Morgunblaðið - 03.05.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL/ ÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Rltstjórar: J6n KJartansson, Valtýr Stefánsson. RltstJCrn og afgrelVsla: Austurstrœtl 8. — PVml 1400. Auglýslngastjórl: E. Hafberg. Autjlýalngaskrlfstofa: Austurstrœtl 17. — Sliíl 8700. Helmasfmar: J6n KJartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árnl óla nr. 2046. E. Hafberg nr. 8770. ÁskrlftakJald: Innanlands kr. 2.00 á mánuOt, Utanlands kr. 2.60 á soánuOl 1 lausasölu 10 anra elntaklS. 20 aura íaeO Lesbók. Morðtilraun. Spánverji særir íslending með hnífsstungu. Sögulegur dagur. Fyrsti maí. í ræðu, er Brynjólfur Bjarna- son kommúnistaforingi hjelt þ. 1. maí, komst hann að orði á þá leið, að þessi dagur yrði sögu- Jegur, áður en lyki. Honum rataðist þar satt á munn. Fyrsti maí í ár varð sögulegur dagur fyrir rauðliða þessa bæj- ar. Þeir höfðu haft mikinn við búnað fyrir þenna dag. Dag eft- ir dag, og viku eftir viku, höfðu blöð rauðliða flutt hvatninga- og æsingagreinar, til þess að búa ,,alþýðuna“ undir hinar miklu ki'öfugöngur dagsins. Á þessu ári höfðu þeir fengið því framgengt, að búðum yrði lokað frá hádegi, svo verslunar- fólk gæti fylkt sjer undir fána þeirra. Og hafnarvinna var .stöðvuð með svo harðri hendi, að skip fengu ekki afgreiðslu, hvað sem í boði var. Allir bæjarmenn áttu að geta fylkt sjer undirhina rauðu fána. Svo rann upp hinn mikli dag- ur. Kröfugöngurnar hefjast. — Hinir rauðu fánar blakta í tuga- tali. Merkisberarnir ganga um göturnar með löngu millibili. Bæjarbúar hópast út á götur og stjettir, til að horfa á hinn rauða skrípaleik. En tiltölulega fáir slæðast í hóp hins rauð- skrýdda liðs. Telst mönnum til að í hinni rauðmerktu fylking sósíalista hafi verið 3—400 manns, og álíka margir hjá kom- múnistum, að meðtöldum aðvíf- an'di Spánverjum. Ræður eru haldnar, æsinga- ræður, byltingaræður. Áheyr- endur hlusta álengdar og ganga á milli ræðustaða. Engin hrifn- ing sjest, og sáralítið mótar fyrir fylgi við ræðumenn. Flestir, sem horft hafa á „gönguna“, og hlustað hafa á Hjeðinn, Sigurjón, Einar 01- geirsson, Brynjólf, ,,síra“ Sig- urð og þessa kumpána, hrista höfuðið yfir bægslagangi þeirra, og ganga heirn til sín, að afstöðn um ræðuhöldum, með enn þá meiri fyx*irlitning fyrir fram- ferði rauðliða, en þeir áður höfðu haft. Þannig var sagan um fyrsta maí í Reykjavík 1934. Fyrir rauðliða, eins og Brynj- ólfur sagði, varð það sögulegur dagur. Nckkrir nf skipverjunum á spönsku togurunum, sem hjer liggja, tóku nokkurn þátt í „há- tíðaliöldum" kommúnista 1. maí, m. a. með ræðuhöldum og rölti um götur bæjarins með kröfu- spjöld. I "m kvöldið voru nokkrir þeirra st-addir á Lækjartorgi og' gerðu sjer leik að því að áreita lítinn dreng, se:n bar hakakross- merkið á . handleggnum. Bar þar að Friðrik Sigurbjörnsson og nokkra fleiri þjóðernissinna og hratt Friðrik Spánverjauum sem nærgöngulastur var, frá drengn- um. Ekki bjóst Spánverjinn til varnar, en síðar, er Friðrik við annan mann var á gangi niður við höfn, kom að lionum Spánverjinn i'rá Lækjargötu og margir fje- lagar hans með honum og rjeðist þegar á Friðrik. Friðrik sló hann frá sjer, en þá tók Spánverjinn upp hníf og kom lagi á Friðrik, á bakið og varð af svöðusár, en herðablaðið hlífði, svo ekki gekk lagið á hol. Neytti nú Friðrik aflsmunar og sló Spán- verjann niður, en fjelagar hans hlupu til og báru hann burt, svo ekki lilytist verra af viðskiftum hans við íslendinginn. En m. a. orða, hvað hugsar lög- reglan að leyfa iitlendingum þátttöku í ærsluni kommúnista hjer? Von er þó Spánverjanum finnist hann meg’a óhultur bregða hnífi liti á Islandi. Hættulegur bruni af völdum kommúnisfa. Marx-sfefnan er landráðastefna. London 2. maí. FÚ. Á meðan á 1. mai hátíðahöid- unum stóð í Augsburg í Þýska- landi, kom eldu.r upp í áhorf- endasætum leikvallarins þar í borginni, þar sem mikill mann- fjöldi var saman kominn til þess að hlýða á ræður manna. Áhorf endasæti og umbúnaður þarna var úr trje. Nú hefir lögreglan heitið sem svarar 750 sterlings- punda launum, hverjum þeim, er kann að geta gefið upplýs- ingar, er leiði til þess að upp komist hverjir valdir voru að brunanum. 