Morgunblaðið - 19.06.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1934, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ .l'i'IHIi : a:,:. yi; Uppreisnin í Lithauen RðgönguiDíðar og atkvæðaseðlar að aðalfundi H.f. Eimskipafjelags ís- lands, sem haldinn verður á laugardag 23. júní kl. 1 e. h. verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á morgun, miðvikudag og fimtudag kl. 1—5 e. h. á skrif- stofu vorri. H.f. Eimskipafjelag Islands. mm Fyrir nokkru hófst uppreisn í Lithauen og stóð fyrir henni Woldemaras, fyrverandi forseti þar óg nokkurskonar einvaldsherra. — Nú hafa komið þær fregnir, að Woldemaras hafi verið tek- inn höndum og dæmdur í 12 mánaða þrælkunarvinnu fyrir byltingatilraunir. Hann var tekinn fast- nr 6. júní, en daginn Áður hafði hann gert mishepnaða byltingatilraun. — Hjer á myndinni er til hægri Smetona, forseti í Lithauen. í miðjunni er mynd frá Kovno, höfuðborginni í Lithauen, og til hægri mynd af Woldemaras. Einsöngur herra Einars Markan, til hjálpar fólki á j arðskj álftasvæðinu. Kaupið yður reiðhest Sem betur fer finst mönnum sjálfsagt að hjálpa, þeg'ar vand- ræði ber að höndum. Hefir það oft sjest, og ekki síst nú, eftir að jarðskjálftarnir hafa valdið svo niklu tjóni. Hjálpin er veitt á ýmsan hátt, ýmist með beinum gjöfum eða með skemtunum og ágóðanum var íð til hjálpar. Slík skemtun er nú í boði. Ætl- ar hinn góðkunni söngvari, Einar Markan, að syngja í Nýja Bíó í kvöld, þriðjudag kl. 7.15. — Það þarf ekki að lýsa söngvaranum. Menn kannast við lians hljóm- fögru og þróttmiklu rödd, og hefir söngur hans veitt mörgum ógleymanlegar ánæg'justundir. Mönnum gefst kostur á slíkri gleðistund í kvöld, og gera þá hvorttveggja í senn, bæði að auðga sjálfa sig að heilbrigðri gleði og styrkja þá, sem skjótrar hjálpar þarfnast. Væri óskandi, að hvert sæti yrði skipað í Nýja Bíó í kvöld, tíl þess að menn þar geti átt góða stund og lag't um leið liðsinni góðu málefni. Veitið ykkur ánægju, og legg- ið skerf ykkar í samskotasjóð- inn. Ólafur Þorgrímsson lögfræð- ingur hefir að öllu leyti sjeð um undirbúning þessarar söngskemt- unar og sýnt mikinn áhuga á því, að fje gæti safnast á þenna hátt. Páll fsólfsson aðstoðar, og alt styð ur að því, að skemtunin verði hin besta. Er vonandi, að húsið verði fult og ágóðinn sem mestur. B. J. Mickey Mouse, skattfrjáls. Barnaverndarnefnd Þjóðabanda lagsins hefir rætt all-mikið um Mickey Mouse. Mælir nefndin á- kveðið með því, að teiknimyndir með Mickey Mouse megi sýna í öll- um löndum án skemtanaskatts. TiBller I Jeg þori að staðhæfa, að hjer í bæ úir og’ grúir af konum og körl- ■ um,; sem telja sig ganga góðs á (mis með því að eiga ekki reiðhest , við sitt hæfi, til að lyfta sjer ,upp á. Mörgu af svona hugsandi jfclki, er einnig ljóst, að hestur- inn, veitir ekki einungis þeim, sem ■ á honum sitja ánægju, heldur ei.rmig, að hann í mörgum tilfell- um eyðir ýmissum krankleikum, ^sem læknar og lyf fá ekki rönd víð reist, l Hvað er það þá, sem hamlar, að sæmilega efnum búið fólk fær sjer ekki hest? Því ætla jeg að gera tilraun til að svara, með eftirfar- andi línum. Kaupverð hestsins vex, mönnum ekki svo mjög' í aug- um, en það eru aðrir örðugleik- ar, við hesteignina, sem mönnum hrýs iiugur við, og skal jeg nefna nokkra þeirra. Og er þá fyrst til að tgka, að nokkurum erfiðleikum er. þjindið, að fá hest við hvers eins hæfi. Þó þetta takist sæmi- lega. þá er ekki alt búið samt. Því næst byrja vandræðin með að annast hestinn, vetur, sumar, vor og haust, en þessa örðugleika má yfirstíga, með fremur litlum fjár- útlátUm, og aðstoð góðra manna. En þó þetta alt sje nú fengið, þá er langt frá, að erfiðleikunum sje með þessu lokið, við hesteignina. T. d. eru þeir margir, sem kvarta um fyrirhöfn við að skifta um föt, ef þeir vilji skreppa stuttan spöl út úr borg'arrykinu, en sumir af þessum háu herrum telja ekki eftir sjer, að smokka sjer í „kjól og hvítt“ ef á liggur. Þá er ein viðbáran sú, að sam- ferðamann vanti, það játa jeg slæmt vera, því ekki er gott að maðurinn sje einsamall, en úr því má bæta, án þess að taka rif úr nokkrum manni, og skal jeg koma að því síðar. Þá má ekki' gleyma að minnast ögn á veðurörðugleik- ana, sem eru þyrnir í augum margra, en tíðarfarið er ekki eins örðugt og almenningur heldur. Regn, hríð og' frost má klæða af sjer, en rokið er versti , óvinur manns og hests á ferðalagi, og það fæst ekki af sjer klætt. Sól- ina blessum vjer