Alþýðublaðið - 04.02.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.02.1929, Blaðsíða 4
4 l ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ Á útsHlunni: Kaffistell, 6 raanna. frá 12,00 Boliapör frá 0,32 Diskar, steintau, frá 0,40 'Skálar, steintau, frá 0,50 Sykursett, postulín, frá 1,25 Mjólkurkönnur, postulin, frá 0,80 Smjörkúpur, postulín, frá 1,60 Kökudiskar, poitulía, frá 0,80 Blómsturvasar, málaðir, á 1,25 Tekatlar á 2,50 Vatnsflöskur með glasi á 1,00 Hnifapör frá 0,75 Sleifa-sett (7 st,) á 2,40 Teskeiðar, 2ja turna, á 0,60 Myndarammar frá 0,60 Skautar frá 2,25 Blikk-kassar á 0,25. 20—30° 0 afsláttur af öllu. K. Eiaarssoa &Björasson, Bankastræti 11. Konur! Bitlpð cim Sniárax smjtirlikið, p¥Íað það er efnisbetra en alí annað sm|orlðki. Frá Akureyri, Akureyri, FB., 2. febr. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eft- ír kosningamar var haldinin í gærkveldi. Fór fram kosning á forseta og í nefndir. Erlingux Friðjönsson var kosinn forseti me’ð hlutkesti á milli hans og Ingimaxs Eydals. Varaforseti var kosinn Sigurður Hlíðar. Frumsýning á „Hrekkjabrögð- um Scapins“ eftir Moliére fór fram í gærkveldi fyrir fuliu húsi og tókst ágætlega. Aðalleikand- 5nn, Haraldur Björnsson, þótti leika af snild. Borgarafundur verður haldinn á mánudaginn (í dag) um kirkju- byggingamál. Um tíuttgiim og veginn. Nætnrlæknir er i nótt Hannes Guðmundsson, Hverfisgötu 12, sjmi 105. Búnaðarping verðux sett síðdegis í dag. Eru 9 fulitrfiaf komnir til þingsins. en hinir 3 koma bxáðlega — með *tslandi“. Hrossadeildin, Njálsgötu 23, Sími 2349. Fiskafli. Nokkrir Hnuveiðarar og vélbát- ar komu hingað um helgina af veiðum. Höfðu þeir fiskað vel. Stúdentafræðslan. Erindið, sem Jóhannes Velden flutti í gærkveldi um eðli tónlilst- arinnaír, var hið nierkilegasta. Benti hann á, hversu tónlistin einkum túlkar andlegair tilfinnr ingar manna pg hefiir áhrif á þær, hveirsu menn notuðu t. d. kirkjuleg tónverk („kantötur“ o. þ. h.) við messugerðir til and- legra áhirifa á kirkjugesti með eng-u minni árangri en predi'k- anirnar sjálfar, hvernig ýms tón- verk lýsa Jíðaranda og aldarhætti ákveðinna tíma, en önnur sálar- ástandi höfunda þéir;ra o. s. frv. Til skýringair ýmsum atriðum er- indisins sýndi Johannes Velden skuggamyndir og lék á fiðlu, en frú Valboirg Einarsson lék undir á slaghörpu. Fann Velden orðum sínum stað með þessum hljóð- færaleik, enda er hann leikinin og hefir ágætt vald á fiðlu sinni, lætur hana óma fögrum hljömum, tónum og tónbrigðum eftir geð- þótta. Erindíð va,r vel sótt og klöppuöu aðnjótendur lof í iófa. Samtök verkalýðsins. Á fundi verkamannafélagsins „Dagsbrúna>r“ í fyrra kvöld gengu 81 verkamenn í félagið. * Jafnaðarmannafélag ÍSlands. Fundur annað kvöld í Kaup- þingssalnum. Séra Ingimar Jóns- son skólastjóri hefur umræður um skólamál. Rætt verður um kaupdeiluna. Félagar! Fjölménn- ið! Veðrið. Kl. 8 í morgun var sunnan- og suðaustan-gola vestanlands og þykt loft, en stilt og bjart veður á Noxður- og Austur-landi. Hiti 0—4 stig, nema á Grímsstöðum á Fjöilum var 5 stiga frost. Veð- urútllt i kvöld og nótt: Suðvest- urland og Faxaflói: Allhvass og sums staðar hvass suðaustan- vindur. Rigning. Vestfirðir: All- hvass á suðaustan, surns staðar rigning. Lausn frá embætti hefir séra Þórður Ólafsson pró- fastur á þingeyri við Dýrafjörð fengið frá komanda vori að telja. Hefir hann þá verið prestuir í 42 ár. Ex prestakallið auglýst laust með umsóknarfresti til 15. marz. Þegaj- Núps- pg Mýra- sóknir (Dýrafjarðarþing) losna, sameinast þær þvi prestakalii, en Höfum ávalt fyrirliggjandi beztu teg- und steamkola í kolaverzlun Guðna Einarssonar & Einars. Slml 595.I I Ingjaidssandssókn feliur þá undir Holtsprestakall í Önundarfirði. Reiðhestsefnið á hlutaveltu Dýrave.rndunarfé- lagsins í gær dró kona Jóhanrts Ögm. Oddssonar. Til Strandarkirkju. Áheit frá S. J. S. 20 kr., frá gamalli konu 2 kr., frá S. J, á Eyrarbakka 2 kr. og frá E. S. gamalt áheit 2 kr. Dánarfregn. 