Morgunblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ }Smá-auglýsinga« j Ágætar plöntur af Rauðberj- ura. Sólberjum, Reyni, Elri, Blómsturrunnum, og fjöldi af flejrum blómum, verða seldar næstu daga í Flóru, Vesturgötu 17. Sími 2039.______________ Hvítir ítalir, ársgamlar hæn- ur, seldar mjög ódýrt. Hænsna- bú Vatnagarða. Saltaðar kinnar fást hjá Haf- liða Baldvinssyni. Sími 1456. Harðfiskur á aðeins 4 krónur fjórðungurinn, meðan birgð- ir endast. Hafliði Baldvinsson. Sími 1456.__________________ Blómastöðin Blágresi, Njáls- götu 8 C. — Til útplöntunar: Biómstrandi Stjúpmæður og Bellisar á 15 aura, Morgunfrúr, Citi’ysanthemum, 5 aura o. m. fl. Skeljasandur fæst í Járnvöru- deiW Jes Zimsen. Málverk, veggmyndir og mar^i- konar rammar. FreyjngCtn 11. (Jéfið börnum kjamabrauð. Það er’bætiefnaríkt og' holt, en ódýrt. Þa.S færst aðeins í Kaupfjelags- bránðgerðinni, Bankastræti 2. — Sínrr 4562._________________ Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríksgötu 15. sími 2475. VIM flöt, hrein hom og ljóma, sem þjer getið verið hróðug af. Hvers vegna? Vegna sjerstakra gæða VTM’S — tvöföld áhrif er það kallað. því að Vim gerir tvent samtímis. Það losar óhrein- indin og drekkur þau í sig! Þetta veldur því, að óhreinindin hverfa um leið og strokið er af. Vim skilur eftir blettlausan Hreinsun er auð- ÍS VIM M.V. Z57-50 IC LEVER BROTHERS UMITED.PORT SUNLIGHT. ENGLAND. )) itolHm IÖLSEINI (( tsæðfs kartöflur ‘1 elnnig ágætar tíl manneldls. Berlingsku blöðin: Berlingske Tidende Morgen 15 aura — — Aften 15 — — — Söndag' 25 — B. T. (dagblað) 15 — Söndags B. T. 25 — Radiolytteren Nu 30 — Populær Radio 60 — fást hjeðan af og koma með beinum skipsferðum frá Kaupmannahöfn iS ♦ BékRverslnn Sigf. Efmandssoaar og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34- Athugitl. Ágætt smjör, % kg. 1.60 Ný egg 12 aura. Alexándra hveiti, kg. 0,35 og í smápokum. 5 kg. 1.75 pokinn. Fyrsta flokks harðf'Lskur og allar aðrar vörur eftir þessu. Versl. Bifirnlnn. Bergstaðastræti 35. Sími 4091. Fyrirllggjandi: Rúsínur, — Fíkjur. Bláber. — Döðlur. MöncJIur. — Sukkat. Eggertf Kristjánssen & Co. Af því jeg er einn af þeim, sem öðrum fremur veiti, margir kassar komu heim af kúlulegufeiti. FfárKlipiar tást i otitmrpoaf^ Grand-Hótel. 74. — Hvar getur veskið verið úr því Kringelein vili fyrir hvern mun lifa tvö ár enn? spurði hann og reyndi að gera að gamni sínu. — Kannske stúlkurnar í Alhambra hafi náð í það, svaraði hann. Þetta svar hafði hann verið lengf að undirbúa. Kringelein settist á rúmstokkinn og hjaðnaði niður. — Æ, nei — nei, nei. Otternschlag lfeit á hann, leit á Gaigern og aftur á Kringelein. — Nú, það er þá svona, sagði hann við sjálfan sig. Hann tók svarta hylkið sitt, gekk til Gaigerns og gekk af gömlum vana með veggn- um; það var rétt eins og hann héldi, að eiphver kraftur kæmi frá veggnum og húsgögnunum, eða þá að hann var ekki enn búinn að læra að hreyfa isg úr stað, án þess að leita skjóls hvert augnablik. Hann staðnæmdist fyrir framan Gaigern, sneri að honum skemmdu isíðunni og starði á háls hans með glerauganu. — Kringelein verður að fá veskið sitt aftur, sagði hann lágt og kurteislega. Gaigern dokaði við svo sem eina sekúndu. Og á þessari sekúndu var gert út um örlög hans. Sú veila, sem var í skapgerð hans, svifti hann öryggi hans. Gaigern var alls ekki heiðarlegur maður, hann hafði stolið og prettað fyrr en þennan dag. En hann var heldui’ enginn verulegur glæpamaður, því hinir góðu eiginieikar í eðli hans og ætt, settu oft út um þúfur það. sem ihann hafði ásett sér illt að gera. Hann var viðvaningur í svikum og prettum. Krafta hafði hann að vísu en ekki nægilega. Hann hefði hæglega getað slegið báða þessa menn niður og forðað sér. Hann hefði getað ýtt við þeim og síðan komið sér inn í isitt herBergi eftir framhlið hússins. Hann hefði getað farið út í gamni og síðan komist í járnbrautarlestina