Morgunblaðið - 05.06.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ t 3HorgmtMa$tt H.f. Arvakur, RirUlTlk. Hltatjörar: Jön Kjartanaaon. Valtýr Stefánaaon. Rltatjörn og afgrelöala: Auaturatrœtl 8. — Slaal 800. Aufirlýslnjfaatjörl: B. Hafber*. Aufilýalnfiaakrlfatofa: Auaturatrœtl 17. — Slaal 700. Helaaaalmar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. 1880. E. Hafbera nr. 770. AakrlftasJald: Innanlanda kr. 8.00 á mánutjl. Utanlanda kr. 8.S0 á aaánuQL t lauaaaölu 10 aura alntaklO. 80 aura metj Leabök. Úrslit þingmála. Framh. Stjórnarfrumvörp samþykt. Útfltitiiingnr hrossa. Á tímabil- inu 15. okt. til febrúarloka er út- flutningur bannaður. Frá 1. mars til 1. júní má að eins flytja út bross á alclrinum 4—10 vetra og j)ó með leyfi atvinnumálaráðh. — Bannað er að flyt.ja á erlendan markað eldri lvross en 10 vetra og yngri en þrevetur, nema atvinnu- málaráðh. leyfi í hvert sinn. Afnám 1. nr. 33, 1905, um stofn- un geðveikrahælis. Er þetta gert til þess að geta samræmt daggja'ld sjúklinga á gamla og nýja Kleppi «g má gjaldið ekki fara fram úr kr. 1.50. Lax- og silungsveiði. Bönnuð er laxveiði í sjó, nema þar, sem hún ■er metin til hlunninda í fast- •eignamati. Margs konar hömlur «ru lagðar á veiði í ám og vötn- um. — Samsteypustjórnin. Eftir lón Porlóksson. Þingmannafrumvörp samþykt. Um hlunnindi fyrir annars veð- rjettar fasteignalánafjelög, ef slík fjelög verða stofnuð, er veita lán út á 2. veðrjett í fasteignum. Heimildarlög fyrir ríkisstjórnina að ábyrgjast lán til að koma upp frystihúsum á kjötútflutnings- höfnum, alt að 400 þús. kr. sam- tals. Má liámark hvers láns, sem ábyrgst er vera % kostnaðar, endá •sjeu sýslufjelög eða samvinnufje- lög hæiida lántakendui-. Um greiðslu andvirðis millisíld- ar úr búi Síldareinkasölu fslands. Eru þetta hemiildarlög. Viðauki við 1. nr. 58, 1929, um «ftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra,. Einnig lög um ráð- •stafanir til öryggis við siglingar. Standa þessi tvenn lög í sambandi við samþykt er gerð var í Lundún- um 31. maí 1929 og undirrituð af 18 siglingaþjóðum. Heimi'ldarlög fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast rekstrarlán fyrir Landsbanka fslands, alt að 100 þús. sterlingspundum. Sams konar heimildarlög til að áhyrgjast rekstrarlán fyrir Útvegs banka fslands, alt að 100 þús. sterl in gspundum. Viðauki við 1. nr. 75, 1919, um skipun barnakennara og laun ’þeirra. Þar sem hæjar, æða sveit- arfjelag greiðir starfsmönnum sínum hærri dýrtíðaruppbót en greidd er starfsmönnum ríkisins, skal ríkið greiða barnakennurum mismun hennar. Breyting á 1. nr. 81, 1919, um sjúkrasamlög. Er ríkisstyrkurinn til samlagsanna hækkaður tals- vert; mun hækkunin nema ca. 15 þús. kr. á ári. Framh. Við fyrstu leiðina var sjerstak- lega tvent athugavert. Annarsveg- ar var alveg hafnað samvinnu um úrlausn málsins við þá af andstæð- ingum, sem standa okkur næstir. Naumast gat þá verið nokkur von um að ná slíkri samvinnu síðar. Hins vegar var óhugsandi að nýj- ar kosningar gætu breytt afstöðu flokkanna verulega. Framsókn getur tæplega mist stöðvunarvald sitt í neðri deild með niiverandi i kosningatilhögun. Synjun sam- vinnu við Ásg. Ásg. hefði auðsjá- anlega mjög styrkt þann hluta Framsóknar, sem okkur stendur fjarst, kosningahríðin hefði þjapp- að þeim saman, og alt hefði þetta gjörst undir áframhaldandi stjórn þeirra valdhafa, sem andvígastir eru kjördæmamálinu. Næsta þing hefði svo komið saman undir and- vígri stjórn með andstöðu þing- manna