Alþýðublaðið - 07.02.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1929, Blaðsíða 3
 m ~ ALÍiÝÐUBLAÐIÐ s Blandað hænsnafóðnr, Hveitiklið, Maísmfðl, Heill maís. í fjarveru minni nm mánaðartima skal erínðnm til undirbúnings- nefndar Alþingishátíðar 1930 beint til skrifstofu- stjóra Alþingis. Reykjavík, 6. febrúar 1929. Viðskifti við alþýðufólk fáið þér með þvi að auglýsa i Alpýðublaðinu. deildin í gær. Er talfcin lrtilíl efi á |)ví, að öldungadeildm sam- þyítki að láta smíða beitiskipin. Pólverjar og Rúmenar. Frá 'Varsjá er sfmað: Pólland og Rúmenía hafa fallist á tillögu ráðstjórnarinnar rússnesku um að undirskrifa sérstakan ófriðar- bannssamning í líkingu við ó- friðarbannssamning Keltoggs. De Vaiera handtekinn. Frá Lundúnum er sfmað: Lög- reglan í Ulster hefir handtekið De Valera. Var hann á leiðinni til Beffast, er hann var liandtekinn. Orsökin er sú, að hann hafði farið til Uls-ter, þrátt fyrir bann yfirvaldanna þar. Skærur á Indlandi. Prá Bombay er símað: Alvar- legir götubardagar hafa verið háðrr hér á milli Hindúa og afg- hanskra Múhamoðstrúarmanna. Hafði verið borið á Múhameðs- trúarmenn, að þeir hefðu rænt 12 ára gömlum dreng til fórnfær- ingar. Tólf menn féllu í skærun- um. — Áhurðurinn reyndist ó- sannuT. ----------- . Ki' Umnð«ginn og veglnn. 1- O. G. T. í kvöld kl. 8i 3 tÞAKA. Innsetning. Erindi o. fi. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sfmi 179. Verkakvennafélagið „Framsókn". Fundur í kvöld kl. 8V2' í Kaup- þingssalnum. Félagsmál. Síðan kaffisamkvæmi og ýmislegt til ískemtunar, þar á rneðal hljóð- fæTaleikur. Karlakór Revkjavíkur heldur samsöng annað kvöld kl. 71/4 í Nýja Bíó. Fyrirlestrar séra Gunnars. í kvöld talax séra Gunnar Bene- diktsson um guðsrfki og boðskap Krists. í fyrirlestrinum í gær- kveldi um guðsriki í trúarhug- myndum Gyðinga lýsti séra Gunnar, hvernig trúin og stjórn- málabaráttan ófust saiman hjá Gyðingaþjóðinni. Spámenn henn- ar vorui málssvarar hinna undir- okuðu, og Jahve [nafn Gyðinga á guði] var guð olnbogabarnanna, alþýðustéttarinnar, sem hún treysti á, á meðan yfirstéttirnar tilbáðu Baal, guð kúgaranna og óhófsins. Vitnaði fyrirlesarinn. í fjöjda dæma þess, hyernig lög- máll Gyðinga og spámenn þeirra bjóða, að réttur lítilmagnans og öreigans sé viðurkendur og hversu merkileg ákvæði eru í lögmálinu, sem áttu að vemda fá- tæklinga gegn kúgun og áþján. Eftir herieiðinguna væntu Gyð- ingar guðsríkisins, þar sem þessi mannúðarlög, guðslög, fengju að njóta sin. — Frekar verður efni fyrirlestrarins ekki rakið hér. Menn verða sjálfir að koma og hlusta á, ef þeir vilja verða að- njótandi þeirrar fræðslu og víð- sýnis, sem fyrirlestrar séra Gunn- ars veita. Kveðskaparkvöld. Páll Stefánsson og Jósef Hún- fjörð kveða í ,kvöld kl. 9 ;í Báru>- húsinu. Páll mætir sem sækjandi, en Jósef sem verjandi, í búninigs og fegurðar-málum kvenna. Skipafréttir. „Island“ fór utan í gærkvelidi. „Reykvíkingur“ kemur ekki irt fyrri en kl. 9 í fyrra roálið. Sjá auglýsingu! Kristileg samkoma verður í kvöld kl. 8 á Njáls- götu I. Bæjarstjórnarfundu? er í dag. Fyrir honum liggur m. a. frumvarp iitrn lokunartíma rakarastofa og hárgreiðslustofa. Vilmundur Jónsson læknir og Krjstín ólafsdóttir kona hans