Alþýðublaðið - 06.02.1929, Síða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1929, Síða 4
4 ALEÝÐUBLAÐIÐ sparar húsfreyjum mikið erfiði. Ekki skal bæta í sápueða sóda. Ábyrgst. að laust sé við klór. Tæki til að senda myndir með loftskeytuin fullkomnuð. Frá L’imdúmixn er símað : Max- coni hefir fundið upp ný tæki til ]>ess að senda myndir með loftskeytum á stuttum bylgjum. Með tækjum þessum má senda myndir ódýrara og fijótara en áður. Auk þess eru mýnJdirnar greinilegri en myndir þær, sem hingað til hafa verið sendar með lotftskeytatækjum. Með þessum ptýju, fullkomnu tækjum er tíg t. d. hægt að senda 400 orða skeyti með einkarithönd á einni mínútu. Usa ðkðsggifisa 4»^ vegtasm, Næturlæknír er í nótt Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1, sjmi 2263. Fyrirlestrar séra Gunnars. Vissast mujni að tryggja sér að- göngumiða í tíma, því að margir eru þeir, sem vilja hlusta á séra Guinuar Benediktssoin. — Fyrsta. Ifyrirlesturinn þeirra fjögurra flyt- ur hajnn í kvöid kl. 71/2 í Gamia Bíó. Efni: Gnðsríki í trúa>rhug- myndum Gyðinga. — I auglýs- Sngunni í gær misprentaðist heárti þessa fyririestrair og leiðréttist það hér með. Verkakvennafélagið „Framsókn“. Fundur annað kvöid kl. 84/g 1 Kaupþmgssainum. Féiagsmái rædJd. kaffidrykkja, skemtiatriði. Þær felagskonur, sem táka ætla þátt í kaffisamkvæminu, eru beönar að gera nefndinni (sjá blaðið í fyrra dag) aðvart um það í síðasta lagi fyrir hádegi á morgon. Innvömmun Myndir, Myndá- rammar. Langódýrast. Vörusalinn Klapparstíg 27. Síldareinkasalan hefir sótt um grunn undiir skrif- stofubyggingu á AkureyrL (FB.) Leikfélag Akureyrar. „Hrekkjabrögð Scapins“ hafa verið teikin þrisvar sinnum fyr- ir fuMskipuðu húsi. (Símað í gær til FB.). Aflabrögð. í gærkveldi var FB. símað úr Keflavík: Afli er góður. Á laug- IHöfum ávalt fyrirliggjandl beztu teg- und steamkola í kolaverzlun Ouðna Eiaarssonar & Einars. Síml 595. ardaginn féklt einn bátur 15 skpd., annar 13, hinir 8—10 skpd. Á mánudaginn öfluðust 8—12 skpd. á bát. — Frá Sand.gerði er símað: Afli er góður. Á laugar- daginn fengust 400—650 lítrar af \ iifur á 'bát eða upp í 16—17 j skpd. Skipafréttir. „Brúarfoss" fór í gærkveldi vestur og norður um land til út- landa 0g „Goðafoss“ beint til út- landa. „lsiand“ kom að norðan í gærkveldi. Séra Sigurður Z. Guðnmndsson prestur i Saurbæ í Dalasýslu er staddur hér í Reykjavík. Engin slys uxðu af rokinu í gær, svo að frézt hafi. Margir bátar voru á. sjó úr Keflavfk og Miðnesi (Sand- gerði), ea. náðu allir landi, enida lygndi þegar fram á kvöldið kom. Spurðist Alþbl. fyrir um bátana í Keflavík í morgun. Séra Gunnar Benediktsson kom með „ísiandi“ í gær. Hann flytur erindi annað kvöM ki. 9 í samkomusal bæjarins í Hafnar- firði að tilhlutun fræðslunefndaí „Magna“. „Reylcvikingur" kemur út á morgun kl. 9. (Sjá augl.) Um æfintýraleg ferðalög við Suðurpólslandið heldur Ól- afur Friðriksson fyrirlestiir með skuggamyndum á föstudags- kvöldið