sinna magnaða úr kosninga baráttu og með alla samkomulags- viðleitni af hálfu þess flokks væng stýfða. Þannig hefði málið þá byrjun næsta þings staðið öllu ver en í byrjun þessa þings, sem nú er að enda, og með engar samkomu- lagsvonir. Að slá þannig fyrirfram a framrjetta hönd til samkomulags á næsta þingi var í rauninni sama sem að hafna samningaleiðinni, þó hún stæði opin, en velja heldur byltingaleiðina til þess að leiða >etta mál til lykta. Önnur leiðin hefði verið Sjálf- stæðisflokknum geðfeldust ef Ásg. Ásg. hefði getað gefið fullnægj- andi yfirlýsingar um úrlausn kjör- dæmamálsins á næsta þingi, annað livort yfii-lýsingu um tiltekna kosn ngatilhögun, sem fullnægir rjett- lætiskröfunni, eða yfirlýsingu um að stjórn hans vildi leysa málið á grundvelli jafns kosningarjettar og jafnrjettis milli flokka. Reyndi Sjálfstæðisflokkurinn fyrst að fá >essa úrlausn á stjórnarskiftunum, en það strandaði á því, að Ásg. Ásk. gat ekki gefið slíkar full- nægjandi yfirlýsingar. Við mynd- un hreinnar Framsóknarstjórnar at hann auðvitað ekki gefið aðrar yfirlýsingar en þær, sem meiri hl. Framsóknarflokksins vildi sam- þykkja, og í samræmi við ákvörð- un sína um að fresta málinu til næsta þings mun flokkurinn hafa verið ófáanlegur til þess að gefa fullnægjandi yfirlýsingu í málinu á þessu stigi. Hins vegar mátti einnig búast við að einlit Fram- sóknarstjórn yrði einnig á næsta þingi mjög háð meirihluta-ákvörð- unum innan síns flokks, og þótt gott, traust sje borið til stjórnar forsetans um skoðun hans sjálfs á málinu, þá var síður hægt að treysta á tryggilega úrlausn, ef hún ætti algerlega að vera komin undir meiri hluta fylgi innan þess flokks, sem málinu er andstæðast- samnmgu þess stjórnarfrumvarps til úrlausnar á kjördæmamálinu, sem vænst er að hún leggi fyrir næsta þing. Þessir ráðherrar geta því borið málið fram óbundnir af því, livort tillögur þeirra hafi fylgi meiri hlutans innan Framsóknar, flokksins út af fyrir sig. Um skoð- anir þeirra á málinu er nægilega mikið kunnugt til þess að tryggja viðunandi úrlausn, ef þeir eru einráðir um að bera þær fram. Bil- ió á milli jafnrjettiskröfunnar og þess, sem meiri hluti Framsóknar ljeði máls á að samþykkja fyrir stjórnarskiftin, er ekki svo stórt, að talist geti óbrúandi. Samsteypu- stjórn er betur trúandi fyrir að brúa það bil en hreinni Framsókn- arstjórn, þess vegna var kjördæma málinu best borgið með því að velja þessa leiðina, af þeim, sem um var að velja. Harðræði eða samkomulags- tilraunir. um jafn- ur. Þriðja leiðin var þess vegna val- in. Með því að Sjálfstæðisflokkur- Sams konar deila 1 i’jetti kjósendanna og sú, sem hjer stendur yfir nú, hefir áður verið háð í mörgum löndum. Sums stað- ar hefir verið gripið til harðræða, >svo sem neitunar á skattgreiðslum, til þess að knýja málið fram. Þann- ig fór t. d. á Englandi fyrir rjett- um 100 árum síðan. árið 1832. En hvergi hefir verið gripið til slíks, svo jeg viti, fyr en allar samkomu- lagstilraunir höfðu reynst með öllu árangurslausar, og víða hafa deil- urnar um slík mál staðið áratugum saman, áður en úrlausnin fekkst. Nú er þetta mál í rauninni ekki árs gamalt hjá oss, krafan borin fyrst fram í sinni núverandi mynd á miðju síðasta sumri. Þar var að vísu á undan gengið þingrofið 14. apríl í fyrra, og ef Framsóknar- fjokkurinn hefði ekki boðið fram tilslakanir í málinu, tei jeg að fylliléga hefði verið rjettmætt að beita harðneskju nú þegar á þessu fyrsta ári málsins. En þeir flokk- ar, sem liefðu