Morgunblaðið - 04.02.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1934, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Andinn frá Hriflu Þeir, sem temja sjer að sparka í alsaklaust fólk, fá stöku sinn- um samviskubit út af því, en þagga þá niður í samviskunni með því að telja sjer trú um, að saklausa fólkið sje verstu and- stæðingar sínir, og að frá því stafi flestar hnútur, s em þeir yerða fyrir. Af þeim orsökum fn'un stafa sú ímyndun Hriflu-andans og lærisveina hans, að síðustu árás- irnar gegn þeim sjeu frá mjer komnar. Er því reynt að skrifa í minn reikning alt, sem þeim mislíkar í einum þrem blöðum, Islenskri endurreisn, Ákærunni, og Þórshamri, enda þótt jeg hafi aldrei skrifað þar neitt og ráði engu um hvað eða hvernig þar er skrifað. Jeg get heldur ekkert að því gjört, þótt rógur, blaðaslettur og lygar þeirra um mig og mína valdi þeim andvöku við og við, — en gleðst þó af því, að sam- viskan skuli ekki vera stein- sofnuð hjá þeim. S .Á. Gíslason. Jarðarför rússnesku háloftsfaranna. Búlgaramir þrír fluttir til Berlín. L. R. P. — FÚ. Jarðarför mannanna sem fórust í rússneska hálfotsfarinu, fór fram í Moskva með mjög mikilli við- höfn, svo að sagt er að engin jarðarför þar hafi verið svo hátíð- leg síðan Lenin dó. — Þúsundir verkamanna stóðu á Rauðatorginu þegar líkfylgdin fór fram hjá á leið til Kreml, og æðstu menn Sövjet-sambandsins voru þar einn- ig viðstaddir. —----«»»------ Flugslys Kalundborg 3. febr. F. Ú. feýska póstflugvjelin milli Hamborgar og Kaupmannahafn ar varð að nauðlenda í dag, ér hún átti eftir 20 km. til Ham- borgar. Hafði ísing lagst svo á vjelina, að henni varð ekki leng- ur haldið á lofti. Vjelin kom nið ur með ofsahraða og eyðilagðist að mestu, en enginn meiddist' og varð pósti og öllu verðmætu bjargað. Svör Þjóðverja til til Frakka. ,Svartisen“ kominn fram. Oslo, 3. febr. FB. Eimskipið Svartisen, sem menn óttuðust að hefði farist, er nú komið fram, eftir 36 dægra ferð frá Grangemouth til St. John. - Skipið var tuttugu dægrum leng- ur á leiðinni en vanalegt er. Dimitroff í fangelsinu að skrifa brjef. Berlin, 3. febr. United Press. PB. Búlgararnir þrír, sem ákærðir ▼oru út af Þinghallarbrunanum og sýknaðir, hafa nú verið fluttir til Berlín, að sögn í umsjá þýsku leynilögreglunnar. — Ekkert hefir verið gefjð í skyn hvað í ráði sje að gera við þá næst. Hátollur á frönskum vörum í Englandi. Berlin, 3. febr. FÚ. Ensk blöð telja nú víst, að toll- arnir á frönskum vörum, sem Bretar hafa hótað að leggja á, muni verða lagðir á í næstu viku. Breska stjórnin telur svar Frakka við málaleitunum Breta hvergi nærri fullnægjandi, og á mánu- daginn er liðinn 10 daga frestur sá, sem Frökkum hafði verið veitt- ur til þess að gefa fullnægjandi svar. Er þá þess vænst, að málið muni verða lagt fyrir neðri mál- stofuna sama dag. Berlin. 