Morgunblaðið - 30.06.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ v SRorgnttH^Í^ Útget.: H.f. Árvakur, R«tW»t11l Ritatjörar: Jön KJartanaaon. Valtýr Stef&naaon. Rltatjörn og afKrelBala: Auaturatrœtl 8. — SIa»l 100. AuKlf'alnvaatjöri: H. Hafberc. AuKl^ainKaakrlfatofa: Auaturatrœti 17. — Siaai 700. Heiaaaaimar: Jön Kjartanaaon nr. 741. Valtýr Stef&naaon nr. 1110. H. HafberK nr. 770. ÁakrlftaKjald: Innanlanda kr. 1.00 & m&nuOl. Utanlanda kr. l.SO á at&nuOl. t lauaaaölu 10 aura eintakio. 10 aura meO Ueaböfe. Heimsókn hollensku stúdentanna. Þeir eru 33 alls, 21 karlmaður og 12 kon- ur, og dveljast hjer sex vikur á sveitabæj- um. Þess iiefir verið getið í skeyti, að flokkur hollenskra stúdenta væri væntanlegur hingað að stunda hjer sveitavinnu. Morgunbl. hef- ir nú fengið nánari upplýsingar um þetta hjá Torfa Hjartarsyni lögfræðingi, sem ásamt dr. Alex- ander Jóhannessyni sjer um. mót- töku stúdentanna hjer og hefir komið þeim fyrir á ýmsum bæjum í nærsýslunum. Það er hinn ágæti íslandsvinur A. van Hamel, prófessor í norrænu við háskólann í Utreeht, sem á frumkvæðið að þessari för stúdent- anna og stendur fyrir henni. En ekki eru það þó eingöngu læri- sveinar hans, sem koma, heldur menn, sem stunda alls konar nám, svo sem guðfræði, lögfræði, grasa- fræði, læknisfræði, lyfjafræði, versl unarfræði, dýrafræði og jarðfræði. Stúdenta.rnir eru alls 33, þar af 12 stúlkur og 21 karlmaður. Ætla þeir að dveljast hjer í 6 vikur, koma með Briiarfossi 19. júlí og fara aftur í ágústlok, eða fyrst í september. Þetta er merkileg og alveg ein- stæð heimsókn, og er vonandi að sva vel takist, að þessir ungu mentamenn fari állir með góðar endurminníngar hjeðan um land og þjóð. Prófessor van Hamel er með í förinni og mun dveljast hjer jafn lengi og stúdentarnir. Frá Siglufirði. Siglufirði, FB. 29. júní. Síðustu sólarhringa hefir verið hjer mikil ftrkoma og snjóað í fjöll. I morgun var alhvítt í sjó fram. Slydda í dag. Spretta er orðin góð og allmargir hafa byrj- að slátt. Afli hefir verið góður, en nokk- uð tregari síðustu dagana. Sumir bátanna eru að hætta sökum hins lága verðs og söluörðugleikanna. Reknetabátur hjeðan fekk 30 tunnur hafsíldar á mánudagsnótt- ina. — Atvinnuhorfur í bænum afleitar. Óvíst enn um rekstur ríkisverk- smiðjunnar og þar af leiðandi um þá litlu söltun, sem annars var af- ráðin. Kolaskip losar til ríkisverksmiðj- unnar og Ragnarsbræðra. Hrossalœkningar á lanðsreikningnum. Talna- og staðreynda falsanir Hannesar dýralæknis. „Svona vitleysu getur enginn Hann segir t. d. í fyrnefndri annar hafa skrifað en Hannes Tímagrein, að Sjálfstæðismenn hafi dýralæknir“, varð merkum borg- ara að orði, er hann liafði ilesið greinina „Ferill íhaldsins“, sem birtist í Tímanum síðast. (Irein þessi á að heita upphaf af svari við greinaflokki um lands reikninginn 1930, sem birst hafði hjer í blaðinu. Er það mjög lík- lega til getið, að höfundur þess- arar Tímagreinar sje einmitt Hannes dýralæknir. Hann er tal- inn gáfaður í lakara