Alþýðublaðið - 06.02.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1929, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Hveitifc&fð, Maísmlol, Helll maís. Kven-veski alls kon- ar seld á iitsöin í dag og næstu daga, verð frá akr. 1,25. Mikið af barnatösk- um frá kr. 0,40. HljéðfærsMsið. stjóri í islandsbanka. Fyrir pað starf hefir hann fengið 40 000,00 á ári, eða e. t. v. meiia. Sjálf- sagt vinnur hann ekki á helgi- dögum í bankáiruum. Munu því vinnudagar hans ekki vera fleiri en 300 á ári. ÞaÖ verða 133J38 á dag. Auk pess hafa slíkir herr- ar, sem þessi, ávalt einhverjar aukatekjur, og hlýtur liann pví að öllu þessu athuguðu að vera maður stórríkur. Hygg ég því, að ekki sé of hátt reiknað að gera tekjur • hans af atvinnu og eignum 191,00 á dag 300 daga ársins. (Hann vinnur fráleitt á helgidogum eins og t. d. sjó- mennirnir.) Hefir hann þá sömu tekjur á dng og má/irtðarkaup sjómannanna var. Auðvitað er það þjóðin öll, almenningur, sem verður að greiða honum þetta háa kaup, því að eftir því, sem kostnaður bankanna er meiri, verða þeir auðvitað að heimta hærri vexti. Þá er ekki verið að tala um, að bankarnir (þ. e. þjóð- félagið) þolí eldii þetta háa kaup- gjald, eins og þegar um útgerð- ina er að ræða. Það er kaldhæðhi örlaganna, að menn eins og Claessen bankastj. skuli þurfa að taka til máls í kaupdeilu um jafn smánarlegt kaup og sjómanna (þar sem helm- ingurinn fer oft í húsaleiguna eina í þessari húsaleiguokurs- borg). Annars eru það fleiri inn- an Eimskipafélagsstjórnarinnar, sem væri það hollara sjálfra sín vegna að hlaupa ekki á sig, ,fiafa ekki hátt‘‘ í verkalýðs- kaupdeilum, því flestir munu þeir úr býtum bera digra fjár- sjóði, já, svo digra, að mönn- um verður ósjálfrátt á að spyrja, hvort þjóðin þoli tii lengdar að gjalda þeim „þetta - háa kaup“. En svo við víkjum þá aftur að tiltæki EimskjpafélagS'Stjórnarinn- ar, að ætla sér að stöðva alian flotann. Mun þá nokkur sá „níð- ingur“ (Moggamál) vera til með- al hluthafa Eimskipafélagsins. sem að því athuguðu afræður að endurkjósa núverandi stjóm, nema stjórnarherrarnir sjálfir? Ég bara spyr. Aðalfundur Eim- skipafélagsins svarar. En á þeim fundi ættu allir hluthafamir að hafa hugfast þetta tiltæki meiri hluta nú verandi stjórnar félags- ins. 5. 5. fhaldið á biðiIsbuxuRum. Eitt aðalmálgagn íhaldsins, „Morgunjb]aðið“, var nýlega að ráðleggja okkur verkamönnum og sjómönmum, að láta ekki jafn- aðarmemn hafa atkvæði okkar viS kosningar framvegis. Mér skilst, að íhaldið muni sjálft þiggja þau. Það hefir lengi álitið oss ein- falda. Nýlega gat „Morgunblaðið“ þess, að þeir íhaldsforingjarnir vildu gjarmam gjaLda verkalýðn- um gott kaup. — Þeir tala fagurt, en hyggja flátt. Verkin sína merkin; þegar deilt hefir verið um kaup. verkalýðsins, þá hefi ég aldrei heyrt nokkurn í- haldsflokksmann vera með kaup- hækkun eða bættum kjörum verkafólksáns á nokkum hátt. Verkalýðurimn veit það, að Eggert Claessen, sem hefir a. m. k. tvö ■ þúsund kr. á mánuðf, vildi ekki borga sjómönnunum tvö hundruð krónur á mónuði. — Svona er réttlæti íhaldsins. En íhaldsstjórn Eimskipafélags- ins varð að slaka til — fyrir réttlætismeðvitund meiri hluta ís- lenzku þjóðarinnar. Síðan hrópar íhaldið: „Verka- menn og sjómenn, kjósið oss!