3. febr. United Presci. FB. Svar þýsku ríkisstjórnarinnar við orðsendingu Frakka um af- vopnunarmálin, er afhent var 19. jan., hefir nú verið birt. Svar Þjóðverja er varfærnislega orðað, én öllum tillögum Frakka í raun og^ vUfu hafnað. — Er því m. a. haldið fram í svari Þjóðverja, að það sje miklum vafa undirorpið, að afvopnunardeilan verði leýst með því að fara þá braut, sem Frakkar leggi til að farin verði, því að það leiði ekki af sjer að friðurinn verði trygður og rjett- læti í þessum málum nái fram að ganga. Vinnudeilur í aðsigi í Danmörku. Kalundborg 3. febr. F. Ú. Danska verkamannasamband- ið ,,De samvirkénde Fagfor- bund“, krafðist þess 26. jan., að framlengdir yrðu óbreyttir nú- gildandi vinnusamningar, og til- kynti iðjurekendasambandinu „Den danske Arbejdsgiver For- ening“ þessa ákvörðun brjef- lega. Nú hefir iðjurekendasam- bandið svarað verkamannafje- lögunum, og neitar að gera heild arsamninga, og krefst þess, að verkamenn í einstökum grein- um fái að vera óháðir um það, hvaða samningum þeir gangi að. Til þess að fá þessu framgengt kveðst sambandið munu beita öllum þeim ráðum, sem það eigi kost á, og muni ákveða verk- bann, ef ekki verður að þessu gengið. ólga á Spáni enn. Madrid, 3. febr. Unlted Press. PB. Ráðstafanirnar til varðveitingar innanlandsfriðinum hafa verið framlengdar og er því talið, að enn sje hætt við því, að gerð verði tilraun til byltingar. Dagbók. I. O.O. F. 3 =115258 - XX. □ Edda 5934267 — 1. Atkvgr. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): 1 dag hefir verið V-stormur norð- an lands en er nú víðast orðið hægviðri. Djúp lægð hefir farið austur fyrir norðan land í dag og er nú á milli Jan Mayen og Lófót- en. Ný lægð er yfir S-Grænlandi og mun hún hreyfast hratt norð- austur eftir og valda SV-hvass- viðri á ný hjer á landi, einkum á Vestfjörðum. Veðurútlit í Rvík í dag. All- hvass SV fram eftir deginum. —- Rigning. Útvarpið í dag: 10.00 Ensku- kensla. 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Ðómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 15.00 Miðdegisútvarp. 15.30 Erindi : ■ Þarfnast nútíminn trúar? (Ragnar E. Kvaran). 18.45 Barnatími( síra Friðrik Hallgríms- soú). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynningar — Tónleikar. 19.30 Grammófóntónl eikar: Púccini: Lög úr óp. „Tosca“. 20.00 Klukkuslátt- ur. Frjettir. 20.30 Erindi: „Vit- lausi maðurinn í útvarpinu" (Guð- mundur Finnbogason). 21:00 Grámmóf óntónleikar: — Tschaik- owski: Symphonia nr. 6- Danslög tiljkl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisxxtvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónleik- ar.: 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Til- kynningar. — Tónleikar. 19.30 Er- indi Iðnsambandsins: Timbur til hú$agerða.r, I. (Þorlákur Ófeigs- sorf). — 20.00 Klukkusláttur. —- Fr jettir. 20.30 Erindi: Frá út- lönjdum (Vilhj. Þ. Gíslason). 21.00 Tóýleikar: — a) Alþýðulög (Út- varpskvartettinn). — b) Einsöng- ur (Einar Mai'kan). — e) Grammó fónn: Schumann: Carneval-Suite. (Leopold GodoWsky). Aðalfundur Hvítabandsins verð- ur haldinn annað kvöld kl. 8% í húsi K. F. U. M. Hjónaband. Gefin hafa verið saman í hjónaband ungfrú Anna Jónsdótir frá Hrísey og Torfi Hjartarson fulltrúi. Steinn Steinsen verkfræðingur fer nú í vikunni til Akureyrar til þess að taka þar við hinni nýju stöðu — bæjarstjóraembættinu. Trúlofun sína