Morgunblaðið - 19.06.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Jón Þoriáksson minnist Jóns Sigurðsonar. Ræða Jóns Þorlákssonar við leiði Jóns Sigurðssonar í fyrradag, þá er íþróttamenn hófu allsherjarmótið. i • . > ' ' - ví-'ý- v' < á. > .*.. -v'vÁ'". ■ ■ v.-'" : : -Yf,;y- • ; • ,:> . ■ ■ ' IV?: ■ ‘ . . ■ - ■ > , •/., | Jóm^Þorláksson borgarstjóri ávarpar mannfjöldann vift legstað Jóns SigurSssonar forsetu. Á ai'mæli.sdegi Jóns forseta Sig'- urðssonai:, minnumst v.jer fyrst og fremíjt Jians sjálfs og forystu hans í s.jáj&tæ?)isbai'átto þjóðar vorrar á hinujn þriðja fjórðungi aldar- ínnar $em.. leið, eða einkanlega frá þjóðfundinum 1851 og til stjórn- arbótafinnar 1874. Með þeirri for- yslu og- árangri þeirrar baráttu sem 5 forvígismenn þjóðarinnar háðu ;..á því tímabili, með Jóni Sigurðssyni í fararbroddi, var gmn^lvöLlurinn lagður að því stjórnarfarslega sjálfstæði, sein síðanmrhefir tekist að auka og fullkomna, fyrst með heimflutn- ir.gi lándsstjórnarinnar 1904, síð- an dnieð fullveldisviðurkenning- unni 1918, sem aftur veitir oss fult Jrelsi til þess að vjer sjálfir og' einir gerum eftir 1943 þá skipun þjóðmála vorra, sem vjer teljum ðoss best henta. Bn Jóns Sigurðssonar er engan veginn minst að fullum verðleik- «m með því, að líta eingöngu á þetta; forystustarf hans á fyrsta og erfiðasta áfanga sjálfstæðis- baráttunnar. Það getur vel verið að ýinsit' meðal ungu kynslóðar- inna%lsem nú nýtur ávaxtanna af starfi, ,;Jóns Sigurðssonar, svona nokkurjiveginn óafvitandi, haldi að merkilegasta verk hans hafi verið það, að grafa ..landsrjett- indin'J. upp úr gleymdum skræð- um fornritasafna og halda þeim á lofti . í ræðu og riti. Bn þessi hugsuíi g'efur ákaflega smæklcaða mynd af mikilmenninu, sem við erum . að minnast. Hann var reyndar alveg framúrskarandi vísindani&ður á öll íslensk fræði, jafnt pm stjórnháttu og þjóð- rjettarstöðu landsins á liðnúm tímum, sem um aðra þætti ís- vinnudeilunni sje lokið með mikl- um sig'ri sósíalist,a( [) Sannleikurinn var, að þeir yfir- unnu sjálfa sig til þess að leggja niður skottið. Eru það þessi endemi, sem Hjeð- inn Valdimarsson ætlar að muna lengi eftir ? Vegfarandi. lenskrar sögu. En höfuðeinkenni lians var nú samt sem áður það, sem öllum skörulegum forystu mennum er sameiginlegt. Hann liorfði fram til ókominna tíma. Með vilj,aþre.þi sín.u, athöfnum og Imgsjónum vildi ' hann fyrst og fremst móta frípjútífi þ/jóðar sinn- ar, beina henni veginn um ófarn- ar leiðir. Til fertíðarinnar leit hann um öxl. eins og allir for- ystumenn gera, er þeir vilja þang- að sækja vopnin til baráttunnar fyrir framtíðarhugsjónum. Skarp- sk.ygni hans. og' vitsraunir gerðu hann fundvísan í besta lagi á þau rök sögunnar, sem urðu að vera 'hans'- aðalviopn, 'einsí'ög .þá stóð á. En takmarkið, <em hann stefndi að, liafði hann ávalt framundan. Og þetta takmark var ekki aðeins stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóð- arinnar, heldur framfarir hennar og velgengi á öllum sviðum. Mikilmenska Jóns Sigufðssonar lýsir s.jer að mínum dómi fyrst og fremst í fjölhæfi hans. Hann var frömuður, forystumaður og lærimeistari. þjóðar sinnar, svo að segja á öllum sviðum, einkan- ]ega í allri verklegri menningu. Um verslun, iðnað. landbúnað og' fiskiveiðar, liggja eftir hann leið- beinandi og hvetjandi ritgerðir og forysta hans í framfaravið-' Jeitni þjóðarinnar rar svo vakandi og óþreytandi á öllum þessum sviðum, þrátt fyrir nokkuð erf- iða aðstöðu hans. vegna búsetu erlendis, að einmitt þetta fjölhæfi markar honum þá einstöku sjer- stöðu sem liann nú nýtur að verð- leikum. Hann var forystu- og forvígismaður þjóðarinnar um sina daga á öllum sviðum. Með hverju eigum við að heiðra minningu þessa þjóðarforingja? Bkki með því einu að koma sam- an hjer við gröf hans einu sinni á ári, þótt það sje að vísu fagur sið- ur og sjálfsagt að halda honum. Við eigum fyrst og fremst að heiðra minningu hans með því að láta hugsjónir hans og framtíðar- drauma rætast. Þetta mundi hann sjálfur hafa kosið sjer. Við meg- um nú vel státa af því, að síðustu 30 árin, eða síðan stjórnin flutt- ist heim, hafa hjer orðið meiri verklegar framfarir, en Jón Sig- urðsson gat dreymt um. Atvinnu- vegir landsins, verslun, iðnaður, sjávarútvegur og landbúnaður hafa tekið flestum þeim framför- um, sem hann óskaði eftir og beitti sjer fyrir. Þessar framtarir hafa dafnað‘í skjóli þess frelsis og sjálfstæðis, sem hann barðist fyrir, og' með þeim h’fefir saga