Morgunblaðið - 02.02.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ f Fjársvikatilraun í Stokkhólmi. Símamær kemur í veg fyrir svikin. Um kl. 3^ aðfaranótt hins 16. ífAnúai: hringdi einhver til mið- wtöðvarinnar í Djursholm, og bað ®m samband við útbú Svenska Handelsbankens þar. Miðstöðvar- atúlkan svaraði því, að ekki mundi rérða gegnt í útbúinu á þessum tíma sólarhringsins og hringdi aaaðurinn þá af. Miðstöðvarstúlk- nnni þótti þetta grunsamt og símaði þegar til lögreglustöðvar- tnnar og Ijet hana vita af þessu. Vorn þá sendir lögregluþjónar til hankaútbúsins. Hittu þeir þar iyrir einkabíl og var einn maður i honum. En í bílnum var líka dá- b'til miðstöð og frá henni höfðu verið lagðir sambandsþræðir við símalínurnar. Maðurinn í bílnum var tekinn fastur og tveir aðrir, sem reyndust vera í vitirði með honum. Með- gengu þeir þegar að þeir hafði aetlað sjer að hafa fje af bank- anum. Höfðu þeir hugsað sjer að fara þannig að því, að einn iþeirra átti að fara með ávísun í útbúið í aðalbankann í Stokk- feólmi. Þeir vissu að bankinn mundi þegar hringja til útbúsins, til þess að vita hvort þar væri inn- eign fyrir ávísuninni. Og þá átti að sjá um að ekki næðist sam- fcand við útbúið heldur við mann- inn í bílnum, og hann átti að svara því, að óhætt væri að l^jsa inn ávísunina, það væri hóg til fyrir henni í útbúinu. ... ■■■■ Þetta hefði þeim sennilega ist ef þeir hefði ekki fuudlð upp á því að reyna þáð 'ánúr iivort alt væri í lagi, og ef síma- inærin hefði ekki verið svo hugul- «öm að tilkynna lögreglunni um upphringinguna. Norskt skip vantar. Osló 1. febr. F. B. Frá St. John New Brunsvick, er símað, að menn óttist um eim akipið „Svartisen“ frá Bodö, »em fór fyrir 34 dögum frá Grangemouth áleiðis til St. John með kolafarm. Skipið hefir ekki loftskeytatæki. — Enn er ekki talið vonlaust um, að skipið sje ofansjávar. Nýtt fjársvikamál í Frakklandi. Rjett eftir að komst upp um fjársvik Staviski, kom upp annað f'jársvikamál í Lille-hjeraðinu í Norður-Frakklandi. Er það bygg- ingarfjelag þar, sem í eru mörg þúsund meðlimir og nú er komið í vandræði. Fjelagið hefir fengið margra miljóna franka styrk úr ríkissjóði, auk tillaga fjelags- manna. Hafa verið höfðuð 33 mál gegn stjórnendum fjelagsins. • —.—«m»-—-— Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá N. N. 5 kr., Stebbu 5 kr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá M. 10 kr. Afhent af Ásm. Gestssyni, kvittað fyrir af honúm 48 kr. — Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. □agbók. I. O. O. F. 1 = 115228»/«. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5): Lægð fyrir norðan ísland, en há- þrýstisvæði fyrir sunnan. Á Vest- fjörðum er nú hæg NV-átt með 1 st. hita, en í öðrum landshlutum er vindur allhvass SV með 8—^2 st. hita. Rigning er á S- og V- landi, úrkomulaust á Austfjörðum. Veðurútlit í Rvík'í dag: V- og NV-kaldi. Skúrir eða slyddujel. Háskólafyrirlestur. Dr. Max Keil flytur í kvöld kl. 8 erindi um „Berlín“ (með skuggamynd- um). Ollum heimill aðgangur. Alheimsbölið, hin stórfenglega fræðimynd, sem margir kannast við, en allir þurfa að sjá, var sýnd fyrir fullu húsi í gærkvöldi í Nýja Bíó. Landsstjórnin hefir lagt svo fyrir, að eigi skuli greiða skemtanaskatt af sýningum henn- ar, þar sem þarna er um að ræða mjög^ þarflega fræðslu fyrir al- menmng. En aðgöngumiðar eru seldir þeim mun ódýrari sem skatt iruim nemur. Enginn íslenskur sjómaður druknaði í janúarmáunði og er það eins dæmi, svo langt sem menn geta rakið