Morgunblaðið - 10.06.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1934, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ E-LIS’TI er lisis Sjálfslæðiimanna. | Smá-auglýsingaJ Rösk stúlka, vön húsverkum, óskast stras. Upplýsingar á Kiapp arstíg 37 (miðhæð bakdyramegin). Málverk, veggmyndir og margs- fsonar rammar. Freyjngðtu 11. 50 kr. fær sá, sem getur útvegað duglegum og' fjölhæfum manni sæmilega vel borgaða atvinnu í 2 mánuði. Tilboð merkt „12“, legg- ist inn á A. S. í. fyrir n. k. mánu- dagskvöld. Er köber af ca. 400 Islandske Heste, til levering inden 15. juni d. A- Priser og andet der angaa- ends i Telphon 3646, kl. 10—12 Form. KELVlil-DIESEL, Sími 4? 0. Gefið bömum kjarnabrauð. Það er, bætiefnaríkt og holt. en ódýrt. Það færst aðeins í Kaupfjelags- brauðgerðinni, Bankastræti 2. — Sím'i 4562. Rúgbrauð, fra^skbrauð og nor- malbrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Beykja- víkur. Sími 4562. Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríkssötu 15. sími 2475. FÍIIB með S/S Lllíð: Appelsínur, 300 og 360 stk. Eggcrt Erisðjánsson & Co. Til Borgarfjarðar og Borgarness höfum við undirritaðir bílferðir alla miðvikudaga og laugardaga. — Frá Borgarnesi alla þriðjud. og föstud. Afgreiðsla í Reykjavík á Nýju Bifreiðastöðinni. Sími 1216. í Borgarnesi á Hótel Borgarnes. Sími 19. Finnbogi Guðlaugsson. Sigursteinn Þórðarson. Kaupið sumarvörurnar i CHIC DtellHimiOLSEÍNlC Colitifiiis inusfarður gerir allan mat lysfugri. ! ! ■noutA'aaMwuuM I flofli er besta bókin handa ungiingum Skemtilegt efm Fallegar myndir. í34 J&ímiz i3 00 Mttjkiaoífe. Bvður ekki viðskiftavinum sínum annað en fullkomna< kemiska hreinsun, litun og pressun. (Notar eingöngu bestu efni og vjelar). Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf’ þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru best og: reynslan mest. Sækjum og sendum. Forðið yöur frá aÖ örvæufa i ellf yðar. Gætið þess, að líftryggja yður í Vátryggingarhlutafjelaginu NYE DANSKE AF 1864 Aðalumboð fyrir Island: Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar, Lækjargötu 2. — Sími 3171. Grand-Hótel 78. mann til gamla mannsins og hann hækkaði laun- in mín í 400 mörk á mánuði, ab ultimo mai — en það hélt svo sem áfram að vera hundalíf fyrir því. Og þá sór jeg þess dýran eið með sjálfum mér, að Preysing -kylcii einhverntíma fá að heyra sann- leikann. Kringelein hafði byrjað mál sitt háum rómi, en eftir því sem á leið, varð rómurinn veikari, en um leið dapurlegri. Preysing gekk um gólf í litla her- berginu með hendur fyrir aftan bak; stigvél hans mörruðu undir þunga hans, og það, að litla Flamm hlustaði á allt saman með eftirtekt og augum, sem voru á sífeldu kviki á milli þeirra karlmannanna, gerði hann frá sér af reiði. Allt í einu staðnæmd- ist hann fyrir framan Kringelein og rak bumbuna ognandi í frakká hans. — Hvað viljið þér mér eig- ialega? Eg þekki yður alls ekki, og samt komið þér hingað, sagði hann kuldalega og með nefhljóð- iau sínu. — Þér eruð svo.ósvífinn að koma hér og kella yfir mig kommúnistamælgi. Hvað varðar mig um starfsafmæli yðar? Eg get ekki séð um hvern einstakan starfsmann í allri verksmiðjunni. Eg hefi nógar aðrar áhyggjur og geng sannarlega ekki á rósum — öðru nær. Þeir, sem skara fram -úr að dugnaði fá borgun og komast áfram. Hinir eru mér óviðkomandi. Mig varðar ekkert um yður og þekki yður ekki. Nú getur þetta farið að verða úttalað mál .... — Nú, svo að þér þekkið mig ekki. En eg þekki yður mætavel. Eg þekkti yður þegar, er þér kom- uð til Fredersdorf sem sjálfboðaliði og bjugguð í þakherberginu hjá skóaranum, og skulduðuð tengdaföður mínum fyrir smér og bjúgu. Eg tók vel eftir þeim degi, er þér hættuð að heilsa, og tókuð að koma yður í mjúkinn hjá dætrum gamla mannsins. Eg hefi haldið bók yfir yður, herra Preys- ing, og þér skuluð ekki láta yður detta í hug, að mér hafi sést yfir neitt eða gleymt neinu. Ef ein- hver okkar hinna gerði eins margar vitleysur í smáu eins og þér hafið gert í stóru, væri hann löngu búinn að fá spark í rassinn. Og þessi merki- legheitasvipur, sem þér setjið upp, þegar þér eigið leið um ganginn, og það, hvernig þér borið mann í gegn með augunum, eins og maður væri alls ekki manneskja! Og 1912 þegar það kom fyrir í fyrsta skipti, að villa komst í bækurnar hjá mér, upp á 300 'mörk — ætli eg muni ekki svipinn og tóninn, sem þér viðhöfðuð þá við mig! Og svo þessir 800 verkamenn, sem þér hafið rekið. Þér getið hengt yður upp á, að þeir hrækja, þegar þeir sjá yður, en eg vildi bara segja yður, að .... Preysing, sem hafði æst sig upp í hræðilega reiði, ýtti Kringelein upp að veggnum, reif upp hurðina og æpti: — Nú er nóg komið! Nú skuluð þér fá að halda kjafti! Út með yður! Strax! Þér eruð rekinn. Eg rek yður. Þér eruð rekinn. Rekinn ......! Kringelein staðnæmdist milli hurðanna við þessi orð. Innri hurðin var opin en hin lokuð. Hann var hvítur sem skjall, og hallaði sveittu bakinu upp að hvítu hurðinni og fór að hlæja með galopnum munni, beint framan í Preysing, sem var viti sínu fjær af reiði. — Þér rekið mig? Ógnið mér? Já, en þér getið bara alls ekki rekið mig. Þér getið ekki gert mér hið allra minnsta til miska, hr. Preysing, — ekki nokkra agnar ögn. Eg er veikur. Dauðveikur, heyr- ið þér það, — eg fer að deyja, og á ekki nema svo sem hálfan mánuð eftir ólifaðan, og enginn getur gert mér neitt. Áður en þér eruð búinn að reka mig, er eg dauður, æpti' hann og hristist af hlátri, en augu hans fylltust tárum. Litía Flamm stóð upp af legubekknum og laut fram. Preysing laut líka fram. Hnefar hans urðu ekki máttlausir fyrr en hann hafði stungið þeim í buxnavasana. — Hvað er þetta, maður, sagði hánn lágt, -— ■ eruð þér genginn af göflunum. Eg held sannarlega, að hann sé að hlæja. Mér sýnist hann fagna því að verða rekinn. Eruð þér þá band-snarvitláus?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.