Morgunblaðið - 18.02.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1934, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Slysavarnafjelags íslands. verður haldinn í Kaupþingssalnum í dag, 18. þ. m. kl. S1/^ ^íðdegis. DAGSKRÁ: 1. Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi fjelagsins á liðnu ári. — 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fjelagsins til samþyktar. ?». Kosnir 5 menn í stjórn til tveggja ára og 5 til vara. Ennfremur kosnir tveir endurskoðendur til tveggja ára og tveir til vara. 4. Tekin ákvörðun um byggingu björgunarskútu fyrir Faxaflóa. 5. Ýms önnur mál er upp verða borin. STJÓRNIN. Rvcn- regnkápur góðar og I ódýrar BlanGhester. Sími 3894. Úfsala i Skóbúð Rcykjavíkur. Á morgun hefst hin árlega útsala hjá okkur. Mik- ill afsláttur af öllum vörum, afgangstegundir og einstök pör með gjafverði. Notið tækifærið og kaupið góða skó fyrir Iítið verð! jSkóbúð Reykjavíkur Aðalstræti 8. ttsta I Athugið Höfum opnað bifreiðaverkstæði undir nafninu Hemill í Tryggvagötu 10. Tökum að okkur viðgerðir á bifreiðum. Vinnan afgreidd fljótt og vel, fyrir sanngjarnt verð. SNÆLAND GRÍMSSON. INGIMAR SVEINSSON. M unið Þ j óf naðartryggingarnar. Upplýsingar á Vátryggingarskrifstofu Sígfásar Sighvatssonar Lækjargötu 2. Sími 3171. Yale smekklásar nýkomnir í JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. Olsimí NYKOMIÐ: F n lií "Ited Macintosh“ ■ M ■ ■ I „Winesaps“. Appelsínur.Jaffa" GRAPEFRUIT. SÍTRÓNUR. LAUKUR. músikuinir Lítið í. gluggana í dag. Hitifit Vlðar. HUáðlæravetslun. Lækjarg. 2. ÚTSALA byrjar í Hannyrðaverslun Reykjavíkur mánudaginn 19. þ. mán. — Alls konar áteiknað og prjónagarn verður selt fyrir alt að hálfvirði. Einnig fyrirmyndir (Model) verður selt langt fyrir neðan hálfvirði. Útsalan stendur aðeins yfir í þrjá daga. Hannyrðaverslun Reykiavíkur. Bankastræti 14. Kenslukona sem vill ganga í hús og kenna einu barni að Iesa, óskast.. Skrifleg umsókn, merkt „Kenslukona“, sendist A. S. I. Aðalfundur í Málarameistarafjelagi Reykjavíkur verður haldinn að~ Hótel Borg, mánudaginn 19.. þessa mánaðar kl. 8(4 síÖd. STJÓRNIN. Grand-Hótel. 34. maður kominn á vettvang. Bílarnir létu eins og vit- lausir, af því að þeir gátu ekki ekið leiðar sinnar. Ljósauglýsingin beint hinum megin Ijómaði og æpti í*pp kampavínstegundina, sem hún hafði á sam- vúekunni, út í náttmyrkrið, og gerði það sem hún gattil að lýsa á hótelið og láta það sjást greinilega. það, sem næstum var verst af öllu, var, að tveir verkamenn í bláum skyrtum skriðu út úr glugga í fyrstu hæð, settust á glerþakið, sem var yfir inn- gangi nr. 1 og tóku að rannsaka leiðsluna, sem var í ólagi. Nú var lokað fyrir leiðina til baka, eftir framhlið hússins, er hún var orðin kvik af fólki. Verði þjer að góðu, hugsaði Gaigern og rak upp reiðihlátur. Nú verð eg að gera svo vel og brjóta upp hurðina, ef eg vil sleppa út. Hann tók upp verkfæri sín og vasaljós og tók að bjástra við skrá- argatið á nr. 68, árangurslaust. Þá fór sloppur, sem hékk þar hjá að bæra á sér — datt á gólfið og I iýja silkið snerti andlit hans, svo hann varð dauð- I ræddur. Hann fann á eftir hvernig slagæðarnar í hátoi hans gengu eins og vjel. Eínnig var komið kvík á ganginn fyrir utan dymar. Þar heyrðist fótatak, hósti og í lyftunni, sem hurðin á var altaf : ...