landsins kveðið upp fullnaðarúr- skiirð reynslunnar um ævistarf hans stjórnmálasviðinu. Bn verklegar framf^rir eru ekki alt, þótt mik- ilsverðar sjeu. Hið dýrmætasta í landinu er fólkið sjálft, og því að eins rætast hugsjónir Jóns Sig- urðssonar til fulls, að fólkið sjálft vaxi upp í það að fullnægja þeim. Utlendingur einn, sem hefir dvalið hjer í bænum nokkra daga, hafði orð á því við mig í fyrradag, að hjer væri svo óvenjulega mikið af fallegum börnum. Hann veitti þessu eftirtekt meðal annars af því, að hann er hingað kominn frá einni af þeim stórborgum álf- unnar, sem búa nú við þá ógæfu, að börnum fer fækkandi, þar þarf ekki að byggja nýja skóla, heldur fækkar ár frá ári í þeim skólastofum, sem fyrir eru. Við skulum óska þess og vona, að íslandsálar reynist nógu breiðir og djúpir til þess, að sú ógæfa berist aldrei hingað, að fallegu börnum þjóðarinnar fari fsekk- andi. Og við skulum minna okkur sjálf, -— öll sem komin erum af barnsaldrinum, á það, að mann- gildi hvers okkar er fyrst og fremst undir því komið, að oss takist að varðveita fegurð barns- ins í öllum hugsunarhætti okkar, þótt líkamirm mótist áf mismun- andi lífskjörum og aldri. Mannvirki þessarar Jitlu þjóðar verða ávalt smá, fátækleg saman- borið við afrek stórþjóðanna. Bn fólkið í landinu á það undir sjálfu sjer, hvort. það stenst samanburð við fólk annara landa. Hver og einn fslendingur getur dag'lega heiðrað minningu hins mikla for- ingja og hugsjónamannS, Jóns Sigurðssonar, með því að gera þær kröfur til sjálfs sín, að upp- fylla hugsjónir hans um þjóð sína. Heitum á okkur sjálf og hvern góðan Tslending að uppfylla hug- sjónir foringjans, sem við erum að heiðra, með drengilegum hug's- unarhætti og prúðmannlegri fram- komu, hver á sínu sviði. Með þessari ósk bið jeg svo for- seta íþróttasambands íslands að legg.ia sveig á leiði forsetans, og viðstaddan mannfjölda að votta honum heiður sinn. Úrval af góðum hfóliim, fallegum kjólum. 'édýrum kjólum. Badminton. ’Q ífllT' Þeír, sera vilja fá, tíraa í Badminton, geta fengið upp- lýsingar á skrifstofu fjelagsins í Túngötu, sími 4387 í kvöld og annað kvöld kl. 8—10. Badminton spaða og bolta geta menn einnig fengið bar. •— ns Badmintou-nefedin Læknar þeir, er taka vilja að sjer læknisskoðun á umsækjendum Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sendi umsóknir sínar til gjaldkera samlagsins fyrir 25. þ. m. og lætur hann þeim nánari upplýsingar í'tje. Einn eða tveir læknar verða ráðnir. Samlagsstjórnin. „frítt standandi“, með eða án áttavita, kaupi jeg, ef um semur, í dag. O. Elliii Seinasti heiðinginn í Græniandi skírður. Á hvítasunnudag var seinasti heiðinginn í Grænlandi skirður. Hann heitir Nukagpianguaq (sem þýðir „litli, einkennilegi pipar- sveinninn“) og á heima í Thule nýlendunni. Hann er talinn ágæt- ur veiðimaður. Pyrir nokkrum ár- um fór hann til Kanada og var þar í þjónustu lögreglunnar. En í vor kom hann heim aftur og ljet skír- ast. Kristniboðið í Thule hófst fyr- ir 25 árum, eða árið eftir að Knud Rasmussen kom þangað. Pyrsti presturinn þar var Grænlending- ur, Gustav Olsen að nafni. Hann var ágætur veiðimaður og ljet eitt yfir sig og sóknarbörn sín ganga. Prestnr sá, sem nú er þar, heitir Jens Olsen og er frændi hins- Hann er líka góður veiðimaður og kveinkar sjer ekki við því að leggja í erfiðar veiðiferðir. Grænlendingum í Thule var það þegar frá upphafi mikið á- hugamál að koma sjer upp kirkju. Hófu þeir samskot í því skyni og lögðu fram refabelgi, en Köud Rasmussen seldi þá fyrir þá;, og á þenna hátt söfnuðust fyrstu 4000 krónurnar. En kirkjan komst ekki upp fyr en 1930. Grænlend- ingar eru kirkjuræknir og flestir í Thule eru læsir. Er biblían þýdd á þeirra mál og lesa þeir iðu lega í henni. Og nú hefir áem sagt seinasti Grænlendingurinn tekið kristna trú. Þvkir trúboðsstarfið hafa gengið vel, þegar þess er gætt hve skamt er síðan að Græn- lendingar í Thule og Kap ,Tork hjeraði komust í kynni við Ev- rópumenningu. 1 Kap York hafa ýmsir heiðnir siðir og venjur haldist til skamms tíma og einu sinni varð Knud Rasmubsén áð forða manni þaðan undan blóð- hefnd. Og' það er ekki lengra síð- an en 1911 að gömul kona var rekin út að vetrarlagi til þess að deyja, vegna þess að hún var til þyngsla. — Það segi jeg þjer satt Albert, að næst þegar við förum í leik- búsið þá dirfist þú ekki að hrópa og kalla höfundinn fram, þegar það er Shnkespeare. ------............ Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.