Morgunblaðið - 22.06.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ I íþróttaskóliiin á Alafossi. A morgun kl. 9 §íðd. hefst Sundknattleikur (,,Waterpolou) milli skipverja af breska orustuskipinu „Nelson“ og Sundfjelagsins Ægis í sundlauginni á Álafossi. Eftir kapp- leikinn hefst dans í stóra tjaldinu. Hljóðfærasláttur undir stjórn Bernburgs. 2 sórar harmonikur o. fl. — Að- gangur 1 króna, gildir líka fyrir fyrstu umferð á danspallinum. — Margskonar veitingar. Allur ágóðinn til íþróttaskólans á Álafossi. lögbroti komið máli Björns Gísla- sonar til clómsmálaráðuneytisins •og dregur siðan b.u.b. í 1 ár frek- ;ari rannsókn í málinu, þrátt fyrir skýlausa fvrirskipun ráðuneytis- :ins, um að halda rannsókn áfram. Þegar svo Hermann hyggnr, að yfir málið sje farið að firnast, íræðst liann með offorsi á. ráðu- nej'tið, fvrir að það hafi dregið málið. Það er að vísu rjett hjá Hev- manni Jónassyni, að- það væri •stórhættulegt fyrir rjettaröryggið ;í landinu, ef dómsmálaráðuneytið og Hæstirjettur yrðu ber að því, að halda hlífiskildi yfir „allra þektustu fjársvikurum'þ En þó er það miklu hættulegra, þegar l>að sannast, eins og hjer hefir orðið, að einn af undirdómurum landsins, beinlínis lýgur því upp frá rótum, að yfirboðarar lians liafi aðhafst slíkt. Bjarni Benediktsson prófessor sagði í fyrri grein sinni: „Guð hjálpi þeim, sem á æru sína og velferð undir þeim dómara, sem lætur slík skrif frá sjer fara“. Undir þessi orð mun allur óspiitur almenningur í Jandinu taka. Kafli úr útvarpsræðu Magnúsar Jónssonar. Jeg ætla nú að lokum að .'sýna ykkur tvær myndir. Þær -eru teknar með hinni óskeikul- ustu myndavjel, sem er reynsl- an, og þær eru geymdar í ó- slítandi albúmi, sem er sagan. En myndirnar eru af tveim stefnum, sem nú ganga undir • dóm kjósendanna. Það er gott að stefnurnar hafa látið taka •af sjer þessar myndir, og það er sjálfsögð skylda hvers kjós- .anda að skoða þær. Jeg slæ upp albúminu á ár- unum 1924—27. í því er þá mynd af Sjálfstæðisstefnunni. Hún kom að fjárhagnum í <erfiðu ásigkomulagi. — Skuldir höfðu safnast og víxlar h.jengu eins og sverð yfir hálsi, sjóðir •voru eyddir og reikningar rík- isins voru óljósir og ónógir. Jeg vætla ekki að saka þá menn, sem þá höfðu verið við völdin. 'Það voru allir flokkar, sem báru .ábyrgð á því og stríðstimarnir •og fyrst þar á eftir voru öllum um megn, ekki aðeins hjer hjá okkur, heldur alls staðar. in, var lækkaður. Sama var um gengisviðaukann á vörutollinn. Á þessum árum var friður í Jandi. Merk og mikilvæg lög- gjöf var sett um atvinnumál, jarðræktarlögin, sem höfðu ver- ið samþykt á pa-ppírnum, áður, voru sett í framkvæmd, rækt- unarsjóðurinn endurreistur í nýrri mynd, kæliskip fengið. — Einokun og höftum var ljett af viðskiftúm. , Engar ofsóknir voru þá rekn- ar gegn pólitískum andstæðing- um, embætti og stöður veittar eftir verðleikum, en ekki eftir pólitískum skoðunum. Landinu var stjórnað eftir rólegum lýð- ræðisreglum. Þjóðarjörðin var vel setin og þjóðarheimilið var gott til vistar. Þessi ár voru far- sælt framfaratímabil. Svo flettum við þjóðaralbúm- inu og skoðum myndina af næsta fjögurra ára tímabilinu 1928—31. Það er myndin af hinni í'ylkingunni: Framsókn og sósíalistum. Þeir byrja á því, að tilefnis- En S.jálfstæðisflokkurinn ’greip á þessu verkefni þannig, að við eigum slíks engin dæmi. Ríkisbúskapnum var haldið inn an fastra takmarka, en það mikla f.je sem inn kom, gekk til þess að leysa skuldaklaf- ann, hengingarólina, af þjóð- inni. í góðærunum 1924—25, var skuldasúpan jöfnuð svo við jörð, að ekki* varð eftir nema fast umsamdar skuldir. Skuld- irnar færðust úr fullúm 18 milj. niður í rúmar 11 miljónir. — Þegar erfiðu árin 1926—27 komu, atvinnuleysi gerði vart við sig í kauptúnum og pen- ingaekla í sveitum, þá voru op- inberar framkvæmdir auknar að miklum mun, atvinna veitt •og skildingum dreift út um sveit irnar. En jafnframt var sköttum Ijett af framleiðslunni til þess að örfa hana, og verðtollurinn, ;sem kom fa§t við mörg heimil- lausu, að hækka skattana í há- mark og keyra þá inn með meiri hörku