• skellast úr og í, og ein stofustúlka æpti eitthvað, h ■ jóp áfram og önnur svaraði. Gaigem hætti við óhægu læsinguna og fór aftur út á svalirnar. Þrem : ikum fyrir neðan hann sátu rafmngnsmennirnir kiofvega á glerþakinu, með raftaugar í munninum. og Ijetu skrílinn niðri á götunni dást-að sér. Gai- gern fekk snögglega fífldjarfa hugmynd. Hann hallaði sér fram yfir grindurnar og æpti: ,,Hvað gengur að Ijósunum?“ ,,Skammhlaup“, svaraði annar maðurinn. „Hvað verðið þið lengi að þessu?“ Mennirnir yptu öxlum. — Fábjánar, hugsaði Gai- gem reiður. Hann varð reiður yfir því hve náung- arnir voru montnir í tali og tilburðum. — O, þeir hætta við þetta eftir tíu mínútur, hvernig sem fer, sagði hann við sjálfan sig, leit niður aftur og fór síðan inn í herbergið. Allt í einu kom yfir hann meðvitundin um hættuna, en það var ekki nema augnablik. Hann stóð í miðju herberginu á sokka- leistunum, sem ekki létu nein spor eftir sig. — Jeg má bara ekki sofna, sagði hann. Sjer til hugarhægðar greip hann um perlurnar í vasa sín- um — þær voru orðnar heitar af líkamshitanum. Hann tók af sér hanskana, því hann vildi snerta þessar sljettu, dýrmætu perlur með berum höndum. Hann fann til unaðar í fingurgómunum. Jafnframt datt honum í hug, að nú kæmist bílstjórinn ekki í lestina til Springe, svo að því yrði að koma fyrir einhvern veginn öðru vísi. Allt var að fara öðru vísi en áætlað var. Perlurnar höfðu fyrst og fremst ver- ið öðru vísi geymdar en gert var ráð fyrir, og nú komu faratálmar, sem heldur ekki voru fyrir fram kunnir. En mitt í þessum umþenkingum, skaut upp hugsun, sem hann gat ekki stilt sig um að hlægja að. — Hvers konar kvennmaður ætli þetta sé? hugsaði hann. — Hvers konar kvennmaður er það eiginlega, sem lætur perlurnar sínar liggja á glámbekk? Hann hristi höfuðið undi'andi og brosti alvarlega. Hann þekkti fjöldamargar konur, og þær voru svo sem ósköp geðugar, en vantaði allt ævin-- týralegt. En það, að kona fór út og skildi eftir al- eigu sína rétt við opnar svaladyr, fannst honum ævintýralegt. Hún hlýtur að vera hirðulaus eins og Tatari, hugsaði hann. — Eða þá hún hefir göfugt hjarta, svaraði hann sjálfum sér. En nú fór hann . að syfja, hvað sem öllu leið. Hann gekk að dyrunum í dimmunni, tók sloppinn upp af gólfinu og þefaði af honum, forvitnislega. Hann fann einhvern ó- kenndan ilm, sætan og beiskan í senn, en hann til- heyrði alls ekki léttklæddu konunni, sem hafði mörgum sinnum komið Gaigern til að geispa með dansi sínum. Annars óskaði hann þessari Grusins- kaju ekki nema alls hins besta — hann fann enga andúð gegn henni. Hann hengdi sloppinn kæru- - leysislega upp, og skildií léttúð sinni eftir tíu fingra- för á silkinu, og ranglaði því næst eins og slæpingi á svipinn, út á svalirnar aftur. Fyrir neðan voru þessar tvær bláu leðurblökur enn að sveima kring um skammhlaupið sitt. — Góða ánægju, sagði Gai- gern við sjálfan sig, og svo stóð hann fyrst hreyf- ingarlaus eins og hermaður á verði í varðskýli sínu, milli tvöföldu tjaldanna sem voru fyrir svaladyr- unum. Kringelein starði á leiksviðið gegn um gleraug- un. Þar skeði margt og margvíslegt, og skeði langt- um of hratt. Hann hefði gjarna viljað líta dálítið betur á eina af þessum ungu stúlkum, það var lítil, dökkhærð stúlka í annari röð, sem var síhlæjandi. En til þess fekk hann ekki tækifæri. Því hlé voru ekki til í dansleik Grusinskaju, heldiu’ var þetta eilíft hopp til og frá, svo ekki varð auga á fest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.