Morgunblaðið - 12.06.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1934, Blaðsíða 5
t Páll magnússon frá Hjörtsbæ. 8. þ. m. vár til moldar borinn n Keflavík, Pálí heit. Magmísson :±‘iá Hjörtsbæ. Er með honum í val hniginn einn þeirra gömlu kefl- vísku sægarpa, sem gerðu garðinn frægan T: sinni tíð. Páll sál. var fæddur í Kefiavík þ. 12. apríl 1851, og dvaldi þar mestan liluta ævi sinnar. Á unglings- og mann- dómsárum Páls lieit. voru ein- göngu notaðir opnir róðrabátar til sjósóknar frá Keflavík og var hann formaður á slíkum bátum um langt skeið. Þótti fara saman hjá honum afburða stjórnsemi á sjó, óbilandi þrek og' dugnaður, ^og einstök aflasæld. Mörgum uiigum mpnnum kenfli hann sjómensku og munu þeir . jafnan minnast hans með hlýjuin • og þakklátum hug. Páll heit. var fríður maður sýn- um. þrekvaxinn og sviplireinh. I Hann var glaðlyndur og skemtihn í viðræðum. Yar yndi að heyra hann segja frá gömlum endur- minning'um um baráttu hans við . hinn stundum óblíða Ægi. Páll átti mestu ágætiskonu, .■ Þuríði Nikulásdóttur og lifir hún mann sinu. Eignuðust þau 5 börn. Af þeim eru 3 á lífi: Jón Gunn- arsson, útgerðarmaður og' form. í ,'Keflavik, Sigurjón, sjóm. í Reykja- - vík og Guðlaug, er altaf hefir dvalið á heimili foreldra sinna. Tveir synir þeirra eru dánir • og lijetu þeir Sigurjón, er dó mjög ■ úngUr, og Magnús, er druknaði fyrir fáum árum á mótorbát, er fórst á leiðinni lijeðan til Kefla- víkur. Yar liann hinn mesti dugn- aðar formaður og ágætis dreng- • ur. Við það mikla áfaH var þung- ur Iiarmur kveðinn að hinum um- hyggjusömu og aldurhnignu for- ■ eldrum hans. Á heimili þeirra Þuríðar . og Páls var ávalt gott. að koma. þau voru samtaka í því að veita, gest- um sínum vel. Þar nutu allir sannr ar alúða.r og' g'leði. og trygð þeirra hjóna til sinna gömlu vina var ó- r.júfanleg. Við þ'ölikum þín dáðríku æfiár. ' þú íslenski trausti hlynur. Þig kveðja nú bæði vor brös og tár, því björt er þín minning og hrein og ldár. Nú gleðst þú á himmím með gróin sár, '. í Guðs friði, trygða-vinur. Vinur. Einar Pjetursson trjesmíðameistari á Hverfisgötu 5!). var borinn til moldar 8. þ. m. Hann var fæddur á Heiða- ,bæ í Þingvallasveit II. júlí 1881 — fór m.jög ungur frá ioreldr- um sínum, og nam trjesmíði hjer í bæ, fór síðan til Danmerkur og fleíri landa Norðurálfu, til írekara náms og frama, og þar á meðal til Sviss, og dvaldi þar um hríð, gekk hann þangað með öðrum manni suður alt Þýska- land. En er hann hvarf hingað heim, settist hann að hjer í bæn- um, og stundaði iðn sína, trje- smíði, æ síðan, og lengst af hjer við höfnina, bæði meðan húri var ; gerð og eftir það. Mun engi mað- ur hafa lagt þar betur hönd að verki. Einar var tvígiftur. Fyrri kona hans var Kristín Jónsdóttir f. Ottesen. Hún dó 1918. Áttu þau hjón 3 böm, sem öll eru á lífi og úr æsku. Aftur kvæntist Einar Guðrúnu Oddsdóttur, er hún ættuð úr Borgarfirði, hin besta kona, er reyndist