öll, um regn, kafald'og frost, skulum vjer bugsa tvisvar, áður en vjer blótum því, það er ekki eins vont og margur hyggur. Þessi þrenning hefir ótrii lega góð áhrif á liörund mannsins, og jeg þykist viss um, að eng'inn andlitsfarði, hvað dýru verði, sem hann er keyptur, fái þar við jafn- ast. Jeg hefi nú hjer að frainan drepið á helstu örðugleikana við að eiga hest, en vil hjer á eftir minnast á fáa eina af kostunum, ásamt kostnaðarhliðinni, en eins og gefur að skilja getur þar skeik að, því kauþverð hests fer nokk- uð eftir hvar hann er keyptur og af hverjum keyptur er, aftur á móti mun ekki skeika t.il muna um önnur útgjöld. Áður en jeg sný mjer að kostnaðarhliðinni, vil jeg geta örfárra hlunninda við hesteignina. Skal jeg þá fyrst benda á þá margþættu ánæg’ju, sem góður hestur veitir, hvort heldur honum er langt eða skamt riðið. Honum má kippa út úr göt- unni, og þess vegna komast á þá staði, sem öðrum fárartækjum er ekki kleift að komast. Þá er vísindalega sannað, að engin í- þrótt hefir eins bætandi áhrif á líkama mannsins, sem hesta-íþrótt- in — Hreifingu hestsins í þágu manns ins er þannig háttað ,að hún þjálf- ar ekki vissa parta líkamans, held ur allan líkamann, -og talið er, að sálarkerfi mannsins fari ekki var- hluta af þessari hollu þreyfingu. Jeg hefi líka tekið eftir því, að hvar sem vel ríðandi manni er mætt, er hann ávalt glaður og’ reifur. Jeg býst, við, að þetta, sem hjer að framan hefir verið sagt um á- gæti hestá, sje nóg til þess, að vekja menn til umhugsunar um þetta efni, og skal jeg því ekki fjölyrða um það frekar, en í þess stað ræða hjer á eftir um kostn- aðarhliðina. Verð hésta er mjög mismunandi, og svo eru einnig gæði þeirra, það hestverð, sem jeg hjer til- færi, er miðað við að kevptur sje stór, gang'mjúkur og gallalaus hestur, og ekki fjörhærri en það, að hver kona og karl geti óhult á .elgisiðabók íilenskn þjéðkirkfunnar, • b:. '//jTd %öl i’dth I3ac i 81« : 0. JfJ ;;:sa ’-aa samin að tilhlutun prestastefnunnar og kírkjuráðs hinnar íslensku þjóðkirk.ju, er nú fullprentuð og fæst á skrifstofu Isafoldarprentsmiðju. Kostar 15 krónur. g honum jsetið, eða með öðrum orðum keyptjii’ sjp hestur, sem allir vilja ríða. Fyrir þannig gerðan hest, tel jeg hæfilegt að borga 350—400 krónur. Gott vetr- arfóður má ekki kosta meir en kr. 24Í5.00 og miða jeg það við 7 mán. innistöðu, sumarbeit og sókn kr. 40.00 miðað við 4 mán. liaust- | ganga kr. 12:00 ög járning' yfirj árið kr. 20.00. —' ÁÍlur árskostn- aður kr. 317.00. Kostnaðinn' hefi je'g reiknað það ; hátt, að naumast geti til mála: Hefðarfrtir og meyjar nota altaf hið ektá áust- urlanda ilm- lana. .. mu komið, að hann fari fram úr þess- j ari áætlun. Hjer að framan gat jeg þess, að ekki væri gott að maðurinn væri j eínsamall, þá hann færi út að 1 ríða og lofaði jafnframt að benda á ráð. Ráðið er, að gerast fje- :lagi í Hestamannafjelaginu Fák- ur, því úr því fjelagi má oft fá góða samfylgd, en falli þessi uppástunga mín ekki í g'eð, þá er að mynda nýjan f jelagsskap, j sem stefndi í svipaða átt og ,,Fák- ur“. — Það er margt eftir ógjört fyrir i hestana, því það er víst að þeir’ geta tekið miklum stakkaskiftum 1 til hins betra, með viturlegri rækt og bætt.ri meðferð. Svo að síðustu, hafi einhverjir, hjer í bæ í hyggju að kaupa sjer jhest í vor, þá er jeg reiðubúinn jtil að ljá þar til mitt lið. Dan. Daníelsson. -------------------- j i j Stórborgimar. London er sem ;stendur stærsta borg í heimi, en .fæðingum fælckar þar stöðugt og ,ef þessu heldur áfram með sama |hiutfalli og nú, verður London orðin hin sjötta í röðinni að 20 árum liðnum. Þá verður Tokio stærsta borg heimsins með 11 milj. íbúa, New York næst ineð 10 rnilj. íbúa og Shanghai hin þriðja með 9 milj. íbúa. afffm " | lienn Þúsurdii' ^ kvenna ^ ^ | V A /\ nota það ein- Orlana. göpgu. Fæst í smáglösum með skrúftappa. Verð að eíns íltír. , 7 t' (lMJGAVDGS^APOTEK) Ritvjelapappír m margar tegundir, ;£to og" foliostærð. Ritvjelakalkerpappír ,,. Pelikan, Red jj}|al og- Greif, þykkur og þunn- ur, 4to og folio. Alt við- urkendar tegundir. Ritvjelabönd Pelikan, Remingt'cín, Greif o. fí. fyrir ýnisái1 stærð- ir af ritvjeluih1.1 ' I Imsliiy hvít og mislif? : af öllum þeim stærðum og teg- nndura, sem notaðar era alment. Brjefsefni í möppum og' skraut- öskjum, gott úrval. Skrifblokkir. margar tegundir, af ýms- um stærðum og gæðum. RP-ilRIEM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.