Morgunblaðið - 10.06.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 9 1 E-ltatt | er listi i S j álf stæðismanna í alþingiskosningunum 24. júní. lflimillllllllHIII!ll!!l!!l!HIII!l!ll!!l!lll!!!!l!!lllllllllllllllllll!llill bai’ nýtur sem annars staðar, og sýnt um a'o leysa málin á heppileg- ■ an hátt. í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hefir hann verið lengi og <er ennþá. Reikningshaid hefir hann haft mn f) ára skeið fvrir mótorhátafjelag hjer, og er það með betur stæðu útgerðarf jelögtim kauptúnsins ■— Það má fullyrða það, að öll þau mál, sem Þorsteinn hefir gefið sig við hafa haft hag' af afskiftum hans, því bæði er, að maðurinn er prýðilega skýr og viljakraftur mik 511 til þess að fylgja málum fram. Mentunar sinnar hefir Þorsteinn aflað sjer í hinum trausta skóla reynslunnar, og með skýrri athug- un hafnað því fánýta, en hagnýtt - sjer hið gagnlega. Bókamaður er hann og mikill. •— Þorsteinn er lcvæntur maður. — Kona hans er Margrjet Jónsdóttir ættuð úr sömu sveit og maður hennar. Síðan þau giftust. eru nú liðin 43 ár. Hjónaband þeirra hefir verið farsælf, enda þótt þau hafi •ekki komist hjá ýmsu mótlæti í svo langri sambúð. Hafa þau, sem fieiri foreldrar, orðið að sjá af sumum þeim börnum, sem þeim hafa fæðst, og' nú eru látin. Alls liafa þau eignast 6 börn. Elías verksmiðjueigandi í Keflavík, Guð rún og Þórey báðar giftar og bú- • settar í Reykjavík, og svo tveir synir, -lón og Mafteinn, og ein dóttir. Klara, sem nú eru látin, • dóu þau öll á æskuskeiði. Heimili þessara sæmdarhjóna er - annálað fyrir gestrisni, enda er þar 'tíðum gestkvæmt. •— Þorsteinn er enn ern og ungur í anda, enda þótt heilsan sje nokk- uð farin að láta undan, eftir mikið starf á liðíium árum. Það er ein- læg ósk okkar vina hans, að hon- íum megi endast. aldur og' þrek enn iim langt skeið, sjer og- öðrum til rgagns og gleði. Einn af mörgum vinúm. Reykjavíkurhrjef. 9. júní. Útflutniíigurinn. Samkv. skýrslu Uengisnefndar- innar hefir útflutningurinn fyrst.u .5 mánuði ársins numið 12.6 miljón- um króna. f fyrra á sama tíma vai' útflutningurinn 12.9 miljónir. En árin 1í)32 og 1931 var útflutn- ingurinn þéssa mánuði um þrem miljónum hærri. Fiskbirgðir 1. júní eni með meira móti eða 47.585 þur tonn. Yoru að vísu 700 tonnum meiri í fyrra, en þá var afl'inn 4200 tonn- um meiri en í ár. Jarðskjálftarnir. Thidanfarna viku hefir inönn- iim ekki orðið tíðræddara um ann- að en jarðskjálftana norður í Eyja firði, og bágindi fólksins, sem orð- ið hefir þar fyrir stórfeldu eigna- 'djóni. Samúð landsmanna með fólkinu þar nyrðra hefir lýst sjer best í því, hve vel og drengilega hefir verið tekið undir samskotabeiðni, til hjálpar hinu' bágstadda fólki. Standa samskotin nú yfir sem hæðst um land alt, og því ómögu- legt að gera sjer grein fyrir, hve mikið fje kann að koma inn í sam- skotasjóðinn. Eigi er lokið mati á eignatjón- inu er af jarðskjálftunum hlaust. En menn hafa giskað á, að upp- hæð sú sje nálægt því að vera 400 þúsund krónur. Úthlutunarnefndir verða skipað- ar sennilega hver fyrir sitt bygð- arlag', til þess að annast útlilutun samskotafjárins. Yerður að sjálf- sögðu þannig um það búið, að úti- lolrað sje að nokkur