Alþýðublaðið - 07.02.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1929, Blaðsíða 2
B ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3ALÞÝÐDBL&9IB j 1 ; ; iemur út á hverjum virkum degi. ; ; IfgreiOsla i Alpýöuhúsinu viö : Hverflsgötu 8 opin frá kl. 9 árd. : til kl. 7 siöd. : Skrlfstofa á sama staö opin kl. ; 91/*—10Vt árd.'og kl. 8—9 siöd. | : Simar: 988 (algreiðslan) og 2394 : (skrifstoian). ; Verölag: Áskriftarverö kr. 1,50 á ; mánuöi. Auglýsingarverðkr.0,15 ■ : hver mm. eindálka. • Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiöjan • ; (i sama húsi, simi 1294). Kanpdeilan. 'r—' (Ni.) Sama er aö segja um fram- haldið: „Samsteypa flotans og skipu- legur rekstur undír valinni stjórn.“ Petta lætur líka vel í eymrn. En gallinn er bara sá, að með þessu er í rauninni ekkert sagt. Það er sami hálfyrðagrauturinn og áður, bara í öðrum aski. Hverjir eiga að velja stjórnina og ákveða skipuiagið? Eru það togaraeigendurnir, sjómennirnir eða hvorir tveggja? Eða eru það fulltrúar starfs- manna við útgerðina á sjó og iandi og fulltrúar þjóðarinnar atlrar, sem eiga að veija stjórn- ina og ákveða skipulagið, og er það þá samvinna þessara aðilja, sem átt er við að framan, þegar talað er um „lögþvingaða sam- vinnu“? Sé svo, þá er Alþýðublaðið al- veg sammála „Tímanum“. Slík samvinna er úrlausnin. Skiftir þá min%tu máli, hvort hún er köl 1 - uð „lögþvinguð samvinna“ eða eitthvað annað. En, því miður, öllum þessum spurningum Lætur ,,Tíminn“ ó- svarað. Er það iila farið, að hug- leiðingar aðalbiaðs stjórnarinnar skyldu vérða svo endasleppar og ummæli þess svo óákveðin. Skulu nú athugaðar nokkuð þær fjórar tegundir samvinnu, sem ætla má af ummæluim „Tím- ans“, að .hafi vakað fyrir honum, ein eða fleiri. 1) Þótt togarafélögunum öllum væri lögboðið að mynda eitt „samvinnufélag11 og eigendunum skipað að velja stjórn og ákveða skipulag þess, myndi það á engan hátt koma í veg fyrir kaupdeilur. Þvert á móti. Kaupdeilurnar myndu áreiðanlega verða enn þá harðari og óvægilegri, þar sem að eins væri við einn að eiga. • Annars er slíkur „samvinnufélags- skapur“ togaraútgerðarmanna lítt hugsanlegur og á engan hátt sam- bærilegur við samvinnufélög bænda, sem sjálfir eru sínir eigin verkamenn. „Sámvininufélag“ út- gerðarmanna yrði hringur, sem myndi hugsa um það fyrst og fremst að kaupa — vinnuna — sem ódýrast og selja — afurðirn- ar — sem dýrast. Það yrði eins- konar „samvinnufélag" kaup- manna. Togaraeigendur reka eins konar kaupmensíku, þeir kaupa vinnu og selja afurðir. 2) Samvinnufélagsskapur sjó- manna og togaraeigenda er og 'lítt hugsanlegur, að minsta kosti meðan útgerðarmenn sjá enga leið líklegri til hagnaðar en þá, að lækka kaup sjómannanna. Deilurnar . um kaupið, um skift- ingu aflans, myndu fljótlega spreugja þann „samvininufélags- skap“, hversu „lögþvingaður“ sem hann væri. ' 3) Samvinnufélagsskapur sjó- mannanna sjálfra á togurunum öllum, sem sjái um stjórn þeirra og rekstur, er vel hugsanleg leið, ef jafnframt væri séð fyrirþví, að sjómenn gæti náð eignarhaldi á skipunum. Með þessu mætti al- veg útiloka kaupdeitur á ski'p- unum. En þó fylgja þessu ýmsir