Morgunblaðið - 02.02.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 6 liún vera hið mesta þarfaþing, þótt hún sje ekki stærri en þetta“ (Þessi stöð var aðeins 100 watt). Það, sem hann segir hjer, er :síst sagt um of, en þó er ekkert farið að nota stöðina til vatnshit- unar, en það er heldnr ekki lítils virði að fá 6—8 lítra af sjóðandi vatni eftir nóttina eða 3X það á sólarhring allan þann tíma árs- ins er ekki þarf að nota ljós, en það fæst með algengum vatns- hitunargeymi frá 100—130 watta stöð. (Búsmóðirin getur hest dæmt um, hversu mikils virði þetta er). Þetta vatn fæst með öllu fyrirhafnarlaust úr krana frá vatnshitaranum ÍMargt fleira mætti nefna af þægindum þeim, er stöðvar þessar veita, og má full yrða að þær láta í tje á ýmsum sviðum engu minni þægindi en hinar stærri, sem settar hafa ver- ið upp og flestum eru ofvaxnar. Til þess að smástöðvar komi að filætluðum notum verður að gæta sparnaðar. Hvar sem farið er, verður maður þess var, að einn sparar en annar eyðir. Þetta á ■sjer einnig stað meðal rafmagns- notenda. í tveim svipuðum hús- um með álíka stórum fjölskyldum, eyðir önnur yfir 1 jósatimann (frá enda ágúst til aprílloka) 55 kwst., en hin eyðir 155 kwst., en þó voru þægindin í raun og veru al- veg þau sömu hjá háðum, aðeims munurinn sá, að annar viðhafði sjálfsagða sparsemi, að kveikja ljós þegar þess var þörf og slökkva það aftur að noktun lok- inni, hinn lætur ljósið lifa, hvort sem þess er not eða ekki og eyðir þannig að óþörfu peningum á tvennan hátt, slítur tækjunum og hækkar að gagnslausu rafmagns- reikninginn. Þá skal næst athugað, hversu stóra stöð þarf fyrir þessi hús, sem hjer voru nefnd, ef sæmileg sparsemi er viðhöfð, og taka má meðaltal af eyðslu umræddra húsa svo að ekki verði sagt að altof mikil sparsemi sje viðhöfð: en það er 105 kwst. á ári. Heimili, sem eyðir 105 kwst. yfir árið má ætla að komist í 20 kwst. eyðslu í desember eða ca. 0,6 kwst. á dag, en meðalljósatíma í des- ember má áætla hjer á landi um 10 klst., en það sýnir að til jafnaðar brenni um 60 wött. Ætti því öllum að vera ljóst, að veita beri meiri athygli en l hingað til, smástöðvum þessum, enda má svo segja að hverjum sjer-bjargamanni, sem á annað borð hefir ráð á að veita sjer olíuljós, sje fært að eignast þær. Orka þeirra verður sjerstaklega ódýr þar sem engin stund líður svo að ekki sje alt aflið í notkun eins og taflan hjer á eftir ber með sjpr. Afkast 1 Watt KWst á dag KWst á árl Hœfleq Ijós notkun á ári fyrir 8-10manns KWst á ári til hitunar KWst á dag til hitunar Sjóðandi vatn t Uir- um d dag Sjóðandi vatn i litr- um frd kl. 23-7 100 2,4 864 105. 760 2,1 16 6 150 3,6 1300 105 1195 3,32 24 9 200 4,8 1730 105 1625 4,5 32 12 250 6 2160 105 2055 5,7 40 is: 300 7,2 2600 105 2495 6,9 48 18 400 9,6 3450 105 3345 9,3 64 24 500 12 4320 105 4215 11,7 80 30 Að þessu athuguðu, held jeg J því fram að áðurnefnt heimili eða önnur jafnstór komist vel af j með 100 watta stöð til íjósa, það ■er um 66% yfir meðaltal raf- magnsnotkunar í desembermánuði miðað við 20 kwst. eyðslu þann mánuð. Loks vil jeg taka það fram, að enda þótt talið sje að eyðsla pr. mann geti jafnvel far- ið upp í 40 wött eða um 320 wött fyrir 8 manna fjölskýidu, þá er þar átt við möguleika algerlega án sparnaðar, en hjer er aftur á móti bent á, hvað gera megi, ef •sjálfsagður sparnaður er viðliafð- ui. Enda þótt jeg haldi því fram, að ekki megi ganga fram hjá möguleikum um 100 w. og þar undir, ef þau fá%t mjög ódýrt, þá er síður en svo, að jeg ráði frá að byggja stærri stöðvar þar, sem staðhættir leyfa; en jeg geri þá kröfu til manna, að þeir kynni sjer málið og ágirnist ekki af þessu frekar en öðru, að óathug- uðu, meira en þeir þarfnast og hafa ráð á að veita sjer, heldur deili