aftur í tímann. Guðspekifjelagið. Reykjavíkur- stúkan, fundur í kvöld kl. 8y2. Efni: Magnús Gíslason les rúss- neskt æfintýri. Sjötug verður í dag frú Guðrún Jónsdótir frá Unnarholtskoti, nú til heimilis á Laugaveg 130. Togararnir Ver og Snorri goði komu hingað frá Englandi í gær- morgun. Suðurlandið fór til Borgarness í morgun. fslandið fer frá Leith í dag áleiðis hingað. Mál Þjóðernissinna. Kæru aðal- ráðs Þjóðernishreyfingarinnar út af heimsókn E-listamanna um dag- inn á skrifstofu hennar, hefir verið vísað frá opinberri rannsókn, þar sem þetta sje einkamál. Norræna fjelagið. Þeir, sem vildu gerast fjelagsmenn, eiga að snúa sjer til ritarans, Guðlaugs Rosenkrans, Tjarnargötu 48 (sími 2503). Hjá honum geta menn líka fengið allar upplýsingar viðvíkj- andi fjelagsslcapnum. Gestir í bænum: Jón Björnsson kaupmaður á Þórshöfn, síra Frið- rik A. Friðriksson prestur í Húsa- vík. — Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er væntan- legur til Vestmannaeyja í dag. Brú arfoss var á Blönduósi í gærmorg- un. Dettifoss fór til Hull og Ham- borgar í gærkvöldi. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss er á leið til Antwerpen. Farþegar með Dettifossi hjeðan í gær til Hull og Hamborgar voru: Sveinn Björnsson sendiherra, Kjartan Thors konsúll og frú, G. M. Björnsson kaupm., Bjarni Bjarnason, Jón Kristjánsson, Ás- geir Bjarnason, Þórgunnur Ár- sælsdóttir og 13 sjómenn af s.s. „Cape Sable“. Gosdrykkjagerðina Kaldá hefir H.f. Ölgerðin Egill Skallagríms- son keypt og verður hún fram- vegis rekin í sambandi við öl- og gosdrykkjagerð kaupandans. Aðaldansleikur Glímufjelagsins Ármann verður laugardaginn 3. febr. í Iðnó, verður mikið vandað til hans. Stjórn fjelagsins biður þá fjelaga, sem énn ekki hafa trygt sjer aðgöngumiða, að gera það strax, því aðsókn er afar mikil en aðgöngumiðar mjög tak- markaðir. J. William Hawkridge Command- er, var meðal farþega á Lagar- fossi frá Leith. Er hann umboðs- maður fyrir fjelag það, sem enski togarinn Cape Sable var vátrygð- ur hjá og mun hafa komið í þeim erindagerðum að sjá um björgun togarans. En eftir það að hann fór frá Englandi, brotnaði togarinn í tvent eins og kunnugt er. ,Við, sem vinnum eldhússtörfin* Næsta viðfangsefni Leikfjelagsins verður þessi skemtilegi og fjörugi gamanleikur, sem gerður er eftir hinni alkunnu skáldsögðu norsku skáldkonunnar Sigrid Boo. Leik- urinn er í 6 sýningum og sýnir hinar ýmsu vistarverur Helgu. — Eru æfingar byrjaoar fyrir nokk- uru. Þýðinguna hefir gert Lárus Sigurbjörnsson. Tilkynning frá MilliþÍDgaitefnd i atvinnumálum. Frestur til afhendiugar á skýrslum til nefndarinnar er framlengdur til 7. febr. n.k. og aðstoð veitt við útfyllingu þeirra, þeim er þess þurfa, til sama tíma, og á salna stað og áður. Ef eitthvað bilar, rafmagnslagnir eða vfelar. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn. Atvinnuleysið. Samkvæmt skýrsl um alþjóðaskrifstofu atvinnumála fyrir seinasta ársfjórðung 1933, hefir atvinnuleysi minkað talsvert. Borið saman við seinasta ársfjórð- ung 1932 hefir atvinnuleysi mink- að í 20 ríkjum, en aukist í 7 ríkjum-. Noregi, Búlgaríu, Nýja Sjálandi, Gyðingalandi, Póllandi, Tjekkóslovakíu og Sviss. Fjölskák. Ásmundur Ásgeirsson tefldi nýskeð 31 skák samtímis við jafnmarga menn úr taflfjelagi Mentaskólans á Akureyri. Vann hann 18 skákir, gerði 7 jafntefli, en tapaði 6. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 14.