Morgunblaðið - 24.06.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1934, Blaðsíða 3
MQRGUNBLAÐIÐ 3 Sýnishorn af útsvarsálagningui rauðliða, þar sem þeir eiga sjálfir í hiut. Svo sem kunnugt er, skipa rauðliðar (Tímamenn og sósíalistar) meirihluta í niðurjöfnunarnefnd hjer í Reykjavík. Blöð rauðliða hafa oft verið að guma af því, hví- líkt rjettlæti væri ríkjandi um álagning útsvaranna hjer í bænum, síðan rauðliðar fengu yfirráðin í niður- jöfnunarnefnd. En hvernig hefir þettaj .„rjettlæti“ verið í fram- kvæmdinni? Þannig, að rauðliðar Kafa notað aðstöðu sína í niðurjöfnunarnefndinni til þess að lækka útsvörin hjá helstu sprautum sósíalista og Tímamanna, en samtímis hafa útsvör pólitískra andstæðinga verið hækkuð. Hjer skulu birt nokkur sýnishorn af því, hvernig meirihluti niðurjöfnunarnefndar hefir farið að þegar í hlut áttu pólitískir máttarstólpar og hálaunamenn í liði Tímamanna og sósíalista. R |Ö£ Útsvar 1933. Útsvar 1934 Lækk- un Iíannes Jónsson, dýralæknir 495 405 90 Hermann Jónasson, lögreglustjóri 920 715 205 Gísli Guðmundsson, ritstjóri 690 550 140 Guðbrandur Magnússon, forstjóri 750 165 585 Eysteinn Jónsson, skattstjóri 610 485 125 Guðm. Kr. Guðmundss., skrifstofustj. 980 805 175 Páll Zophóniasson, ráðunautur 615 365 250 Jónas Jónsson frá Hriflu 1150 730 420 Sigurður Kristinsson, forstjóri 1655 1540 115 Sigurður Jónasson, forstjóri 1940 1670 270 Hjeðinn Valdimarsson, olíukóngur 1840 1395 445 Ingimar Jónsson, skólastjóri 390 330 60 Stefán Jóh. Stefánsson, hrm. 980 880 100 Jón Baldvinsson, bankastjóri 1965 # J 1025 940 Af þessari skýrslu er það ljóst, að Tímamenn og sósíalistar nota meirihlutavald sitt í niðurjöfnunar- nefnd, beínlínis til þess, að draga taum sinna póli- tisku sjergæðinga. Það er ekki pyngja fátækra verkamanna og sjó- manna, sem þessir herrar hugsa um, heldur pyngja hálaunamannanna og braskaranna í rauðu fylking- unni. Olíuverðið. Frá því að landfundur Sjálf- stæðismanna tók olíumálið á dagskrá sína, hafa spunnist um það allmiklar umræður, sem leitt hafa í ljós að það verður að telja alveg tvímælalaust, að hægt sé að tryggja útveginum talsvert ódýrari olíu. Þetta er svo mikið alvörumál, að það má með engu móti kafna í pólitískum deilum. Það getur aldrei verið annað en smávægi- legt aukaatriði, að verðlag olí- unnar sýnir og sannar að Héð- inn Valdimarsson hikar ekki við að rýra hlut sjómanna eftir fremsta megni, til þess því betur að þjóna hagsmunum hinna vellríku erlendu miljóna- mæringa, sem drotna yfir Héðni með því að leyfa honum sjálf- um að halda eftir smámola af hverri sneið sem hann tekur frá munni sjómanna og réttir hús- bændum sínum. Þetta er og verður ekki annað en mannlýs- ing, sem að því leyti hefir ekki neitt sjerstakt gildi, að allir vita að Hjeðni lætur betur að fórna • - ást sinni til alþýðunnar fórnir úr vasa útvegsmanna en olíu- kónganna. Hitt er svo aðalatriðið: Hvað á að gera til að knýja fram verðlækkun á olíunni og bensín- inu? í þeim efnum eiga útvegs- menn að fylgja ráðum Ólafs Thors. Þeir eiga að hefja sam- tök til að knýja verðlagið niður, og fáist bankarnir til þess að sínu leyti að veita æskilega að- stoð, má óhikað fullyrða að sig- ufinn er viss. Sjálfstæðismenn munu nota völd sín til þess utan þings og innan að efla og tryggja að- stöðu sjómanna og útvegsmanna bæði í viðureigninni við erlenda auðvaldið og Hjeðinn og ann- að það, er þyngst hefir mætt á útveginum nú að undanförnu. Vantar. I útvarpsumræðunum sagði Ólafur Thors að Nasistar teldu sig eiga eina ,,hugsjón“, ein- valdinn. Væru