aflinu og þá jafnfranit stofn- kostnaðinum á milli sem flestra eftir því sem föng eru á, t. d. hefði verið hagkvæmt að byggja 4 kw. Stöðina, sem minst var á, ef svo hefði staðið á, að hægt hefði verið að deila orkunni meðal 2—3 jafn vel fjögra heimila; þá var hún orðin sjerstaklega gott fyrirtæki. Lesi maður töfluna frá vinstri | til hægri, sýnir fyrsti dálkur j stærð stöðvarinnar, það er afkast : hfennar eða hina mestu orku, sem hún getur framleitt í wöttum (100 wött eru tæpur 1/7. hestafls).' I beinni línu út frá stærð stöðvar- innar les maður síðan í 2. dálki afkast hennar samanlagt í kilo- wattstundum á einum sólarhring og síðan koll af kolli eins og yfirskrift dálkanna segir til. — í öllum tilfellum er miðað við fult álag vjelarinnar. Tökum sem dæmi þriðju stöðina í röðinni, hún er 200 wött að stærð, afkastar 4,8 lcilowattst. á sólarhring, 1730 kwst. á árf miðað við 105 kilo- wattst. ljóseyðslu á ári, gefur hún 1625 kw.st. til hitunar eða að meðaltali 4,5 kwst. á sólarhring, sem sjóða má við 32 lítra af vatni, en á tímabilinu frá kl. 23 (11 að kvöldi) ,til kl. 7 að morgni 12 lítra. Jeg vona að þessar athuganir mínar geti orðið til þess að menn veiti hinum litlu stöðvum meiri athygli en áður hefir verið gert og væri þá tilgangi mínum með línum þessum náð. Eiríkur Ormsson. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleik- ar. 19,10 Veðurfregnir. 19,30 Er- indi Fiskifjelagsins (Árni Frið- riksson). 19,55 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Kvöldvaka. Kveðja til Eimskipafjelags íslands. Þegar „Gamli sáttmáli“ var ját- aður og samþyktur af öllum al- múga á íslandi 1262, settu feður vorir Norgeskonungi þrjú aðal- skilyrði fyrir sinni „þjónustu“, en þau voru: „at utanstefningar skyldim vér engar hafa“, „at íslenskir sé lögmenn og sýslu- menn á landi“ — „at sex hafskip gangi til landsins á hverju ári forfallalaust." Flestum, sem Gamla sáttmála lesa, þykir ekki nema sjálfsagt, að feður vorir hafi sett tvö fyrstu skilyrðin, svo dýrmæt sem þeim var hið persónulega frelsi og þeim kær orðin innlend löggjöf og íslenskt rje-ttarfar, en hinu hafi sumir síður áttað sig á, hvers- vegna krafist var, að sex hafskip gengi „forfallalaust“ til landsins á hverju ári. Forfeður vorir vissu í þessu sem öðru hvað þeir föru. Þeir vissu það eftir nærfelt 400 ára reynslu hvílík ógurleg hætta íslemsku þjóðinni stafaði af ein- angruninni og hvílíkt böl það var landsmönnum, ef siglingar við út- lönd teptust eða legðust niður. Niðjar þeirra manna ,sem út- þráin hafði rekið vestur um haf, sem frelsisþráin hafði vísað til ís- lands, fundu það á sjer og skildu, að einangrunin var andlegt nið- urdrep — og þrátt fyrir kosti landsins vissu þeir, að ekki var hægt að komast af, hjer heima, einkum ef harðnaði í ári — ef hvorki flyttist hingað kornmatur nje viður. Gamli sáttmáli var brotinn á íslendingum. Og ekkert kom öllu harðar niður á landsmönnum, en að þeir voru sviknir um skipa- göngurnar. Þau svik hafa reynst vorri þjóð engu síður þungbær og örlaga- rík en allar þær hörmungar elds og ísa, sem yfir land og þjóð hafa engu síður þungbæ og örlaga- gengið frá landnámstíð alt til þessa. En íslenski stofninn var góður og sterkur. Hann lifði af „fimb- ulvetra“ og „móðuharðindi”, og drepsóttir og ávalt voru til menn, sem bentu þjóð sinni upp og fram þegar mest á reið. Sagt er, að sú þjóð, sem gangi í myrkri sjái mikið ljós. Þetta ljós er vonin um bata og trúin á að vonirnar rætist. Og hjá ís- lensku þjóðinni lifði útþráin; sær- inn kallaði, þjóðina dreymdi drauma um stór og falleg skip, sem með þöndum seglum flyttu hungraðri alþýðu gnægðir korns og klæða. En draumurinn var lengi að rætast. Sexhundruð og fimmtíu ár liðu frá því, „Gamli sáttmáli" var samþyktur