73 itienn, sem grun- aðir eru um að vera stjórnar- andstæðingar hafa þegar verið handteknir. Umbúnaður á leik- vellinum og áhorfendasæti brunnu að mestu leyti. London 2. maí. FÚ. Þýska stjórnin hefir gefið út tilskipun um það, að settur skuli á stofn dómstóll, og ákveðnar þungar refsingar í því skyni að vfirvinna „Kommúnistahætt- una“. Er dómstól þessum fengið vald til þess, að kveða upp dauðadóma og fangelsisvist með þrælkunarvinnu fyrir föðurlands svik, og ber samkv. tilskipuninni 1 að skilja orðið föðurlandssv-^ samkvæmt áður útgefinni tilskip un, að það skuli teljast föð- urlandssvik, að aðhyllast Marx- istiska stjórnmálastefnu eð^ lífs skoðun og útbreiða slíkt. Þessi dómstóll verður rjetthærri hæsta rjetti ríkisins í Leipzig og verð- ur dómsúrskurðum hans ekki á- frýjað til neins annars dómstóls. Edda stærsta skíp íslenska Kotans kom í fyrsta sinn til landsins í gær. í gfer kom til Hafnarfjarðar líið nýja skip Eimskipafjelagsins Lsafold, Edda nefnt, sem hið fyrra skip með því nafni, er strandaði' nálægt Honiafirði í vetnr. Skip þetta keypti fjelagið í Hollandi, og önnuðust þeir kaup- in, Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari og Gísli -Tónsson. Edda liin nýja hefir rúmlega 2000 smálesta burðarmagn, og er því heldtir stærri, en Dettifoss, sem hingað ti) hefir verið stærsta skip íslenska flotans. Er Edda 271 fet á lengd. Skipið er bygt 1919, var áður Kristófersson, og er skipshöfnin að me.stu leyti hin sama, Skipið kom að þessu sinni með kolafarm til Hafnarfjarðar, en kemur bingað um helgina. 1. maí í Noregi. Oslo, 2. maí. FB. Kröfugöngur fóru fram að venju i ölluni norskum bæjum. Veður var hvarvetna gott. I Oslo voru 7 kommiinistar handteknir fyrir brot á lögum um bann við notkun einkennisbúninga í póli- tískum tilgangi. I Melbo var haka- krossfáninn á þýska konsulatinn skorinn niður af kommúnistnm. Svipaður atbnrður gerðist , í Kristianssand. Að öðru leyti fór alt friðsamíega fram. Samningar gerðir Haf narf jarðarhöfn: spænskt saltskip skipið „Edda“ með kol. í förum milli Hollands og Afríku Tmilli Þjóðverja Off JÚgÓslava. með farþeg'a og flutning, en far- J Belgrad, 2. maí. FB. þegarúmi þess hefir verið breytt j Þjóðverjar og Jugóslavar hafa í kolahólf. 'Ganghraði er 12% gert með sjer viðskiftasamníng, og flutninga- ’míla. Skipstjóri er hinn sami og'sem byg'gist á grundvelli bestu á hinu fyrra skipi fjelagsins, Jón kjara. I koin I Óeirðir í París. Kommúni§(ar stofna til blóðsúthellinga. París, 1. maí. FB. I flestum Evrópulöndum bar lítið á óeirðum 1. maí, nema í Austurríki og Frakklandi (París.). Óeirðir þær, sem urðu sumstaðar í Austurríki, voru þó hvergi mikl- ar, en í París brutust út alvar- legar óeirðir. Tlrðu þær aðallega í verkamannahverfi einu í útjaðra- hverfi borgarinnar. Ilandtók lög- reglan þar einn af leiðtogum kom- múnista, og gerði þá múgurinn árás á lögregluna og' skaut á hana. Var lögreglan rniklu lið- færri og varð að láta undan síga í bili. Iljelt múgurinn áfram ó- spektum og hlóð virki á götunum, því að fyrirsjáanlegt var að lög- reglan mundi brátt koma á vett- vang á ný og' vera þá liðsterk. Bjuggust nú sumir kommúnistar til varnar, en búðarrán og-hermd- arverk byrjuðu þegar á svæði þessu. Þegar lögreglan kom á Vettvang sáu fyrirliðar hennar, að þörf myndi enn aukins liðs. Er ]>að kom voru virki kommúnista tekin með áhlaupi, og þeir vir flokki þeirra handteknir er ekki liöfðu komist undan, er flótt.i bi. 