annmarkar. Mannaskifti eru afar tíð á togurunum. Allir þeir, sem starfa við útgerðina í land'i, hafa Kka rétt til áhrifa á stjórn henn- ar og rekstur, þeir eiga afkomu sína undir útgerðinni og afkoma útgerðarinnar veltur að miklu leyti á starfi þeirra og ötulleik. Og fyrir þjóðina sem- heild er þessi atvinnuvegur svo þýðing- armikill, að afkoma hans„ stjórn og rekstur hlýtur jafnan að valda miklu um þjóðarhaginn. Sjómenn- irnir eru að eins einn aðili af mörgum. Þá er að minnast á hina fjóröu tegund samvinnunnar: Sanrvinnu allra aðila, sem að útgerðinni standa: starfsfólksins alls á sjó og landi, sem veiðir fiskinn, verk- ar og sélur og sér um innkaup, stjórn og rekstur útgerðarinnar, og þjóðarinriar, sem leggur til féð, mannaflann og býr í haginn fyrir atvinnureksturinn. Þessir aðilar allir veldu stjórn togara- flotans, settu reglur um skifoulag útgerðarinnar og rekstur, um fjársöfnun í sjóði til viðhalds og viðbótar flotans og tryggingar út- gerðinni þegar illa árar, um lág- markskaup og arðhluta verka- fólksins á sjó og landi. Öllum þessum aðilum væri það jafnmik- ið hagsmunamál að tryggja sem bezt hag og afkomu útgerðarinn- ar, með því safna þeir sjálfir eignum og tryggja sér framtíðar- atvinnu. Ágreiningsatriðin, hags- munaandstæðurnar, væru þá burtu numin, 'engin togstreita væri lenguii hugsanleg milli eiig- enda og verkafólks. Starfsfólkið væri alt í senn: eigendur að sín- um hluta, verkamenn og stjórn- endur. Aðilarnir væru ekki leng- ur tveir. Kaupdeilur myndu nið- ur falla og allir" starfsmennirnir .hlúa að velferð sinni með því að hlúa að útgerðinni. Slik sámvinna á að vera fram- tíðarskipulagið. Hún er fullkomin þjóðnýting. v ‘ Atvinnnleysi. Nú þegar verið fer að skrásetja olnbogabörn þjóðfélagsins, hina atvinnulausu, væri eigi úr vegi að taka til íhugunar ástand það, sem hér er ríkjandi, eins og svo víða annars staðar, atvinnuleysið. Sumurn kann að virðast það vera að bera í bakkafullan lækinn að nefna það á nafn, svo mikið haffi verið um það rætt og engin ráð fundist, sem að haldi mættu koma. En sannleikurinn er sá, að alt of lítið hefir verið um það rætt og of ljtið gert til að ráða bætur á því. Tillögu vil ég leyfa mér að koma fram með í þessu má,L. Hún er sú, að þingmenn A,lþýðu- flokksins beiti sér fyrir því á komandi alþ.ngi, að skipuð verði nefnd til að athuga, IwaZ hœgt sé iað gerg tu ac, koma i veg fijrir utvmmtleysi i fmmfídmni. lslendingar eru svo fámennir og auðugir, að engu öðru er um að kenna en skipulagsleysi og þröngsýni, að hér skuli rikja at- viniiuleysi. Það er t. d. alt o¥ einhliða og a,lls ekki einhlýtt þótt útgerðin ;sé efld, vegna þess, að því er nú einu sinni þannig varið, að ekki eru alflr „hneigðir fyrir sjóinn“. Landbúnaðurinn er þar hliðstæða. Fjölbreytni í atvinnulífinu er það, sem við þörfnumst. Er það þá einkum iðnaðurinn, sem fyrir oss verður. Hann þarf að aukast og margfaldast. Iðnlærðum mönnum að fjölga til muna. Það er svo’ margt af því, sem við flytjum til landsins, sem við gætura. fram- leitt sjálfii, ef við að eins kynn- um það og ætturn nógu mörgiujm iðnlærðum miönnum á að skipa. Dæmi: Trésmiðir hafa hér meira að gera en þeim er mögulegt að afkasta, þótt þeir vinni mikið lengur en hæfilegt getur talist, en eftir götunni ráfa mienm at- vinnulausir af þvf, að þeir kunna ekki þá iðn. Svo flytjum við inn hurðir og glugga, húsgögn o. fl. fyrir tugi þúsunda. Svona er það eflaust á fleiri sviðum, þótt ég nefni þetta sem dæmi, og enn þá fleiri eru þau svi.