og þar til íslendingar tóku sjálfir sigl- ingarnar til landsins í sínar hend- ur. — Einmitt í dag er „Eimskipaf je- lag íslands“ tvítugt. Aðeins tutt- ugu ár eru liðin frá þeim degi þegar íslenska þjóðin samhuga hratt skipum sínum úr nausti. Hver átti hugmyndina? — Enginn og allir. Það var þjóðin, sem þekti sinn vitjunartíma. Hún gekk úr myrkr inu í ljósið. Og fáum mánuðum seinna skall á heimsstyrjöldin. Hvernig hefði orðið umhorfs hjer heima, ef ekki hefðu verið „Fossarnir“ til þess, að flytja okkur brýnustu lífsnauðsynjar þegar hert var á kafbátahernað- inum og bæði dönsku og norsku skipin hættu að sigla hingað. — Þetta munið þið öll, menn og konur, sem mj eruð upp komin og þetta eigið þið að segja börn- um ykkar og barnabörnum. — Segja þeim hvað bjargaði best, þegar neyðin var að verða mest. Jeg ætla hjer ekki að minnast á siglingar útlendinga áður en „Eimskip“ rann af stokkunum. „Eimskipafjelag íslands“ er of háleit hugsjón — og gott fyrir- tæki — til þess, að það þurfi að lifa á syndum annara, það er til að bæta annara syndir á sigl- ingaleið kringum ísland og til og frá fslandi og það hefir bætt svo stórkostlega úr siglingaþörfinni, að slíku verður ekki með orðum lýst og þarf ekki að segja þeim, sem nú lifa. Tveimur Grettistökum var lyft á sjálfstæðisbraut íslensku þjóð- arinnar eftir aldamót. Það var símasambandið við útlönd 1905 og stofnun „Eimskipafjelags íslands“ 1914. x Hvað hefir svo Eimskipafjelag íslands gert á þessum 20 árum? Það hefir ekki einungis flotið með fríðu liði — íslensku liði — „fær- andi varninginn heim“, heldur hefir það flutt íslenskar afurðir til ýmsra landa þar sem markaður fyrir þær er bestur. Og um leið og það flyt-ur varning okkar og sækir okkur vörur, þá flytur það íslenska fánann yfir höf og í útlendar hafnir, og vekur eftir- tekt á því hvílíkir sjógarpar ís- lendingar eru, svo sem þeir eiga kyn tií. Og nú eru „Fossarnir“ orðnir sex að tölu — nú er sá skipastóll fenginn, sem forfeður vorir töldu nauðsynlegan til þess, að annast siglingarnar hjer við land, svo hagsmunum þjóðarinn- ar yrði sæmilega borgið. En góðir landar! Yið skulum ekki láta hjer staðar numið. Við skulum strengja þess heit, um leið og við óskum „Eimsltipafjelagi Js- lands“ heill og hamingju k tutt- .ugasta afmælisdaginn, að skipa okltur þjett ntan um afmælisbarn- ið og láta einskis ófreistað, sem getur orðið því til góðs og gengis á komandi árum, því „sú þjóð, sem veit sitt hlutverk á helgast afl um heim“. Ár og friður „Eimskipafjelagi Islands!“ Húsavík, 17. janúar 1934. Júl. Havsteen. Bretar segja upp 105 milj. sterlingspunda láni. Ái'ið 1930 tók breska stjómin 105 milj. sterlingspunda innanrík- islán með 4% vöxtum. Mátti segja upp láninu í fyrsta lagi þann 15. apríl næst komandi, og það hefir stjórnin nú gert. Það þykir ein- kennilegt, að hún gerir ekki sam- tímis ráð fyrir því, að þjóða út nýtt lán innanríkis með lægri vöxtum. Ætla því fjármálamenn að stjórnin treysti því, að vextir af lánum verði enn lægri en nú, þegar kemur fram í apríl. Nú sem stendur eru vextir af ríkisskulda- brjefum til 4 eða 5 ára um 2%. Leiðangur Ellsworths farinn út um þúfur. London, 31. jan. FÚ. Lincoln Ellsworth er nú kcuninn til baka tjl Nýja SjálanJs, úr suðurheimskautsför sinni. Hafði hann eyðilagt flugvjel þá, er hann hugði að nota til rannsóknaflugs yfir suðurheimskautslöndm, og sá sjer því ekki annað vænna en hætta við svo búið. Hann gerir ekki ráð fyrir að leggja af stað í annan leiðangur fyr en þá aftur að vetri. Útsala hefst hjá okkur í dag, föstudaginn 2. febr- úar, og verða margar vörur seldar ótrú- fega ódýrt Athugið verðið hjá okkur áður en þjer festið kaup annars staðar. MirteiDi iínarssoi i Go. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.