsskarð að \ aglaskógi og var þá komið fram yfir míðnætti. Veður var þá slæmt, rigning og súld og ekkert útsýni. Svaðilför yfir Vaðlaheiði. Við höfðum beðið um bíl frá Akureyri, ðg átti liarm að bíða. okkar á heiðarbrún. Rigning og kuldi gerði það að verkum, að ilt var að tjalda og kusum við heldur að leggja á heiðina, en skildum farangur okkar eftir ( með þeim fyrirmælum, að hann skyldi flutt- ur til Akureyrar daginn eftir. Perðin yfir heiðina var hin mesta svaðilför. Óðum við snjó og krapa, en regnið hafði breytst í slydduhríð. Öll vorum við í besta skapi og mælti enginn æðruorð, iheldur gamanyrði því fleiri, sem færðin versnaði. Bættist það ofan á, að við viltumst, en komumst þó á rjetta braut aftur og náðum bílunum, sem biðu okkar kl. 6 um morguninn. Að klukkutíma liðnum komum við til Akureyrar, syfjuð, þreytt og blaut. — Fengum við þá kaffi hjá skólameisara og sváf- um fram yfir hádegi í heimavist skólans. Vistin var ekki góð, því að voðir voru af skomum skamti. Klukkan tvö um daginn, sunnu- dag, keyptum við okkur miðdegis- verð á Hófcel Gullfoss og er óhætt að segja að við borðuðuimi hinn góða mat af bestu lyst, enda höfð- u'm við þá ekki neytt neins, að jimdanteknu kaffi hjá skólameist- ara, síðan seinnipart langardags hjá Fosshóli við Goðafoss. Á Akureyri. — Veisla. 'Varðskipið Ægir var nú komið til Akureyrar til að flytja okkur suður aftur. — Á mánudag fórum við langa ferð í hílum um Eyja- íjörðinn, stönsuðum við á Espi- Iióli, Kristnesi, Grund og Saurbæ. /Þá hjeldum við að Möðruvöllum í Hörgárdal og stje Sigurður skólamedstari Guðmundsson á Ak- ureyri í stólinn í kirkjunni þar og flutti fyrirlestur um þennan merka stað. Til Akureyrar komum við aftur um kvöldið. Hjelt Menta skóld Norðurlands okkur isamsæti, sem fór hið besta fram, og döns- uðum við til klukkan hálf eitt, en þá stigum við um borð í Ægi og hjeldum af stað heim. ísafjörður. Á ísafirði tók síra Sigurgeir Sigurðsson á móti okkur og bæjar- stjórinn Ingólfur Jónsson. Bauð síra Sigurgeir okkur til kaffi- drykkju, en Ingólfur hæjarstjóri bauð okkur dnn að Seljalandi til að skoða fyrirmyndarbú hæjarins. Kvöddnm við ísfirðinga með húrra hrópum, til þakkar fyrir gestrisni þeirra. Það óhapp vildi til, að stýrisum- þúnaður Ægis bilaði, skamt frá ísafirði og töfðnmst við í sex tíma við það, en að öðru leyti gekk ferðin til Reykjavíkur prýðilega. b.— Fallist á tillögur Hoovers. Washington, 26. júní United Press. FB. Talið er víst að fullnaðarsam- komulag náist þá og þegar miilli allra aðila um tillögur Iloovers. París, 27. júní. United Press. FB. Fulltrúadeildin hefir með 386 gegn 189 atkvæðum lýst trausti sínu á stjóminni við umræður sín- ar um skuldagreiðslufreststillögnr Hoovers Bandaríkjaforseta. — Fundi var slitið kl. 6.30 í morgun, eri fundur stóð yfir alla nóttina til þess tíma. Visnalög Sigfósar Einarssonar. Jeg hefi nýlega eignast fallega bók. Hún heitir Vísnalög og er eftir Sigfús Einarsson, organ- leikara við dómkirkjuna í Reykja vík. Bókin er prentuð hjá Skand- inavdsk og Bornps Musikforlag í Khöfn á þykkan og góðan pappír og með skýru og fögru le,tri. 1 bók þessari em 22 frumsamin sönglög (alþýðulög) við erindi og eftir ýmsa þjóðkunna íslenska höfunda, lifandi og látna með smekkvíslegri og yfirleitt ein- faldri raddaskipun. Nafn höfund- ar, sem meðal annars hefir samið og gefið út hina fyrstu kensluhók á íslensku í hljóðfiæði og fengist við ýmsar hljóðlistariiðkanir, t. d. organleik, söngkenslu og söng- stjóm, og gert þær að lífsstarfi sínu, ætti að vera full trygging fyrir því, að vel sje vandað til um meðferð þessara sönglaga, að því er til radda og hljómaskipunar kemur. Eru lögin nokkuð misjafn- lega erfið í meðferð, en þó eigi erfiðari en svo, að 'hver, sem sæmi- lega getur leikið venjuleg kvæða- lög, ætti að ráða auðveldlega við þau. Sum þeirra eru mjög auð- veld í meðferð. í heild sinni þykja mjer þessi lög falleg og sum af þeim mjög falleg og ættu þau að ná almenn- ingshylli. Jeg hirði ekki um að