þeir spurði hver ein- er að setja bæinn á höfuðið fjárhags- lega. Hið „aklraða skip“ Júní er bráðónýtt forr! Þegar socialistar í Hafnar- firði sáu það að kjörfylgi þeirra rfar að hrynja, fundu þeir upp á bæjarútgerðinni og átti hún að bjarga öllu. Með því að glamra afar mikið, um það, hvert bjargráð þetta væri fyrir Hafnarfjarðarbæ, þóttust þeir mundu stöðva flóttann í liði sínu. En hvernig er þá hin marg- lofaða bæjarútgerð í Hafnar- firði? Hún er þannig, að hún er að setja bæjarfjelagið á höf- uðið. Byrjað var á því að kaupa togarann ,Maí‘ fyrir geypiverð, miklu hærra en nokkur sann- sýni mælti með. Þegar á fyrsta ári kostuðu svo viðgerðir á skipinu 50 þúsundir króna. Auk þess varð rekstrarhalli á út- gerð hans um 125 þús. kr., og greiddi þó útgerðin ekki einn eyri í bæjargjöld nje hafnar- gjöld, eins og öðrum togurum var gert að greiða. Viðgerðin á skipinu var langt frá því að vera fullnægjandi, enda þótt hún kostaði svona mikið. Þilfarið í því er bráð- ónýtt og hefir altaf orðið að skóbæta það, svo að skipinu væri út haldandi. Vindurnar ljelegar. Með miklu .kvalræði er búið að endurnýja akkeris- vinduna, en viðhald á hinum vindunum tveimur er einhver hin ljelegasta sem sögur fara af á nokkrum íslenskum tog- ara. Kolaboxin voru barin að nafninu, en það mátti ekkert kosta, enda voru vinnubrögðin eftir því. Ryð kom alls staðar út úr sementshúðinni og þann- ig alt verið með viðhald á þessu skipi. Það var stórtap á útgerðinni fyrsta árið og eins það næsta. Hafnfirskir borgarar sáu að hverju fór og voru allir að missa álitið á bæjarútgerðinni. En hann Emil Jónsson bæjar- stjóri er enginn viðvaningur í blekkingum. Hann kom fram með þá staðhæfingu í vetur fyr- ir bæjarstjórnarkosningamar, að gróði hefði orðið á útgerð ,Maí‘ árið 1933 — hann vissi ekki hve mikill, fullyrti þó að það mundi ekki vera minna en 10 þús. krónur! Hann hefði borgað öll sín gjöld og alt gengi í „lukkunnar velstandi“. Marg- ir trúðu þessu — en ekki er valdurinn ætti að vera, segðust þeir að vísu ennþá ekki hafa fundið manninn. Um málefnin vildu þeir fátt tala, enda ættu þeir ekki önnur en þau, er þeir hefðu hnuplað frá Heimdalli. „Trúarflokkur sem bæði vant ar guðdóminn og lögmálið lifir ekki lengi“, bætti Ólafur við. gróðinn af útgerð ,Maí‘ kominn enn í ljós, og kunnugir segja að stórtap hafi orðið á útgerð- inni. Þess vegna þykir ekki heppilegt að reikningarnir sje birtir — fólkið má ekki fá að sjá þá fyrir kosningar. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vetur ljetu sósíalistar sjer ekki nægja þessar blekk- ingar, heldur festu þeir nú kaup á nýju skipi, færeyska togar- anum ,,Royndin“; og var hann skírður ,,Júní.“ Hafði skip þetta verið til sölu í mörg ár, en eng- inn maður með viti, viljað líta við því og eigendur ekki viljað gera út. Græðgin í hinum hafnfirsku sósíalistum að ná í skipið var svo mikil, að þeir boiguðu um- boðsmanni seljenda 500 krónur fyrir það að kaupa það af sjálf- um sjer fyrir þeirra hönd. Svo kom nú skipið til Hafn- arfjarðar og vaf þá þegar byrj- að á því að gera við það. Og síðan hefir það aldrei komið svo að landi að ekki hafi þurft fjölda járnsmiða og annara við- gerðarmanna til þess að dytta að því. Svo var skipið orðið úr sjer gengið, að gálgarnir hrundu á því öðrum megin og mátti mildi kalla að það skyldi ekki verða neinum manni af fjörtjóni. Fótstalla^nir undir gálgunum voru orðnir svo lje- legir, að þeir hrundu niður eins og aska þegar við þá var komið, og boltar og annað var þar eftir. Eimvjelin í skipinu er svo úr sjer gengin og