Morgunblaðið - 28.04.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐTÐ 7 Þegar þjer veljlll lermingarg j öf þá munlð, að falleg sálmabók er jafai hentug handa dreng og stálku og ávalt kærkomin. fermíngargiafir: Bíbííur og Sálmafoækttr eru ávalt kærkomíiar Fermingar- gjafir. Höfum einnig mikið úrval af öðr- um góðum bókum. Sjálffolektmgar Pelikan, Rappen, Wonder og Swan og fleiri þektar tegundir. Brjefsefnakassar í miklu og skrautlegu úrvali. Vatnsíítakassar margar tegundir. Einnig olíulitir. Skrúffoíýantar ótal tegundir, og f jölda margt ann- að hentugt til fermingar- og tæki- færisgjafa. Útgeiilun frá brjósti sjúklings. Lækjargötu 2, sími 3736. Ný blöð komtt i gær. mmmm Gular baunir, Linsur, fæst í Hafnarstræti 4. Sími 3040. Avextir: Appelsínur Jaffa — Valencia Epli Winesap Taða. iig'íet, norðlensk til sölu. Sími 2244. ,,Times“ segir nýlega frá ein- kennilegum sjúklingi á sjúkrahúsi í Istria. Það er kona, sem flutt var þangað vegna þess að hún hafði andarteppu og fekk móður- j sýkisköst. Eina nótt þegar öll | ljós voru slökt í sjúkrastofunni : tók vökukonan eftir því, að ein- jkennilegir geislar stöfuðu frá íbrjósti Sjúklingsins. Komu þessir geislar stundum eins og snögg leiftur, en stundum vóru þeir stöð- ug'i'i og bar þá af þeim bjarma á veg'ginn. Var Jjós. þetta sv’paðast daufu rafiúagnsljósi. Þrír tæknaf hafa athugað þenna einkennilega fyrirburð og það kom þá í ljós. að þessi út- geislun á sjer ekki stað nema jjegar sjúklingurinn sefur. Þegar ntgeislunin verður nijög sterk vaknar konan. Læknarnir seg'ja að þetta sje. samskonar útgeislun og' vart tiefir orðið hjá miðlum í dái. JEt.la menn að kona þessi haf'i óvenju mikla miðilshæfileika. □agbók. Veðrið (föstud.kv .kl. 5): SV- átt um alt land og sumst. stinn- ingskaldi á SV- og N-landi. Rign- ing vestan tands og norðan en þurt á A-landi. Hiti víðast 7—8 st., hlýjast 9 st. á Akureyri. Djúp tægð og S-livassviðri við Suður- Grænland og úttit fyrir að hjer hvessi einnig af S. eða SV. j Veðurútlit í Rvík í dag : Hvass S eða SV. Rig'ning’. lVIessur: í Dómkirkjunni á morg un kl. 11, síra Bjarni Jónsson I (ferming), kt. 5 síra Friðrik Hall- | grímsson. j í fríkirkjunni á morgun kl. 12 jsíra Árni Sigurðsson (ferming). j í Hafnarfjarðarkirkju á morg’- | un kl. 12 (fermíng). Kirkjan I opnuð fyrir almenning kl. 1.45. i Togararnir. Af veiðum komu í 1 gær Þórólfur með 114 tunnur, Gulltoppur 90, Kári 73, Hafsteinn i 65, Gyllir 70 og Bragi með 40 i tunnur. Fjórir hinir síðasttöldu i hafa aðeins verið 3—344 sólar- j hriug að veiðum. Er feikna afti fbjá togurum núna á rniðuin norð I vestur að Eldey, svo mikill að I eldri togaraskipstjórar muna va rla t annað eins. j Til Strandarkirkju frá ónefnd- 'um kr. 50.00. A. B. C. D. kr. 65.00. Eimskip. Gullfoss kom frá út- löndum í gærmorgun. Goðafoss fór til Hull og' Ilamborgar í gær- kvöldi. Brúarfoss kom til Kaup- mannahafnar í fyrradag. Detti- foss fer frá Hamborg í dag. Lag- arfoss var á Seyðisfirði í gær- morgun. Selfoss er í Reykjavík. Hafnarfjarðartogararmr. Þessir tegarar komu í gær: Rán með 54 föt og 94 smál., Andri 75 föt og 135 smál., Surprise 68 föt og 132 smál., Maí með 58 föt og Haukanes með 82 föt. Vorskóli Austurbæjarskólans liefst 14. maí í vor, eins og að undanförnu og- starfar til júní- loka. Lögð verður stund á