og horfið. Hann vó alla þessa möguleika í huga sínum og hugsaði til Grusinskaju. Hann fann hinn létta líkama hennar í örmum sér — hann var að bera hana upp tröppurnar á húsinu hennar í Tremezzo. Hann varð að fara til hennar — varð — varð — en allt í einu greip hann sama meðaumkunin, sem hann hafði fundið með Grusins- kaju deginum áður — nú var bara Kringelein ann- ars vegar, sem sat þama á rúmstokknum sínum. — Hann fann líka til meðaumkunar með Ott- ernsc'hlag, sem starði á hann með andlitinu, sem hafði skemmst í ófriðnum, og jafnframt hafði hann ofurlitla meðaumkun með sjálfum sér, en vissi bara ekki af henni. Það var meðaumkunin, sem nú varð honum að fótakefli. Hann gekk tvö skref inn í her- bergið og tók að brosa. — Hérna er veskið, sagði hann. Eg bjargaði því snemma í kvöld, til þes að Kringelein skyldi ekki verða rændur í knæpunni, sem við vorum í. — Nú er það svo? sagði Otternschlag, máttfar- inn, og tók gamla slitna veskið, sem var úttroðið af peningum, úr hendi Gaigerns. Síðan leit hann við og augnaráðið, sem heila augað sendi Gaigern, bar vott um hvort tveggja í senn, skilning og þakk- látssemi. En í sama vetfangi varð hann hræddur. Andlit Gaigerns, þetta óvenjulega fallega og lifandi andlit, sýndist honum nú vera isvo nábleikt, svip- laust og dautt, að hann varð blátt áfram skelfdur. — Eru þá ekkert nema draugar í þessum heimi? hugsaði hann með sjálfum sér, er hann gekk fram með legubekknum að rúminu og lagði veskið fyrir framan Kringelein. Þetta hafði ekki staðið nema tvær sekúndur og á meðan hafði Kringelein setið og steinþagað, nið- ursokkinn í djúpar hugsanir. Nú, er Otternschlag rétti honum veskið, |3em hann hafði veinað mest út úr, var rétt eins og hann yrði þess ekki var. Hann lét það detta á rúmábreiðuna, án þess að líta á það og án þess að telja peningana — alla þessa miklu peninga. — Æ, verið þér kyr hjá mér, sagði hann — þó ekki við Otternschlag, sem hafði verið að 'hjálpa honum, heldur við Gaigern, og hann rétti hendina til Gaigerns, sem stóð við gluggann í myrku iskapí. og reykti vindling. — Þér þurfið ekki að vera hræddur, Kringelein,. sagði Otternschlag huggandi. — Eg er heldur ekki hræddur, sagði Kringelein, þver og merkilega vel vakandi. — Haldið þér kannske, að eg hræðist dauðann? Eg er ekki hrædd- ur — öðru nær! Eg má einmitt vera forsjóninni þakklátur fyrir það, að eg á að deyja. Eg hefði aldrei hug til að lifa, ef eg ekki vissi, að eg ætti að deyja. Því þegar maður veit dauða sinn fyrir, verð- ur maður hugrakkur — ekkert annað en vera alltaf að hugsa um dauðann — þá getur maður hvað.sem er — það er leyndarmál.......... — A-ah! sagði Otternschlag. Hverfuhurðin!' Kringelein er orðinn að heimspekingi. Maður verð— ur vitur af því að vera veikur — hafið þér tekið eftir því fyrr? Gaigern isvaraði engu. Hvað eruð þið að s}írafa um? hugsaði hann. Lífið! Dauðann? Hvernig getið þið verið að skrafa um slíkt? Það er varla orðum á það eyðandi. Eg lifi, — og þá. liffiegy. blátt áfram. Eg dey, — þá dey eg; það er ósköþ ein-. • falt — hugsa um dauðann — nei, skrafa um hann i Svei! Nei, þá er betra að deyja eins og- maður. Á hverri mínútu, ef 1 það fer. Ef þið hafið klifrað eftir framhliðinni á hótelinu hérna, þá getið þið i verið vissir um, að þið hættið að babla um líf og dauða, hugsaði hann með rembingi. Eg er líka til- búinn og þarf ekki neitt kofort með mori'íni' í til: þess. Hann geispaði. Hann gleypti stóra munnfylli af morgunloftinu, sem kom inn um opna glpggana,. og hnefleikaherðar hans iskulfu við snöggan kulda- gjóst. — Bg er orðinn syfjaður, sagði hann. Allt í einu rak hann upp hjartanlegan íhlátur. — Eg komst alls ekki í rúmið í fyrrinótt. Og nú er klukkan aftur orðin fjögur. Jæja, herra forstjóri, nú skuluð þér skríða í rúmið aftur. Kringelein hlýddi orðalaust. Hann lagði sig niður, með þungt höfuðið, og verk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.