hafnað samkomu- lagstilraunum á þessu stigi, meðan málið var ekki orðið eldra en þetta, og kosið heldur að grípa til harðræðanna, hefðu tæplega til fulls getað varist ámælum við kosn ingar fyrir þetta. Nú síðustu dagana hefir málinu skilað það áfram, að fram er kom yfirlýsing frá nýmyndaðri stjórn, sem er málinu vinsamleg, um að hún muni leggja fram stjórnarfrumvarp til úrlausnar á því á næsta þingi. Mjer finst að erfitt hefði verið að verja þá að- ferð, ef forgöngumenn málsins hefðu beinlínis hindrað myndun stjórnar, sem vill leysa málið, af þeirri ástæðu einni, að svi stjórn heimtar nú alveg í þinglokin frest ti'l næsta þings til þess að undir- búa og bera fram tillögur sínar Málið verður ekki nema hálfs ann ars árs,.skoðað sem þingmál, þeg ar næsta reglulegt Alþingi kemur saman. Ef málið á einhverju stigi vonir en nokkru sinni fyr um að aldrei þurfi til þess að koma. Samvinna við Framsókn. Mörgum Sjálfstæðismönnum er illa við það, að þurfa að taka upp þá samvinnu við Framsóknarflokk- inn, sem í því felst að mynduð er samsteypustjórn úr þessum tveim flokkum. Efalaust heyrist líka sams konar óánægja innan Fram- sóknar. En þessi samvinna er rök- rjett afleiðing af úrslitum kosn- inganna 1931, ef litið er á at- kvæðatölur flokkanna, og gert er r£ð fyrir að þingið væri skipað í samræmi við þessar atkvæðatölur, eins og einmitt er heimtað með rjettlætiskröfunni í kjördæmamál- inu. Skulu nú leidd rök að þessu. Eftir atkvæðatölunum 1931 átti Sjálfstæðisflokkurinn rjett til 19 <þingsæta, Framsókn 16 og og Al- þýðuflokkurinn 7. í þannig rjett- látlega skipuðu þingi voru að eins tveir möguleikar fyrir hendi til að fá starfhæfan meiri hluta utan um stjórn handa iandinu. Annar er samvinna milli Sjálfstæðisflokksins og þeirra manna úr Framsókn, sem honum standa næstir, til þess að stýra landinu eftir Sjálfstæðisstefn unni. Hinn er samvinna milli Fram- sóknar og Alþýðuílokks tíl þess að stýra eftir sömu stefnu og á síðasta kjörtímabili, sem var að miklu lejdi stefna sósíalista. Tilgangurinn með baráttu Sjálf- stæðismanna er auðvitað sá, að stefna þess flokks sje hin ráðandi í löggjöf og landsstjórn. Eftir fylgi flokkanna í landinu er sem stendur unt að ná þessu marki með samvinnu við þann hluta Framsóknar, sem stendur næstur Sjálfstæðismönnum í skoðunum, og ekki á neinn annan hátt. Þessarar samvinnu hljóta Sjálfstæðismenn iví að óska, vegna hagsmuna þjóð- arinnar, á hverjum þeim tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki einn út af fyrir sig nægilegt kjör- fylgi til þess að fá hreinan þing- meirihluta. Þetta breytist ekki, lótt rjettlætiskröfunni fáist fram- gegnt. Slík samvinna er nú einmitt byrjuð með samsteypustjórninn. — Og þeir Framsóknarmenn, sem vilja ekki að stefna Alþýðuflokks ins ráði hjer ríkjum, þeir verða Iíka að venja sig við þá hugsun, að þeir geta ekki fengið þann vilja inn á neinn annan hátt en með sámvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. (Meira). inn leggi til mann í stjornma og styðji hana á þinglegan hátt, er strandar þannig, að vonlaust er um fyrst og fremst það unnið, aðUð þoka því lengra áleiðis, þá er stjórnin má ekki taka tillit til rjettmætt. að grípa til harðræða Framsóknarflokksins eins, lieldur hjer, eins og gert hefir verið ann □agbók. I.O.O/F. 3 = 114668= I8V2. