Morgunblaðið - 13.11.1932, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Leikhúsið.
„Rjettvísin gegn Mary Dugan“, heitir sjónleikur sá, sem
Leikfjelag Reykjavíkur er að sýna núna. Hjer á myndinni
sjást nokkrir leikendurnir: Valur Gíslason, sem verjandi Mary
Dugan, Alfred Andrjesson sem klæðskerinn, frú Marta Kal-
man, sem vinnukonan og ungfrú Emilía Borg, sem ekkja hins
myrta manns.
Sparimerki.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis hefir nú látið búa til 10
aura og 25 aura sparimerki, og
bækur til þess að líma þau í. —
Eru bækur þessar þannig gerðar,
að framan á þær er ætlast til að
skrifað verði nafn eiganda, en
innan í bókina — sem er aðeins
ein opna — eru reitir til þess að
líma sparimerkin í. Þegar opnan
er orðin full af sparimerkjum,
má fara með bókina í sparisjóð-
inn (á Hverfisgötu 21 við hlið-
ina á nýja þjóðleikhúsinu) og
leggja hana þar inn, og er inn-
stæðan þá færð inn í sparisjóðs-
bók eigandans, eða hann látinn!
fá nýja sparisjóðsbók, ef hann;
hefir ekki eignast hana áður, og
stendur upphæðin þar á vöxtum.
Sparimerki þessi eru einkum
ætluð bömum og unglinginn, og
tilgangurinn er sá, að reyna að
venja þau á að eyða ekki öllum
þeim aurum, sem þau fá til um-
ráða, heldur safna nokkru sam-
an og leggja fyrir til ávöxtunar.
Fyrir 20 til 30 árum gerði
Landsbankinn samskonar tilraun,
Voru sparimerki hans til sölu í
Barnaskólanum í nokkur ár, og
gafst þetta vel, því að bömun-
lum safnaðist álitleg fjárhæð.. —
Mun það einkum hafa verið þá-
verandi kennari við skólann, frú
Laufey Vilhjálmsdóttir, sem
beitti sjer fyrir þessu. Hafði hún
kynst þessu erlendis og sjeð, hve
holl áhrif þetta hafði á hugsun-
arhátt barnanna. En upp frá
því, er heimsstyrjÖldin skall á,
og öll verðmæti komust á ringul-
reið, hætti Landsbankinn þessu,
enda hafði hann þá og ávalt síð-
an mjög erfiðar kringumstæður
til þess að sinna þessum smáu
viðskiftum barna og unglinga.
Erlendis eru það líka sparisjóð-
ir en ekki bankar, sem hafa tek-
ið þetta verkefni upp.
Hjer er nú ástandið þannig,
að fjárhagur hins opinbera og
einstaklinga er í sárum efltir um-
rót það, sem heimsstyrjöldin kom
af stað, og verðsveiflurnar í
kjölfari hennar hafa verið að
auka og árjetta fram til þessa.
Skuldimar við útlönd eru orðn-
ar ægilegar, en fjársöfnun inn-
an lands á erfitt uppdráttar. Og
kynslóðin, sem alist hefir upp í
þessu umróti verðmætanna, virð-
ist vera ístöðulítil í fjármálum,
sem von er til.
Efnaleg framtíð þjóðarinnar
veltur nú mjög á því, að nýr
hugsunarháttur skapist með
nýrri kynslóð. Að sparsemi og
samhaldssemi komist aftur til
vegs og virðingar. En bömin,
sem nú eru að vaxa upp, em
einmitt nýja kynslóðin. — Þess
vegna er nú svo áríðandi, að inn-
ræta þeim hina borgaralegu
dygð, sparsemina, fjársöfnunina.
Ræktun hugsunarháttarins verð-
ur að byrja á börnunum, á þessu
sviði eins og öðrum.
Sparimerkin fást keypt á af-
greiðslu sparisjóðsins, sem er op-
inn 10—12 og 5—7^4 daglega.
Bækurnar, til að líma þau í, eru
einnig látnar af hendi þar ókeyp-
is. Foreldrar, sem vilja hafa
sparimerkin við hendina handa
börnum sínum, ættu að kaupa
eina eða fleiri arkir af spari-
merkjunum í einu. I hverri örk
eru 20 merki, og kostar örkin af
10 aura merkjunum þannig 2
kr., en af 25 aura merkjunum
5 krónur. I hverri bók eru 40
reitir, og má líma í þá jöfnum
höndum 10 aura og 25 aura
merki. Telur sparisjóðurinn sam
an upphæð merkjanna um leið
og merkjabókin er lögð inn, og
færir hina rjettu upphæð inn í
sparisjóðsbók.
Fnglingar og börn, sem eiga
sparimerkjabækur, eða vilja eign
ast þær, geta líka snúið sjer
beint til sparisjóðsins og keypt
þar einstök merki.