misklíð eða óánægja komist þar að. Auk þeirra þriggja manna Vil- hjálms Þór frámkvæmdastjóra, Bernh. Stefánssonar og Pjeturs Eggerz, er fyrst voru ski'paðir í bjargráðanefnd vegna jarðskjálft- anna, hefir þeim verið bætt við í nefndiha, Stefáni Jónssyni spari- sjóðsformanni í Brimnesi á Dal- vík og Kristjáni Jóhannssyni verkamanni sama stað. Rejmsla. Jarðskjálftarnir við Eyjafjörð og’ húsaskemdirnar þar eiga að veita þjóðinni þann lærdóm, sem að gagni kemur í framtíðinni. Vei’kfræðingar og bygginga- meistarar eiga að draga alveg ský- lausa reynslu' af hinum óbilnðu og þeim skemdu liúsum, hvernig byggja skuli í fyamtíðinni, svo trygt sje og hvernig hús eru hin ótryggustu í jarðskjálftum. Reynslan á Dalvík á þannig að lcoma allri þjóðinni að gagni. — Reynsla þessi var Dalvíkingum dýr, og öðrum húseigendum þar í grend. En þar sem þjóðarheiklin fær reynsluna, er eðlilegt, að þjóðin taki á sínar herðar verulegan hluta af tjóninu. Tryggingar. Þá er eðlilegt að atburðir þessir rifji það upp fyrir mönnum að þjóð í eldfjallalandi á að liugsa um jarðskjálftatryggingar. Allmöig liús hjer í Reykjavík eni trygð fyrir jarðskjálftatjóni hjá Lloyds í London. íðgjaldið er Yic á ári af steinhúsum, sjeu þau ekki bygð á klöpp. en fimtungi lægra, standi þau á klöpp. Fyrir timburhús er iðgjaldið 1,2%o á ári. Er lílýlegt, að með sameiginlegum ráðstöfunum mætti koma betri skipun á tryggingar þessar, en nú er., •—- Jón og Hjeðinn. A það hefir verið bent hjer í blaðinu, hvernig heimilisástæður ern um, þessar mundir í Alþýðu- flokknum. /V síðasta Alþýðusambandsþing’i gerði Hjeðinn Valdimarsson harða atrennu til þess að köma Jóni Baldvinssyni frá forsetastöðu sam- bandsins og koma sjálfum sjer að. — En tilraun þessi mis- tókst. Hjeðinn er, sem kunnugt er maður valdafíkinn raeð afbrigðum og ófyrirleitinn í hverri viðureign. Hefir honum síðan þótt súrt í broti að geta elcki náð sjer niðri á Jóni Baldvinssyni. Fyrsta bragð Hjeðins gagnvart Jóni var það, er hann kemur því til leiðar að Jón verði ekki í kjöri hjer í Reykjavík, heldur vestur á Snæfellsnesi. Næsta sporið er, fyrir IJjeðni, að Jón falli }mr með sem mestri smán. Því þá myndi auðveldara ao bola honum úr forsetastólnum. Til þess ætlaði Hjeðinn að nota sjer flutningsbannið á brúarefninu vestur á Snæfellsnes, er hann ljet Alþýðusambandið setja á tilvon- andi kjósendum Jóns til skap- raunar. Bensínið og Hjeðinn. Jón Baldvinsson hefir dálítið hrekkjavit. Það hefir komið fram í viðureigninni við Hjeðinn Valdi- marsson. Hann skrifáði olíufjelögUnum, sem kunnugt er, og lieimtaði, að þau hættu að selja vegagerð ríkis- ins bensín. Hann vissi, að vega- gerðin hefir uiidanfarin ár keypt mest bensín hjá Olíuverslun Is- lands, þ. e, Hjeðni. Hann vissi, að rammar taugar Iig’gja milli pyugju Hjeðins og hjartans. Hann ljet nú reyna á, livort Hjeðinn myndi meta meira ágóða af bensínsölu, eða valdboð Alþýðusambandsins. Og Hjeðinn fjell í gegU við próf- ic. Hann neitaði Jóni Baldviiis- syui og Alþýðusambandinu um að hætta bensínviðskiftum við ríkis- sjóð. Seinna setti Jón Baldvinsson varðmenn við bensínsölur Hjeðins hjer í Reykjavík. Hann skyldi ekkert selja vegagerðinni. Hjeð- inn beið ekki mikið tjón