“ — Eða með öðrum orðum: Kyss- ið á kúgarans vönd. Hugsjónamenn sjá lengra en flestir íhaldsmenn. — Þannig sá eitt okkar mesta þjóðskáld, Ein- ar Benediktsson, að: hin kúgaða stétt hristir klafann og sér, hún er voldug og sterk.“ Verkamndw. Úr Borgarnesi. I FB. í* febr. Lungnadreþ í sauðfé hefir valid- ið miklum, skaða á nokkram bæj- um niður við sjóinn á Mýrunum. Bezt útsöluverð er áreiðanieoa í Branns-V er zlnn. Vetrarfrakkar frá 25,00, alfatnaður frá 29,00, 'unglingaföt fyrirVs virði, Nankinsjakkar frá 3,60, vinnubuxur nú frá kr. 5,00, rönd. vinnuskyrtur frá 3,50, sjómannateppi frá 1,80, efni í manchettskyrtur frá 3,90. Mikið af ódýrum bindum. Allir í Brauns-Verzlun. í Krossnesi fórast 20—30 kindur úr pestinni og aö Álftárósi (næsta bæ við Krossnes) var féð farið að hrynja náður úr henni. Á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi voru farnar um 40 kindur úr þessari pest. Búnaðarfélag íslands hefi r sent þá dr. Lotz á Hvanneyri og Ásgeir dýralækni Ólafsson í Borgarnesi vestur í hreppa tii þess að rannsaka veikina. Ýms- ir fjárkvillar aðrir hafa stungið sér niður í héraðinu, en ekktil valdið teljandi skaða. Mikili ræktunaráhugi er í hér- aðinu. Er á mörgum bæjum verið að ræsa fram og búa undir ný- rækt í vor í stórum stíl. Bún- arfélag Stafholtstungna. aatlar að fá sér dráttarvél og Búnaðarsam- band Borgarfjarðar hefir í hyggju að bæta við sig annari dráttarvél. Eriesid sínflske^ti* Khöfn, FB„ 5. febr. Uppreistln á Spáni. Kúgun og frelsisbarátta. Frá Berlin er símað: Sam- kvæmt skeytum, sem þýzk blöð birta um uppreistina á Spáni, er bersýnilega um lýðveldishreyf- ingu að ræða í landinu. 1 Valen- cia voru ákafir bardagar, áður en herliði stjórnarinnar tókst að bæla niður uppreistina. Félkt all- margir menn í bardögunMm. Upp- reistarmenn gerðu tilraunir tiil þess að bjarga Guerrera úr fang- elsinu, en það tókst þeim ekki. Hefir Guerrera verið fluttlur á herskipi frá Valencia, en ókunn- ugt er um, hvert farið hefir ver- ið með hann. — Rivera hefir gefið út margar tilskipanir út af uppreistinni, þar á meðal um stofnun sérstaks dómstóls, þar sem tekin verða fyrir öll mál, sem talin eru stamda í sambandi við hana. Dómum þessa dóöxstóls verður ekki hægt að áfrýja. Enn fremur hefir stjórnin skipað svo fyrir, að blöðin skuli skyldug til þess að láta stjómina fá umráð yfir hálfri s’íðu í hverju blaði daglega, er hún krefst þess, tií birtingar stjó rnarti 1 kynnin ga. — Stjórnin hefir og tiLkynt, að hún muni setja af þá embættismenn, sem berir verða að fjandskap í hennar garð. — Félagsskapurinn „Union patriotica“, sem Rivera stofnaði í Líkingu við félagsskap ítalskra svartliða, hefir verið viðurkendur að nokkru leyti sem opinber stofnun. Hlutverk þessara félaga er að útvega stjórnimni ýmsar upplýsingar, sem henni megi að gagni koma. — Hernað- arástandi hefir veiið lýst yfir í spænskum bæjum. Frá París er símað: Frakknesk blöð eru þeirrar skoðunar, að Rivera hafi að eins unnið bráða- birgðasigur. Mörg blaðanna ætla, þar á meðal „Jouraal des De- bats“, að dagar Rivera-stjórnar- innar séu bráðum taldir. Segja blöð þessi, að byltmgarandi breið- ist út um alt landið, einnig á; meðal sjó'liðsjns. Uppreistín sé ekki eingöngu herna öa rhreyfimg, fjöldi borgara, jafnaðarmenn, vinstrimenn og íhaldsmenn standi á bak við hana. Verkamannaráð hafa verið stofnuð i mörgum bæjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.