ð iðnað- arins, sem enn eru með öllu ó- numin af oss íslendingum. Eitt er það ljka, sem mikill gaunxuí er að gefandi, og það er, hvoirt ekki mætti takast að gera fsland að ferðamannalandi. Margt er það fleira, sem til greina getur komið. Annars var það ekki tilætlun mín að koma frarn nieð neinar beinar tillögur til* umhóta. Til þess er ég ekki fær. Hins vegar dylst mér eigi, að nefnd, skipuð kunnandi og Ötulum mönnum, gæti hér unnið stórvirki, ef nógu mikil alúð væri við lögð. Og alþingi er rétti aðilinn til að skipa þá nefnd. S. S. Norskir sjémenn segja upp samningum. Norskir sjómenn hafa sagt upp samningum. við útgerðarmenn. Samningstíminn rann út 1. febrú-- ar. Norskir sjómenn hafa ekkí reynst útgerðarmönnum eins auð- sveipnir og „Mgbl.“ ætlaði. Barn deyr af slysi. í gær kl. 21/2 vildi það slys til f Hafnarfirði, að stúlka, 6 ára gömul, varð fyrir bifreið og beið bana af. Var hún að leika sér með öðrum börnum, og vissi bifreiðar- stjórinn ekki fyrri til en him hljóp upp á veginn fyrir bif- reiðina. Var dálítið sólskin, og kveðst bifreiðarstjórinn hafa séð illa til hliðar, en vél eftir veg- inum. Var sem svaraði hálfri bif- reiðarlengd að barninu, þegar það hljóp fyrir bifreiðina. Reyndi hann þegar að stöðva hana, en tókst ekki á svo stuttu færi. Ekkí fóru hjólin yfir barnið, en það féll milli þeirra og hefir æitthvaö slegist i böfuð þess, svo að það rotaðist til bana. Læknir var í bifreiðinni, Helgi Tómasson. Gaf hann nákvæma skýrslu um slysið, Er talið, að bifreiðarstjórinn hafí enga sök átt á óhappi þessu. Faö- ir stúlkunnar heitir Amór Þor- varðarson frá Jófriðarstöðum. Eplend siBnskeyti.* Khöfn, FB„ 6. febr. Uppreistin á Spáni. Allsherjarverkfail í Valencia. Opinberar fregnir frá Spáni herma, að ástandið sé gott í ölliu iandinu, en hins vegar er það enn talið alvarlegt [fyrir Rivera] í einkafregnum, sem frakknesk og brezk blöð birta. Sto virðísf m sem tekist hafi áð bæla ,niður uppreistiná. Samkvæmt fregnuim þessum er langt frá því, að að- staða Rivera sé öflug, vegna al- mennrar óánægju yfir airæðis- valdinu, og er talið, að það eitt sé ekki vitanlegt, hvenær ný upp- reist verði hafín, en sennilega þó ekki næstu daga. Pesetinn hefir fallið töluvert. \ Frakkneska blaðið „Exelsíor" skýrir frá því, aö verkamenn i Valencia hafi lýst yfir allsherj- arverkfalli. Herskipnsmíði næst á eftir ófrið* arbanniiS) Frá Washington er sjmað: Öld- ungadeild þjóðþingSins hefir að undan íörnu rætt frumvarpið um smíði 15 nýrra beitiskipa. í frum- varpinu eru ákvæði um, að byrj- að verði á smjði allra beitiskip- anna fyrir 1. júlí 1931, og hefir það valdið mestum. ágreiningi, Coolidge forseti óskaöi þess, að tímaákvæðið væri felt úr frum- varpinu, en j)aö feldi öldunga-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.