við það. Hann seldi bensínið frá stöðvum út um alt land. Meira próf. Nú var næsta sporið fyrir Jóni Baldvinssyni bankastjóra, að efna til allsherjarverkfalls 1 vegavinnu ríkissjóðs. Ef ekkert var unnið þurfti ekk- ert bensín. Þetta var útlátalaust fyrir Jón. Vegagerðarmennirnir töpuðu vinnu, og Hjeðinn ágóða. Jón Baldvinsson hamaðist í marga daga að koma þessu í kring. Hann hafði Jónas vin sinn frá Hriflu með í ráðum. Á til- teknuin deg'i áttu 900 vegavinnu- menn ríliissjóðs að leggja niður vinnu. Eklci af því að þeir væru í neinni kaupdeilu. Heldur af því, að Alþýðusamband íslands getur ekki fengið einræðisvald yfir kaup greiðslum í landinu. Alísherjarverkfallið fór, eins og kunnugt er orðið. Nokkrir vega- gei’ðarmeim urðu kúgaðir 1—2 daga til að hætta vinnu, með upp- lognum fregnúin um, að alstaðar væri vinna stöðvuð. Útvarpið hljóp undir bag'ga með Jóni Bald- vinssyni, að flytja ósannindi um undirtektir manna undir verkfall- ið. — Máialok. Og endirinn á öllu þessu fálmi og gauragangi Alþýðusambands- broddanna varð sá, að þeir sáu sitt óvænna í morgun, og ljetu Alþýðu blaðið tilkynna, að vegavinnudeil- unni væri lokið „með sigri verka- manna“. Er blaðið látið birta alósannar fregnir um það, að Alþýðusam- bandið hafi samið við -ríkisstjórn- ina um þetta. En slíkt er beinn til- búningur . Þegar sósar sáu að alt fór út um þúfur hjá þeirn, flutnings- bannið var farið út um þúfur, bensínsbannið spmuleiðis, Hjeðinn seldi í banni Jóns Bald., veg'a- vinnuverkfallið út um þúfur og ,,samúðarverkföll“ með ofbeldi Al- þýðusambandsins fengust hvergi, þá var ekki annað að gera, fyrir Innilegt þakklæti til allra, sem auðsýndu mjer heiður og vináttu á fimtugsafmæli mínu, 6. júní 1934. Helgi Árnason. Vogi. Jarðarför míns elskaða eiginmanns, sonar okkar, bróðurs og tengdasonar, Meyvants Ó. Jónssonar, fer fram frá Dómkirkjuimi þriðjudaginn 12. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Fálkagötu 11, kl. iy2 e. h. Guðrún Sigurðardóttir, Jón Meyvantsson, Guðrún Stefánsdóttir, systkin og tengdafólk. Konan mín, dóttir og systir, fru Súsanna María Árnadóttir, andaðist í gær á Þórsgötu 20. Jarðarförin ákveðin síðar. F. h. aðstandenda. Elísabet Árnadóttir. Jarðarför Jóhönnu í. Björnsdóttur, Vatnsleysu í Biskupstung- um, fer fram miðvikudaginn 13. þ. m. og hefst kl. 11 árd. að heimilinu. — Jarðað verður að Torfastöðum. Fyrir hönd aðstandenda. Guðm. Eiríksson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda Muttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar, Hólmfríðar Jónsdóttur, Tjörn á Eyrarbakka. Bjarni Eggertsson. Kennaranámskeiðið hefst í Austurbæjarskólanum þriðjudag 12. þ. m. kf. 1 e. h. S. í. B. Byggingameistarar. Irieoial þjettiefni. í steypu, höfum við ávaft fyrirliggjandi. H^nsleik heldur glímufjelagið Ármann í Iðnó á morgun (mánudag) kí. 10 síðdegis. Tvær 5 manna hljómsveitir spila. Allir íþróttamenn eru velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Aðgöngumiðar kosta kr. 2.00 og fást í Tóbaksversiun- inni London, versl. Vaðnes og á íþróttavellinum. Alt, sem inn kemur, gengur tií hjálpar bágstöddum á j a rðsk j álf tasvæðinu. Stjórn Ármanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.