'ast í lið þeirra. Lögreglan kom brátt, kyrð á aftur í liverfinu. London 2. maí. FÚ. I gærkvöldi olli það miklum æsingum í París, að upphlaup mikið varð og bardagar á götum sem byrjuðu með þeim hætti, að ráðist var á nokkra vagnstjóra, sem voru að taka vagna sína út úr vagnaskýlunum. Þegar einn af ökumönnunum særðist, köll- uðu fjelagar hans á lögregluna, og byrjuðu þá óeirðirnar fyrir alvöru. Stjettáhellur voru rifnar upp og notaðar sem skeyti. — Óeirðamennirnir leituðu hælis í verkamannabústöðum nokkrum, og rigndi þaðan grjóti, eldhús- áhöldum og blómapottum yfir höfuð hermanna og lögreglu- manna. Því næst hófst skothríð með rifflum og skammbyssum og særðist einn lögreglumaður. Var þá varnarliðið kallað á vett- vang, og með 2000 manna vopn- aðri sveit tókst lögreglunni að lokum að hreinsa göturnar og korna á umsát um byggingar þar sem óeirðamennirnir höfðust við. Leitarljós voru notuð og alls konar hernaðartæki, en þó leið alt til morguns áður en sumir ó- eirðamennirnir gæfust upp. — Voru þá húsakyníii öll að lokum rannsökuð og 20 menn handtekn ir. Verkamenn eru nú í dag að gera við byggingar þær, er skemdust í bardögunum. Dönsku leikararnir koma ekki. Frá því hefir verið sagt, að liingað væru væntanlegir leikar- ar frá Kgl. leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, þau Eyvind Johan Svendsen og frú Elsa Skouboe, á vegum Leikfjelags Reykjavíkur með sjónleikinn „Hr. Lambertier", Ilafði Sveinn Björnsson sendi- herra átt í samningum fyrir hönd Leikf jelagsins hjerna við leik- liúsið og leikendurna og hofðu livorttveggja áliuga fyrir því, að nr leikförinni g'æti orðið. En á síðustu stundu breyttust. áform leikendanna fyrir sumarið svo, að þeir sáu sjer ekki fært að koma hingað að þessu sinni. Hafði Leik- fjelagið sótt um styrk hjá bæn- um til þess að ljetta undir með kostnaðinn, sem af leikförinni myndí leiða, en bæjarráðið synj- að styrkbeiðninni og kom það ekki að sök iir því svona fór. Skuldamál Þjóðverja. Berlín, 2. maí. FB. Ráðstefna sú, sem vfir stendur út af skuldamálum Þjóðverja, hafði í dag til meðferðar álit og .skýrslur nefndar, sem hafði ýmis- bagfræðileg atriði í sambandi við skuldamálin til athugunar. Ráð- stefnunni var frestað til morguns (fimtudags). — Ástæðan til þess að. samkomulag hefir enu ekki náðst er m. a. talin sú, að ýmsir skulduautanna, m. a. Bandaríkja- menn, eru mjög' mótfallnir frek- ari tilslökun. frð Slysavarnafielaginu. Gjöf frá konum í Rangár- vallasýslu. Ágæt sumargjöf barst mjer í -fyrradag til starfsemi S. V. í. þar sem sýslumannsfrú, Rágn- heiður Einarsdóttir, Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu. sendi fjelaginu kr. 50,00 — fimtíu krónur — að gjöf frá Kvenfjelaginu „Eining- in“ í Hvolhreppi. Kvennf jelagið samþykti þessa peningagjöf á aðalfundi sínum þann 2. apríl s. 1. og er sýslu- mann.sfrúin gjaldkeri þess fjelags. Þótt Slysavarnaf jelagið hafi yfir engu að kvarta um framgang starfseminnar, eftir ástæðum, þá er það hreinasta undrunarefni og efti'rtektarvert, að hvert kvenfje- lagið eftir annað, lengst upp til sveita skuli vera að senda okkur peninga, en þetta sýnir meðal annars, hve S. Vr. í. á nú orðið mikil ítök í hugum og hjörtum landsmanna, og sjer kvenfólkið, sem hefir þó vanalega minni pen- ingaráð en karlmennirnir — engn síður naiiðsynina á starfsemi S. V. í., en ]ieir, og er gott til þess að vita, og liefir það sýnt glæsi- legan árangur hingað til, hve kvenfólkið hefir tekið föstum tökum á starfseminni. Fyrir hönd S. V. 1. þakka jeg Kvenf jelag’inu „Einingin“ fyrir peningagjöfina, óska þess að fje- laginu gangi það vel framvegis, að það geti sem oftast látið gott af sjer leiða, til sem flestra menn- ingarniála innan lijeraðs sem utan. Þ. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.