Morgunblaðið - 07.02.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1934, Blaðsíða 5
.;jeg fram svolátandi breytingar- •(tillögu við dagskrártillögu alls- 'her.jarnefndar: í transti þess, að ríkisstjómin ’láti fram fara náuðsynlegan und- irbiining málsins, fyrir næsta reglulegt Alþingi o. s .frv. En breytingartillagan var feld. Þannig var málinu þá vísað til stjórnarinnar, og hún látin hafa óbundnar hendur um það, hvernig hún undirbyggi málið, og hvenær hún gerði það. Nú mætti spyrja: Hvað hefir ríkisstjórnin gert til þess að fram kvæma hinn nauðsynlega undir- búning? Mjer vitanlega hefir ekkert ver- ið gert, hvorki af þeirri stjórn, f.em þá sat að völdum, nje hinni, sem við tók. Þess ber þó að gæta, að nú- verandi dómsmálaráðherra, sýndi viðleitni þess að flýta málinu, er hann gerði tilraun til að tryggja húsnæði til liælis fávitum á jarð- næði hjer nærlendis við Reykja- vík, sem stóð til boða með til- tölulega góðum kjörum. Jeg ætla ekki að geta þess nán- ar, þareð ekkert varð úr ráða- -gerðinni, en þannig liefði líklega. mátt liýsa 25—30 manns, og auka húsnæðið með tímanum. Oneitan- lega hefði á þann hátt mátt bæta úr brýnustu þörfinni á meðan ■ ekki var hægt að gera það á ann- an hagkvæmari hátt. En þessi uppástunga ráðherrans ætlaði að koma öllu í bál og brand á þing- inu, og eftir allmiklar orðahnipp- íngar í sameinuðu þingi, fjell mál- ið niður og var ðigi frekar að gert. En nú var málið komið til um- tals manna á milli, og í sam- bandi má minnast þess, að for- maður, barnaverndarráðs , fslands fór utan síðastliðið sumar, til að kynnast fávitahælum á Norður- löndum. Hann heimsótti 6 Fávitahæli og hefir flutt 2 úvarpserindi og skrif- að hlaðagreiiiar um þessi mál, bæði í blaðið Bjarma og dag- blaðið Vísi. Auk þess sýndi hann handavinnu frá erlendum fávita- hælum, aðallega frá Svíþjóð. Mun liann fús til að leiðbeina þeim, sem kynnu að vilja fara utan í þeint tilgangi, að búa sig undir :að starfa við íslenskt fávitahæli. Niðurlag. T. 29. júní 1895. D. 3. nóv. 1932. Foldar um freðna moldu fölbleikur dauðinn reikar, fellir óvæginn alla auðuga jafnt og snauða. Hrygð gistir lieima bygðir, hlýt jeg síðar að líta angurvær út á langan eyðiveg lífsins heiðar. “Önd þín að ljóssins löndum, liðin er Guðs í friði, moldin fellur að foldu, fannbreiða hylur leiðið. En minning um mæta kynning og mannkosti þína sanna skal ei að skapadegi skafrenna yfir nje fenna. Kveðja frá eiginmanni. ,f Guðmundur Sigvaldasun frá Ásbúð. I gær var til moldar borinn Guð- mundur útvegsbóndi frá Ásbúð í Hafnarfirði. Hann var sonur Sig- valda útvegsbónda (f. 9. ág. 1824) Ólafssonar frá Nýjabæ í Garða- hverfi (f. 18. nóv. 1776) Símonar sonar, Hvassahrauni (f. 5. okt. 1750) Ásgrímssonar frá Hyassa- hrauni. Frá Ásgrími er fjöldi manns í Reykjavík og hjer suður með sjó. Móðir Sigvalda var-Þór- katla Jakobsdóttir frá 'Tjarnar- koti í Njarðvíkum. Kona Sigvalda og móðir Guðmundar var Guð- björg Guðmundsdóttir (f. 12. nóv. 1831) Sigurðssonar frá Litlu-Há- evri (1778). Guðmundur er fæddur í Ásbúð 17. október 1861. Sem unglingur stúndaði hann sjómensku lijá Gísla Þórðarsyni útvegsbónda á Oseyri við Hafnarfjörð og var formaðui' hjá honum þar til hann tók við formensku lijá föður sín- um, þá er hann var farinn að lieilsu. Þegar faðir Iians dó tók hann algert við útgerð hans og stundaði hana uin mörg ár, og all- an sinn búskap bjó hann í