börnum hans sem góð móðir, en þau hjón voru barnlaus. — Foreldrar Einars dvöldu bæði hjá Einari liin efri ár; dó móðir hans 1917. en faö- ir hans 1928 á níræðisaldri, bæði á heimili hans. Það hygg jeg ekki ofmælt, að við dauða Einai’s hafi bærinn látiö einn hinna dáðríkustu borg ara sinna. Var hann svo frábær maður að atorku og dugnaði, að jeg ætla að varla hafi verið hans jafningjar. Hann var hverjum manni meiri verkmaður, hefi jeg aðeins sjeðeinnmann, endur fyr- ir löngu, ganga líkt að verki og Einar. Aldrei vissi jeg þó Einar vinna flaustursverk, og voru all- ar smíðar hans hinar traustustu. Einar var góður drengur, trygg- ur og vinfastur. Hann var hag- sýnn maður, og hjelt vel á fje sínu, sýndi þá fulla rausn, þeg- ar svo horfði við, og horfði ekki í að gjalda, langt yfir verðleika fram það, sem fyrir hann var unnið, éf honum líkaði. — Það munu allir skilja að kona hans og börn hafa nú liðið þann missi, er þau fá eigi bættan, og jeg ætla, og svo munu fleiri gera, að bæjarfjelaginu sje höggið það skarð, er ekki verði auðfylt, svo vel sje. Einar hóf fjelaus lífsstarf sitt; ruddi sjálfur braut sína, og var mjög vel stæður maður, er hann ljest. Hann dó 26. f. m. eftir all- langa og þunga legu af völdum krabbameins. Kunnugur. 5ueinn Ólafsson. 8.1. laugard. var borinn til mold- av liinn hugvitssami þjóðhagasmið ur Sveinn Ólafsson á Baldursg. 31 lijer í bæ; hann andaðist hinn 30. f. m. eftir langan sjúkleik, freklega 73 ára gamall. Var hans ýtarlega minst lijer í blaðinu, er haun varð sjötug'ur. Ilann var fæddur 25. janúar 1861 að Eystri- Lyngum í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu, sonur Ólafs bónda á Lyngum Sveins- sonar, Ingimúndarsonar, og Guð- rúnar konu hans Bjarnadóttur. Árið 1888 kvæntist Sveinn Vil- borgu Einarsdóttur, lireppsnefnd- aroddvita á Strönd í Meðallandi, og lifir hún mann sinn, farin að lieilsu. Þeim lijónum varð 3ja sona auðið, og eru 2 þeirra á lífi, þeir Gústaf lögfr. og dr. Einar nor- rænumeistari, en elsti sonur þeirra, er Karl hjet, ljest í Þýskalandi árið 1919, hinn mesti efnismaður. Árið 1920 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og hafa v.erið lijer síðan, en áður bjuggu þau á ýms- um stöðum í Vestur-Skaftafells- sýslu. síðast (14 ár) í Suður- Hvammi í Mýrdal, og jafnan við hinn mesta myndarskap. Hefir Vil- borg ætíð verið manni sínum ör- ugg stoð á samleið þeirra, og hin síðustu árin Ijeðu þau hvort Öðru þrotnandi krafta sína í sameigin- legu sjúkdómsstríði þeirra. MORGUNBLAÐIÐ Svo sem fyr segir, var Sveinn Ólafsson landskunnur þjóðliagí, og þó einkum orðlagður um alt Suð| Sveinn Ólafsson. urland. Hann var útsjónarsamúr og fundvís á nýjungar þær, er til nytsemdar horfðu og framfara, og svo var hann verklaginn, að einatt' vann hann einn þau verk, er öðr- urn myndi veitast fullerfið, þótt fleiri væri saman. Hann var g'ervi- leg'ur maður og góðmannlegur, liæglátúr og' dagfarsgóður, sa-o að