lagi, fljót- fær með afbrigðum, en sjálfeálitið fram úr liófi. Hann er gjarn á að nota tölur í skrifum sínum; en öll meðferðin á tölum og stað- reyndum er þann veg, að undrun sætir að nokkurt blað skuli fást til að birta þá fölsun. Nú hefir þessi dýralæknir Hriflu liðsins tekið að sjer að verja fjár- bruölið mikla 1930. Og hann bregður ekki vana sínum. Oft hefir hann í skrifum sínum beitt hrossalækningum í meðferð talna og staðreynda, en aldrei svipað því eins og í þetta sinn. Sem dæmi þess, hvernig dýra- lælcnirinn leyfir sjer að falsa tölur má benda á, að hann telur að út- gjöldiit á landsreikningnum 1930 nemi 16.7 milj. kr., fjárlagaáætlun fyrir sama ár 11.9 milj. Síðan bætir hann við og undirstrikar: „Greiðslur umfram fjárlög hafa því numið 4.8 rnilj. og tekjuaf- gangur var tæplega V2 milj. kr.“ Það þarf vissulega meira en meðal fávita til þess, að halda fiam slíkri endemis vitleysu og því, að eins fáum dögum eftir að Alþingi hafði samþykt landsreikn- ing þann, sem um ræðir. Lands- reikningurinn 1930 var saminn af stjórn Framsóknarflokksins. Sá reikningur sýnir gjaldamegin — ekki töluna 16.7 milj. kr. eins og dýralæknirinn segir — heldur töluna: 25.769.696.86 — tuttugu og fimm miljónir, sjö hundruð sextíu og níu þúsundir, sex liundruð níutíu og sex krónur, áttatíu og sex aura! Þetta var útkoman á gjaldalið landsreikningsins 1930, sem Fram- sóknarstjórnin lagði fyrir Alþingi. Og þannig líta þau lög út, sem Alþingi afgreiddi, um samþykt, á landsreikningnum. Dettur nú nokk urum manni í hug, að stjómin hafi farið að sýna hærri útgjöldin á landsreikningnum en þau voru í raun og veru? En gjöldin á landsreikningi stjórnarinnar, sem samþyktur var af Alþingi eru 9 milj. kr. hærri en Hannes telur í grein sinni! Tekjuhalli ársins varð um 6.5 milj. kr., en Hannes telur tekju- afgang Vá milj. kr.! Er unt að hugsa sjer berari fölsun á opinberum tölum? Slíkar hrossalækningar geta ekki á neinn hátt læknað okkar sjúka þjóð- arlíkama. En Hannes dýralæknir getur auð sjáanlega falsað fleira en tölur. Hann virðist einnig einkar laginn á að falsa opinberar staðreyndir. barist gegn rannsóknarstofu fyr- ir landbúnaðinn, Jarðræktarlögum og Ræktunarsjóði(!!) Nú sýna Alþingistíðindin, að þá verandi atvinnumálaráðh. Fram- sóknar (Kl. Jónsson) fekst ekki til að bera fram Jarðræktarlögin og varð því landbúnaðarnefnd þingsins að taka þau að sjer til flutnings. Og það var Sjálfstæð- ismaðurinn, Þórarinn Jónsson, bóndi á Hjaltabakka, sem var framsögumaður málsins, og barð- ist fyrir því á Alþingi. Jónasar- liðið þagði; en gerði alt sem það gat bak við tjöldin, til að spilla fyrir framgangi málsins. Um Ræktunarsjóðinn er það að segja, að það var Jón Þorláksson sem átti upptök þess máls, undir- bjó það og barðiát fyrir því á Al- /þingi, en því var illa tekið af Tím- anum, blaði Jónasarliðsins. Rannsóknarstofan fyrir landbún aðinn var fram borin af Tr. Þór- hallssyni og studd af öllum flokk- um. En þar hafði Jónasarliðið einnig sjerstöðu. Það