nefna nein sjerstök lög eða lýsa þeim. Fólkið sjálft verður að kynna sjer þau. En í bókinni eru þrjú falleg sálmalög. Þessi höfundur hefir verið svo lánssamur, að alþjóð manna hefir lært þó nokkuð af lögum hans og þannig gert þau að sinni: eigin eign. Er þar vel farið og fagna jeg því. Jeg vildi óska, að mörg fleiri lög þessa höfundar yrðu hinni íslensku þjóð kunn og kær. Þau eiga það skilið finst mjer. * Sjálfum mjer hefir þessi höf- Undur veitt margar ánægju stund- ir með lögum sínum ýmsum og vildi jeg óska, að sem flestir gætu einnig haft ánægju af þeim. Við Íslendingar erum einatt kallaðir fátæk þjóð. Um það gætu nú að ýmsu leyti vérið skipt.ar skoðanir. En látum samt svo vera. Þá má fátæk þjóð ekki glata nein- um verðmætum, sem hún á nje grafa þau í gleymskunnar djúp. Sigfús Einarsson hefir unnið þarft og gott verk með starfi sínn, sem yfirleitt hefir gengið í þá átt, að glæða sönglíf og söng- mentir meðal almennings og eigi síðnr, með sönglögum sínum. Ef til vill hefir besti þátturinU í starfi hans verið sá, er hann hefir frá eigin brjósti la-gt lifandi hljóm á sjálfar varir þjóðarinnar. Við hefðum gott af því, að lofa t. d. útvarpi, grammófóni, pólitík og dægurþrasi að hvíla sig við og við, taka lögin hans Sigfúisar Ein- arssonar, leika þan og syngja. Þar er (eins og raunar víðar) lifandi orð og það hverfur ekki tómt til baka. Jeg veit að fólkið eða’allur þorri íslenskrar alþýðu, er eigi hefir sjermentun í söng eða hljómlistar- efnum, þráir sviplík lög og lögin hans Sigfúsar Einarssonar, sem eru yfirleitt einföld lög að gerð, auðskilin, mörg frumleg, en þó fögur. Fólkið þráir t. d. í útvarp- ið einföld lög öllu fremur. Það tel-. er búið til af efnafræðingi og er alt af eins gott og smjörlíki yfirleitt getur verið. ur sig skilja þessi lög best. Um flóknar og erfiðar tónsmíðar aft- ur á móti lætur það sjer einatt færra um finnast. Það áttar sig margfalt síður á þeim. Um það er eigi að fást og heldur .eigi er það að lasta. Það sem er einfaldast að gerð og lætur minst yfir sjer, á sje.r jafnvel allra oftast og stærst ítök í hngnm fólksins og víðtæk astar lífsvonir og ber að fagna því. Sú sannasta list er líkust því, sem best og göfugast bærist £ brjósti manns. Þar eru hvorki óþarfar umbúðir nje sundurgerð. Uppistaðan í hljómlistartálbrigð- um og hinu fíngerðasta víravirki er fáorð hugsun (thema). Þar kemur til kasta sjerfræðiþekking ar og auðvitað meðfæddrar hug- kvæmni (andagiptar = inspira- tion) og smekkvísi og til að njóta slíkt til fulls, þarf sjerstakt hljóm Iistaruppeldi. Mig langar til að biðja .söngvísa og söngelska vini mína og alþjóð manna að kynna sjer vel lögim hans Sigfúsar Einarssonar, bæði þau, sem hjer hefir sjerstaklega yerið minnst á og önnur lög bans, sem bæði er að finna í íslensku söngvasafni, söngbókum eftir sjálf an hann, er út hafa verið gefin og svo á víð og dreif. Sum lögin lians, og enda þó nokkur, eru ef til vill ekki svo mjög fljóttekin, en seintekin tryggð er einatt talin að vera farsæl (= .endingargóð) og sannast það margsinnis einntt bæði í lögnm og Ijóðum og er ein- att höfuðkostur. Er hjer verkefni fyrir söngkenn ara við alþýðnskóla þessa lands og aðra iskóla, að stuðla að vinsældum sönglaga Sigfúsar Einarssonar hjá niemendnm sínum, og minni jeg á það. Jég vildi óska, að hinar fögru gjafir, sem þessi höfundur og mæti maður er að rjetta að alþjóð manna við og við, toættu herast rjetta boðleið og koma íslenskri alþýðu að tilætluðum notnm og~ verða henni til gagns og gleði. Að svo mæltu leyfi jeg mjer að þakka höfundi m.jög vel fyrir söng lögin haris og óska þess, að honum megi sem lengst endast hæði líf og heiláa til að auðga hina íslenskn þjóð og íslenskar söngbókmentir, sem tað svo stöddu eru fátæklegri en æskilegt væri, að sem flestum og þestum verðmætum. Vísnalögin kosta 5 kr. Þau fást kjá G. Gamalíelssyni, Reykjavík og vísast víðar. Reynivöllum í Kjós, 21. júní 1931!. Halldór JónBson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.