1 morgun andaðist í sjúkrahús- inu í Landakoti séra Jón Guð- mundss-on á Norðfirði, prófastur í Suður-Múla-prófastsdæmi. Hann fæddist árið 1863. Hann hefi,r verið prestur á Norðfirði frá 1888. HK. Verkakvennafélagið „Frain- sókn“. Kaffikvöldsnefndin rnælist vin- samlega til þess við félagskonur, að þær, sem taka ætla þátt í kaffisamsætinu, geíi nefndimri það til kynna í síðasta lagi á miðvikudaginn. 1 nefndimú eru: Jóhanna Egilsdóttir, Bergþóru- götu 18, sjmi 2046, Hólmfriður Björnsdóttir, Njarðargötu , 61, sími 1963, og Guðfinna Vern- harðsdóttir, Vestúrgötu 9. Gefur nefndin nánari upplýsingar um samsætið, ef óskað er. Brezkur aðalræðismaður á ís- landi. Ásgeir Sigurðsson hefir verið skipaður brezkur aðalræðismað- ur á Islandi. Um leið hefir brezku ræðismannsskrifstofunni hér ver- ið breytt í aðalræðismannsskrif- stofu fyrir tsland. (FB., 30. jan.) Per B. Soot blaðamaður hefir nýlega sltrif- að alllanga grein um Jónas Jóns- son ráðherra. Fylgir greininni mynd af ráðherranum. Birtist grein þessi í „Oslo IIlustrerte“. (FB.) Leiðarvísir um Reykjavík. Svo sem áður hefir verið skýrt frá, kemur út í þessum mániuði leiðarvísir um Reykjavík. 1 hon- um verður skrá í stafrófsröð yfir alla íbúa Reykjavikur, 18 ára og eldri, og í öðru lagi heimilaskrá þeirra allra. Þá verður atvinnu- skrá, sem gerð verður eftir at- vinnuflokkum, skrá um stofnanir, opinbera starfsmenn, félög o. fl. Verð leiðarvísisins verður tiltölu- lega mjög lágt, því að útgáfan er styrkt af bæjarsjóði. Bókin vexður nauðsynleg eign Reykvík- ingum og þeim, sem til Reykja- llKÍÍBpreRtsBiiiIai Hverfisgðta 8, siml 1284, tekur aB *ér ails konar tueldfærisprent- un, svo sem erfilJóB, aðgBngumiBa, bréí, reikninga, kvlttanir o. s. frv., og af- greiBir vlnnuna fljétt og víB réttu verðl Innpðmmnn Myndir, Mynda- rammar. Langódýrast. Vörusalinn, Klapparstíg 27. Alls konar verMæri og búsáhðid og m. fl. Vald. Poulsen, Klapparstig 29. Sími24. 1. fl. saumastofa fyrir karlmanna-fatnað. Úrval af vönduðum fataefnum stöðugt fyrirliggjandi. Áherzla lögð á að vanda vinnu og að fötin verði með sanngjörnu verði. Gerið svo vel og lítið inn. Guðm. B. Vikar, Laugavegi 21. Sími 658. Verzlið við Vikar. | [Mnnlð eftir, ef ykkur vantar einhvcrn hlut eða viljið selja, að koma á Fornsöluna, Vatnsstíg 3. Ábyggileg viðskifti. Bækur. „Húsiö við Norðurá", íslenzS leynflðgreglosaga, afar-spennanci, Deilt um Jafna&arstefnona eftᜠUpton Sinclair og amerískan !- haldsmann. „Smi&ur er. ég nefndur“, effa Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaraö þýddi og skrifaði eftirmála. Höfudóoinurim eftir Dan. Grif- fiths með formála eftir J. Ram- say MacDonald, fýrr verandi foar- sætisráðherra í Bretlandi. Byltingin í Rússlandi eftir Ste- fán Péturssoa dr. phil. Rök fafnadarstefnunnar. Otgef- andi Jafnaðarmannafélag íslands. Bezta bókin 1926. Kommúnista-áuarpid eftir KarS Marx og Friedrich Engels. Bylting og Ihald úr „Bréfi tiD Láru“. Fást í afgreiðslu Alþýðublaöa- int. vikur koma eða þuxfa að hafa viðskifti við fólk hér eða vita, hvar það er að finna. Mun leið- arvisirinn spara mörgum hJaup. leit og snúninga. — Ritstjóri ham er Pétur G. Guðmundsson, Lauga- vegi 4. _____________ RitstjÓri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjac.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.