Morgunblaðið - 19.04.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-aug!ysinga.| llmvötn, hárvötn, húsvötn, ó- dýr' í Sápubúðinni, Laugavejr Ú6. Handsápa, hárgreiður, höfuð- kambar. tannburstar, tannkrem, miki' úrval. Sápubriðin, Lauga- veg 36. Raksápa, rakkrem, rakburstar, rakvjelar, rakvjelabíöð, best í Sápubúðinni, Laugaveg 36. Dömur! Kaupið allan nærfatnað hjá okkur. bæði handa sjálfum yður og til tækifærisgjafa. Chic. Sumarbústaður óskast til leigu í sumar. A. S. L vísar á. Rósastilkar fást í Gróðrarstöð- inni, Sími 3072. línglingsstúlka óskast í vist. strax, eða 14. maí Upplýsingar. Fjólug'iitu 25, uppi. Kindalifur, frosin, 40 aura % kg- fæst hjá Kaupfjelagi Borgfirð- j inga, sími 1511. feriBingnrlfif. Málverk, veggmyndir og margs- Ferming'arskyrtur, konar rammar, Freyjugötu 11. Fermingarkjólaefni. Hyggnar húsmæður gæta þess að hafa kjarnabrauðið á borðum sínum, Það fæst aðeins í Kaupfje- iágs Brauðgerðinni, Bankastræti 2. Sími 4562. ManGhester. Sími 3894 Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 8. Sími 3227. Sent heim. Munið Þjófnaðartrygrsringarnar. Upplýsingar á V átryggingarskrifstofu Sígfásar Sighvatssonar Lmkjargöt* 2. Bfmi 31T1. Ilár. Uefi altaf fyrirliggjandi hár ri8 íslenskan búning. V erð rið allra hnfí. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. — Heyrðu, hjerna lagði jeg fiðluna mína fyrir fimm mínút- um, og nú er liún horfin. Á götunni: — Ef þjer eruð eltki að fara neitt, þá ætla jeg að verða yður samferða, frú Anna. Hún: Hvernig tók pabbi á móti l>jer þegar þú baðst mín? Hann: Hann liljóp grátandi upp um hálsinn á mjer. — Hefi jeg sagt þjer söguna um það áður? — Er hún skemtileg? — Já,, bráðskemtileg. -— Þá hefirðu ekki sagt hana. Nýju bækunaar: Sögur frá ýmsum löndum, II. bindi, ib. 10.00. Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00, Sögur handa bömum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50. Egils saga Skallagrímssonar, útg. Fomritafjelagsins, ib. 15.0©, Bhkaverslnu Sigf. Eymnnðssonar ogBókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 84« Gyða gljájr gólfin sín með gljávaxinu góða og raular fyrir munni sjerj Fjallkonan mín fríða fljót ert þú að prýða. Notið að eins Gljávaxið frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúar, sem koma til bæjarins, gerí: svo vel að vitja aðgangsskírteina í Yarðarhúsinu, annað hvort á skrifstofu Miðstjórnarinnar eða skrifstofu Varð-- arfjelagsins MIÐSTJÖRNIN. Grand-Hótel. 53. Hann reis úr sæti sínu og stóllinn risti rákir í þykku, vönduðu ábreiðuna, sem var í þessu vandaða fundarherbergi. En Preysing sat kyrr. Hann tók upp vindil, hægt og rólega, skar vandlega af hon- um oddinn, kveykti í honum og tók að púa og virtist véra í djúpum þönkum. Enginn vafi leikur á því, að Preysing yfirforstjóri ep framúrskarandi vandaður maður, með heiðarleg- ar grundvallarreglur, góður eiginmaður og faðir — maður, sem heldur upp á röð og reglu og bjargfast- an borgaraanda. Lífi hans er nákvæmlega niður- raðað, það liggur opið fyrir hverjum, sem hafa vill og er glæsilegt til að sjá, með bréfaskápum, skúff- um og striti. Preysing hefir enn aldrei gert sig sek- an í neinni óreglusemi. Engu að síður hlýtur hann að eiga sér einhvern viðkvæman blett, ofurlítinn jþíett, þar sem siðferðileg smitun getur komist að honum, ofurlítinn særanlegan blett, ósýnilegan með berum augum, á hinu borgarahreina vesti sínu, þrátt fyrir allt og allt .... í þessu augnabliki er samningunum var hleypt úpp, kallaði hann ekki á hjálp, enda þótt honum liði illa og hefði mikla tilhneigingu til þess að kalla á hjálp og aðstoð. Hann stóð upp með vindilinn fastbitinn milli tannanna, og honum leið, eins og hann fyndi á sér vín, er hann greip í vestisvasa sinn. — Það er leióinlegt, sagði hann, og furðaði sig sjálfur á því hve ljett hann talaði, allt í einu, — það er leiðinlegt, í hæsta máta. Frestur er sarna sem stöðvun. Þetta er með öðrum orðum búið að vera. Og nú, fyrst þið eruð búnir að koma öllu fyrir katt- arnef á annað borð, get eg eins vel sagt ykkur, að samningarnir við Burleight eru komnir í kring. Eg fekk tilkynninguna um það í morgun. Hann dró