Reynt verður að koma á þeirri
tiihögun, að merkin fáist keypt í
barna- og unglingaskólum bæj-
arins, og verður leitað til þess
aðstoðar skólastjóra og kennara.
Mjög væri æskilegt, að merkin
gætu verið til sölu á nokkrum
stöðum í bænum á opinberum
sölustöðum, sem börn hvort sem
er eiga erindi á. Virðast t. d.
brauðsölubúðir vera hentugar til
þess. Er þess beiðst, að þeir for-
stöðumenn verslunarbúða, sem
vilja leggja það á sig fyrir gott
málefni, að hafa útsölu á spari-
merkjunum og taka við auglýs-
ingaspjöldum um það, gefi sig
fram við einhvern af stjórnend-
um sparisjóðsins, eða við af-
greiðslu hans á Hverfisgötu 21,
sími 1315 (verður 4315 eftir að
sjálfvirka stöðin er tekin til
starfa). Er auðvitað ekki til þess
ætlast, að slíkir útsölumenn leggi
út fje fyrir merkjum fyrir fram,
heldur skili vikulega, eða eftir
því sem um semst, andvirði
þeirra merkja, sem seljast hjá
þeim.
Sparimerkin eru áskorun til
unglinga og barna um að leggja
fram góðan vilja til þess að
byggja upp efnalega framtíð þjóð
ar sinnar og sjálfs sín. Þó að
getan sje smá í byrjun, gjörir
ekki svo mikið til, ef viljinn er
góður. Því að „sigursæll er góð-
ur vilji“.
Jón Þorláksson.
MflvíkRrtifjef.
12. nóvember.
Fjöregg Jónasar
Þorbergssonar.
Um fyrri helgi skrifaði Jónas
Þorbergsson enn í Tímann nm
hlutleysi útvarpsins. Hann tók sto
djúpt í árinni, að algert hlutleysi
væri fjöregg hins íslenska útrarps.
Aldrei þessu vant hafði útvarps-
stjórinn þarna satt að mæla.
En langt er bil milli þessa
orða mannsins og athafna hans,
svo langt, að eigi verður eygt þar
á milli.
Fám dögum eftir að hann kveð-
ur svo fast að orði um nauðsyn
hlutleysis í deilumálum þjóðarinn-
ar gerir hann hið íslenska útvarp
að málpípu fyrir æsingastarf rúss-
neskra kommúnista á hátíðisdegi
þeirra, byltingarafmælinu. Þann
dag hefir útbreiðslustöð hinna
rússnesku blóðhunda náð í skottið
á Halldóri Kiljan Laxness, starfs-
manni hins íslenska ríkisútvarps,
,og hann er fenginn til þess að
prjedika þar eystra um „hina
rússnesku alsælu“, er lýsir sjer í
myndum hungurs og kúgunar.
Og íslenska útvarpið, gleymdi
hlutleysinu, gleymdi fjöregginu,
en opnaði í auðmýkt fyrir anda-
gift Kiljans þar sem hann stóð
austur í Moskva, til þess að færa
hugi íslenskra útvarpshlustenda
sem næst hjartastað hins rúss-
neska kommúnisma.
Mun engin Vestur-Evrópuþjóð
önnur en íslendingar geta leyft
slíka stigamensku í meðferð út-
varpsmála.
Hversu lengi :á að misbjóða þol-
inmæði íslenskra útvarpsnotenda ?
Rás viðburðanna.
Á öðrum degi, frá því að Kiljan
hjelt sína hjartnæmu ræðu á há-
tíðisdegi Rússa til íslenskra verka-
manna um blessun hinnar blóðugu
byltingar, gerðust hjer í Reykja-
vík þau tíðindi, sem mörgum munu
verða miímisstæð.
Miðvikudaginn 9. nóvember
sannfærðust þeir hjer, sem ekki
höfðu komið auga á þá staðreynd
áður, að Hfsskilyrði, eða fjöregg
hins íslenska ríkis er það, að vald
sje til í landinu, er hafi þann
styrkleika, að haldiþ sje hjer uppi
lögum og reglu.
Menn þeir, sem hingað til hafa
verið andvígir ríkislögreglu, hafa
fært fram þær ástæður fyrir skoð-
un sinni, að þegar slíkur liðsstyrk-
m* kæmi upp, myndi hann eða jafn
vel tilvera hans ein æsa uppvöðslu
menn til hermdarverka, sem ann-
ars kæmu ekki til.
En nú hefir reynslan sýnt, að
einmitt vanmáttur lögregluvalds-
ins laðar sora þjóðfjelagsins upp
á vfirborðið, til ofbeldis- og
hryðjuverka.