opinberuðu í gær ungfrxi Ólafía Guðnadóttir versl- unarmær, Barónsstíg 14, og Sig- urður H. Guðmundsson skipasmið- ur, Verkamannaskýlinu. Skákþing Reykjavíkur byrjar á morgun kl. 8 síðd. í Oddfellow- húsinu, uppi. Kept verður í þrem- ur flokkum, 2. fl., 1. fl. og meist- araflokki. Heimdallur heldur aðalfund sinn n.k. þriðjudag í Varðarhúsinu og hefst hann kl. 8% síðd. Heimdallur. Formannafundur í f.ielaginu verður haldinn að Hótel Borg í dag kl. 2 síðd. Menn eru beðnir að mæta stundvíslega. Betanía. f dag: Smámeyjadeild- in hefir fund kl. 4 síðdegis. Telp- ur mætið. Almenn samkoma kl. 8%- Bjarni Jónsson kennari talar. Allir velkomnir. Kaupmenn ! Með e.s. Goðafoss höfum við fengíð: Strausykur oo Melís. Rfiseloflio i Haifiarsiræti 98 (núverandi Hótel „Akureyri“ og Kaffi ,,Herðubreið“). er til leigu frá 14. maí n. k. sem veitinga eða verslunar- hús. Húseignin liggur við alfjölfömustu götu bæjarins, meðal hinna stærstu verslunarhúsa. Semja ber við undirritaðan eiganda hússins, sem gefur allar nánari upplýsingar. Sig. Bjarnson, Túngötu 1. Akureyri. VeitlRgasalif Oddfel owhússins verða lokaðir í kvöld kl. 9. vegna samkvæmis. Dánarfregn. Sigvaldi Bjarnason trjesmíðameistari ljest í fyrri nótt í Elliheimilinu, eftir langa legu. Er þar fallinn frá maður, sem um laUgt skeið var nýtur borgari í þessu bæjarfjelagi. Eldurinn í húsi Lxiðvíks Lárus- sonar kaupmanns kviknaði ekki af rafmagni heldur gasi.” Silfurbrúðkaup eiga í dag Sess- elja Arnadóttir og Guðmundur Teitur Helgason, Njálsgötu 33 B. Esja fer hjeðán annað kvöld austur um land x hringferð. tslandið mun hafa komið til Þórshafnar x Færeyjum í gær- kvöldi og er væntanlegt hingað á þríðjudag. Lyra -er væntaníeg hingað frá Noregi seint annað kvöld eða á þriðjudag. . 30 ára afmæli á í dag Björn Jónsson veðurfræðingur. L. F. K. R. heldur skemtifund fyrir fjelagskonur og gesti þeirra á þriðjudaginn í næstu viku. Fund urinn verður í Oddfellow-húsinu (niðri). Af því, sem á dagskrá er má nefna að magister Vilhjálmur Þ. Gíslason flytur erindi um Jonas Lie; Tómas Guðmundsson skáld les upp úr ljóðum sínum; og leik- endurnir Arndís Björnsdót.tir og Indriði Waage lesa saman mjög skemtilegan smáleik, eftir ame- ríska höfundinn Perseval Wilde. Aðgöngumiðar að fundinum — þar í innifaldar veitingar — kosta kr. 2.50, og verða afhentir við inn- ganginn um Ieið og fundurinn byrjar, en það er kl. 8y2 síðd. -------4#l»-----— „Lagarfðss" fer á níánudagskvöld (5. febr.) til Breiðafjarðar og Vestfjarða og kemur hingað aftur. Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2 á morgun og vör- ur afhendist fyrir sama tíma. Skipið fer hjeðan 14. febr. til Austfjarða og Kaup- mannahafnar. „Koðaioss11 fer , á miðvikudagskvöld (7. febr.) í hraðferð vestur og norður. <* .fII lllirWWHMMWaMWBraWBMW—B— Siiftalundur í þrotabúi Jóns 1. Jónssonar eiganda verslunarinnar Kjöt og Grænmeti, Laugaveg 58, verður haldinn á Bæjarþings stofunni mánudaginn 5. þ. m. kl. 10 árd. til þess að taka ákvörðun um meðferð eigna búsins. Lögmaðurinn í Reykjavík, 3. febr. 1934. Biim Dsrðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.