k'I. 81/2 í Varðarhúsinu. Góður afli. . Með góðan afla komu í gær- kveldi iínuveiðartjrnir „NamdaT, „Rifsnes" og ,,Alden“, og i gær- kveldi og nótt komu margir vél- btáar hingað einnig með góðan afla. Veðrið, Kl. 8 í morgun var vestan- og suðvestan-átt um alt land. Krapa- él og hriðjur vestanlands, en bjart og gott veður viöast á Nforður- landi og Austfjörðum. Veðúrútiit í kvöld og nótt: Suðvesturland og Faxaflói: Sunnan- og suðvest- an-átt, stundum allhvöss og snjó- él. Sennilega hægari á mo.rgun. Vestfirðir: Breytileg áitt. Snjóél. Til Strandarkirkju. Áheit frá M. Á. 5 kr. Kirkjubygging á Akureyri. Safnaðarfundur á Akureyri samþykti svipaða tiilögu um kirkjubyggingu á Akureyri og samþykt var í ReykjavLk í haust á fundi dómkirkjusafnaðarins um kirkjubygglngu hér. Fór fundur- inn fram á, að söfnuðinum verði afhent kirkjan, sem þar er nú, ásamt sjóði hennar, og síðan leggi rikið 50 þúsund kr. til Munið eftir, ef ykkur vantar einhvcrn hlut eða viljið selja, að koma á Fornsöluna, Vatnsstíg 3. Ábyggileg viðskifti. Simi 1738. Bezt er að -kaupa hið úrvals- góða saltkjöt og hinn margþráða steinbítsrikling í verzluniinni Grettir, simi 570. Keykvíkfngíii* kemur út á morgun kl. 9. Þar sjá menn, hver fékk 20 krónur gefins, og hvemig hægt er að fá fyrir 50 aura að- göngumiða að fyrirlestri og skugga- myndasýningu Ólafs Friðrikssonar á föstudagskvöldið. - Saitfiskur og nýr fiskur,—Tekið á móti pöntunurn í síma 1456 all- an daginn. Iiverfisgata 123. Haf- liði Baldvinsson. Vlðgeröir. Viðgerð á öllum eldhúsáhöldum, saumavélum, grammófónum, regnhlífum og öðr- um smærri áhöldum. Fljótt af hendi leyst. Einnig soðnir saman alls konar lilutir úr potti, járni, kopar og alurninium. Viðgerðarvinnu- stofan Hvg. 62. Þeia*» sem hjálpuðu sér öjálfir að ná í peningakassann i Kolaverzl- un G. Kristjánssonar, eru vinsam- íega beðnir um að„.skila honum aftur ásamt þeim bókum og reikn- ingum, sem í honum voru. en aur- ana heimila ég ykkur fyrir ómakið, Ólafur Benediktsson. kirkjubyggingar. (Samkvæmt sím- frétt til FB.) Fjaran undan Frakkastignum. Undanfarin ár hefir stóreflis- hrúga af vírstrengjaflækju, kol- ryðgaðri, legið framan í sjávar- bakkanum undan Frakkastígnum hér í bænum. Fyrir skömmu var bakkinn hlaðinn upp og vírflækj- unni þá dreift um fjöruna. Liggux hún þar nú eins og flekkur. Enn er verið að færa þarna út bakk- anin og hlaða hann upp. Mikið efni þarf í uppfyllingu og bind- ingu. Væri nú ekki til valið að losast við þenna leiðinlega og ljóta vírstrengjaflekk með því að koma hontim fyrir í bakkaniras innan við hleðsluna? Áreiðaniega myndu vírstrengimir binda bakk- ann svo vel, að hann bilaði þarna aldrei. Verði ekki þetta ráð tekið, þarf samt að taka vírstrengja- flækjuna burtu, því að hún er þarna eins og þögult vitni um laklegan fegurðar- og þrifnaðar- smekk Reykjavíkurbúa. d-n. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraidur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.