reyndi á all- an hátt að ofsækja og rægja þann mann, Níels Dungál, sem var sjálf- kjÖrinn til að veita stofnuninni forstöðu. Leit svo út um skeið, ao ofsóknarliðinu ætlaði að takast að bægja Dungal frá þessu starfi, og hefði það vitanlega orðið land- búnaði vorum til ómetanlegs tjóns. — Því miður er rannsóknar- stofa landbúnaðarins ekki tekin til starfa enn þá og má ásaka fyrverandi stjórn fyrir það. Hún hafði komið fjárhag ríkissjóðs í það öngþveiti, að ekkert fje var handbært til þess að koma upp þessari nauðsynlegu stofnun. Hún verður því að bíða, eins og svo margt annað, sem er aðkallandi. Hjer að framan hefir verið bent á nokkrar stærstu falsanimar á tölum og staðreyndmn í grein Hannesar dýralæknis. Þessi ali- kálfur Hrifluvaldsins ætti að láta sjer þetta að kenningu verða og leggja frá sjer pennann. Honum og öðrum í Hriflúliðinu ætti að skiljast, að þjóðin getur ekki, eins og nú er komið, lifað á blekking- um og lygum um opinber mál. Kröfur Papens, Lausanne, 29. júní. United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að von Papen hafi tilkynt MacDonald, að til mála geti eigi komið, að Þýska- land greiði nokkurar ófriðarskaða- bætur í framtíðinni, nema friðar- samningarnir verði endurskoðaðir og þeim breytt Þýskalandi í hag. Sendinefnd Þjóðverja á ráð- stefnunni hefir einnig gefið út til- kynningu þess efnis, að Þýskaland geti ekki og ætli sjer ekki að greiða neinar frekari ófriðarskaða- bætur. Gísli Fálsson læknir í Hafnar- firði fer í ferðalag í dag og verður fjarverandi í nokkra daga. Bjarni Snæbjörnsson gegnir læknisstörf- um fyrir hann á meðan. Verður Roosevelt í kjöri? Franklin Roosevelt. Chicago 28. júní. United Press. FB. Stuðningsmenn Franklins Roose- velt unnu fyrsta sigur sinn í gær- kvöldi, er Walsh var kosinn for- seti flokksþingsins (þ. e. flokks- þings demokrata). Hollustueiður íra. Dublin, 29. júní. United Press. FB. Efri deild fríríkisþingsins hefir loks samþykt frumvarpið um holl- ustueiðinn við lokaumræðu, í mjög breyttri mynd. Er ekki búist við, að ríkisstjórnin láti lögin koma til framkvæmda í þeirri mynd, sem þau nú eru. Tollaukning í Noregi. Ósló, 29. júní. United Press. FB. Stórþingið hefir samþykt álykt- un þess efnis, að heimila ríkis- stjórninni að auka tolla. fjórfalt móts við núv. tofla, eða setja alt að því 50% verðtoll á þær vörur, sem ekki er verðtollur á, þegar svo er ástatt, að Stórþingið er ekki sam- ar. komið til funda eða þegar 6- vanalegar viðskiftaástæður krefj- ast. —• Þingmannafundinum lauk í gær. Samþykt var einróma ályktun, þess efnis, að hvetja Genfráð- stefnuna til frekari samvinnu um tilraunir tiiT þess að koma á al- þjóðasamkomulagi um mikla af- vopnun með öllum þjóðum. Frá Spáni. Madrid, 28. júní United Press, FB. Goded herrððsforingja og tveim- ur öðrum hershöfðingjum hefir verið vikið frá störfum, fyrir að skifta sjer af stjórnmálum. Aukakosning í Bretlandi. London 28. júní. United Press. FB. Aúkakosning hefir farið fram í Mont Roseburgh kjördæmi og bar