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5) Yfir N-Grænlandi er grunn 'lægð sem þokast austur eftir, en við S-Grænland og yfir norðanverðu Atlantshafi er háþrýstisvæði. Yind ur er því orðinn V-lægur hjer á landi en mjög hægur eins og að undanförnu. Norðvestan lands hef- ir heldur kólnað í veðri, hiti er þar 7—8 st., en annars víðast 10 —12 st. Lítur lit fyrir hæga Y-átt á morgun og skýjað loft vestan lands, en litla tirkomu. Veðurútlit í Rvík í dag: V-gola Skýjað en sennilega úrkomulaust. Messað í fríkirkjunni í Rvík í dag kl. 2. Síra Árni Sigurðsson. Óðinn var látinn fara í strand- ferð eftir að Esja rakst á skerið á dögunum. Hann kom í gærkvöldi einnig til Sjálfstæðisflokksins, við'ars staðar. En nú eru miklu betri með fjölda farþega, Yflrskoðimarmenn landsreikn- ingsins 1931 voru kjörnir í sam- einuðu þingi í gær, þeir Magnús Jónsson alþm., Hannes Jónsson al- þm. og Hannes Jónsson dýralækn- ir. — Aflinn var samkv. skýrslu Fiski- fjelagsins 1. júní orðinn 45.625 smál. (285.159 skpd.) . Á sama tíma í fyrra var hann 51.037 smál. (318.983 skpd.). Togararair. Af veiðum hafa kom ið síðustu daga: Skallagrímur, dk afur, Snorri goði, Gyllir og Skúli fógeti, allir með mikinn afla. Þeir hætta nú allir veiðum. Höfnin. Norskur gufubátur kom hingað í gær með sement og sprengiefni til P. Smith. Columbia kom hingað með fiskfarm frá ýmsr um höfnum. Botnía fór hjeðan í gær kvöldi og Skaftfellingur í fyrra kvöld til Víkur. Fiskbirgðir voru í landinu 1. júní samkv. reikningi gengisnefnd- ai 33.285 smál. (208.029 skpd.). Á sama tíma í fyrra voru þær 46.571 smál. (291.070 skpd.). Heimatraboð leikmanna. Almenn samkoma á Vatnsstíg 3, í kvöld kl. 8. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigur- laug J. Kristjánsdóttir og Guð- mundur Kr. Halldórsson trjesmið- ur (Sigurðssonar, verkstjóra). — ’Heimili ungu hjónanna er á Freyju ötu 40. Kristileg samkoma verður haldin Varðarhúsinu kl. 5 síðd. í dag. Eric Ericson frá Vestmannaeyjum talar. Allir velkomnir. Hjúskapur. Þorsteinn J. Eyfirð- mgur skipstjóri á Þingeyri við Dýrafjörð og Guðmunda Guð- mundsdóttir voru gefin saman af síra Friðrik Hallgrímssyni 2. þ. m. Hjónin fóru með íslandi vestur til leimilis síns á Þingeyri. Haraldur Sigurðsson píanósnill- ingur var meðal farþega á Gull- fossi í gær. Hann leikur eftirfar- andi verk á konsert sínum í Gamla Bíó á þriðjudagskvöldið: Fantasía -moll, Preludium es-moll og Prelu- díum og fúga í cis-dúr eftir Bach. Sónata í a-dúr eft-ir Schubert og Noeliturne í fis-dúr og Fantasía í f-moll eftir Ohopin. Vart mun nokkur söngelskur maður setja sig úr færi að hlusta á annan eins píanóleikara og Harald fara með ofannefnd verk. 5. bekkingar Mentaskólans tóku sjer far með Suðurlandi á föstu- daginn til Borgarness. Þaðan var ferðinni lieitið vestur til Stvkkis- hólms, landveg. Munu þeir dvelj- ast þar hálfsmánaðar tíma og ferð- ast um Snæfellsnes og Breiðafjörð. Var Pálmi Hannesson rektor með í förinni. Duglegir drengir óskast til þess að selja nýja íþróttablaðið. Lestrarf jelag l^enna. Útlán bóka í sumar er hvern mánudag kl. 4—6 og 8—9 síðd. á Bókklöðu- stíg 8. Á sama tíma geta konur skrifað sig inn í fjelagið. Bóka- safnið á fjölda ágætra bóka og heldur mörg góð tímarit og blöð. Sýning Eggerts Guðmundssonar í Reykjavíkur Apóteki, þar sem áður var hressingarskálinn, er op- in í síðasta sinn í dag. Ættu þeir bæjarbúar, sem hafa ánægju af myndlist, að kynnast myndum þessa unga listamanns. Sendisveinadeild Merkúrs hefir beðið Mbl. að skila því til allra meðlima. að koma á skrifstofu fje- lagsins, Lækjargötu 2, næstu daga og gefa upplýsingar um sumarleyfi sín 0. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.