kolafrek, að 13 smálestum af kolum hefir skip- ið brent á sólarhring. Varð það þess vegna stundum í kolahraki í vetur og varð þá að brenna togvöltum (bobbings) og ýmsu öðru timbri til þess að ná landi. Loksins voru allir orðnir þreytt- ir á þessu úthaldi og „Júní“ hætti veiðum á undan öðrum togurum. Var nú byrjað á því að tæta gufuvjelina sundur, ögn fyrir ögn. Hefir skipið nú leg- ið hjálparlaust í nokkrar vikur við bæjarbryggjuna í Hafnar- firði, og kemst ekki einu sinni út á höfn til þess að hægt sje að leggja því þar*fyrir festum (múrningum), en þangað er þó ,Maí‘ kominn. Slíkar eru framkvæmdir só- síalista í Hafnarfirði. — Utgerð þeirra er ekki orðin löng, en bæjarfjelagið hefir tapað hundr uðum þúsunda króna á henni, ,og er efamál hvort útgerðin hefði borið sig, þótt allir sjó- menn á skipunum og verka- menn í landi, hefði unnið kaup- laust fyrir hana. Hafnfirðingar! Munið þetta í dag og gjald- ið sosialistum að makleikum. ------<m>--------- Flónska Hermanns. I fyrrakvöld auglýstu Tíma- menn með miklum bægsla- igangi, að daginn eftir mundi llögreglustjóri svara Morgunbl. og Bjarna Benediktssyni. Aug- lýsingin var auðsjáanlega sett upp í því skyni að reyna að auka sölu kosningableðilsins og reyna að ná þannig nokkrum aurum í kosningasjóð. Af svari Hermanns er einnig auðsjeð að hann hefir ritað það tilneyddur. Gefur hann nú upp alla vörn og flýr út í umræður um borg- arstjóramálið o. s. frv. Eins og hann væri ekki búinn að gera sj er nóg til skammar í því máli, sem hófst með hinni eftir- minnilegu lýgi Hermanns og fje laga, um að borgarstjóri Reykja víkur hefði stolið einni miljón af bæjarins fje. Það eina, sem Hermann hef- ir nú sjer til varnar í Björns Gíslasonar málinu er, að Hæsti- rjettur hafi ekki viljað sekta hann fyrir að vera of strangur við Björn. Kemur það ágæt- lega heim við það, sem Bjarni Benediktsson hefir fyllilega sannað, að Hermann hafi á all- an hátt farið miklu betur með Björn en Hæstirjettur taldi rjett vera. Eftirminnilegast í svari Hermanns mun það þó verða, að hann kallar lagaákvæði, sem Jónas Jónsson fekk lögleidd 1929, og Hermann þá eindregið mælt með, ,flónsku‘, sem ,ekki‘ er eyðandi orðum að.“ Tíia ára áællun. Að gefnu tilefni og vegna margra fyrirspurna, skal þess getið sparisjóðum á íslajidi til leiðbeiningar, að tíu ára áætlunar- stimplar (til að stimpla með tíu ára áætlunarbækur), fást gerðir hjá Fjelagsprentsmiðjunni í Reykjavík og hefir forstjórinn lofað að selja þá á kr. 7,00 — *» sjö krónur. — í vexti eru greiddir innlánsvext- ir, liálfum af hundraði hærri vext- ir en venjulegir sparisjóðsvextir og fara því vextirnir eftir því, hverjir sparisjóðsvextir eru á hverjum tíma. „Tíu ára áætlunin“ gefur því af sjer 4%% um árið sem stendur. Jeg nota hjer tækifærið til að minna á „Tíu ára áætlun“ mína. Menn og konur, fulltíða fólk, börn og ung'lingar, munið eftir að hver eyrir, sem þjer sparið og neitið yður um, og þjer leggið í „Tíu ára áætlunar“-bók, er yðar eign eftir sem áður og mun koma yður að notum, ef til vill þegar yður liggur mest á. Með þessari aðferð legg'ið þjer yðar lið til að skapa fegri framtíð, tryggari framtíð fyrir yður sjálf, ástvini yðar og landið alt, sem jeg trúi að yður sje þó öilum .ant um vegna ótal fegurra minninga og vegna fagurra framtíðarvona. Munið eftir „Tíu ára áætlun“ minni, og' munið, að hver sparaður eyrir er gróði fyrir landið og að margt smátt gerir eitt stórt. Jeg kveð yður öll með virðingu og trausti. Halldór Jónsson. frá Reynivöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.