Charles Kerr herdeiildarforingi sigur úr býtum. Hann er frjáls- lyndur, og fylgir þjóðstjórninni að málum. Hann hlaut 7.963 atkv., en Tom Kennedy hlaut 7030. Er Kennedy verklýðsmaður. Skoski þjóðemissinninn Douglas Emslie hlaut 1996 atkv. Aukakosning þessi fór fram vegna þess að Sir Robert Hutehinson, þingmaður kjördæmisins, var aðlaður. ferðamenn í Rusturríki. Tilkynning frá austurrísku ræC- ismannsskrifstofunni um reghns þær, sem gilda í Austurríki uml erlendan gjaldeyri, er ferðamenn. liafa meðferðis frá útlöndum: Utlendingar, er koma til Austui:- ríkis og hafa meðferðis erlendam gjaldmiðil (seðla, gull eða silfur- myntir, víxla, ávísanir, einnig svo- nefndar ferðaávísanir) geta innan tveggja mánaða frá því er þeir komu til landsins tekið með sjer aftur til útlanda fyrirstöðulaust sömu upphæðirnar í útlendri myut, þó því að eins, að þeir hafi viid komu sína til landsins látið landa- mæraverði (Grenzkontrolle) rita á vegabrjef sitt upphæðir þær, er þeir hafa meðferðis. Austurrískur gjaldmiðill, sem. komið er með til Austurríkis, telst eigi til þess fjár. er færist inn á vegabrjef. An áðurnefndrar innfærslu er ekki hægt án samþykkis þjóðbank- ans í Austurríki að flytja með sjer við brottför sína úr landinu stærri' fjárhæðir en hjer segir: 1) Austurrískan gjaldmiðil (aC undanteknum gullmvntum) alt að 200 s., þar af silfurpeninga alt a? 10 s. 2) Útlendan gjaldmiðil (að und- anteknum gulllpeningum) alt að 500 s., þar af 20 s. silfurpeninga. Lánstraustskírteini (Kredit- briefe) og lántökuheimildir (Ak- kreditive) sem gefin eru út af lánafyrirtækjum (Kreditunter- nehmungen) utan Austurríkis, þarf eigi að færa inn í vegabr^jef, og má án þess eða sjerstaks leyfis frá þjóðbanka Austurríkis hafa hvorttveggja með sjer frá Austur- ríki til útlanda aftur .(FB). Prestastefnan 193Z Framh. Föstudag 24. júní kl. 9 árd. yar aftur settur fundur. Flutti Guðm. próf. Einarsson stutta bænargjörð í byrjmi fundar. Þá gerði docent Ásm. Guðmundsson grein fyrir störfum barnaheimilisnefndar á liðnu ári og lagði fram endurskqð- aða reikninga fyrir þeirri starf- semi. Gat hann þess m. a. að nú væri ungfrú Friðþóra Stefánsdótt- ir við nám í Lundúnum til undir- búnings barnaheimilisstarfsemi á Siglufirði (dagheimili). Aðalstarf- ið hefði hingað til verið að Hverar koti í Grímsnesi, sem nefndim hefði keypt í því skyni. Hefði það heimili verið sel sótt undir ágætri forstöðu ungfrú Sesselju Sig- mundsdóttur. Ritlaun sín fyrir ,,Kveldræðuf“ — kr. 1000 — hefir sjera Magnús Helgason gefið til þessarar manmiðarstarfsemi. Loks var nefndin endurkosin í einu liljóði. Eftir stutt fundarhlje flutti dómkirkjuprestur Bjami Jónsson erindi um afstaðu kirkjunnar til nýungastefnu, sem tekið væri að bóla á meðal vor. Óskaði fundur- inn mjög eindregið. að þetta er- indi mætti koma sem fvrst fyrir al menningss j ónir. Þá var endurkosinn í útvarps- ráð: sjera Friðrik Hallgrímsson í einu hljóði. Og í bókanefnd presta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.