Miðvikudaginn 9. nóvember var
ekki barist á götum bæjarins um
verkalaun, atvinnubætur eða önn-
ur hagsmunamál manna. Það var
barist um vfirráðin í Reykjavíkur-
bæ. Og það var frábærri hugprýði
og karlmensku hinna 20 lögreglu-
manna að þakka, að þeirri viður-
elgn ekki lauk með sigri þeirra er
aðhyllast hinn rússneska kommún-
isma. Sigur þeirra hefði að vísu
aldrei orðið nema skammvinnur.
En hann gat orðið dýr fyrir þjóð-
ina. —
Hermann.
Líkara er það reifara en sönn-
um viðburðum úr íslensku þjóð-
lífi, þegar farið er yfir starfsferil
Hermanns Jónassonar miðvikudag-
inn 9. nóvember.
Fjölmennir götufundir höfðu
hjer verið haldnir, til þess að
undirbúa mannssöfnuð að fundi
bæjarstjórnar þann dag. Með til-
liti til þess undirbúnings hafði
fundur, aldrei þessu vant verið
settur fyrri hluta dags, beint til
þess, að óeirðir þær, sem stofnað
var til, gætu farið fram í fullu
dagsljósi.
En lögreglustjórinn, Hermann
Jónashson þvertekur fyrir, að lög-
reglumenn bæjarins fái varalið.
Og þegar fundarhlje verður um
hádegið, stillir hann svo til, að 4-
heyrendapláss fundarhússins fyll-
ist af því æstasta og hamslaus-
asta liði bolsanna.
Þegar svo lýður þessi, er hann
hefir hleypt inn á bæjarfulltrúana
heimtar að fá að ráða því
hvað bæjarstjórn samþykki, heimt-
ar ráðin í sínar hendur, og bendir
bæjarfulltrúunum á, að ef þeir
gefi sig ekki bolsum á vald, verði
andstæðingar bolsa í bæjarstjórn
drepnir þar á staðnum, þá hleypur
Hermann Jónasson lögreglustjóri
milli bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
manna Jemur hnefanum í borðið
og spyr hvort þeir skilji það ekki
að fyrir þá sje tvent að gera, gefa
samþykki sitt til þess alls er bolsar
heimta, eða þeir geti búist við að
týna lífi.
Hann heldur því leyndu fyrir
bæjarfulltrúunum, að frjáls sje
! aðgangur að aukadyrum hússins.
i Þegar bæjarfulltrúar þeir, sem
hótað var fjörtjóni, komast á snoð-
um þær útgöngudyr, hrópar
lýðurinn, að hann heimti
svar á augnabliki við kröfum sín-
um, að öðrum kosti ....
En þá hrópar lögreglustjórinn.
Hermann á móti og segir: Ykkar
augnablik er liðið.
Á fundi.
Þetta framferði, sem hjer hefir
verið skýrt frá, vakti þegar þann
grun hjá bæjarbúum, að Hermann
Jónasson hafi af ásettu ráði h.aft
lögregluna varaliðslausa þenna
dag, af ásettu ráði haft fundarhús-
ið opið handa bolsum, af ásettu
ráði haft örfáa lögreglumenn inni
á fundarsvæði hússins, til þess
að geta bent bæjarfulltrúunum
með meiri alvöru á, að lífi þeirra
pg limum væri hætta búin, svo
hann gæti frekar hrætt þá til
þess að láta að vilja bolsanna.
Þessi sendisveinn og vikapiltur
Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
hafði blátt áfram þenna dag aug-
lýst sig sem bandamann hinna
æstu kommúnista.
Að honum hafi orðið mismæli,
er hann hrópaði til bolsanna, þeg-
ai' fulltrúar Sjálfstæðismanna voru
í þann veginn að ganga úr greip-
um þeirra, og hann hafi í raun og
veru átt að segja: Okkar augna-
blik er liðið •— okkar tækifæri til
þess að kúga bæjarfulltrúa Sjálf-
st.æðisflokksins með gaddakylfum
þeim, sem bolsar gerðu úr bekkj-
um og borðum Goodtemplarahúss-
áns. —
En sönnun fyrir rjettmæti þess-
arar skoðunar birtist í Tímanum í
gær. —
Fyrirspurn.
f grein í Tímanum, sem nefnd er
„Fyrirspurn til ritstjóra Morgun-
blaðsins" og er hinn kjánalegasti
kattarþvottur á framkomu lög-
reglustjórans, er þannig komist að
orði:
„Mbl. veit, að það voru fyrst og
fremst flokksbræður þess, sem
kommúnistarnir ætluðu að ná
sjer niðri á. og að það var skylda
lögreglustjóra að láta verja þessa
bæjarfulltrúa, og það þó að árásin
væri gerð á þá í tilefni af ráðstöf-
un sem Hermann Jónasson, sem
bæjarfulltrúi hafði sjálfur verið
mótfallinn.* ‘
Lesendur Tímans staðnæmast
við lestur þessarar málsgreinar, áð
ur en þeir eygja hið mikla djúp
siðleysis og spillingar er lýsir sjer
í þessum fáu orðum.