—20. jan. (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 40 (38). Kvefsótt 79 (77), Kveflungnabólga 1 (2), Gigtsótt 3 (0). Iðrasótt 8 (18). Influensa 3 (0). Hlaupabóla 3 (4). Skarlats- sótt 6 (0). Munnangur 2 (4). Stingsótt 0 (1). Kossageit 1 (1). Þrimlasótt 1 (0). Ristill 0 (1). Mannslát 4 (8). Landlæknisskrif- stofan. (FB.). Útvarpserindi frú Guðrúnar Lárusdóttur. Alþýðublaðið getur ekki unt neinum að vinna að mannúðarmálum nema það geti flaggað með því að þar sje um „jafnaðarmanna þrekvirki“ að ræða. Þess vegna rjeðst blaðið gegn frú Guðrúnu Lárusdóttur all harkalega út af því „ódæði“, að hún skyldi nefna í útvarpserindi hver það var, sem flutt hefir hvað eftir annað mál fávitanna á Al- þingi, og hver það var, sem mest hefir skrifað um fávitahæli í blöð- in og farið utan til að kynna sjer erlend fávitahæli. Var þó erfitt að komast. hjá að nefna það í erindi þar sem sogð var saga þessa máls hjerlendis. Annars mun Morgbl. bráðlega birta þetta er- indi frúarinnar, og geta menn þá betur áttað sig á hvað frumhlaup Alþbl. var ástæðulaust.. Krónuveltan. Síðan birt var skýrsla um tekjur þær, sem Skíða- fjelagið hafði af krónuveltunni fram til áramóta, hafa menn víst haldið að framlögum væri ekki lengur veitt viðtaka, En það er þá misskilningur. Og ekkert væri Skíðafjelaginu kærara lieldur en ef allir þeir, sem á var skorað og enn hafa ekki borgað, vildu gera það. Til Strandarkirkju frá X. 54 kr. Áheit til Slysavarnafjelags ís- lands. Frá ekkju 20 kr„ frá H. S. 2 kr„ frá ónefndri konu 10 kr„ fiá H. V„ Sandi, 20 kr. — Kærar þakkir. — J. E. B. Alíar víðgerðír flfótt og vel af hendí leystar i H.F. RAFMAGN Hafnarstrætí 17. Símí 4005. Nýkomið: Appelsínur Jaffa. Appelsínur Walencia 240 og 300 stk. Kartöflur. Epli Winsaps. Eggsrt Kristfánsson & €o. „Nauðstaddir bræður“ Svo heitir forustugreinin í tíma- ritinu „Deutsche Rundschau“ (sept.) og er þar skorað á Þjóð- verja að hjálpa þýsku bændunum í Rússlandi. Þeir eru um 1 miljón alls en undanfarið hefir fjöldi þeirra hrunið niður úr hungri. Þar segir meðal annars: „Þegar hinn heimskulegi sam- eignarbúskapur bolsjevíkanna mis- tókst svo herfilega, urðu þýsku bændurnir svo illa úti, að skort- urinn sem áður var, varð að hall- æri og mannfelli. Nú er það ekk- ert leyndarmál, að hungursneyðin í Rússlandi hefir eigi aðeins komið niður á þeim svæðum, sem oft hafa áður orðið fyrir hallæri, held- ur hefir hún náð til alls almenn- ings og svo mikið kveður að henni, að jafnvel Þjóðverjar, sem lifa við sáran skort, geta ekki gert sjer ljósa hugmynd um það. Á síðustu mánuðunum hefir þýska fólkið dá- ið úr hungri svo að skiftir tugum þúsunda, og um 50 þúsundir hafa mannúðarlausir böðlar rekið í út- legð til Síberíu. Brjef frá fólki þessu, sem borist hafa til Þýska- lands, lýsa neyðinni svo átakan- lega, að slíkt hlýtur að ganga öll- um til lijarta“.------ Ekki er það sennilegt að Þjóð- verjar hefðu verið að efla til sam- skota handa þessu þýska fólki í Rússlandi, ef ekki ræki mikill nauður á eftir. innifi óskast að skuldabrfefi, að upphæð 9 þús. kr. Trygg- ing: 2. veðrjettur í stóru, vönduðu, nýtísku steinhúsi, alveg spánýju, og á besta stað í bænum. Tilboð, merkt „abcd“, leggist inn á A. S. í. Alt til vjela, upp jeg tel, ýmsan þela heftir, margt jeg sel, því flest mjer fel, |fer þá vel á eftir. Skriftarkensla. Því þá að sætta sig við eitthvert lirafnaspark, þegar menn geta með góðum vilja og dálítilli fyrir- höfn á skömmum tíma orðið vel skrifandi. ■— Talið við Guðrúnu Geirsdóttur, Laugaveg 57. Sími: 3680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.