undir- stöðunámsgreinarnar: Lestur, skrift og reikning'. Mun það koma sjer vel fyrir mörg börn, því að sumarið verður mörgum samt nógu langt, til að gleyma þessuin fræðum. Þarf enginn að óttast, að stuttur tími daglega við lestr- arnám í björtum og hlýjum skóla- st-ofum hamli líkamlegum þroska barnanna, Sund verður kent í sundlaug skólans. Auk þess verð- ur námstíminn notaður eftir föng um til gönguferða um nágrenni bæjarins, og verður athygli barn- anna vakin á landslagi, dýralífi, jurtagróðri og' öðru, sem fyrir augún ber. Jón Sigurðsson yfir- kennari verður forstöðumaður vorskólans. Landsbankanefndin helt fund i gær. Þar voru kosnir tveir menn í bankaráð, Jóhannes Jó- hannesson fyrv. bæjarfógeti (end- urkosinn) og Helgi Bergs fram- kvæmdastj. í staðinn fyrir lljeð- inn Valdimarsson. Endurskoðend- ur voru kosnir: Jón Kjartansson ntstj. (endurkosinn) og Pálmi Einarsson ráðunautur, en áður var Jörundur Brynjólfsscn end- rrskoðand',. Maður og' kona. Enginn sjónleik ur, sem hjer hefir verið sýndur hef^ir náð slíkri alþýðuhylli og' sjónleikurinn „Maður og koua“. Eftir að hafa sýnt leikinn 32 sinn- um í. vetur ætlar Leikfjelag Reykjavíkur að sýna liann aftur vegna tilmæla fjölda margra, sem því hafa borist, sjerstaklega eftir að leikuum hafði verið t- varpað á sumardaginn fyrsta, Af leikendum leiksins, sem allir eiga sinn góða þátt í því, hvílíkum vin- sældum leikurinn hefir náð, ber þó einna fremstan að tetja hr. Brynjólf Jóhannesson leikara. Leikur lians í hlutverki síra Sig- valda, heldur vanþakklátu hlut- verki, var með slíkum ágætum, að hann mun lengi í minnum hafður. Slægðina og flærðina tekst þessum leikanda að mála svo ber- tega og átakanleg'a, að heita má fullkomin ádeila á alla lifandi ,,sr. Sigvalda“, og þó hvergi gleýmt hinni broslegu hlið þess- arar manntegundar. Þess er að vænta, að leikurinn verði sýndur enn nokkrum sinnum, en fram að þessu hafa 9596 sýningargestir sótt leikinn. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband ung'frú Petra Petersen (P. Petersen bíóstjóra) og Mogens Mogensen fyfjafræð- ingur. Ferðafjelagið. Farin verður skemtiferð suður að Kleifarvatni á morgun, ef veður leyfir. Verð- ur farið í bílum að Kaldárseli en gangandi þaðan, suður að Innri- Stap^. (um 12 km.). Þaðan til þaka í Kaldársel og gengið á Helgafell í leiðinni, ef þátttak- endur óska. Farmiðar verða seldir í dag á afgreiðslu Fálkans, Banka >rf ; stræti 3. Lagt upp kt. 8 á sunnu- dagsmorgun frá Bifreiðastöð Steindórs. Háskólinn. Próf í forspjallavís- indum hefir lokið Lea Eggerts- dóttir með 1. eink. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- lierra og frú hans fóru með Gull- fossi til Leith og þaðan til London. Skemtun verður í G. T.-húsinu. í kvöld og verður þar sýndur hlægilegur gamanleikur „Annar hvor verður að giftast‘‘ og svo verður skrautsýning ,,Berðu íiiig til blómanna“. Á eftir skemtir fólk sjer við dans. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími (Guðmundur Finnbogason). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi ísl. vikunnar: Um Eimskipafjelag ís- lands (Eggert Claessen). 19,50 Tónleikar. 20,00 Ktukkusláttur. — Frjettir. 