en dæmi voru til. Góðæri gekk yfir 1928—29 og tekjur flæddu inn í ríkissjóðinn eins og fyr. En nú var ekki hugsað um að safna í kornhlöður. Nú var eins og nienn hefðu enga hugmynd um, að nótt fylgir degi hverjum, og kreppa hver.ju góðæri. Þingið var látið fara ó- gætilega í fjárveitingum, en það var þó eins og ekkert á móts við ógætni og trylling stjórnarinnar í fjáreyðslu um- fram allar heimildir. Á þessum árum komu inn í ríkissjóð 16 miljónir króna um fram áætl- un og öllu þessu geysilega fje var eytt. En til þess að frarn- kvæma ýmislegt, sem þetta f.je átti að fara til, og svo vegna afleiðinga kreppunnar, þá varð að taka ný lán, svo stórkost- leg, að þess voru ekki dæmi, enda hækkuðu nú skuldirnar aítur, og það langt upp úr því, sem þær höfðu nokkru sinni.ver ið, eða upp í um 24 miljónir. Eftir öll þessi veltiár var ekk- ert til neins. Skattarnir komnir í hámark, skuldirnar langt upp úr hámarki. Sjóðurinn eyddur. Og loks, þegar atvinnuleysi og peningaekla svarf að, þá varð þessi óhappastjórn að bera fram íjárlagafrumvarp, þar sem all- ar verklegar framkvæmdir voru skornar niður. Jeg hefi oft sagt þessa sorg- arsögu áður, og jeg ætla að segja hana þangað til hún er brend inn í meðvitund manna, því að hún á að ráða vali manna á þjóðarbúið. En auk þess var nú mjög skift um heimilisbrag. Nú var pólitískum fylgismönnum einum tylt í allar opinberar stöður sem losnuðu, og af því að þær losn- uðu ekki nógu ört. þá voru nýj- ar stöður búnar til. Nú voru andstæðingar hundeltir í blöð- um, á fundum, og meira að segja af sjálfu ríkisvaldinu, bæði til hefnda og sVo til þess að losa stöður þeirra. Svona er þessi mynd. Ófrið- ur á heimilinu og búið sokkið í skuldir. En talaðu nú ekki altaf um fortíðina. Talaðu heldur um framtíðina, kynni einhver að segja. Já, kjósendur góðir, það væri kannske skemtilegra. En eins og þið þekkið, þá tala all- ir flokkar svo fagurlega um framtíðina við hver.jar kosning- ar. En það, eru efndirnar, sem mest er undir komið. — Og efndirnar er helst hægt að marka af sögunnar dómi. Sjálf- stæðismenn lofuðu því í kosn- ingunum 1923, að þeir skyldu reyna að endurreisa f.járhag ríkisins, ef þeir fengju að ráða. Þeir komust að völdum og gerðu þetta. Framsókn og só- síalistar lofuðu líka öllu fögru í kosningunum 1927. Þeir kom- ust að völdum og sviku alt. Og nú eigið þið enn að velja á milli þessara tveggja stefna. Þið ráðið því, kjósendur, hverja myndina þið viljið hafa í ís- lenska albúminu á árunum 1934—1938. Viljið þið gætilega fjármála- stjórn, frið og sterk tök í hendi eins víðsýns og almenns lands- málaflokks, eða viljið þið kapp- hlaupið gamla um fjáraustur- inn og handaganginn í öskjunni hjá rauða bandalaginu? Þið ráðið. Þið getið skapað þingið eftir ykkar vild á sunnudaginn kemur. Ferðaskrifstofa tslands Ingólfshvoli Sími 2939. TILKYNNIR: % Sumarhdtelin að Arnbjarnarlæk, Hreðavatni, Laugarvatni, Norðtungii, Reykholtí, Svignaskarði og' Þf’astalundí eru nú tekin til starfa. Daglegar ferðir að Laugarvatni og Þrastalundi frá B.-S. í. Til Borgarfjarðar eru ferðir miðvikudaga, fimtudaga og laug- ardaga frá N. B. S. — Ennfremur fer E.s. „Suðurland“ hvern þriðjudag, föstudag og laugardag til Borgarness, og straks eftir komu þess fara áætlunarbílar upp um Borg- arfjörðinn. — N.k. laugardag fer skipið kl. 8 e. h. frá Reykjavík, og frá Borgarnesi á sunnudagskvöld kl. 6.30 e. h. Dansskemtun verður haldin í Nýja samkomuhúsinu á Hótel Tryggva- skála við Ölfusárbrú næstk. laugardagskvöld, 23. þ. m. Góð jassmúsik frá Reykjavík. A t y i n n a. ,Vegna forfalla annara geta 2 stúlkur fengið atvinnu, nú þegar, við afgreiðslu og frammistöðu. Hressingarskálinn. Austurstræti 20. Uppíýsingar frá 11—12 árd. og 6—7 síðd. FataefnL Hllkið úfval nýkomið. G. Blaraason 5 Fleldslefl SasnsKar sKfnniflrar. Umboðsmenn óskast til að selja skinnvörur til ein- staklinga. Svo sem: Skinntreyjur, Pelsa, Jakka, Hanska og fleira. Spegillinn kemur út á nxorgUn; tvöfalt kosningablað með Iit- iinvndmn. í *' Bröderna Jónsson Malting, Sverge

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.