Ásbúð. Hinn 14. nóvember 1891 giftist Guðmundur eftirlifandi konu sinni Kristbjörgu Ólafsdóttur; voru þau gefin saman að Görðum á Álftanesi af síra Þórarni Böðvars- syni. Hjónaband þeirra var ástríkt og var því viðbrugðið hve góður heimilisfaðir Guðmundur sál. var. Þau lijón eignuðust 11 börn, dóu 3 þeirra á unga aldri, en 8 lifa og eru ]iau öll mjög mannvænleg, er Sigvaldi þeirra elstur, húsgagna- smiður hjer í bænum, giftur Guð- mundu Sveinbjarnardóttur, þá Guðbjörg, gift Geir Konráðssyni kaupmanni, Júlíus kaupmaður, giftur Guðrúnu Nikulásdóttur, Oddný, gift Jóni Halldórssyni for- stjóra,, Ragnar vérslunarmaður, giftur Regínu Magnúsdóttur, Kristinn kaupmaður lijer í bæ, Jóna, gift. Gunnari Þorsteinssyni lögfræðing, og Sigríður, ung í heimahúsum. Ennfremur ólu þau upp einn fósturson, Eirík Sæ- mundsson. Árið 1928 fluttist Guðmundur sál. til Reykjavíkur, enda voru þá öll börn hans uppkomin og flest búsett hjer í bæniun. Síðan hefir liann búið á Laugaveg 134, og þar andaðist hann. Þegar lit.ið er yifr liðinn lífs- dag, þá er fljót sjeð að hjer er- miklu starfi lokið, og þreyttur sonur leggst til hinstu hvíldar í móðurskaut. Mikið þarf til að MORGUNBLAÐIÐ koma sómasamlega fram stórum barnahóp, ekki síst á þeim miklu erfiðleikaárum er oft komu í bú- skapartíð Guðmundar sál., en á öllum erfiðum stundum átti Guð- mundur það í eigu sinni sem öll- um er nauðsynlegt: Bjargfasta trú á Drottinn. f þeirri trú lifði hann starfaði og dó. Hann tók með stillingu og undirgefni und- ir vilja guðs þungum sjúk- dómi, er leiddi hann til bana. Hugrór beið hann lausnarstundar sinnar, umkringdur af þeim ást- vinum, sem hann hafði í kærleika lifað fyrir, felandi þá guði. Burt- för slíkra manna er gleðirík, mitt í sorginni. Öllum mun hafa þótt vænt um Guðmund, er honum kyntust. Gestrisni og alúð prýddi heimili hans, sem öllum stóð opið. Kyntist jeg því heimili fyrst allra, er jeg kom til Hafnarfjarðar haustið 1907, var jeg þar tíður gestur, þau ár er jeg dvaldi í Hafnarfirði. Lít jeg nú til baka og minnist glaða og fríða barna- hópsins sem m'jer þótti ætíð svo vænt um, og minnast má jeg mik- ils kærleika frá hendi þeirra hjón- anna er jeg kom þar ókunnur öll- um. og stÖðugrar vináttu og trygð ar síðan. J. H. Gísli Sigurðsson. F. 7. júní 1904. D. 16. janúar 1934. Mínníngarorð. Hann Gísli er dáinn! Mig setti hljóðan, er jeg lieyrði ]iá fregn. Hann svo ungur, svo glaður, með eldmóð æskumannsins, haiin skyldi vera fallinn fyrir sigð dauð- ans. Þar dóu sannarlega margar fag^ar' vonir út. Vinir hans, þeir sem liugðii svo gott til framtíðar- innar, ef þeir fengju að njóta lians. Vonbrigðin verða okkur öll- um vissulega sár. En enginn má sköpum renna. Það þótti öllum vænt um Gísla lieitinn sem kyntust honum. Hann var einn af þeim, sem öllum vildi alt liið besta. Drenglyndi hans var frábært. í liópi fjelaga sinna var liann æfinlega lífið og sálin. Hann var glaðsinna mjög og veitti mörg um ánægjulega stund. Við vinir hans minnumst hans æfinlega með virðingu og- lijartans þökk. Gísli lieit. var fæddur að Bug í Fróðárhreppi, 7. júní árið 1904. Olst hann upp lijá foreldrum sín- um, Kristími Jónsdóttur og Sig- urði Sigurðssyni, og fluttist með þeim hingað til Reykjavíkur (skömrnu eftir fermingu. 