saœanbrotið símskeyti upp úr vasa sínum, en í því stóð. „ Samningarnir strandaðir fyrir fullt og allt. Brösemann“. Hann komst í eins konar barnalega sígúrvímu, þegar hann var að láta út úr sér þessa stórJygi, sem gekk svjkum og prettum næst, og hafði skeytið á græna borðdúknum fyrir framan sig. Sjálfur vissi hann ekki, hvort heldur hann var að reyna að blekkja hina, eða koma sjálfum sér sigrandi úr bardaganum. Schweimann, sem kunni minni mannasiði en félagi hans frá Chemnitz, greip ósjálfrátt eftir skeytinu. En Preysing, sem var fylli- lega rólegur og með háðsbi’os á vörum, lyfti hend- inni frá borðinu, breiddi úr skeytinu, braut það síð- an saman aftur og stakk því í brjóstvasa sinn, eins og ekkert væri um að vera. Dr. Waitz setti upp heimskusvip. Zinnowits jústitsráð, gaf frá sér há- an og mjóan flaututón, sem fór kínverjamunni hans skringilega. Gesterkorn fór að hlæja, hóstandi. — Góðurinn minn! hóstaði hann. — Blessaðir verið þér! Þér eruð sannarlega útsmognaði en þér lítið út fyrir. Maður lifandi! Þér hafið sannarlega dregið okkur sundur og saman. Þetta verðum við sannarlega að tala um nánar. Hann settist. Yfirforstjórinn stóð enn eitt augna- Blik í vandræðum — hann hafði einhverja undar- lega tómleikatilfinningu r öllum beinum sínum, og þar eð hnejn urðu einnig máttlaus, settist hann nið- ur. Þarna hafði hann prettað í fyrsta sinn á æfinni, og það auk þess svo heimskulega, svo að upp hlaut að komast. En einmitt í krafti þess, var hann orðinn sigurvegari aftur, eftir öll slysin, sem yfir höfðu dunið. Allt í einu heyrði hann sjálfan sig tala, og nú var hann vel máli far-inn. Yfir hann kom einhver einkennileg víma, sem hann kannaðist ekki við frá fyrri tíð, og allt, sem hann nú sagði var skynsamlegt og bar vott um mátt og víðsýni. Stofnandi Grand Hótels starði á hann af yeggn- um, olíumáluðum augunum, og var steinhissa á svipinn. Ungfrú Flamm hraðritaði, eins og hún ætti lífið að leysa. Preysing var í þessu svífandi ástandi alla þrjá klukkutímana, sem samningarnir stóðu yf- ir. Fyrst er hann gerip malakítgræna sjálfblekung- inn til að skrifa nafn sitt undir, við hliðina á nafni Gesterkorns, tók hann snöggvast eftir því að hendur hans voru rakar og undarlega óhreinar .... — Nr. 218 vill fá sig vakinn klukkan 9, sagðiá dyravörðurinn við litla Georgi, sjálfboðaliðann. — Er hann að fara? spurði Georgi litli. — Til hvers ætti hann að fara? Nei, hann verður hér kyrr. — Nú, mér datt það svona í hug, — því annars lætur hann aldrei vekja sig. — Vektu hann bara! Og síminn urraði í litla ódýra herberginu hans Otternschlags læknis, stund-- víslega kl. 9. Læknirinn flýtti sér, eins og asi væri á honum, að koma sér út úr þokukenndu draumunum og svo lá hann kyrr og furðaði sig. —• Hvað er nú að? spurði hann sjálfan sig og símann. — Hvað ætli sé að? Svo Iá hann grafkyrr nokkrar mínútur og jafnaði sig og hugsaði, með skemmda vangann grafinn niður í mjúkt koddaver- ið. Nú, — datt honum allt í einu í hug, — það var- náunginn þarna, hvað hann heitir — Kringeleiní Eg átti að sýna honum lífið. Hann bíður með öðrum: orðum eftir oss! Hann situr og bíður í morgunverð- arsalnum. — Ættum vér að fara á fætur og klæða oss? spyr hann sjálfan sig. — Já, það skulum vér* gera, svarar hann sjálfum sér, með nokkurum erfið— ismunum, því enn var dávænn skammtur af morfíni í líkama hans. En þrátt fyrir allt og allt, er hann eitthvað glað- ur og léttur í bragði meðan hann er að klæða sig. Þarna var maður kominn, sem þarfnaðist hans. Og þarna var maður, sem var honum þakklátur. Með annan sokkinn sinn í hendinni, sat hann á rúm- stokknum og sökkti sér niður í fýrirætlanir og um- þenkingar. Hann samdi áætlunina fýrir daginn Hann hefði nóg að gei*a eins og ferðamannafylgd- armaður, forráðamaður, mikilsverður og eftirsóttur maður. Stofustúlkan varð hissa, er hún heyrði Otternschlag lækni raula vísu fyrir munní sér, með óæfðri rödd, meðan hann var að bursta tennur sínar. En meðan þessu fór fram, sat Kringelein aleinn í morgunverðarsalnum, og var enn máttfarinn en glaður eftir sigur sinn í rakarastofunnh er hanus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.