20,30 Kvöld Skógræktar- fjelagsins: Sfutt eiúndi og.ræður (Árni G. Eylands, Árni Friðrjks- son, Hákon Bjarnason, J. Hólmjárn, Valtýr Steíánsson, Maggi Júl. Magnús, Sigurður Sig- urðsson o. fl.). — íslensk lög (Út- varpskvartettinn). Danslög til kl. 24. Jóhann Jósefsson alþm. fór til Vestmannaeyja í gær með Goða- fossi, en heldur svo áfram með íslandi áleiðis til Þýskalands. Þangað fer hann í erindum ríkis- stjórnarinnar til þess að semja við þýsku stjórnina um viðskifta- mál. íslenski maturinn. Eins og áð- ur hefir verið skýrt frá , hjer í blaðinu hafa konur í bænnm geng ist fyrir því, að íslenskur matur og íslenskt grænmeti væri á boð- stólum meðan á íslensku vikunni stendur. TÓk frk, Helga ‘Thörla- eius að sjer að búa til mdftim og hefir hann verið seldur í Mata.r- deitdinni. Hefir þetta gengið á- g'ætlega, mikið tiefir verið búið til af mat og’ att hefir selst. jafn- harðan, Nú er seinasti dagur vik- unnar í dag og því seinustu for- vöð fyrir liúsmæður að kynna sjer þessa matargerð. Útvarpskvöld Skógræktarf je- lags íslands er í kvöld kl. 20.30. Þar tala þessir menn: Árni Frið- riksson: Líf jurta og dýra í skóg- unum. Árni G. Eylands: Þættir úr skógrækt Norðmaima. H. J. Hólinjárn: Skógaskemdir' og upp- blástur. Hákon Bjarnason: Fram- tíðarhorfur. Valtýr Stefánsson: Tijárækt iúð bæi. M. Júl. Mag'nús: Fjárframlög ríkissjóðs og skóg- rækt.in. Ef til vill munu fleiri taka til máls. Gullfoss kom frá útlöndum í gærmorgun, meðal farþega v'oru: G. Zoega vegamálastjóri og frú, ■ Páll Olafsson, framkv.stj., Hjálm- ar Þoreteinssón húsgagnameist*- ari, Sig'vatdi Indriðason, Jóh. Lar- sen prentari, Jakob Lárusson píanóleikari, Jóhanna Eiríksdótt- ir, Gísli Jónsson, vjelfræðingur, Þóroddur Jónsson stórkaupm., Gunnar Kristjánsson verslm. Heimdallur. Fundur verður liald inn á morg’un (sunnudag) kl. 2 í Varðarhúsinu. V atna jökulsgosið. Guðmundu r Einarsson frá Miðdal ætlar að lialda fyrirlestur í Ný.ja Bíó á morg'un kl. 3 um hina frækilegu Vatnajökulsför og gosið í Gríms- vatnahver. Aðgöngumiðar verða seldir hjá Bókaversl. Sig’f. Ey- mundsson í da.g og á sunnudag við innganginn. Skug'gamyndir verða sýndar, þar af myndir af sjálfu gosinu og jökulsprungum. lelhnstíra óskast í nágrenni Reykjavíkur. (Þarf að mjólka). Ennfremur kaupakona. Gyða Eggertsdóttir. (frá Viðey), Leifsgötu 3. Til viðtals kt. 8—10 síðd. Fyrir- spurnum ekki svarað í síma. Fegurðar- meðal. Nú á dögum er það talið feg- urðarmeðal að iðka hjólreiðar, en það er auðvitað ekki sama hvaða reiðhjót maður notar. Þau þurfa að vera lje.tt og sterk og nota því flestir Amarhjól, því þau hafa báða þessa, kosti. Einnig Speed hjólin eru góð og ódýr. Spyrjið því ætíð um Arnar eða Speed reiðhjól. Seljast gegn afborgun. Notuð hjól tekin upp í ný. Afsláttur gegn staðgreiðslu. Orninn Laugaveg 8. — Sími 4661. BlDDBS- flyr op' Storisefni tekin upp í dag-. Hannyrðaverslun HuFíðar Siprjðn sdðttur Bankastræti 6. Sími 4082. Hðal-fiskbúðlR opnar í dag. Á boðstólum g’lænýtt heil- agfiski, ýsa, stútungur og rauðmagi.. Reyktur fiskur, hakkaður fiskur. Fiskfars, áreiðanlega bað besta í bænum. Steiktar fiskbollur o. fl. Góð afgreiðsla. Hreinleg búð. Hial-flskbfiðli Laugaveg 58. — Sími 3464. Norðmenn hækka styrk til þorskveiða. Oslo, 27. apríl. FB. Ríkisstjórnin hefir borið fram tillögu um að hækka styrkinn til þorskveiðanna upp í 400.000 kr. Er þetta gert vegna sjómanna, sem stunda fiskveiðar við strend ur Finnmerkur. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.