aldrei skeikaði. Áföll hafði liann lireppt mörg og stríð um æfina, þar sem var ástvinamissir og sjúk- aómar, og við algert sjónleysi átti hann sjálfur að búa hin síðustu árin. En enginn sá Sf'eini bregða — hann var of hljóðlátur maður til þes.s að; liafa hátt um vandkvæði sín, og hann var svo mikið karl- menni í lund, að liann kveinkaði, sín ekki við sársauka á sál eða líkV ama. Hann A-ar einn þeirra vamm- lausu manna, sem daglega mátti læra af eitthvað nytsamt og gott. Hann var fágætur merkismaður og ágætur Islendingur. P- --------------- | Eiturwiaiitnalyf. Leyniverksniiðjnr í Búlgaríu, Tyrklandi og víðar. Á fundi ráðgjafanefndar Þjóða- bandalagsins nýlega kom Rusell Pasha fram með ýmsar markverð- ar upplýsingar um verslun með eiturnautnalyf í Egyptalandi. Á- standið hefir batnað mikið sein- iistu fimm árin, en þó er enn neytt mikils af þessuin lyfjum þar í landi. Yfirvöldin tóku nýlega all- ■ai' bækur lijá heildsala nokkrum og af þeim sást, að hann hafði skifti við 150 smásala. Þessi heild- s:ili hafði fíutt inn mikið af eitur- nautnalyfjan frá Grikklandi og Tyrklandi, en lítið frá hinum véstrænu þjóðum. Þó nokkru er smvglað inn frá Gvðingalandi og Sýrlandi. Leynilegar verksmiðjur, sem framleiða eiturnautnalyfin eru til baiði í Búlgaríu og Tyrklandi óg ein í Asíu. Um hashish, ölvun- arméðal, sem mikið er notað í Austurlöndum, þá kom mest af því frá Búlgaríu og Tyrklandi. Mönnum væri ]»að kunnugt, að nú væri geymdar 8 smálestir af því í Sýrlandi. Og' í Búlgaríu vissi menn um 10 leyniverksmiðjur sem framleiddu eiturnautnalyf. Kosningaskrifstofa Sjálfstæði> inanna er í Varðarhúsinu. Or.iin kl- 10—12 og 1—7 daglega. Símar 2íí39 og 3760. Kjörskrá cr þar til synis og alhu’ upplýsir.gar gefnar viðvíkjandi kosningunum. # Oóður kaffisopi veitir ánæffjustundir. Biðjið um þessi merki! Þatt tryggfa yðtir ánægftt. ainfirðingai'I Hefi fyrirliggjandi úrvals spaðsaltað saltkjöt í hálfum og heil- um tunnum og lausri vigt, frá Jökuldal og Hvammstanga og fleiri úrvals kjöthjeruðum. Verslnn Gnnnlangs Stefánssonar '4í Barnavagnarnir ensku eru komnir, með aur- brettum og’ bremsum. Af'ar smekkleg'ir og ódýrir. Húsgainaverslun Hristjáns Siggeirssonar. Laugaveg' 13. Sjálfsfæðiskonur halda fund í "V arðarhúsinu, miðvikudaginn 13. júní kl. 8ýó e. h. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tala á fund- mum Skorað er á allar konur yngri og eldri, sem unna sjálfstæðismálum Islands að mæta. Reykjavík, 11. júní 1934. Kosninganefml kvenna. Framboðsfundir í Gnllbringu og Kjésarsýslfii. Brúarlandsfundurinn verður á fimtudaginn kl. 1, en ekki á föstudaginn, eins og auglýst hefir verið. Kljebergsfundurinn verður á föstudaginn, kl. 3, en ekki kl. 8 síðd. eins og auglýst var. Álftanesfundurinn verður auglýstur síðar Ólafur Thors. Jónas Björnsson. Klemens Jónsson. Finnb. Guðmundsson. Hjörtur Helgason. Sigfús Sigurhjartarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.