17 ára gamall byrjaði Gísli heit. að nema bakaraiðn. Var hann langt kominn með það nám, en varð að hætta því, er hanii veikt- ist af brjósthimnubólgu, sem var byrjunin að hinum íangvarandi veikindum hans. Alt fyrir það, þótt kraftar hans leyfðu ekki að hann gæti haldið bakaranáminu áfram, var þráin eftir að mynda sjer ákveðið lífsstarf ávalt hin sama. Hann fór því í loftskeyta- skólann og lauk þar námi. En lieilsunnar vegna gat hann þó ekki stundað þá atvinnugrein. En Gísli heit. lagði ekki árar í bát," hann byrjaði enn að læra. Núf tók hann fyrir að læra hárskera- iðn. Hann lauk því námi fyrir nokkuru með besta vitnisburði, húsbónda síns, Mortensen, hár- skera hjer í bæ. Þá iðn stundaði hann meðan heilsan leyfði. Hann lá lengi á sjúkrahúsi: Lífið revndist honum erfitt þá. En svo rofaði til á ný, liann komstt á ról, smá styrktist og gat haldkS starfi sínu áfram um slceið. En það átti ekki fyrir honum að liggja að njóta þess til frambúðar. Aftui’ syrti að og nú mátti hanir liorfa fram á daprar stundir. —•■ Daga og vikur mátti liann berjasfc, en liugrakkur var hann ætíð. Lífs- gleðin var honum svo eiginleg. Jafnvel þá sáust engin sorgar- merki á svip hans, hann talaði um lífið, þótt dauðinn biði við dyrnar. Hann gat ekki annað, — þrek lians var einstætt. En kraftana þraut þó um síðir, og nú er hann horfinn. Við vinir lians stöndum á ströndinni, og söknum hans sár- an. Okkur finst við vera sviftir svo miklu, er við eigi lengur fá- um að njóta hans, svo góður, glaður, bjartsýnn, sem hann var. En við huggum okkur við orð lífsins, er honum sjálfum var æfin- lega. svo tamt að mæla. Við horf- um með von yfir hafið, við eygjum land fyrir handan það. Kæri vin- ur! Njóttu lífsins sæll — við komum bráðum. Þökk fyrir gleði- stundirnar, þökk fyrir trúfesti þína. Guð blessi þig. Vinur. Deilumar á Kúba. Á sex mánuðum liafa verið fimm forsetaskifti á Kúba, þar af þrjú á einni viku. í ágúst- mánuði 1933 var Machado forseta st.eypt af stóli með uppreisn, sem undirforingi í hernum, Fulgencio Brattista stóð fyrir. Hafði hann stuðning stúdenta og annara bylt- ingasinnaðra manna. — Machado varð að flýja úr landi, en Dr. Manuel Cespedes var gerður að foi’seta og hann gerði Battista að yfirhershöfðingja. En stuðnings- mönnum Cespedes líkaði ekki við liann, þegar hann hafði tekið við stjórn, og sagði hann því af sjer snemma í september. Þá var Dr. Grau San Martin, prófessor við liáskólann í Havana, gerður að forseta, og studdi Brattista hann svo, að þótt hver uppreisnin væri gerð á eftir annari tókst honum að halda völdum fram til 15. janú- ar. Þá Var Oharlos Hevía, aðstoð- ar-landbúnaðarráðherra gerður að forseta eftir miklar bollalegging- ar, og' þvert ofan i vilja Brettista, sem vildi að Charlos Menedicta, aðalandstæðingur Machados, væri I Alt til vjela, upp jeg tel, ýmsan þela heftir, margt jeg sel, því flest mjer fel, fer þá vel á eftir. Svana- vífamín smjörlíki er bragð gott og næríngar meíra en vftamíníaust smjörlíRi. Munið Þjófnaðartryggingarnar. Upplýsingar á V átryggingarskrif stof u Sígfúsar Síghvatssonar Lækjargötu 2. Sími 3171. Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra liæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. Stanðlampar með* kringlóttri Borðplötu seþjast nú fyrir aðeins kr. 39,00. Notið þetta einstaka tækifæri. Skermabúðin, Laugaveg 15. gerður að forseta. Hevía sat held- ur ekki lengi á veldisstóli, því að eftir tvo daga velti Baltista hon- nm og tók sjer æðsta vald í hendur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.