fóru utan með „Islandi“. Verðlaun fyrlr söfnun skósvertu- dósa. H. f. Efnagerð Reykjavíkur efndi til verðlauna fyrir söfnun tómra skósvertudósa. Þessi hluitu verölaunin: Páll Sæmundss'on, Bergþórugötu 8, 500 kr., Hjörleifur Kristmannsson, Hverfisgötu 40, 250 kr„ Þórarinn Magnússlon, Þórsgötu 27, 100 kr., Ferdinant Eiríksson, Hverfisgötu 43, 50 kr., Guðríður Magnúsdóttir, Braga- götu 22, Jóel Ipgvarsson, Strand- götu 15, Hafnarfirði, Jóhanna Jónsdóttir, Laugavegi 105, Guð- mundur Ólafsson, Vesturgötu 24, Guðrún Bergsveinsdóttir, Haðar- stig 14, Guðfinna Mágnúsdóttir, Grettisgötu 53, 25 kr. hvert, Haíl- dóra Sigurðardóttir, Haðarstig 15, Guðný Kroyer, Barónsstig 22, Þorgeir Guðmundsson, Bergþóru- götu 25, Sigurbjörg Illugadóttir, Laugavegi 109, 10 kr. hvert. „Nyjársnóttin“. Síðasta alþýðusýning leiksins í vetur verður annað kvölcl. Kirkjugarðsstæði. Á fundi íasteignarnefridar Reykjavíkurbæjar í fyrra dag var lagt fram bréf frá dóms- og kirkjumála-ráðuney t.inu wm kirkju- garösstaaði í Reykjavík óg fylgdi með álit skipulagsnefndar. Var þar lagt til, að kirkjugarðssitæðið verði ákveðið austast í Sogamýri1 og á Eliiðaárbökkum, þar sem nú er skeiðvöllurinn. Nefndin á- kvað að skoða staðinn áður en hún léti uppi álit sitt. Húsasmiðir. Byggingarnefndin hefir viður- lrent til að standa fyrir húsasmíði í Reykjavík trésmiðina Sæmund Tómasson, Vonarstræti 12, og Ól- af Guðmundsson, Njarðargötu 29. Hjóriaband. Á morgun verða gefin saman í hjónaband í Dresden í Þýzkalandi Jónbjörg Björnsdóttir, BlöndaJs, Jónssonar, og Magnús Magnússon rafmagns- fræðinemi. Heimilisfang þeirra er: N. 6. Heinrichstrasse 2, Dresden. „Guðsríki grær og vex“ nefnir sr. Gunnar Benediktsson fyrirJestur þann, er hann flytur annað kvöld í Gamla Bíó. Að- göngumiðar fást í Gamla Bíó frá kl. 4 og kosta 1 krónu. Veðrið. KS.. 8 i morgun var sunnan- eða eWa suðvestan-kaldi og smáskúrir á Suður- og Vestur-Iandi, en.þurt^ og gott veður fyrir nbrðan og raustan. Hitl 1—3 stig mn alt 'land. Veðurútlit í kvöld og nóitt: Suð- vesturiiand og Faxaflói: Suðvest- an-kaldi, smáskúrir eða éi, en gott á milli. Vestfirðir: Hæg- viðri. Sumsstaðar dálítil snjóél. I bæjarkeyrslu hefir B. S. R. þægilegar, samt ódýrar, 5 manna og 7 manna drossíur Stndebaker eru bíla beztir. B. S. R. heíir Studebaker drossiur í fastar ferðir til Hafnarfjarðar og Vífil- staða allan daginn, alla daga Aígrei ðsiusímar: 715 og 716, Bifreiðastöð Reykjavikur FÖTIN verða hvítari og endingar- betri, séu þau að staðaldri þvegin úr DOLLAR-þvotta- efninu, og auk þess sparar Dollar yður erfiði, alla sápu og allan sóda. GLEÝMIÐ EKKI að nota dollar samkvæmt fyrirsögn- inni. þvi að á þanhátt fæsn beztur árangur. I heildsölu hjá. I Halldóri Eirikssyni Bækur. „Húsið við Norðurá", isIenzJa leynilðgreglasnga, afar-spennandí. Deilt um lafnadarstfifnuna eftis Upton Sinclair og amerískan I- haldemann. ,£mt1htr er, ég nefnduif, eftir Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaran þýddi og skrifaði eftirmála. HOfudóvinurirm eftir Dan. Grif- fiths með formála eftir J. Ram- say MacDonald, fyrr verandi for- sætisráðherra í Bretlandi. Bylting og tháld úr „Bréfi til LáruM. Fást í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.